Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 52

Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 52
UMRÆÐAN 52 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Höfundur byggir sö guna m.a. á dagbók um skipbrots mannann a og legg ur sig fra m um að seg ja ógleym anlega sög u og skap a einstæðar persónur. Þetta er fy rst og frem st glæs i leg t sköpu narverk höfunda r, sem lætur mann san narlega ek ki ósnortin n. Áhrifam ikil saga skipbrot smanna Örlygur Steinn Si gurjónsso n FÖSTUD AGUR 14 . DESEMB ER 2001MOR GUNB LAÐI Ð Í Ísherranum er það Vilhjálmur Stefánsson sem er skúrkurinn og er fátt tínt honum til varnar. Ef marka má bókina var hann athyglissjúkur og með mikilmennsku- brjálæði. Hann yfirgaf leiðangurinn fljótlega ásamt þeim sem hann þurfti á að halda en setti hina á guð og gaddinn. Feigðarför DVMÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 Guðmundur J. Guðmundsson Íslensk þýðing Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur. ÍSHERRANN Þessi kynngimagnaða mannraunasaga lætur engan ósnortinn. Hver urðu örlög mannanna sem fylgdu Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði norður í Íshaf árið 1913 ? Á undanförnum misserum hafa verið uppi miklar umræður um auðlindina, sam- eign okkar allra, og nýtingu hennar. Það telst því að bera í bakkafullan lækinn að leggja þar orð í belg. Ástæða þess að und- irritaður hefur fylgst með þessum málum af nokkrum áhuga er sennilega sú, að ég stundaði dálítið sjó- sókn á mínum yngri árum og hafa þau tengsl aldrei rofnað. Þó ég hafi þar engra hagsmuna að gæta að öðru leyti. Hugleiðingar þessar eru afrakstur af því að hafa fylgst með þessum málum í fjölmiðlum á nokkuð hlut- lausan hátt að ég tel. Í þessum um- ræðum hefur mér oft fundist bera meira á tilfinningum, en á hvern hátt sé hagkvæmast fyrir þjóð- arbúið að nýta auðlindina. Veiðitæki og aðferðir Ég heyrði fyrir nokkru af trillu- karli vestur á Bolungarvík, sem veitt hefði á níunda hundrað tonn á trilluna sína á síðasta fiskveiðiári. Þó þetta sé ekki algengt má vel hugsa sér að 6 landróðrabátar geti dregið sama afla að landi eins og 1 frystitogari. Togarinn kostar svona 1-1,5 milljarð. Vextir af þeirri upp- hæð (miðað við 10% vexti) væru þá 100-150 milljónir á ári í gjaldeyri, sem myndu renna út úr landinu (þ.e. hent út um gluggann), því skip þetta væri væntanlega smíðað í Chile eða Kína. Landróðrabátarnir 6 væru væntanlega smíðaðir hér heima og myndu varla kosta meira en einn tíunda af verði togarans og skapa talsverða vinnu, þekkingu og reynslu og skilja vextina eftir í landinu. Frystitogarinn er talinn nýta um 40% af hráefninu en 60% fær hafið aftur ásamt öllu brottkastinu al- þekkta. Afli landróðrabátanna (sem í land kemur) er allur nýttur og í sumum tilfellum allt að 40% verðmeiri en afli togarans, þ.e. þegar hann er sendur ferskur út og kemst ferskur á borð neytenda. Frystitogarinn skapar um 30 störf, en bátarnir 6 mun fleiri í kringum sjávarvinnuna og síð- an öll störfin við að vinna úr aflanum í landi. Togarinn með sitt víðáttumikla troll, sem getur þakið heil- an fótboltavöll, jafnar út hverja örðu og hvert þarablað á leið sinni eftir sjávarbotn- inum, svo þar er ekki skjól eða felustaður lengur fyrir ungviði. Ef frumskógi, sem er fullur af lífi, er eytt verður skógarbotninn eyðimörk. Þar finnst ekkert líf nema pöddur kannski. Náttúran virðist sjá ungviðinu fyrir nægum felustöðum til að vernda það fyrir stærri rándýrum. Þetta samspil rífur botntrollið algerlega. Kyrrstæðu veiðarfæri strandveiði- flotans rjúfa aftur á móti á engan hátt þetta lífríki. Skyldi ekki vera að þarna sé að finna skýringuna að hluta á týndu árgöngunum hjá Haf- rannsóknastofnun? Það er talið að olíueyðsla sé þrisvar sinnum meiri á hvert kg af fiski hjá ísfisktogara og fimm sinn- um meira á kg hjá frystitogara, en hjá strandveiðibátunum. Hræddur er ég um að manninum með staur- fótinn og leppinn myndi ganga illa að réttlæta þennan mismun fyrir þjóðinni. Einhvern tímann heyrði maður að við Íslendingar værum að komast nærri toppnum í loftlags- mengun og víst er að útgerðar- menn togarans muni verða að gróð- ursetja mun fleiri trjáplöntur en útgerðarmenn bátanna 6, ef þeir ætla að jafna mismuninn. Stórútgerðarmenn halda því fram að því stærri sem einingar séu verði hægt að ná fram meiri hagkvæmni. Þetta getur verið rétt, að í höndum góðra stjórnenda reynist stærðin vel. En þetta hefur líka sínar skuggahliðar. Ef stórfyr- irtæki kemst í greiðsluþrot mynd- ast stórt skarð í atvinnulífi viðkom- andi héraðs, jafnvel heilar peningastofnanir skjálfa. Nærtæk- asta dæmið er fyrirtækið Goði sl. sumar, þar sem bændur sáu fram á það á tímabili að verða að slátra fé sínu heima og að sjálfsögðu að grafa það, því kjöt af heimaslátr- uðu kvað vera eitrað. Einnig má minna á Sambandið sáluga, o.m.fl. En ef trillukarl fer á hausinn verð- ur þess varla nokkur var. Útgerðarmenn segast hafa náð fram mikilli hagkvæmni að undan- förnu. Þó aukast skuldir útgerðar um tugi milljarða árlega. Slík hag- fræði er ofar mínum skilningi. Út- gerðarmenn segjast ekki geta borgað eigendum auðlindarinnar neina leigu fyrir afnot af henni, en þeir virðast geta borgað hver öðr- um okurverð fyrir óveiddan fiskinn í sjónum. Svona hagfræði skil ég heldur ekki. Niðurstaða þessara hugleiðinga er þá þessi. Það er að flestu leyti hagkvæmara þjóðhagslega séð að stunda strandveiðar meira, með kyrrstæðum veiðarfærum. Banna ætti allar togveiðar á hrygningar- stöðvum og uppeldisstöðvum fiska, kannski allt að 25 mílur frá landi. Botntroll skal nota aðeins á úthafs- miðum, því stórvirk veiðarfæri gera áreiðanlega mikinn usla hjá upprennandi kynslóð nytjafiska, samanber frétt nýlega um að mikið af ýsuseiðum hafi komið í snurpu- nót. Gætu t.d. ekki laxaseiði ein- mitt lent í slíkum hremmingum og það skýrði minnkandi laxagengd í ár landsins? Að lokum Þar sem 2 hópar deila harkalega, t.d. trúarbragðahópar, er vænleg- asta leiðin til friðar, að mynda landamerkjalínu á milli þeirra og láta hvorn hóp stjórna eftir sínum skoðunum. Ef lína væri dregin milli mismunandi skoðana hvernig hag- kvæmast væri að nýta auðlindina (t.d. 25 mílur) ætti að skapast frið- ur um málefnið og í ljós kæmi hvor aðferðin væri þjóðhagkvæmari og þar með skapast friður um málið. Auðlindin Ólafur Þorláksson Kvótinn Útgerðarmenn, segir Ólafur Þorláksson, virðast geta borgað hver öðrum okur- verð fyrir óveiddan fiskinn í sjónum. Höfundur er bóndi á Hrauni í Ölfusi. HEKLA er þekkt- asta eldfjall Íslands bæði heima og heiman. Heklu er fyrst getið í ritum frá 13. öld, hinum fornu annálum Lög- manns-, Konungs-, Flateyjar- og Gott- skálks. Í þessum annál- um er getið hinnar fyrstu eldsuppkomu í Heklu eftir að áar okkar numu land. Hekla hafði ekki gosið í tæp 200 ár þegar gos hófst í henni 1104. Afleiðingar eld- gossins voru miklar fyr- ir íslenskt mannlíf og lögðu marga bæi í Þjórsárdal og á heiðum í auðn. Fréttir til Evrópu bárust frá munknum Benedeit er orti kvæði um Heklu í kringum 1120 er hann var við hirð Maud drottningar á Englandi. Hann mun hafa verið fyrstur til að tengja Heklu og hreinsunareldinn saman. Hróður Heklu fór hratt um alla Evr- ópu og komust fræðimenn fljótt að þeirri niðurstöðu að Hekla myndi vera annar af tveim megininngöngum til hins neðra, en hinn væri Etna á Sikiley. Herbert, kapellán í Clairvaux og seinna erkibiskup á Sikiley, jók enn frægð Heklu er hann bar saman Etnu og Heklu. „Hinn nafnfrægi eld- ketill á Sikiley, sem kallaður er strompur vítis, er að því að menn full- yrða, eins og smáofn í samjöfnuði við þetta gífurlega víti.“ Það er ekki að því að spyrja að þeg- ar slíkar fréttir fóru að berast af seinni innganginum í hreinsunareld- inn komust fræðimenn í Evrópu að því að vistin í Heklu væri mun verri en sú er beið manna í Etnu. Má segja að hróðri Heklu hafi ekki verið skák- að eftir þetta. Fyrstu eldfjallafræðilegar athug- anir sem gerðar voru við Heklu 1341 eru færðar í Flateyjarannál: „Menn fóru til fjallsins þar sem uppvarpið var og heyrðist þeim sem bjargi stóru væri kastað innan um fjallið. Þeim sýndust fuglar fljúga í eldinum, bæði smáir og stórir með ýmsum látum. Hugðu menn vera sálir.“ En hér eru menn að sjálfsögðu að lýsa því hvern- ig aska og gjall hendist upp úr gos- gígnum með tilheyrandi sprengidrun- um og notast við viðmið sem þeim voru tömust. Fyrir nágranna Heklu hefur það aldrei þótt gott er sú gamla tekur upp á að hrista úr sér. Hraun hafa tekið af bæi og beitarland svo ekki verður aft- ur endurheimt sem og búpeningur spillst fyrir sakir flúoreitrunar. Síðan 1104 hefur Hekla gosið 17 sinnum smáum og stórum gosum. Öll eiga eldgosin það sammerkt að hefjast með miklu sprengigosi, en breytast síðan yfir í hraungos. Hekla hefur því hlaðist upp úr ösku, gjalli og hraun- um, sem þekja hlíðar hennar og næsta nágrenni. Samtímis nýrri virkjanasögu þjóðarinnar og virkjun Búrfells hóf Hekla nýtt tímabil í gos- sögu sinni og hefur síðan þá gosið á um 10 ára fresti. Sjálfsagt til þess að minna okkur mennina á að þrátt fyrir getu okkar og kunnáttu megum við okkar lítils fyrir mætti hennar, ókrýndrar drottningar íslenskra eld- fjalla. En saga Heklu nær lengra aftur en nemur söguöld okkar Íslendinga, þannig finnast í nágrenni hennar menjar eldgosa frá jökultíma sem og íslausum tíma fram til sögualdar. Þrjú eldgos skera sig þar úr og hafa verið nefnd af Sigurði heitnum Þórarinssyni prófessor H3 (2.900), H4 (4.800) og H5 (7.000). Öll þessi gos voru mikil sprengigos sem lögðu ösku yfir allt landið sem teppi væri. Raunar lögðu rannsóknir Sig- urðar heitsins á gjósku- lögum frá Heklu grunn- inn að nýrri fræðigrein innan eldfjallafræðinnar er nefnd hefur verið öskulagafræði. Með öskulagafræði geta menn síðan byggt upp gjóskulagatímatal fyrir áhrifasvæði eldfjalla, sem nýtist fleiri fræði- greinum en eldfjalla- fræðinni. Nýlegar rannsóknir á norð- anverðum Bretlandseyjum, studdar af gjóskutímatali Heklu, sýna að Hekla hafði með gosinu H3 gríðarleg áhrif á heiðarbyggð eyjanna. Hekla er einstök á meðal jafningja. Hún telst til megineldstöðva og líkist meira erlendum eldkeilum, hvað eld- virkni og kvikuframleiðslu snertir, en hinum hefðbundnu íslensku eldfjöll- um. En þrátt fyrir að líkjast í háttum erlendum systrum sínum er hún þeim frábrugðin að lögun og eina „eldkeil- an“ í heiminum sem er hryggjarlaga. Það skýrist af því að fjallið gýs ávalt um NE-SV lagaða sprungu er liggur eftir því endilöngu en ekki hringlaga toppgíg. Því er Hekla séð úr norðri eða suðri eins og bátur á hvolfi en úr austri og vestri hefur hún hið full- komna lag eldkeilu. Land í kringum Heklu er í stöðugri mótun. Ný hraun renna og brenna land svo illt er yfirferðar nema fugl- inum fljúgandi. Frost og þíða vinna síðan á úfnum hraununum og aska seinni tíma gosa fellur yfir þau og fyll- ir gjótur. Þannig verða hraunin smátt og smátt fær öðrum en fuglum him- ins. Er hraunin hafa kólnað nemur í þeim land gróður, hið fyrsta gamb- urmosi en síðan blómplöntur og æðri gróður, er jarðvegur hefur í þeim myndast. Hekla er því ekki aðeins eins og risavaxin kennslubók í eldfjallafræð- um heldur og í fræðum lífsins og hvernig það nemur nýtt land. Um Heklu og hennar nánasta um- hverfi liggur fjöldinn allur af vísinda- legum greinargerðum, bókum, ljóð- um og öðrum almennum ritum. Hekla hefur verið frá öndverðri 13. öld ástæða þess að menn hafa stungið niður penna til að skrá sögu hennar eða athafnir. Með upplýsingaröldinni jókst til muna fjöldi fræðigreina um eðli hennar og uppruna og er ekkert lát þar á enn í dag. Fróðleiksfúsum vil ég benda sérstaklega á bók Ferða- félags Íslands frá árinu 1995, en þar fer Árni Hjartarson jarðfræðingur ít- arlega yfir náttúrufar og sögu Heklu. Af þessum stutta inngangi má ljóst vera að Hekla er meira en verðug þess að verða gerð að þjóðgarði okkar Íslendinga. Og hvað væri meira við- eigandi en að opnun þess þjóðgarðs yrði á því herrans ári 2004, á 900 ára afmæli „elds uppkomu hinnar fyrstu í Heklufelli“, eins og segir í Konungs- annál og á þeim drottins degi 20. júní en þann dag gengu þeir Eggert Ólafs- son og Bjarni Pálsson fyrstir manna á Heklutind árið 1750. Hekluþjóðgarður yrði sjötti þjóð- garður okkar Íslendinga, eftir stofn- un Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar með væru ríflega 20% Íslands friðuð eða nýtu verndar með sérlögum. Við Ís- lendingar höfum staðið á tímamótum í uppbyggingu þjóðgarða að undan- förnu. Undir forystu framsóknar- manna var brotið blað í sögu um- hverfismála á Íslandi, en eftir nær 28 ára hlé frá stofnun þjógarðsins í Jök- ulsárgljúfrum opnaði Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra þjóðgarð- inn Snæfellsjökul í júní sl. Með stofnun Hekluþjóðgarðs yrði áfram haldið á braut sóknar í náttúruvernd- armálum á Íslandi. Stofnun Heklu- þjóðgarðs Ármann Höskuldsson Þjóðgarðar Hekla er meira en verð- ug þess, segir Ármann Höskuldsson, að verða gerð að þjóðgarði okkar Íslendinga. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.