Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓNÍNA Hilmarsdóttir víóluleikari
heldur tónleika sem hefjast kl. 20 í
kvöld í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa-
vogs. Með Jónínu koma fram á tón-
leikunum Steinunn Birna Ragnars-
dóttir píanóleikari, Ásgerður
Júníusdóttir messósópran, Helga
Ingólfsdóttir semballeikari
og Peter Tompkins óbóleik-
ari. Á efnisskránni eru ein-
leiksverk og kammerverk
fyrir víólu eftir Johann Seb-
astian Bach, Henri Vieux-
temps, Karólínu Eiríksdótt-
ur, Johannes Brahms og
Paul Hindemith.
Jónína lauk í desember
meistaragráðu með áherslu á
einleik og kammertónlist frá
Sweelinck-tónlistarskólan-
um í Amsterdam og var
kennari hennar Marjolein
Dispa. Jónína hefur á undan-
förnum árum komið fram
með ýmsum kammerhópum
og hljómsveitum hér heima, í
Hollandi og Þýskalandi, en tónleik-
arnir í Salnum í kvöld eru fyrstu ein-
leikstónleikar hennar.
Jónína segist hafa sett saman efn-
isskrá tónleikanna með það í huga að
sýna hinar ýmsu hliðar víólunnar
sem hljóðfæris. „Mig langaði til að
hafa efnisskrána eins fjölbreytta og
hægt væri. Um er að ræða verk frá
ýmsum tímum, allt frá barokki til
samtímatónsmíða, sem reyna á ólíkar
hliðar víólunnar. Við flutning verk-
anna hef ég fengið frábært fólk til að
vinna með, en þau kalla á ólíkar
hljóðfærasamsetningar“.
Meðal verkanna eru sónata eftir
Bach fyrir víólu og sembal, sónata
fyrir víólu og píanó eftir Hindemith
og söngverkið Na Carenza eftir Kar-
ólínu Eríksdóttur. „Verkið var frum-
flutt á alþjóðlegri kventónlistarhátíð
í Vínarborg árið 1995, en við Ásgerð-
ur Júníusdóttir mezzósópran og Pet-
er Tompkins óbóleikari fluttum verk-
ið í fyrsta sinn hér á landi í Skálholti í
sumar. Verkið er samið við texta
kvenkyns trúbadúra frá miðöldum
sem austurrísk tónvísindakona, Reg-
ina Himmelbauer, hefur verið að
rannsaka. Lögin við textana eru glöt-
uð og var Karólína meðal þeirra
kventónskálda sem leitað hefur verið
til um að semja tónlist við textana.“
Jónína bætir því við að verkin á
efnisskránni gefi ekki síst innsýn í
hvernig skrifað hefur verið fyrir víól-
una í gegnum tíðina. „Víólan
hefur í gegnum tíðina verið
nokkurs konar Öskubuska
strengjahljóðfæranna, var
áður fyrr mestmegnis í bak-
grunni, en með árunum hafa
tónskáld farið að treysta
henni betur. Bach-sónatan er
upphaflega skrifuð fyrir
gömbu, en hefur verið um-
skrifuð fyrir víólu og er þátt-
ur hljóðfærisins því óvenju-
lega „vírtúósísk“ eða
tæknilega krefjandi fyrir
verk frá þessum tíma. Vieux-
temps er nítjándu aldar tón-
skáld, sem skrifaði heila
caprisu fyrir víólu, meðan
venjulega þarf að leita í um-
skrifun á fiðluverkum til að komast í
„glæsiverk“ fyrir víólu frá þessum
tíma. Tuttugustu aldar tónskáldið
Hindemith skrifaði hins vegar mikið
fyrir víólu, skrifaði alls sjö sónötur
fyrir víólu, þar af þrjár fyrir víólu og
píanó. Verkin eru mjög vel skrifuð
með tilliti til eiginleika hljóðfærisins,
enda var hann sjálfur víóluleikari og
þekkti því hljóðfærið vel,“ segir Jón-
ína að lokum.
Jónína Hilmarsdóttir víóluleikari (í miðju) ásamt
meðflytjendum sínum á tónleikunum í kvöld,
þeim Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleik-
ara og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran.
Tónbókmenntir
víólunnar í Salnum
Morgunblaðið/Ásdís
RÚNAR Óskarsson klarinettuleik-
ari hefur búið lengi í Hollandi þar
sem hann dvaldi við nám og störf.
Nú er hann fluttur heim og farinn
að sinna íslensku tónlistarlífi. Í
kvöld klukkan átta leikur hann í
Ými, á tónleikum Myrkra músík-
daga, og þar verður ekki bara
klarinettan í sviðsljósinu, heldur
einnig bassaklarinettan.
Með honum á tónleikunum verða
Snorri Sigfús Birgisson á píanó,
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari
og Hlín Pétursdóttir sópransöng-
kona. Á efnisskránni eru átta verk,
þar af verða tvö frumflutt; Sum-
arskuggar eftir Elínu Gunnlaugs-
dóttur, fyrir klarinettu, sópran og
píanó og Tríó eftir Hróðmar Sig-
urbjörnsson, fyrir píanó, flautu og
bassaklarinettu.
Verk Hróðmars var samið fyrir
Rúnar og Trio Parlando, sem hann
starfaði með í Hollandi. Verk El-
ínar er einnig samið fyrir Rúnar.
„Ég leik líka annað verk eftir
Hróðmar, einleiksverk fyrir klarin-
ettu sem hann samdi 1984 þegar
hann var enn í námi, að ég held, en
mér þykir mjög vænt um þetta
verk, því ég spilaði það á lokapróf-
inu mínu í Amsterdam. Ég leik
líka annað einleiksverk fyrir bassa-
klarinettu eftir Elínu; verkið heitir
Rún, en hún samdi það fyrir mig
árið 1999. Ég verð svo með einn
standard fyrir klarinettuna, Þrjú
verk eftir Ígor Stravinskíj; Sónötu
fyrir klarinettu eftir Edison Den-
issov; verk sem ég hef aldrei spilað
áður, en fann í einhverri bókabúð,
og komst að því að það er töluvert
mikið spilað. Ég verð líka með einn
standard fyrir bassaklarinettuna,
Monolog eftir Isang Yun, verk sem
allir bassaklarinettuleikarar þurfa
að spila einhvern tíma. Síðasta
verkið er Dúó fyrir einleiksbassa-
klarinettu eftir Theo Loevendie.“
Rúnar segir það hluta af því að
vera virkur tónlistarmaður að láta
tónskáld semja fyrir sig. „Það er
mikilvægt að spila gamla tónlist
líka, en bassaklarinettan er nýtt
hljóðfæri, kannski 40–50 ár síðan
farið var að semja fyrir hana af
einhverjum krafti. Ég held að það
sé bara mitt hlutverk sem flytj-
anda að taka þátt í nýsköpun, það
er ekki spurning. Tónskáld eru oft
mjög viljug að semja fyrir ákveðna
tónlistarmenn, og tónlistarmenn
eru þá líka viljugri til að flytja
verk þeirra. Ég vona bara að tón-
skáld mæti á tónleikana mína og
það er aldrei að vita nema eitthvað
gott komi út úr því.“
Rúnar segir íslensku tónlistina
ekkert frábrugðna því sem tón-
skáld eru að semja erlendis. Það
sem muni meira séu hljóðfæraleik-
ararnir sjálfir. Í útlöndum hafi tón-
skáld fleiri flytjendur að hlusta á,
og að því leyti fleiri fyrirmyndir en
hér, þar sem klarinettuleikararnir
séu færri. Rúnar flutti heim til Ís-
lands í haust og byrjaði á því að
fara í verkfall. „Ég var hins vegar
hissa á því að ég gat strax fengið
nóg að gera og ég er jafnvel að
kenna meira en hollt er fyrir hljóð-
færaleikara. En vinnutími tónlist-
arkennara er orðinn þannig að við
vinnum bara eftir hádegi og á þeim
tíma nenni ég hvort eð er ekkert
að æfa mig. Ég vakna klukkan átta
og er búinn að æfa mig í þrjá til
fjóra tíma áður en kennslan hefst.
En á móti kemur að maður er ekki
kominn heim úr kennslunni fyrr en
sjö, átta á kvöldin.“
Rúnar Óskarsson á Myrkum músíkdögum
Brýnt að fá tónskáld
til að semja fyrir sig
Morgunblaðið/Kristinn
Hróðmar Sigurbjörnsson tónskáld, Snorri Sigfús Birgisson píanóleik-
ari, Hlín Pétursdóttir söngkona, Rúnar Óskarsson með bassaklarin-
ettuna og Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld.
ÆFINGAR á leikritinu Jón Oddur
og Jón Bjarni eru hafnar. Leikritið
er byggt á sögu Guðrúnar Helga-
dóttur og er frumsýning á Stóra
sviði Þjóðleikhússins áætluð 3.
mars. Leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson en fjórir drengir fara með
hlutverk bræðranna.
Helstu leikendur eru Anna Krist-
ín Arngrímsdóttir, Guðmundur
Ingi Þorvaldsson, Halldóra Björns-
dóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Linda Ás-
geirsdóttir, Margrét Guðmunds-
dóttir, Randver Þorláksson, Sigríð-
ur Þorvaldsdóttir, Sigurður
Sigurjónsson.
Drengir: Alexander Briem,
Andri Már Birgisson, Áslákur Ingv-
arsson, Benedikt Clausen, Daði Már
Guðmundsson, Guðmundur Fel-
ixson, Matthías Sigurbjörnsson og
Sigurbjartur Atlason. Tónlistina
samdi Vilhjálmur Guðjónsson.
Leikmynd og búninga gerði Axel
Hallkell.
Morgunblaðið/Ásdís
Frá fyrsta samlestri leikritsins um bræðurna Jón Odd og Jón Bjarna.
Æfingar hafnar á Jóni
Oddi og Jóni Bjarna
Tregahornið er
eftir Gyrði Elías-
son, með mynd-
skreytingum eftir
Bernd Koberling.
Tregahornið
kom út hjá Máli
og menningu
1993 og nú hef-
ur þýski lista-
maðurinn og Ís-
landsvinurinn
Bernd Koberling myndskreytt bók-
ina. Hún kom fyrst út í Þýskalandi
en hún er gefin út í samvinnu við
Kleinheinrich-forlagið í Münster í
Þýskalandi. Tregahornið er þriðja ís-
lenska bókin sem Koberling mynd-
skreytir en áður hefur hann mynd-
skreytt verk Snorra Hjartarsonar og
Baldurs Óskarssonar.
Í lok bókarinnar er að finna hug-
leiðingu um myndlist Koberlings eft-
ir Aðalstein Ingólfsson.
Útgáfa bókarinnar er í tengslum
við sýningu á verkum Bernds Ko-
berlings sem nú stendur yfir í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 124 bls. Kápumynd er
hluti af vatnslitaverki eftir Bernd
Koberling. Verð: 4.990 kr.
Smásögur
Gyrðir
Elíasson