Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 19

Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 19 NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2002 Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Efling - stéttarfélag,VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Fyrstu námskeiðin hefjast 23. janúar Innritun og upplýsingar um námskeiðin 7.-17. janúar kl. 16-20 í símum 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla. Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is Vefsíða: kvoldskoli.kopavogur.is TUNGUMÁL 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum ENSKA Enska I Enska I frh. Enska II Enska II frh. Enska III-IV Enska tal og leshópur DANSKA Danska I-II NORSKA Norska I-II Norska III SÆNSKA Sænska fyrir tvítyngd börn 9-12 ára Sænska I-II Sænska III FRANSKA Franska I Franska I frh. ÍTALSKA Ítalska I Ítalska I frh. SPÆNSKA Spænska fyrir unglinga Spænska I Spænska I frh. Spænska II Spænska II frh. Spænska III frh. ÞÝSKA Þýska I Þýska I frh. ÍSLENSKA fyrir útlendinga Byrjendur 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendinga Lengra komnir: 8 vikna námskeið 16 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir KÁNTRÝ-FÖNDUR Gluggahlerar 1 viku námskeið 4 kennslustundir LEIRMÓTUN Byrjunarnámskeið 6 vikna námskeið 24 kennslustundir LEIRMÓTUN Framhald 4 vikna námskeið 16 kennslustundir LJÓSMYNDATAKA 3 vikna námskeið 9 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÖLLADEIG 2 vikna námskeið 8 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir GLER - OG POSTULÍNSMÁLUN 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR Grunnnámskeið 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSTEPPI Framhald 4 vikna námskeið 16 kennslustundir BÚTASAUMSTEPPI Kántrý-stíll 4 vikna námskeið 16 kennslustundir FATASAUMUR/ BARNAFATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir TÖLVUNÁMSKEIÐ: WORD OG WINDOWS fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD II 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 3 vikna námskeið 20 kennslustundir INTERNETIÐ OG TÖLVUPÓSTUR 1 viku námskeið 8 kennslustundir FINGRASETNING OG RITVINNSLA 8 vikna námskeið 16 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir FRÖNSK matargerð 2 vikna námskeið kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir SPENNANDI BÖKUR OG INNBAKAÐIR VEISLURÉTTIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABÖKUÐ BRAUÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir FRAMSÖGN OG LEIKRÆN TJÁNING fyrir konur 3 vikna námskeið 18 kennslustundir GRÓÐUR OG GARÐRÆKT 2 vikna námskeið 8 kennslustundir TRJÁRÆKT Í SUMARBÚSTAÐA- LANDINU 1 viku námskeið 4 kennslustundir TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 4 kennslustundir MIKIL ánægja ríkti í Kólumbíu eftir að staðfest hafði verið að skæruliðahreyfingin FARC hefði samþykkt að hefja aftur friðarvið- ræður við stjórn landsins. Ákvörð- un þar að lútandi var tilkynnt í fyrrakvöld, aðeins um fjórum klukkustundum áður en frestur sem stjórnvöld höfðu gefið rann út en að honum liðnum var gert ráð fyrir að þrettán þúsund manna stjórnarher réðist inn á griðasvæði það sem FARC hefur til umráða. Það var fyrir milligöngu fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og tíu er- lendra ríkja sem tókst að telja skæruliðana og fulltrúa stjórn- valda á að setjast enn niður við samningaborðið. „Nú höfum við einhverju að fagna,“ hrópaði Jose Restrepo, íbúi í Los Pozos, litlum bæ á griða- svæðinu, en þar dvöldust erlendu stjórnarerindrekarnir síðustu dag- ana í því skyni að fá skæruliðana til að hefja aftur friðarviðræður. Þeir hafa undanfarna mánuði neitað að ræða um frið og gefið þá ástæðu að þeim hafi ekki verið gefnar neinar tryggingar um ör- yggi sitt á griðasvæðinu í fram- haldi þess að samið verði um vopnahlé. Íbúar landsins fái frið Andres Pastrana, forseti Kól- umbíu, ávarpaði þjóð sína á mánu- dagskvöld, eftir að ákvörðun FARC hafði verið tilkynnt. Sagði hann þar að skæruliðarnir hefðu samþykkt að hlíta skilmálum eldra samkomulags en það kveður á um að þeir skuli umsvifalaust semja um vopnahlé og endalok átaka í landinu. „Þetta þýðir engin frekari mannrán, engar fleiri árásir á bæi og borgir, engar frekari fjárkúg- anir eða rán á ferðamönnum, enga frekari eyðileggingu mikilvægra atvinnugreina í landinu – í stuttu máli sagt, að íbúar þessa lands fái frið fyrir stríðsátökum,“ sagði Pastrana. Lét forsetinn þess getið að menn hefðu nú frest til 20. janúar nk. til að ná „umtalsverðum“ ár- angri í friðarumleitunum. Mikil gleði í Kólumbíu Pastrana gefur mönnum frest til 20. jan- úar til að ná árangri í friðarviðræðum Bogota. AFP. ÞEIR sem neyta e-pillna á danshús- um eru 25% líklegri til þess en aðrir að þjást af geðrænum kvillum, sam- kvæmt nýrri könnun tónlistartíma- ritsins Mixmag, sem dagblaðið The Daily Telegraph greindi frá í gær. Eitt þúsund lesendur tímaritsins tóku þátt í könnuninni, en 98% þeirra sögðust neyta e-taflna reglulega og 45% neyttu einnig kókaíns. Einn af hverjum fjórum svarendum kvaðst þjást af einhvers konar geðröskunum, samanborið við einn af hverjum fimm sé litið til bresku þjóðarinnar í heild. Þátttakendurnir voru einnig tvisvar sinnum líklegri til að hafa leitað til læknis vegna geðrænna vandamála, en þar af hafði helmingurinn leitað sér aðstoðar vegna þunglyndis. Útgefendur Mixmag segja könn- unina vera þá umfangsmestu af þessu tagi sem gerð hafi verið. Telja þeir hana gefa „nákvæma innsýn í fíkni- efnaneyslu ungra Breta í dag“, en tímaritið vann könnunina í samstarfi við sérfræðing frá fíkniefnarann- sóknamiðstöð við King’s College-há- skólann í London. Ritstjórinn, Viv Craske, segir niðurstöðurnar stað- festa rannsóknir vísindamanna, sem bent hafa til að neysla e-pillna geti valdið þunglyndi. E-pilluneytendur Líklegri til að þjást af geð- röskunum HÁTTSETTUR starfsmaður Enron-orkufyr- irtækisins, sem varð gjaldþrota í desember, varaði stjórnarformanninn og forstjórann Kenneth Lay við því í ágúst á síðasta ári að „leyndin“, sem hvíldi yfir „undarlegum bók- haldsaðferðum“ fyrirtækisins myndi enda með hneyksli. Samkvæmt dagblaðinu The New York Tim- es er starfsmaðurinn sem um ræðir einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins, kona að nafni Sherron S. Watkins. Orku- og viðskipta- nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ein af fimm þingnefndum sem rannsakar nú gjald- þrot Enron, birti á mánudag brot úr sjö blað- síðna bréfi sem Watkins sendi Lay í ágúst, en hún mun einnig hafa átt fund með forstjór- anum vegna málsins. Í bréfinu lýsir Watkins meðal annars áhyggjum af þeim bókhaldsbrellum sem síðar leiddu til gjaldþrotsins. Stofnuð voru sameignarfyrirtæki sem keyptu eignir af En- ron á nægilega háu verði til að fyrirtækið gæti fullyrt að fjárfestingarnar hefðu verið arðbærar. En þar sem sameignarfyrirtækin fjármögn- uðu kaupin með lánum sem Enron ábyrgðist var fyrirtækið í reynd að selja sjálfu sér eignir. Raunveruleg skuldastaða Enr- on var þannig falin, en stjórn- endur fyrirtækisins viður- kenndu í nóvember sl. að tekjur hefðu með þessum hætti verið oftaldar um 586 milljónir dollara frá árinu 1997. „Ég er hrædd um að þetta muni springa út í stóru bókhaldshneyksli,“ segir Watkins meðal annars í bréfi sínu. Takmörkuð rannsókn Eftir að Kenneth Lay barst bréfið frá Watk- ins fól hann lögfræðifyrirtækinu Vinson & Elkins að rannsaka málið, en veitti þeim ein- ungis umboð til að kanna tak- markað svið. Lögfræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu í októ- ber að ekkert væri athugavert. Bréf Watkins er dagsett 14. ágúst, en viku síðar reyndi Lay að sannfæra starfsmenn Enron um að staða fyrirtækisins væri sterk og að búast mætti við að bréf í því færu hækkandi. Þá var hlutur í Enron metinn á 37 dollara, en í lok nóvember var verðið komið niður í 30 sent. Starfsmenn fyrirtækisins töpuðu stórfé í hlutabréfum sem þeir höfðu fengið í lífeyris- greiðslur en var meinað að selja um sex vikna skeið sl. haust, þegar verð bréfanna féll. Yfirmenn not- uðu hins vegar tækifærið til að selja bréf sín þegar verð þeirra var enn hátt og stendur nú yfir opinber rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin. Forstjóri Enron varað- ur við hættu á hneyksli Washington. AFP, AP. Kenneth Lay UNNIÐ er að gerð eirstyttu sem gerð er eftir frægri ljósmynd af þrem slökkviliðs- mönnum í New York þar sem þeir reisa bandaríska fánann í rústum World Trade Center. Gerð hefur breyting á andlits- dráttunum og hefur einn mannanna nú yf- irbragð blökkumanns og annar andlitsfall sem mönnum þykir minna á fólk frá Róm- önsku Ameríku. Alls fórust 343 slökkviliðsmenn við skyldustörf sín 11. september og var ákveðið að styttan, sem er nær sex metrar á hæð, yrði reist við aðalbækistöð slökkvi- liðsins til að heiðra hina látnu. Talsmaður slökkviliðsins minnti á að þeir sem féllu hefðu verið af öllum kynþáttum og því hefði breytingin verið gerð, öllum yrði nú gert jafnhátt undir höfði. Mennirnir þrír sluppu lifandi og eru sagðir lítt hrifnir af því að vera orðnir að pólitísku bitbeini. Og fleiri eru hvassyrtir. „Það er verið að endurrita söguna til að knýja fram pólitíska rétthugsun,“ sagði Carlo Casoria sem missti son sinn, Thom- as, 11. september. Gagnrýna „rétthugsun“ New York. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.