Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 20

Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖFLUGUR jarðskjálfti, 5,6 stig á Richter, skók Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær. Flýðu þúsundir manna út á götur er hann reið yfir en ekki var vitað til, að hann hefði valdið tjóni. Voru upp- tök hans í Sunda-sundi, milli eyjanna Jövu og Súmötru, 180 km vestur af höfuðborg- inni. Jarðskjálftar eru tíðir í Indónesíu og eldvirkni mikil enda eru eyjarnar á fleka- skilum. Í Sunda-sundi er eld- fjallið Anak Krakatau, leifar þess mikla fjalls Krakatau, sem sprakk í sundur í miklu gosi 1883 og varð þúsundum manna að bana. Ráðamanni hótað dauða KURT Hellström, aðalfram- kvæmdastjóra Ericssons, hafa borist tvær dauðahótanir sl. sex vikur. Með þeirri seinni, sem send var sænska síðdegisblaðinu Aftonbladet, fylgdi byssukúla og yfirlýsing um, að Hellström ætti 20 daga ólifaða. Sams konar kúla fylgdi líkri hótun í desember. Blaðið getur sér til, að Hellst- röm hafi aflað sér margra óvina að undanförnu en þús- undum manna hefur verið sagt upp vegna erfiðleika í rekstri fyrirtækisins. Hefur stjórnendum þess verið uppá- lagt að skera niður kostnað- inn og takist þeim það, mega þeir eiga von á ríkulegum bónus í árslok. Í staðfesta sambúð PER-Kristian Foss, fjármála- ráðherra Noregs, og sam- býlismaður hans, Jan Erik Knarbakk, yfirmaður Schib sted-fjölmiðlasamsteypunnar, hafa verið „gefnir saman“ eða látið staðfesta sambúð sína. „Já, við drifum í því hjá norska sendiráðinu í Stokk- hólmi 4. janúar,“ sagði Foss í viðtali við Dagens Næringsliv en Norðmenn urðu fyrstir þjóða til að leyfa samkyn- hneigðu fólki að staðfesta sambúð sína en þó aðeins fyr- ir borgaralegum yfirvöldum. Foss hefur setið lengi á þingi fyrir Íhaldsflokkinn en hann starfar nú með Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og leiðtoga Kristilega þjóðar- flokksins, sem er ákaflega andvígur löglegri sambúð samkynhneigðra af trúar- ástæðum. Vildu krist- indóminn feigan SKJÖL, sem notuð voru gegn frammámönnum nasista í Nürnberg-réttarhöldunum eftir stríð, hafa nú í fyrsta sinn verið gerð opinber. Birt- ust þau á vefsíðu Rutgers- háskólans. Í þeim kemur meðal annars fram, að nas- istar höfðu hug á að útrýma kristinni kenningu og ala fólk upp í arískri hugmyndafræði. Verða skjölin birt á misseris- fresti ásamt athugasemdum og útskýringum fræðimanna. STUTT Jarð- skjálfti í Indónesíu VAXANDI áhyggjur eru af með-ferð Bandaríkjamanna á föngunum sem fluttir hafa verið á síðustu dög- um frá Afganistan til Guantanamo- herstöðvarinnar á Kúbu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa heitið því að sú meðferð, sem mennirnir fái, muni verða „tiltölulega“ samrým- anleg ákvæðum Genfar-sáttmálans um réttindi stríðsfanga en mann- réttindasamtök og alþjóðlega stofn- anir finna hins vegar að aðbúnaði þeirra og réttarstöðu og lýsa áhyggjum sínum yfir því hvað „til- tölulega“ þýði eiginlega í þessu samhengi. Sérfræðingar í mannréttindalög- um segja margar spurningar vakna um framhaldið og sumir hafa bent á að með framferði sínu hætti Bandaríkjamenn á að glata þeim „móralska“ stuðningi sem þeir hafa notið í baráttunni við hina „sið- lausu“ hryðjuverkamenn, sem svo hafa verið nefndir. „Eitt af því sem veldur manni áhyggjum er hversu tregir þeir eru að veita upplýsingar um meðferð mannanna,“ segir Adam Roberts, prófessor í alþjóðasamskiptum við Oxford-háskóla. Roberts, sem ritstýrt hefur bók um þær reglur sem gilda um stríðs- átök, leggur áherslu á nauðsyn þess að Bandaríkjamenn virði grundvall- arreglur Genfar-sáttmálans frá 1949, sem séu þær að koma skuli fram við alla þá, sem handteknir hafa verið í hernaði, af mannúð. „Það er auðvitað sitthvað sem réttlætir aðferðir Bandaríkja- manna,“ segir hann, „en það veldur samt áhyggjum að þeir virðast ekki vilja skrifa upp á, svo ekki verður um villst, að þessir menn njóti þrátt fyrir allt mannréttinda.“ Bresk stjórnvöld andsnúin hugsanlegri dauðarefsingu Búið er að flytja um 50 liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna og/eða talibana til Guantanamo- herstöðvarinnar á Kúbu. Mennirnir máttu sæta því að vera hlekkjaðir fastir á leiðinni og að á höfuð þeirra væri sett hetta á meðan á flugferð- inni til Kúbu stóð. Aðstæður þeirra á Kúbu eru sagðar vera heldur frumstæðar og þar sem stöðin í Guantanamo er tæknilega séð á er- lendri grundu njóta mennirnir í raun engra réttinda undir stjórn- arskrá Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Washington hafa aukinheldur skilgreint fangana sem „ólöglega stríðsmenn“ sem þau segja þýða að þeir njóti ekki þeirra réttinda sem Genfar-sáttmálinn tryggir stríðsföngum. Hafa tals- menn varnarmálaráðuneytisins bandaríska sagt að mennirnir muni njóta læknishjálpar, ef nauðsyn krefji, og að þeim sé heimilt að iðka trú sína, en þeim verði hins vegar ekki veittur aðgangur að lögfræði- legri aðstoð. Beindi Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra kastljósi fjölmiðla að þeirri lagaóvissu, sem þessi afstaða hefur í för með sér, fyrir helgi þeg- ar hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu „að mestu leyti fullan hug á að koma fram við þá þannig að það sé tiltölulega samrýmanlegt ákvæð- um Genfar-sáttmálans“. Mannrétt- indasamtökin Amnesty Internatio- nal hafa hins vegar farið fram á nánari skýringar á því hvað þetta þýði. Hafa þau ritað yfirvöldum í Washington og bent á að það sé brot á alþjóðalögum að setja hettu yfir höfuð manna, sem teknir hafi verið í gæsluvarðhald, og hið sama megi segja um að mennirnir séu hafðir hlekkjaðir í búrum (raunar einnig hlekkjaðir við búrin), sem að hluta til séu undir beru lofti. Bresk stjórnvöld hafa síðan hald- ið á lofti réttindum Bretanna þriggja sem sagðir eru meðal mannanna fimmtíu, sem nú eru komnir til Guantanamo. Sagði tals- maður breska utanríkisráðuneytis- ins m.a. að Bretar myndu mótmæla því af öllum mætti ef mennirnir yrðu dæmdir til dauða, sem er hugsanlegt enda dauðarefsing heimil þar vestra. „Þessir menn eru sakaðir um að hafa verið liðsmenn hættulegustu hryðjuverkasamtaka sem veröldin hefur nokkurn tíma komist í kynni við,“ sagði Jack Straw utanríkisráð- herra í samtali við BBC. „Það þýðir hins vegar alls ekki að þeir séu réttlausir, og í þeim tilfellum þar sem um breska ríkisborgara er að ræða, þá er það skylda mín að tryggja að þeir njóti réttinda sinna.“ Rumsfeld ekki í sjálfsvald sett að ákveða hver er stríðsfangi Michael Byers, sem kennir al- þjóðalög við Duke-háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, lagði áherslu á að það Rumsfeld væri ekki í sjálfsvald sett að ákveða hver sé glæpamaður og hver stríðs- fangi. „Jafnvel þó að þessir menn væru ekki stríðsfangar,“ sagði Byers í grein í breska dagblaðinu The Guardian á mánudag, „þá eru þeir eftir sem áður mannverur er njóta mannréttinda.“ Tók hann undir að Bandaríkja- menn væru að leggja að veði þá mórölsku réttlætingu sem þeir hefðu notað fyrir baráttunni gegn hryðjuverkum, og sem umheimur- inn hefði fallist á, fyrir eitthvað sem í besta falli gæti talist stund- argleði skjótunninnar hefndar. Byers lýsti jafnframt áhyggjum sínum vegna þess að bandaríska varnarmálaráðuneytið virtist ætla að hafa sína hentisemi í framhald- inu, leika allt í senn, hlutverk dóm- ara, kviðdóms, og böðuls. Framferði Bandaríkja- manna gagnrýnt      ! "#    $%  &' (#  )  # ' * *    +&),-# -##!     .!# ' ,  # !* # /' # )& "#$%&'$()*"$+" +0   !          1%%  $                                 !   "    ##   $  #    %  & '(    *  2 /345 2 /3456475589 2 :7;/3:  !"#"$! !  !! %&    ! $'   $!!  "! ((! #$! #$)*!" ) $$!(!!$!&$! !) $!$!)  +, ! "!$! "!%%! "' - ! !)# !,"!(!-'   !" ! " " )$!-'! !$ !  # ! ,! !  %' <5/ +$, - .$/$ 0$  1   2&  % 4  "      5  # & 9=5/+: </  .!/0 London. AFP. ’ Sumir hafa bent áað með framferði sínu hætti Banda- ríkjamenn á að glata þeim „móralska“ stuðningi sem þeir hafa notið í barátt- unni við hina „sið- lausu“ hryðjuverka- menn, sem svo hafa verið nefndir. ‘ FLUGELDAR og sinueldar lýsa upp næturhimininn yfir Yakushiji- hofinu í Nara, hinni fornu höf- uðborg Japans. Eldarnir brenna á Wakakusayama-fjalli en það er gamall siður að brenna sinuna á þessum árstíma og búa þannig í haginn fyrir vorkomuna. Reuters Eldarnir boða vorið JEAN Chretien, forsætisráð- herra Kanada, tilkynnti í gær um breytingar á stjórn sinni, en í fyrradag sagði Brian Tobin iðnaðarráðherra og fyrrverandi fylkisstjóri á Nýfundnalandi af sér ráðherraembætti. Kvaðst hann þurfa meiri tíma til að sinna fjölskyldu sinni. Chretien gerði John Manley, sem verið hefur utanríkisráðherra, að að- stoðarforsætisráðherra, og William Graham tekur við af Manley. Tobin hættir Ottawa. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.