Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 72

Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 72
FÓLK Í FRÉTTUM ÁRÆÐI og þor að taka áhættu, fara eigin leiðir, velja verkefni frekar gæðanna vegna en vonar um að komast ofarlega á aðsóknar- listann, einkennir feril gæðaleikarans Johns Cusacks. Frá byrjun hafa óvenjuleg hlut- verk í myndum víðs- fjarri meðalmennsk- unni verið hans eftirlæti. Hann hefur látið metnað og hólmgöngur við öðru- vísi og krefjandi hlutverk stjórna vali sínu frekar en von um auðtekinn gróða og frægð í dægurmyndum. Cus- ack-mynd er oftar en ekki metnaðar- full og sérstök skemmtun, líkt og High Fidelity (’00) færði okkur síðast sönn- ur á og Serpendipity, ármótamynd Skífunnar, hefur fengið rífandi góða dóma. Ormagengið Cusack er borinn og barnfæddur Chicagobúi, fæddur 1966, yngri bróðir Joan, gamanleikkonunnar góð- kunnu. Hann er fæddur inn í leikarafjölskyldu. Bræður hans þrír eru einnig í leiklistinni, líkt og faðirinn Richard. Eina und- antekningin er stærðfræðikenn- arinn Mary, móðir þeirra. Hinn dökkhærði og aðlaðandi John fór ungur að vinna fyrir sér í leiklist í heimaborginni. Var kominn á sviðið 13 ára, nam við Pivan-leik- smiðjuna í Evanston og var kunnur raddsetjari í auglýsing- um o.fl. áður en hann fékk fyrsta kvikmyndahlutverkið í gaman- myndinni Class (’83). Síðan lá leiðin á Hughes-unglingamynda- færibandið í myndinni 16 Cand- les (’84). Þar réð ríkjum hið svo- kallaða „Brat Pack“ (útúr- snúningur úr hinu mun frægara „Rat Pack“-gengi „stóru strák- anna“, Sinatra, Martin, Law- ford, Davis & Co.), miklum mun mélkisulegra þó það nyti vin- sælda á tímabili. Fáir muna í dag Emilio Estevez, Rob Lowe, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Michael Hall og það ótæti allt. Cusack tók þegar í upphafi metnaðarfyllri og erfiðari stefnu, lék í þrem ágætum myndum árið 1985; Better Off Dead, The Sure Thing og The Journey of Natty Gann, perlunni fáséðu. Það segir margt um getu og úthald Cusacks, að flestir eru mótleikarar hans í þrennunni nöfn einsog Curtis Armstrong, Diane Franklin, Daphne Zuniga (þrátt fyrir gott útlit og hæfi- leika) og Merdith Salinger, nán- ast gleymdir og grafnir, líkt og „Brattpakkið“. Fullorðinn fagmaður Það sem eftir lifði níunda ára- tugarins hélt Cusack ótrauður áfram á sömu, óhefðbundnu brautinni. Oftar en ekki í tvísýn- um hlutverkum aðlaðandi undir- málsmanna og öðrum slíkum, sem framapotararnir á leiklist- arsviðinu óttuðust jafnmikið og að vera vísað frá í Club 54. Myndin hans Johns Sayles, Eight Men Out (’88), um niður- lægingu White Sox-hafnabolta- liðsins, markaði tímamót á ferli Cusacks hins unga. Það gerði einnig kvikmyndagerð bókar Jims Thompson, The Grifters (’90), eftirminnilega vel gerð og leikin „film noir“, með Cusack í öndvegisfélagsskap skapgerðar- leikkvennanna Anjelicu Huston og Annette Bening, að ógleymdum öð- lingnum J.T. Walsh. Báðar myndirnar settu Cusack á stall með alvarlega sinnuðum fagmönnum á sínu sviði. Cusack hafði ærið fyrir stafni. Í hjá- verkum sem sviðsleikari og leikstjóri sviðsleikhópsins The Young Crim- inals, sem hann stofnsetti í Chicago 1988. Viðfangsefnin voru mestmegnis „avant-garde“ og stjórnmálalegs eðl- is, enda fyrirmyndin The Actor’s Gang, leiksmiðja Tims Robbins í Los Angeles. Jafnframt hélt hann áfram að koma við sögu í litríku samsafni kvikmynda. Hvað eftirminnilegastur sem leikritaskáld í kreppu í Bullets Over Broadway (94), einni jafnbestu og fyndn- ustu mynd Woodys Allens á tíunda ára- tugnum. Eins kom hann við sögu Sha- dows and Fog (’91), sem var með slakari myndum leikstjórans frá þessum tíma, og The Road to Wellville, mistökum Alans Par- kers um kornflögu- kónginn Kellogg. Cu- sack var óaðfinn- anlegur í báðum myndunum. Þá fór leikarinn með lítið hlutverk en bitastætt í The Player (’91), upp- risumynd Roberts Altmans eftir mörg mögur ár. Gamlir skólabræður Cusacks stofnuðu með honum framleiðslufyrirtækið New Crime, sem stóð m.a. að gerð Grosse Pointe Blank (’97), einnar af eftirtektar- verðari myndum þess tíunda. Bruckheimer-fram- leiðslan Con Air og Eastwood-myndin Midnight in the Gard- en of Good and Evil (báðar ’97) voru ekk- ert óvenjulegar en framkölluðu góðan leik hjá Cusack. Þá var röðin komin að Being John Malko- vich, sem bætti hinar upp og gott betur. New Crime var aftur komið á kreik árið 2000, með gæðamynd- ina High Fidelity, þar sem handritshöfund- urinn, framleiðandinn og aðalleikarinn Cus- ack flytur söguþráð bókar Nicks Hornbys án minnstu erfiðleika frá London til Chic- ago. Afraksturinn varð ein besta mynd ársins og færði Cus- ack fjölda verðlauna og tilnefninga. Nú síðast sáum við til leikarans í Amer- ica’s Sweethearts (’01), og von er á Serpendity, sem fyrr segir. Cusack er þessa dagana að leika í Adaptation (’02), nýjustu mynd Jonze (Being J.M.), milli þess sem hann tjúttar við vinkonur sínar einsog Neve Camp- bell, Lili Taylor, Alison Eastwood, Claire Forlani, Minnie Driver … JOHN CUSACK Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Cusack leikur blúsaðan brúðu- stjórnanda í Being John Malkovich. Samleikur þeirra Cusacks og Dieane Wiest gerði mikið fyrir Bull- ets Over Broadway og átti stóran þátt í að hún fékk Óskarinn. Tilgangur lífsins býr í plötusafnin u – Cus- ack í High F idelity. Cusack sýndi í The Sure Thing að það væri hugsanlega meira í hann spunnið en hina ormana. Best að hafa augun hjá sér þegar maður er leigumorð- ingi – Cusack í ofbeldisfarsan- um Grosse Pointe Blank. EIGHT MEN OUT (1988) ½ Fjallar um mesta reiðarslag sem dunið hefur á bandarískum íþróttum og almenningi, hneyksl- ismálið mikla er hið bráðefnilega hafnaboltalið White Sox frá Chicago féll fyrir mútum veðmangara árið 1919. Enginn leikmannanna fékk uppreisn æru í lif- anda lífi. Sú dapurlega ákvörðun að selja sjálfan sig, metnað og hetjudáðir, og átökin meðal leikmannanna, aðdragandi harmleiksins, kemst vel til skila. Hópur kunnra leikara fer vel með erfið hlutverk, þar sem John Cusack fer langfremstur og myndin er merkur áfangi á ferli hans. Leiktjöld, búningar og tónlist fanga tíðarandann óaðfinnanlega. Framvindan er hæg en John Sayles leikstýrir af natni, dregur upp dapra mynd af mannlegri niðurlægingu. GROSSE POINTE BLANK (1997) ½ Kolbikasvört, vel skrifuð og leikin gam- anmynd um leigumorðingja (John Cusack), sem hyggst slá nokkrar flugur í einu höggi er hann heldur á æskuslóðirnar í tilefni 10 ára útskriftarafmælis. Slaka aðeins á, endurnýja kynnin við gömlu kærustuna (Minnie Driver) og ekki sakar að hann fær að auki drápsverkefni í gamla heimabænum. Gert púragrín að galopnu markaðssamfélaginu og litið á leigudráp einsog hvern annan „bísness“, að vísu vandmeðfarnari en flestan annan. Í bland við heldur ógöfuga atvinnumennsku morðingja fléttast indæl og trúverðug ástarsaga um strákinn sem hljóp frá æsku- unnustunni sem hann hefur syrgt æ síðan og reynir að endurheimta. Cusack gerir ódæðismanninn að merkilega trúverð- ugum gæðadreng í gruggugum viðskiptum. Það má segja að hlutverkið sé klæðskerasniðið fyrir þennan vandaða leikara, sem sjálfur á í því fjórðunginn, auk þess sem hann er einn af fjármagnendum mynd- arinnar og meginbakhjarl. Hann sigrar á öllum víg- stöðvum og er fremstur meðal þeirra jafningja sem lyfta Grosse Pointe Blanke langt yfir meðalmennskuna og gera hana að frumlegri, meinfyndinni skemmtun. BEING JOHN MALKOVICH (1999) ½ Gamanmynd, drama, vísindaskáldskapur? A.m.k. ein frumlegasta skemmtun á tjaldinu um árabil. Skopskyn handritshöfundarins, sem hefur sjálfsagt séð myndirnar Groundhog Day og Time Bandits, fer inná lítt troðnar slóðir. Höfundar satírunnar eru nýlið- ar. Leikstjórinn, Spike Jonze, hefur hingað til haldið sig framan við tökuvélarnar, Kaufman er hins vegar al- gjör nýgræðingur. Saman gera þeir skemmtilega og óvenjulega mynd þar sem hver hugmyndin er annarri betri. Það má ekki segja of mikið af þeirri undarlegu heilastarfsemi sem fram fer í og í kringum toppstykkið á Malkovich. Við erum leidd inní snarruglaða veröld þar sem ekkert er eins og það á að vera, en myndin ná- kvæmlega eins og hún á að vera. Atburðirnir í undra- heiminum ganga oftast upp – á sínum forsendum og fá til þess góðan styrk frá leikurunum. John Cusack fær gullið tækifæri til að sýna hvers hann er megnugur og er óborganlegur sem strengjabrúðustjórinn, síðar skrifstofublók sem fer í ferðabransann. Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is lau. 22/12 kl. 14:00 og 15:00, lau.29/12 kl.14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 örfá sæti laus, sun. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! mið. 2/1, sun. 6/1. Litla sviðið kl 20.00 VILJI EMMU - David Hare Aukasýningar fös. 28/12 örfá sæti laus, 29/12 síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl 20.00 MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Sun. 6/1, fim. 10/1. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fös. 28/12 örfá sæti laus, lau. 29/12 örfá sæti laus, lau. 5/1. CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Stóra sviðið kl 20.00 Frumsýning annan í jólum-uppselt, 2. sýn. fim. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. sun. 30/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 3/12 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 4/1 örfá sæti laus. GJAFAKORT Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SPENNANDI GJÖF! FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 30. des. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. des kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Lau 29. des kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI - FRÁBÆR JÓLAGJÖF -    / B1*% @                !   "   !   &   :3 # C ?  = ' D % ? -  9 (% 1 E?  6    $%% &' ( 6% )  $  F 9  )  .:   &)  #     )*  ++ $, ,  -  *+ "    &' ) %'    .F .  )    3( #  . .  )    3( # 9 $ '   )      .   )   . 3   ,  . 3 #  &  . 3 #     )*  ++ $, ,  -  *+ Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Gabriele Fontana Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is föstudaginn 4. janúar kl. 19:30 í Laugardalshöll AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í þau þrjátíu ár sem Sinfónían hefur við- haldið glæsilegri tónlistarhefð Vínarborgar hefur oftar en ekki verið uppselt á þessa vinsælu tónleika. Tryggðu þér miða í tíma! Ósóttar pantanir skulu sóttar fyrir laugardaginn 22. desember. laugardaginn 5. janúar kl. 17:00 í Laugardalshöll Vox Academica Jóla- og helgitónleikar í Kristskirkju í kvöld kl. 20.00. Verk m.a. eftir Gorecki, Parts, Durefle, Lauridsen, Barber, Atla Heimi og Báru Gríms. Aðgangur ókeypis. Frjáls framlög renna í Orgelsjóð Kristskirkju. 72 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.