Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 4

Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KARSTEN Hansen, fjármálaráð- herra Færeyja, segir að hefjist vinnsla olíu innan lögsögu Færeyja á næstunni og skili hún arði sé raunhæft að ætla að Færeyjar verði sjálfstæðar innan fjögurra ára. Karsten Hansen og Gullbritt Hansen, eiginkona hans, komu til Íslands í fyrradag ásamt fylgd- arliði í boði Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra, sem þáði sambæri- legt boð til Færeyja á liðnu sumri. Ráðherrarnir hafa síðan rætt ým- isleg sameiginleg mál og skipst á upplýsingum um efnahagsmál og skattamál. Fyrir tæplega ári samþykkti lögþingsmeirihluti flokkanna þriggja sem standa að færeysku landstjórninni – Þjóðarflokksins, Þjóðveldisflokksins og Sjálfstjórn- arflokksins – tillögu landstjórn- arinnar um „sjálfstjórn færeysku þjóðarinnar“ og komi hún að fullu til framkvæmda verða Færeyjar fullvalda ríki. Karsten Hansen segir að fær- eyski landsjóðurinn standi vel og undanfarin ár hafi verið hægt að leggja dágóða upphæð til hliðar. Fjárstuðningur Dana til færeyska landsjóðsins var 980 milljónir dkr. í fyrra, tæplega 12 milljarðar kr., en þar af settu Færeyingarnir 630 millj. dkr. í varasjóð. Sami háttur var viðhafður í þrjú ár á undan. Fjárstuðningurinn á að minnka í áföngum og er hann um 35% lægri í ár en í fyrra eða um 630 millj. dkr. Á nýliðnu ári fannst olía í fær- eyskri lögsögu. Karsten Hansen segir að sérfræðingar telji að hægt verði að vinna olíuna og að vinnsla geti hafist innan þriggja ára. Gangi það eftir flýti það fyrir áformum um sjálfstæði Færeyja. Landstjórnin hafi sýnt að hún hafi ekki þurft nema lítinn hluta fjár- stuðningsins frá Dönum und- anfarin fjögur ár og verði hagn- aður af olíuvinnslu geti hann komið í staðinn fyrir stuðninginn. Hann áréttar að góðæri ríki í Fær- eyjum. Þar sé engin verðbólga og um 85% íbúanna vilji sjálfstæði frá Dönum, en sumir óttist að Fær- eyingar geti ekki verið án fjár- stuðningsins frá Dönum. Færeysku gestirnir heimsóttu ís- lensk fyrirtæki og stofnanir í gær og í dag á Karsten Hansen fund með tollstjóranum í Reykjavík en heimsókninni lýkur á morgun. Morgunblaðið/Þorkell Karsten Hansen, fjármálaráðherra Færeyja, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra á fréttamannafundi í gær. Styttist í sjálf- stæði Færeyja Karsten Hansen fjármálaráðherra Færeyja í opinberri heimsókn á Íslandi LÆKNAR í Bandaríkjunum sýna óhefðbundnum lækningum aukinn áhuga og núna er farið að veita meira fé til rannsókna á því sviði. Einnig hafa æ fleiri læknadeildir þar tekið upp námskeið til að kynna þær fyrir læknanemum, sagði bandaríski læknirinn Wayne B. Jo- nas, m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann flutti ásamt starfsbróð- ur sínum, Ronald A. Chez, erindi á læknadögum um óhefðbundnar lækningar. Arnór Víkingsson, formaður Fræðslustofnunar lækna, tjáði Morgunblaðinu að rétt hefði þótt að fá bandarísku læknana, sem eru sér- fræðingar í barnalækningum og kvensjúkdómalækningum, til að kynna viðhorf sín til hefðbundinna lækninga. Sagði Arnór mikilvægt að íslenskir læknar kynntust hvernig hinar ýmsu aðferðir sem kalla má einu nafni óhefðbundnar lækningar gætu virkað og hvaða áhættu sumar þeirra gætu haft í för með sér. Sagði hann íslenska lækna að miklu leyti hafa horft framhjá þessum mála- flokki en ljóst væri þó að sumt væri til hjálpar og gæti gagnast meðfram hefðbundnum lækningum. Vaxandi rannsóknir Wayne B. Jonas sagði nú orðið til talsvert mikið af rannsóknum á sumum aðferðum óhefðbundinna lækninga, svo sem nálastunguað- ferð, jurtalyfjum og andlegum lækn- ingum. Árið 1992 var komið á fót skrifstofudeild innan Bandarísku heilbrigðismálastofnunarinnar til að kanna óhefðbundnar lækningar og stýrði Jonas þeirri deild. Er nú búið að gera hana að sérstakri stofnun og hefur hún 100 milljónir bandaríkja- dala til umráða til rannsókna. Hann segir læknaskóla til skamms tíma ekki hafa kynnt læknanemum óhefðbundnar lækningar en í dag væru 75% þeirra með námskeið á þessu sviði. „Læknar eru að fá sífellt meiri áhuga á óhefðbundnum lækn- ingum enda er margt gagnlegt þar á ferðinni en sumt er líka hættulegt,“ segir Wayne. Þess vegna segir hann lækna þurfa að þekkja þessi mál og þeir geti stundum ráðlagt sjúkling- um í þessum efnum. Geri hann það ekki gæti sjúklingur farið framhjá lækni sínum og það gæti leitt til vandamála, t.d. sé sjúklingur á lyfja- gjöf sem gæti truflast af meðferð óhefðbundinna lækninga. Almenningur leitar víða fanga Jonas sagði mjög misjafnt eftir löndum í hversu miklum mæli fólk leitaði óhefðbundinna lækninga, í Ír- landi væru það aðeins um 6% sjúk- linga en allt uppí 65% t.d. í Þýska- landi. Í Bandaríkjunum er talan um 49%. Hann sagði að auknir mögu- leikar upplýsingasamfélagsins hefðu leitt til þess að almenningur leitaði víðar fanga í lækningaskyni. Læknar væru ein af mörgum upp- lýsingaveitum. Hann sagði einnig rétt að líta til kostnaðar við óhefð- bundnar lækningar og spyrja hvort þær gætu lækkað kostnað heilbrigð- iskerfisins. Sagði hann það varla gerast ef þær væru viðbót við aðra meðferð en ef hún kæmi í stað henn- ar þar sem hún ætti við gæti kostn- aður lækkað. Jonas vitnaði til rann- sókna á gagnsemi nálarstungu og sagði hafa verið sýnt fram á að hún gæti dregið úr ógleði og uppköstum, t.d. á meðgöngu en hún virtist gagnslaus þeim sem væru að grenna sig eða reyna að hætta að reykja. Í lok erindis síns sagði Wayne B. Jonas að mikilvægt væri að læknar vernduðu sjúklinga sína frá því sem væri varasamt í óhefðbundnum lækningum, svo sem eitrunaráhrif- um og árangurslitlum aðferðum. Brýnt væri að leyfa þeim að notfæra sér ódýrar leiðir og skaðlausar og hvetja þá til að nota það sem vitað væri að kæmi að gagni. Þá væri lyk- ilatriði að halda alltaf góðu sam- bandi við sjúklinginn. Þannig væri ekki aðeins hægt að brúa bil milli óhefðbundinna lækninga og hefð- bundinna heldur og milli læknis og sjúklings. Brýnt að afla meiri vitneskju hérlendis Sigurður Guðmundsson land- læknir og fleiri áttu stuttan fund með Bandaríkjamönnunum í gær. Sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að þar hefði komið fram áhugi á nauðsyn þess að kynna óhefð- bundnar lækningar í læknanáminu hér. Þá sagði hann brýnt að afla meiri vitneskju um hvaða sjúklinga- hópar nýttu sér óhefðbundnar lækn- ingar hérlendis enda væri ljóst að það væri mjög misjafnt eftir sjúk- dómum. Til væru nokkurra ára gamlar athuganir og sagði land- læknir embætti sitt hugsanlega geta staðið fyrir slíkri könnun í samvinnu við Háskóla Íslands. Íslenskir læknar fræðast um þýðingu óhefðbundinna lækninga á læknadögum Námskeið haldin í sífellt fleiri læknaháskólum HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra gaf ríkisstjórn- inni skýrslu í gær um stöðu EES-samningsins og hvernig aðlögun hans að breyttu um- hverfi hefur gengið. Tilefnið er utanferðir ráðherrans á næst- unni en sem kunnugt er tóku Íslendingar við formennsku meðal ríkja EFTA og EES um nýliðin áramót. Halldór mun í næstu viku fara til Spánar til að eiga fund með utanríkisráðherra lands- ins, Josep Pique, sem jafnframt fer með formennsku í fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, ESB. Í byrjun febr- úar mun utanríkisráðherra svo eiga fund í Brussel með þremur framkvæmdastjórum ESB, þeim Gunther Verheugen, sem fer með fjölgun aðildarríkja í sambandinu, Pascal Lamy, sem fer með viðskiptamálin, og Chris Patten, yfirmanni utan- ríkismála sambandsins. Halldór hittir forystu- menn ESB KOKKUR sem lærbrotnaði um borð í netabátnum Sólfara RE í fyrrinótt gat ekki látið vita af sér í allt að klukkustund, áður en skip- verjar urðu hans varir á mánudags- morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, náði í manninn og flutti hann á slysadeild í Fossvogi. Skipið var á leið á miðin við Mal- arrif undan Arnarstapa á Snæfells- nesi og var einungis skipstjórinn vakandi þegar kokkurinn datt þegar skipið tók snarpa veltu. Kokkurinn kallaði á hjálp en aðrir skipverjar sem voru í fastasvefni heyrðu ekki köllin og það gerði Hjálmar Guð- mundsson skipstjóri ekki heldur. „Það er svo mikill hávaði hérna uppi í brú. Það eru talstöðvar og út- vörp í gangi og svo á maður ekkert von á svona. Þetta kom gersamlega flatt upp á mig,“ sagði Hjálmar í samtali við Morgunblaðið. Kokkur- inn var frammi á gangi þegar hann féll við en Hjálmar segir að aðrir skipverjar hafi þá verið í drauma- landinu, þar sem menn eigi að vera þegar skip eru á leið á miðin. Vélstjórinn kom fyrstur að kokk- inum og kallaði eftir aðstoð. Kokk- urinn bar sig vel en hann taldi sig hafa farið úr lið og var fljótlega hringt á lækni. Í framhaldinu var ákveðið að óska eftir þyrlunni enda 5–8 tíma sigling í land. Vindur stóð þá af norðaustan, 15–20 m/sek. Þegar Morgunblaðið náði tali af Hjálmari var hann að toga en bjóst við að sigla í land í dag. Skipverj- arnir hafa hjálpast að við við elda- mennskuna og saknað kokksins. Kokkurinn lærbrotnaði að nóttu til um borð í netabátnum Sólfara RE Skipverjar heyrðu ekki hjálparköllin Lögreglan í Hafnarfirði lýsti í gær- kvöldi eftir 17 ára stúlku, Berglindi Gísladóttur, sem ekki hafði komið fram síðan á föstudag þegar hún strauk af meðferðar- heimilinu á Stuðlum við Fossa- leyni í Reykjavík. Eftir að lýst var eftir Berglindi í fjölmiðlum í gærkvöldi bárust ábendingar um hana til lögreglunnar en þegar Morgunblaðið fór í prent- un hafði hún ekki gefið sig fram. Hún er lágvaxin og grönn en ekki er vitað um klæðnað henn- ar. Síðast sást til Berglindar í Hafnarfirði aðfaranótt laugar- dagsins 12. janúar. Þeir sem hafa upplýsingar um hana eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna í Hafn- arfirði í síma 525 3300. Lýst eftir stúlku Berglind Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.