Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Útsala hófst í dag kl. 10.00 Klapparstíg 44 - sími 562 3614 ÖLDUGRANDI - BÍLSKÚR. Glæsileg 3ja herb. íb. a 1. hæð með sólskála, sérgarði, verönd og heitum potti. Flísar á gólfum. Góðar innréttingar. Mjög góð staðsetning. Góður 25 fm bílskúr með öllu. Verð 15,5 millj. 1824 LAMBASTEKKUR - BÍLSKÚR. Fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt sérb. bílskúr. 3 svefnherb. 2 stofur. Parket og viðarklædd gólf. Frábær staðsetning. Góður garður. Áhv. 8,9 millj. Verð 17,9 millj. 1823 HAMRAHVERFI - ÚTSÝNI. Sérlega glæsilegt og vandað einbýlis- hús ásamt tvöf. bílskúr og rými á jarðhæð. 5 svefnherbergi. Góðar stofur með arni. Sólstofa. Massíft parket og marmari á gólfum. Stórt eldhús með sérlega glæslegri innréttingu og vönduðum tækjum. Húsið er allt í mjög góðu ástandi, fallegur garður og útsýni út á sjóinn. Þetta er einstök eign. Allar nánari uppl. á skrifstofu. HEILDARTEKJUR A- og B-hluta samstæðu- reiknings Akureyrarbæjar eru áætlaðar tæpar 7.276 milljónir króna á þessu ári. Þar af eru skatt- tekjur um 3.215 milljónir króna, framlag jöfnunar- sjóðs 350 milljónir króna en aðrar tekjur eru um 3.711 milljónir króna. Heildargjöld Akureyrar- bæjar verða rúmar 7.000 milljónir króna. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar var á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær. Áætlunin var sett fram samkvæmt nýjum reglur um reiknings- skil sveitarfélaga og er Akureyrarbær fyrsta sveitarfélagið til að leggja fram fullbúna áætlun í samræmi við hin nýju reikningsskil. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri greindi frá því við umræður um fjárhagsáætlunina að gert væri ráð fyrir framkvæmdum að upphæð um 1,4 milljarðar króna á árinu. Þar af eru framkvæmdir í A-hlutanum, sem tekur til Fasteigna Akureyr- arbæjar, Framkvæmdamiðstöðvar, Eignasjóðs gatna, Húsverndarsjóðs og Menningarsjóðs upp á 971 milljón. Framkvæmdir á vegum B-hlutans, Félagslegra íbúða, Fráveitu Akureyrar, Strætis- vagna Akureyrar, dvalarheimila, Framkvæmda- sjóðs, Norðurorku, Rangárvalla, Bifreiðastæða- sjóðs, Byggingasjóðs Náttúrufræðistofnunar, Gjafasjóðs Hlíðar og Skjaldarvíkur og Hafnasam- lags Norðurlands, nema 415 milljónum króna. Verulegar gatnaframkvæmdir fyrirhug- aðar og úrbætur við Brekkuskóla Ákvarðanir um einstök verkefni verða teknar milli umræðna um fjárhagsáætlun, en Kristján Þór sagði að þegar hefðu þó verið teknar ákvarð- anir eða gerðir samningar og skuldbindingar vegna margvíslegra framkvæmda í skóla-, menn- ingar- og íþróttamálum. Þar mætti nefna fram- kvæmdir við Giljaskóla sem kosta um 200 milljónir króna, við Amtsbókasafnið að upphæð 150 millj- ónir króna í ár og fjölnota íþróttahús að upphæð um 294 milljónir króna. Þá nefndi bæjarstjóri að uppi væru áform um verulegar framkvæmdir í gatnagerð bæjarins á árinu og upphaf fram- kvæmda við úrbætur í húsnæðismálum Brekku- skóla. Helstu framkvæmdir á árinu hvað B-hlutann varðar eru bygging fjögurra nýrra leiguíbúða á Oddeyri, við fráveitu verður unnið fyrir 103 millj- ónir króna, hjá Norðurorku verður framkvæmt fyrir 13, á Rangárvöllum fyrir 15 milljónir og hjá Hafnasamlaginu fyrir 69 milljónir. Kristján Þór gat þess að fjárhagur bæjarins væri afar traustur, geta sveitarfélagsins til fram- kvæmda væri umtalsverð og þjónustan sem bær- inn býður upp á fjölbreytt. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn Framkvæmdir fyrir 1,4 milljarða króna BÍLALEIGA Akureyrar tók um ára- mót í notkun nýtt merki og er jafn- framt komin með nýtt merki fyrir er- lenda viðskiptavini sína. Nýja merkinu er í fyrsta lagi ætlað að leggja áherslu á að Bílaleiga Akur- eyrar er hluti af fyrirtækinu Höldi ehf., sem er móðurfyrirtækið og stendur á grunni þess. Í öðru lagi er tekið upp nýtt erlent nafn, EuroRent, fyrir erlenda viðskiptavini bílaleig- unnar. Frá sama tíma, eða um nýliðin áramót, hætti fyrirtækið sem um- boðsmaður Europcar á Íslandi. Litirnir í merkinu er valdir með til- vísun í íslenska náttúru, sem er mesta aðdráttarafl erlendra ferðamanna til landsins, blái liturinn táknar himin og haf, sá hvíti ís og snjó og sá græni landið í sumarskrúða. Nýtt merki Bílaleiga Akureyrar VERNHARÐ Þorleifsson júdómaður var kjörinn íþróttamaður KA árið 2001 og fór útnefningin fram á hinum árlega KA-degi í KA-heimilinu sl. laugardag. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Vernharð er útnefndur íþróttamaður félagsins en hann varð í öðru sæti í kjörinu fyrir árið 2000. Þá var Vernharð útnefndur íþróttamaður Akureyrar árið 2001 á dögunum. Í öðru sæti í kjöri KA varð hand- knattleiksmaðurinn ungi Arnór Atlason og í þriðja sæti knattspyrnumaðurinn Dean Martin. KA heldur KA-daginn hátíðlegan í janúar ár hvert, í tengslum við afmæli félagsins en KA átti 74 ára afmæli þann 8. janúar sl. Yngri flokkar félagsins léku tvo leiki í handbolta á KA-deginum, sem báðir unnust. Þá var boðið upp á ýmis atriði á vegum deilda félagsins og kaffiveitingar í lok dagsins. Morgunblaðið/Kristján Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður KA, t.h., Vernharð Þorleifsson, íþróttamaður KA, Soffía Pálsdóttir, kona Dean Martins, með Geir, son þeirra, í fanginu, og Arnór Atlason. Vernharð íþróttamaður KA AÐALFUNDUR Kaupfélags Þing- eyinga fyrir árið 2000 var haldinn um helgina. Þar var m.a. kjörin ný stjórn, en í henni sitja Hreiðar Karlsson og Tryggvi Finnsson á Húsavík og Kristján Kárason á Ket- ilsstöðum á Tjörnesi. Aðalfundur fyrir árið 2001 verður væntanlega haldinn í vor, apríl eða maí. Fram kom á fundinum að búið er að gera upp við kröfuhafa sam- kvæmt samkomulagi sem gert var þegar KÞ komst í greiðsluþrot vorið 1999. Endanlegt uppgjör liggur þó ekki fyrir þar sem enn á eftir að inn- heimta nokkuð af kröfum KÞ. Meirihluti fundarmanna sam- þykkti á fundinum að óska eftir því við stjórn Kaupfélags Eyfirðinga að kaupfélögin tvö, þ.e. KEA – sam- vinnufélag og KÞ, verði sameinuð og skoðað hvaða ávinningur yrði af slíku fyrir félagsmenn KÞ ef af yrði. Kaupfélag Þingeyinga er elsta kaup- félag landsins, rétt að verða 120 ára gamalt. Þá var á fundinum samþykkt tillaga um að kanna möguleika á að koma upp Samvinnusafni á Húsavík í samstarfi við Samband íslenskra samvinnufélaga. Aðalfundur KÞ fyrir árið 2000 Vilja sam- einingu við KEA-sam- vinnufélag NÓTASKIPIÐ Þórður Jónasson EA hefur legið við bryggju á Akureyri frá síðustu loðnuvertíð og er alls óvíst hver framtíð skipsins verður. Skipið er í eigu SR- mjöls en fyrirtækið, sem átti 40% hlut í útgerð Valtýs Þorsteinssonar ehf., eignaðist hin 60% um mitt síðasta ár. Björn Kristinsson hjá SR-mjöli sagði alls óvíst um framhaldið en að skipið væri allt eins til sölu og þá án kvóta. Skipið er með 1,803% af loðnukvótanum og eitt- hvað af bolfiskkvóta. Björn sagði skipið í góðu lagi og tilbúið til veiða ef til þess kæmi og að allt væri opið í þeim efnum. „Það er hins vegar komið svo mikið af stórum og öflugum skipum að það er ekki víst að það sé lengur þörf fyrir þessa minni báta.“ Þórður Jónasson ber um 700 tonn af loðnu og skipið er því með allra minnstu nótaskipum landsins. Skipið er um 450 brúttótonn, smíðað í Noregi 1964 en lengt 1973 og 1986 og yfirbyggt 1978. Morgunblaðið/Kristján Nótaskipið Þórður Jónasson EA á rauðu ljósi við Torfunefsbryggju á Akureyri. Óvissa um fram- tíð skipsins Nótaskipið Þórður Jónasson EA bundið við bryggju á Akureyri TÓLF umsóknir bárust um stöðu leikhússtjóra hjá Leik- félagi Akureyrar, en frestur til að sækja um stöðuna rann út í liðinni viku. Þeir sem sóttu um eru Bjarni Ingvarsson, Björn Gunnlaugsson, Gunnar Gunn- steinsson, Halldór E. Laxness, Hrafnhildur Hafberg, Jakob S. Jónsson, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Þ. Lín- dal, Stefán Sturla Sigurjóns- son, Valgeir Skagfjörð, Þor- steinn Bachmann auk þess sem einn óskaði nafnleyndar. Leikhúsráð skipar í stöðuna og er ráðgert að niðurstaða liggi fyrir í byrjun febrúar. Sigurður Hróarsson núver- andi leikhússtjóri LA lætur af störfum næsta haust, en þá lýkur samningi hans við félag- ið. Ráðgert er að nýr leikhús- stjóri komi til starfa við hlið hans frá 1. mars næstkomandi. Leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar Tólf sóttu um stöðuna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.