Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 69

Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 69 Hátíðargleraugu Hver einasta umgjörð frá Daniel Swarowski eyewear er lítið meistaraverk. Umgjarðirnar eru 23 kt. gullhúðaðar með handsettum kristöllum. Gleraugnasalan, Laugavegi 65 - Sími 551 8780 Hlutverk sölumanns Vefurinn sem sölutæki Tölvupóstur og Internetið Mannleg samskipti Sölu- og viðskiptakerfi Verslunarreikningur Windows - Word - Excel - Power Point Tímastjórnun Markaðsfræði Sölutækni Auglýsingatækni Myndvinnsla og gerð kynningarefnis Lokaverkefni Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is n t v . is nt v. is n t v .i s Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þjálfun í sölumennsku og notkun tölvutækninnar á þeim vettvangi. -Sölu og tölvunám „Eftir að hafa kynnt okkur vandlega hvað væri í boði ákváðum við að endurmennta sölumenn okkar á Sölu- og tölvunámi hjá NTV. Á þessu námskeiði var farið í einstaka þætti í söluferlinu, markaðsfræði, og sam- skipti við viðskiptavini. Að nám- skeiðinu loknu náðu þeir að nýta sér tölvur betur við sölustörf sín og þar með bæta þjónustu okkar við viðskiptavini. Námið var hnitmiðað og hefur m.a. skilað sér í vandaðri vinnubrögðum og betri árangri. Helstu námsgreinar Námskeiðið er 264 kennslustundir og hefst 8. janúar. Uppl. og innritun í síma 544 4500 og á ntv.is Ævar Guðmundsson Frkv.stj. Freyju ehf. Rauðarárstíg 1, sími 561 5077. BIKARÚRSLIT Plúsferða fóru fram hjá Skáksambandi Íslands á föstudaginn. Í úrslitum kepptu B- lið Taflfélags Reykjavíkur, sem hafði komist í úrslitin eftir að slá út A-liðið, og Taflfélagið Hellir. Fyr- irfram var Taflfélagið Hellir talið sigurstranglegra. Keppt var á sex borðum og tefld var tvöföld umferð, alls 12 skákir. Við upphaf keppn- innar vakti liðsskipan Hellis nokkra athygli, en í liðinu var einungis einn af fimm titilhöfum félagsins. Engu að síður var liðið öflugt, þótt erf- iðara væri að spá um úrslitin heldur en áður hafði verið talið. Ungu skákmennirnir í TR-B mættu hins vegar ákveðnir til leiks og þegar fór að líða á fyrri umferðina stefndi í að þeir mundu ná 4½ vinningi gegn 1½ vinning Hellis. Síðustu mínúturnar reyndust Helli hins vegar happa- drjúgar þegar Davíð Kjartansson náði að snúa á Ingvar Jóhannesson og sigra, eftir að staðan hafði lengst af verið jafnteflisleg og betri á Ingvar ef eitthvað var. Birni Þor- finnssyni tókst svo að bjarga tap- aðri stöðu í jafntefli gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni og úrslit fyrri um- ferðar urðu 3½-2½ TR-B í vil. Í seinni umferðinni bættist Helgi Áss Grétarsson í lið Hellis. Það dugði þó skammt og TR-B tók forystuna með tveimur sigrum. Liðið fylgdi síðan fast á eftir og lokaúrslit síðari umferðar urðu 4-2 TR-B í vil, sem sigraði því samtals 7½-4½ og er þar með fyrsti bikarmeistari þessarar keppni. Bikarúrslitin voru vegleg skák- hátíð, sem Taflfélag Garðabæjar hafði vandað mjög til. Auk sjálfrar úrslitakeppninnar tefldu jóla- sveinar fjöltefli við u.þ.b. 20 börn. Þá fór fram keppni milli liða úr Reykjavík og af landsbyggðinni, skipuð skákmönnum undir 18 ára aldri. Kvennaskákmót fór fram á ICC milli liða frá Íslandi, Noregi og Frakklandi og „framtíðin“ tefldi við „fortíðina“. Þar var um að ræða keppni milli liðs Íslands á HM stúd- enta 1964 í Krakow í Póllandi og Norðurlandameistara grunnskóla 2001, Hagaskóla. Það er óhætt að segja að þessi keppni hafi verið Taflfélagi Garða- bæjar undir forystu Páls Sigurðs- sonar til mikils sóma. Sérstaka at- hygli vakti eljusemi Jóhanns H. Ragnarssonar í þessu máli og fróð- legt verður að fylgjast með störfum hans að skákmálum í framtíðinni. Zhu Chen heimsmeistari kvenna Kínverska stúlkan Zhu Chen er heimsmeistari kvenna í skák eftir sigur gegn Alexöndru Kosteniuk í úrslitaeinvígi. Mikil barátta og spenna einkenndi einvígi þeirra og engri skák lauk með jafntefli. Stað- an eftir kappskákirnar fjórar var jöfn, 2-2. Þá voru tefldar fjórar skákir með styttri umhugsunar- tíma. Zhu Chen sigraði í fyrstu skákinni, en Kosteniuk jafnaði strax metin í næstu skák. Eftir sig- ur Zhu Chen í þeirri þriðju dugði hann jafntefli í lokaskákinni. Hún náði hins vegar að sigra og loka- úrslitin urðu 3-1 Zhu Chen í vil. TR-B sigraði í Bikar- keppni Plúsferða SKÁK Reykjavík BIKARÚRSLIT PLÚSFERÐA 14.12. 2001 Daði Örn Jónsson Laufey Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Plúsferða, setur mótið. Zhu Chen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.