Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kvenréttindafélag Íslands 95 ára Íslenskt jafnrétti krufið KvenréttindafélagÍslands er 95 áraum þessar mund- ir. Félagið efnir til ráð- stefnu, „Erlendar konur og íslenskt jafnrétti, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, laugardag- inn 26. janúar klukkan 11– 14. Erla Hulda Halldórs- dóttir er varaformaður Kvenréttindafélags Ís- lands og svaraði hún nokkrum spurningum um afmælið og ráðstefnuna. Í uppsiglingu er stóraf- mæli Kvenréttindafélags Íslands, segðu okkur dálít- ið frá sögu þess. „Kvenréttindafélag Ís- lands var stofnað í stof- unni hjá Bríeti Bjarnhéð- insdóttur í Þingholtsstræti 18 fyrir 95 árum, 27. janúar 1907. Tilgangur þess var að sjálfsögðu að vinna að kvenfrelsi, svo ég noti hugtak frá þessum tíma, en fyrstu starfsárin voru mikilvægustu bar- áttumálin full stjórnmálaleg rétt- indi kvenna og réttur til mennt- unar og embætta. Þegar þessum réttindum var náð lét félagið sig varða réttindamál kvenna á breið- um grundvelli. Launajafnrétti, barnaleikvellir, réttindi og skyld- ur hjóna, einstæðra mæðra, fæð- ingarorlof, skattamál, tryggingar, allt voru þetta mál sem félagið hafði afskipti af og áhrif á. Þá voru konur minntar stöðugt á að þær þyrftu að gæta fenginna rétt- inda og sjá til þess að þær fengju framgang í námi og starfi sam- kvæmt verðleikum, líkt og karl- arnir. Þetta síðasttalda er nokkuð sem við erum enn að berjast við. Annars er rétt að benda áhuga- sömum á sögu Kvenréttinda- félagsins, Veröld sem ég vil, eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur.“ Þið verðið með ráðstefnu í til- efni afmælisins, um hvað verður fjallað þar? „Ráðstefnan, sem haldin verð- ur laugardaginn 26. janúar, fjallar um íslenskt jafnrétti, séð með augum kvenna frá öðrum menn- ingarheimum. Okkur langar að heyra af jafnréttismálum í heima- löndum þessara kvenna og hvern- ig íslenskt jafnrétti kemur þeim fyrir sjónir. Þær sem tala eru Amal Tamini frá Palestínu, Anh- Dao Tran frá Víetnam, Naysaa Gyedu-Adomako frá Ghana og Emilía Mlynska frá Póllandi. Loks mun Hildur Jónsdóttir jafn- réttisráðgjafi Reykjavíkurborgar stikla á stóru í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu, velta fyrir sér stöðunni í dag og hvernig við get- um rúmað allar þessar ólíku radd- ir kvenna í jafnréttisbaráttu framtíðarinnar. Markmið ráð- stefnunmar er að hvetja konur sem eru af erlendu bergi brotnar til að taka þátt í umræðunni um jafnréttismál og til að minna á að konur á Íslandi eru ekki einsleitur hópur, menningarlega séð.“ Er það staðreynd að jafnrétt- ismálin séu fremur hagstæð á Íslandi mið- að við mörg lönd sem við berum okkur sam- an við? „Þetta er mál sem töluvert hefur verið rætt og ritað um. Standa íslenskar konur fram- ar öðrum konum? Er norrænn femínismi öðruvísi og jafnréttis- sinnaðri, ef svo má að orði kom- ast, en annars staðar í heiminum og er hægt að tala um norrænan femínisma? Tölfræðin segir okkur að Ísland stendur sig heldur verr en hin Norðurlöndin. Ef við horf- um til kvenna í pólitík þá erum við fyrst nú allra síðustu ár að drag- ast nær þessum nágrannalöndum okkar og konur í valdastöðum, þ.e. forstjórar, stjórnarformenn fyrirtækja o.þ.h. eru ekki ýkja margar hér. Úti í heimi standa hins vegar margir í þeirri trú að íslenskar konur séu sérlega dug- og valdamiklar. Þetta er mýta sem virðist haldið á lofti. Ég hef sjálf orðið vör við þetta á fundum með konum frá Norðurlöndunum – og svo verða þær steinhissa þegar maður þylur upp tölfræð- ina. En auðvitað erum við betur sett hér hvað jafnrétti varðar miðað við mörg önnur lönd.“ Munuð þið taka niðurstöður ráðstefnunnar og nýta þær á ein- hvern hátt? „Von okkur er auðvitað sú, að ráðstefnan kveiki nýjar hug- myndir og geti hjálpað okkur hjá KRFÍ og öðrum sem vinna að jafnréttismálum við að móta stefnuna í framtíðinni og sjá hvaða leið er vænlegust til þess að ná fram fullu jafnrétti kvenna og karla.“ Eru fordómar í þjóðfélaginu gagnvart Kvenréttindafélaginu? „Kannski ekki gagnvart félag- inu sem slíku, en vissulega eru fordómar gagnvart kvenréttind- um og jafnréttisumræðu yfir höf- uð. Furðu lostið fólk spyr mig hvort þetta sé ekki úrelt félag og þarflaus barátta. Við höfum jú fullkomið jafnrétti seg- ir það! Margir bregð- ast illa við þegar talað er um jafnrétti, segja manni jafnvel að þegja og segjast ekki nenna að hlusta á þetta „kjaftæði“ en tala svo út í eitt um sín hjartans mál. Allt of mörgum finnst nefni- lega allt í lagi að sýna femínistum ókurteisi. Fólk verður hins vegar að átta sig á því að jafnrétti skipt- ir okkur öll máli, karla, konur og börn, og að við náum aðeins ár- angri með því að ræða málin, kryfja hugsanleg vandamál til mergjar og taka á þeim.“ Erla Hulda Halldórsdóttir  Erla Hulda Halldórsdóttir er fædd 1. maí 1966 og uppalin á Snæfellsnesi. Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1986 og BA í sagnfræði frá HÍ 1989. Lauk svo MA-prófi í sagn- fræði við sama skóla 1996. Var starfsmaður Sýslusafns A- Skaftafellssýslu á Höfn 1991–94 og forstöðumaður Kvenna- sögusafns Íslands 1996–2001. Vinnur nú við sameiginlegt verk- efni nokkurra stofnana við gerð vefræns kvengagnabanka. Vara- formaður KRFÍ. Maki er Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur og börn þeirra tvö eru Ásgeir Örn og Eik. ...segja manni jafnvel að þegja Og hverju hefur þú svo stolið, og frá hvaða fyrirtæki? INNFLUTNINGUR á nautakjöti snarminnkaði á síðasta ári miðað við fyrri ár, samkvæmt upplýsingum frá matvælasviði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Alls voru flutt inn í landið 3,8 tonn af nautakjöti sem er 85% minna en árið 2000 þegar rúm 26 tonn voru flutt inn. Eingöngu var um nautalundir að ræða og allar voru þær seldar til veitingahúsa, þar af um 2 tonn frá Finnlandi og af- gangurinn frá Nýja-Sjálandi. Minni innflutningur er rakinn til kúariðufaraldurs í Evrópu, sem staðfestur hefur verið í 19 löndum, og einnig gin- og klaufaveikifarald- urs á Bretlandi. Innflutningur frá þessum löndum var ekki heimilaður. Minna flutt inn af nautakjöti Nærri 4 tonn flutt inn til veitingahúsa NORÐLENSKA er þessa dagana að undirbúa lokun á stórgripaslátur- húsinu í Borgarnesi en Norðlenska tók húsið á leigu af Kjötumboðinu og hefur verið með slátrun og kjöt- vinnslu þar. Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, seg- ir að lítið hafi verið slátrað í húsinu að undanförnu. Öllu starfsfólki var sagt upp um áramót. Jón Helgi segir að Norðlenska hafi ekki starfsleyfi nema til 1. febr- úar næstkomandi vegna krafna yf- irdýralæknis. „Við erum auk þess ekki eigendur að húsnæðinu heldur leigjum það, þannig að við leggjum ekki í þann kostnað sem fylgir því að mæta kröfum dýralæknisins. Þá er einnig óvissa um fjárhagslega getu Kjötumboðsins. Jón Helgi segir að enn séu starfs- menn á vegum Norðlenska í Borg- arnesi. „Við höfum verið að slátra þarna kálfum og svínum en nautgri- paslátrun hefur verið frekar lítil undanfarið. Það er stefnt að því að hætta allri slátrun á vegum Norð- lenska 1. febrúar.“ Norðlenska er að hætta starfsemi Í MENNTASKÓLANUM í Reykja- vík er þessa dagana verið að taka í gagnið nýtt og hraðvirkara gagna- flutningskerfi. Í haust gerði skól- inn samning við Línu.net þar sem fram kemur m.a. að Lína.net er styrktaraðili MR í gagnaflutnings- lausnum og áformar að prófa nýjar lausnir í upplýsingatækni í sam- starfi við skólann. Með þessum samningi fær skólinn aðgang að háhraðaneti með tengingu við IP- borgarnetið og getur þannig tengst við helstu gagnagrunna sem not- aðir eru við skólakerfið, m.a. hjá Skýrr. Menntaskólinn er nú einn fárra skóla sem tengdir eru í gegn- um ljósleiðara. Þá hafa nýlega ver- ið sett upp tvö nýtískuleg skjáver í raungreinahúsi en við það batnar tölvuaðgengi skólans til muna. Gerbreytir öllum aðstæðum Yngvi Pétursson, rektor MR, segir að gagnaflutningur frá skól- anum að hinu almenna neti verði miklum mun hraðvirkari en áður. „Þetta mun gerbreyta öllum að- stæðum hér hjá okkur enda erum við í sívaxandi mæli farin að nota Netið við kennsluna. Í Mennta- skólanum í Reykjavík gegnir upp- lýsingatæknin sífellt stærra hlut- verki í starfsemi skólans. Húsnæði skólans er mjög dreift en á und- anförnum árum hefur verið unnið að því að leggja miðlægt net um allar byggingar í mennta- skólaþorpinu en til gamans má geta þess að nú er verið að leggja þráðlaust net í elstu byggingu skól- ans, gamla skólahúsið, sem var tek- ið í notkun haustið 1846. Við höfum einnig verið að end- urnýja búnað, eins og til að mynda í raungreinahúsinu, þar sem mikið er um að mælitæki séu tengd við tölvur og þær notaðar til þess að skrá niðurstöður sem nemendur vinna síðan úr. Þá tókum við upp nýja skólakerfið Innu síðastliðið haust, en það er kerfi sem Skýrr hefur verið að vinna fyrir mennta- málaráðuneytið. Þetta kerfi heldur m.a utan um námsferil, stundatöfl- ur og mætingar nemenda, þannig að þetta er allt tölvuvætt. Þá höf- um við með markvissum hætti ver- ið að byggja upp aðstæður í kennslustofum svo kennarar hafi aðgang að tölvu og möguleika á að varpa kennsluefni á tjald með skjá- varpa.“ Morgunblaðið/Þorkell Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, í nýju skjáveri. Menntaskólinn í Reykjavík tengdur gegnum ljósleiðara ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.