Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 55 ÞEGAR mér verður hugsað til námsár- anna minnist ég þess hvað það var frjálst og áhyggjulítið líf að vera í skóla. Þá lifði maður í allt að því vernduðu umhverfi, þar sem allir voru að takast á við það sem þeir höfðu áhuga á. Þegar út í lífið kom fylgdu bæði ábyrgð og skyldur starfinu. Umhverfið markaðist meira af því að menn voru að keppast við að uppfylla skyldur sínar og leitast við að vera ábyrgir þegnar. Síðan námi lauk hef ég haft gagn og gleði af að taka þátt í ým- iss konar námskeiðum og sækja mér fræðslu, sem ég hef oftar en ekki getað miðlað öðrum í gegnum starf mitt eða prédikun. Þess vegna lít ég á það sem forréttindi að fá að vera í skóla. Það er bæði gott og nauðsynlegt að ljúka námi, en mikil spurning er hvort fólk verði nokkurn tímann fullmenntað. Einnig er hægt að segja með sanni að margt fólk sé vel menntað, þótt það hafi ekki lokið langskólanámi. Fróðleiks- fýsn, sem birtist m.a. í lestri og þátttöku í margskonar námskeið- um, skilar ákveðinni þekkingu og færni og flokkast undir það að kallast menntun. Því er þar við að bæta að margir hafa lært mikið í „skóla lífsins“. Að takast á við lífið er það verk- efni sem er okkur öllum sameig- inlegt. Stöðugt er reynt að búa okkur, hvort sem við erum ung eða aldurhnigin, betur undir það mikilvæga og oft erfiða verkefni. Þess vegna er hvers konar símenntun mik- ilvæg. Hún er hvatn- ing til að auka við þekkingu sína og færni. En eins og ég hef nefnt er tæplega hægt að segja að ein- hver einstaklingur sé „fullmenntaður“. Hann getur eigi að síður hafa lokið ýms- um lærdómsgráðum. Mig langar til að vekja á því athygli hversu mikilvægt fræðslustarf er unnið í kirkjum landsins. Fræðslustarf sem hik- laust má líkja við símenntun. Við prestarnir erum stöðugt að fjalla um texta Biblíunnar og hvetjum fólk til að lesa hana sér til uppbyggingar. Sá getur varla kall- ast vel menntaður sem ekki hefur tekið sér það verkefni fyrir hendur að lesa hana, því stef og myndir úr textum Biblíunnar eru gegnum- gangandi í menningu hins kristna heims. Oft bregður þessum stefj- um fyrir bæði í bókmenntaverkum og í myndlist, en einnig í kvik- myndum. Á okkar dögum hefur komið ný vídd í Biblíuáhuga, en hópur af ungu fólki hefur það að áhugamáli að greina Biblíustef í kvikmyndum og hefur komið upp fróðlegri vef- síðu, Deus ex Cinema, um þetta efni. (http:www.dec.hi.is/) Einnig hafa guðfræðingar tekið sér það fyrir hendur að greina trúarleg stef í textum rokkhljómsveita. Hið mikilvæga fræðslustarf sem fram fer í barnastarfi kirkjunnar er nú víðast hvar hafið. Eins og heimsbyggðin hefur orðið vitni að nýlega veitir ekki af því að kenna börnum strax grundvallaratriðin í góðum mannlegum samskiptum, en það er meðal þess sem þeim er lagt á hjarta í kirkjustarfinu. Það sama má segja um ýmsa aðra fræðslu kirkjunnar, svo sem ferm- ingarfræðsluna, undirbúning hjónaefna og skírnarfræðsluna. Allt hnígur þetta starf að því að gera fólk betur undir það búið að takast á við lífið. Þegar áföll lífsins dynja yfir hefur kirkjan m.a. boðið upp á bænanámskeið og námskeið í úrvinnslu sorgar, en mörgum getur reynst hjálplegt að fá slíka aðstoð, sem ekki er óeðlilegt. Í Biblíunni er fólgin mikil og djúp speki og efni hennar er til- valið til íhugunar í einrúmi og margt af því sem þar stendur hjálpar manninum til að takast á við lífið. Þá þarf maður líka að lesa meira en það sem stendur á kili hennar í bókaskápnum. Starfið í söfnuðum landsins er aðgengilegt símenntunarstarf í jákvæðu um- hverfi sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér. Að takast á við lífið Friðrik J. Hjartar Símenntun Starfið í söfnuðum landsins, segir Friðrik J. Hjartar, er aðgengi- legt símenntunarstarf í jákvæðu umhverfi. Höfundur er prestur í Garðabæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.