Morgunblaðið - 16.01.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 16.01.2002, Síða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hún Ása er dáin. Fylgi henni guðs engl- ar til ástvina handan grafar. Ég hef þekkt Ásu síðan ég man eftir mér. Hún var gift Jóni B. Guðmundssyni sem var sonur séra Guðmundar Bene- diktssonar f.v. sóknarprests á Barði í Fljótum og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Jón lést fyrir aldur fram 1991. Móðir mín Guðfinna var uppeld- issystir hans, þannig eru okkar tengsl. Ása og Jón eignuðust þrjú börn, Guðrúnu, Guðlaugu og Þórhall. ÁSA STEFÁNSDÓTTIR ✝ Ása G. Stefáns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. janúar 1937. Hún lést í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjarkirkju 14. janúar. Þórhallur fæddist þroskaheftur líkam- lega, en er góðum gáf- um gæddur eins og hann á ættir til. Að koma á heimili þeirra Jóns og Ásu var ynd- islegt. Annarri eins gestrisni hef ég sjaldan kynnst og fann svo sannarlega að þar var ég velkominn, hvernig sem á stóð, og ósjaldan greiddi Jón götu mína þegar ég þurfti á að halda. Fyrir það er ég eilíflega þakklátur. Ása var hvatvís og fljót til orðs og æðis, hreinskilin og skorinorð. Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum en samt fann ég fyrir væntumþykju hennar og svo sannarlega hafði hún ágætan húmor. Mér er ákaflega hlýtt til þessarar fjölskyldu og lang- ar mig sérstaklega að minnast æðru- leysis þeirra og hvernig þau unnu úr hlutunum eins og þeir komu fyrir, með bros á vör. Nú þegar hugurinn reikar er mér minnisstætt þegar ég og Ása urðum samferða frá Akranesi til Reykjavík- ur fyrir nokkrum árum.Við spjölluð- um um eitt og annað og barst meðal annars talið að annarri tilveru að jarðvist lokinni. Þá fann ég að ekki hafði hún mikla trú á slíku, var ákaf- lega jarðbundin. Ég var annarrar skoðunar og var að viðra mínar skoð- anir á þeim við frekar litlar undir- tektir, en þó sá ég að hún hafði gam- an af. Kannski var eitthvað undir niðri, mjög líklega. Nú hafa þau Jón og Ása fundist á ný, í félagsskap afa Guðmundar og ömmu Guðrúnar. Elsku Guðrún, Guðlaug, Þórhallur og fjölskyldur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Mig langar að enda mál mitt á lítilli bæn, æðruleysis- bæninni: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli. Ykkar frændi og vinur Guðmundur Benedikt Baldvinsson. Hugur manns reikar til baka í hvert sinn sem einhver fellur frá. Ása hefði orðið 65 ára í dag, ef hún hefði lifað. Margar skemmtilegar samverustundir koma upp í hugann. Allar skemmtilegu stundirnar með Ásu og fjölskyldu í sumarbústaðnum fyrir austan og í Blesugrófinni. Þar var oft glatt á hjalla og fannst mér mjög spennandi að fara þangað í heimsókn. Mjög oft fékk ég að fara með afa til þeirra í bústaðinn. Ég minnist allra föstudaganna þegar Ása og Jón komu heim í Möðrufellið með matarsendingu þegar þau voru með verslunina Ingólfskjör og þá var mikið spjallað. Ása var alltaf jafn undrandi á því hversu miklu af mandarínum við systurnar gátum komið ofan í okkur. Þá fengum við systurnar alltaf hvor sinn Ópalpakk- ann. Ása hafði svo mikið að segja og var mjög orðheppin kona og með þeim hreinskilnari sem ég hef þekkt. Alltaf var hægt að treysta á hana. Ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman og hugsa ég um síðasta skiptið sem hún kom í heimsókn í vetur í kjötsúpu og færði mér litla englastyttu. Nú er Ása komin til Jóns síns sem hún hafði ætíð saknað mikið. Ég sé þau fyrir mér núna hinum megin við móðuna miklu, Ásu, Jón, afa og pabba, sitja og spjalla og allir rífast um að fá að tala. Það fannst þeim ekki leiðinlegt. Elsku Guðrún, Guðlaug, Halli og fjölskyldur. Við vottum ykkur samúð okkar. Guð veri með ykkur. Unnur Helga, Óli og Arna Dís. Nú er komið stórt skarð í fjöl- skylduna mína, þó ekki hafi hún ver- ið stór og mikil hún elsku frænka mín. En hún Ása var stór hluti af minni litlu fjölskyldu. Þau voru ófá skiptin þar sem við hittumst hjá pabba og mömmu, þeg- ar Halli kíkti í mat. En það var ekki orðið að matarboði fyrr en hún Ása var komin. Alltaf kom hún hress og kát og var varla komin inn úr dyr- unum þegar hún fór að spyrja um allt og alla. Hún vildi að sjálfsögðu fylgjast vel með og vera viss um að allir hefðu það gott. Það er ekki lítið sem ég fékk að læra um lífið og tilveruna í gegnum hana frænku mína. Þegar hún kom í heimsókn til mín gátum við setið saman langt fram á nótt. Hún sagði mér frá gömlu góðu dögunum þó svo að þeir hafi oft verið strembnir. Er við sátum og spjölluðum gat maður ekki fundið að tæp 40 ár skildu okkur að. Við vorum jafningjar. Í sumar var mikil gleðistund í mínu lífi og tók Ása að sjálfsögðu þátt í henni. Vil ég þakka henni þau fallegu orð sem hún lét þar falla. En er líða tók á veturinn tók við erfitt tímabil hjá mér. Það var við það sama. Ása studdi mig líka þá, eins og alltaf. Þetta lýsir Ásu mjög vel. Það var alveg sama á hverju gekk í gleði eða erfiðleikum, þá var hún Ása alltaf til staðar. Elsku besta frænka mín. Ég þakka fyrir þann tíma er ég fékk að vera með þér. Mér þykir vænt um þig og á eftir að sakna þín mikið. En ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þín frænka. Bryndís. Síminn hringdi og ég tók upp sím- ann og var fullviss um að vinur minn væri nú að hringja og láta mig vita að hann myndi koma til mín þá um kvöldið. Ekki var hann hinum megin á línunni. Fréttirnar sem ég fékk þá á ég enn erfitt með að meðtaka: „Hún Ása er dáin.“ Hvernig gat það verið? Ekki hún Ása! Ása sem var ein af stoðunum í mínu lífi. Ég get ekki þakkað henni nógsamlega fyrir allt það sem hún var mér. Ef einhvers staðar var upp- spretta gleði og kærleika þá var það hjá henni. Í huganum sé ég fyrir mér myndir af samverustundum okkar í Árbænum, niðri í Blesugróf og uppi í Bústað. Gleðistundir þar sem prakk- aragenin skutu stundum upp kollin- um. Myndir af vináttu ykkar mömmu, sem ég þakka fyrir af öllu hjarta, þú varst henni sem systir, leiðandi, faðmandi, kærleiksrík syst- ir. En víst er að dauðinn er óhjá- kvæmilegur hluti lífsins. Hann birt- ist oft sem grimmur óvinur. En kristin trú kennir okkur að Kristur hefur sigrað dauðann og að þar sem Kristur kemst að snýr hann illu til góðs, jafnvel hinni sárustu sorg og þyngsta harmi. Það að harma og syrgja er ekki veikleikamerki, það er eðlilegur þáttur þess að vera mann- eskja. Og þegar sorgin hefur hjálpað okkur við að lauga sárin, þá leiðir hún upp á yfirborðið tilfinningarnar svo unnt sé að horfast í augu við þær, ræða þær og leitast við að skilja þær. Við vitum að lífið verður aldrei eins og það var áður. Við verðum aldrei hin sömu, en hugsanlega með aukið næmi á dýrmæti lífsins, hve gæfan og gleðin er brothætt og fall- völt. Og þegar kökkurinn er horfinn úr hálsinum fer okkur að verða auð- veldara að tala um ástvini okkar án þess að harmurinn og sviðinn gagn- taki okkur. Þá megnum við að horf- ast í augu við þá staðreynd að dauð- inn hefur svipt okkur ástvini og það er endanlegt, en við getum horft fram á veginn. Kærleikurinn deyr aldrei og minningin lifir. Sársaukinn minnkar er sárin gróa. Örin verða jafnan til staðar en sárið grær. Kæra Ása frænka, ég vil þakka þér allar góðu stundirnar og bið al- góðan Guð blessa og vernda þig og fjölskyldu þína alla. Minning þín lif- ir, Ása mín, hún lifir. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Kæru vinir Guðrún, Guðlaug og Halli. Við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ykkar Hreiðar Örn, Sólveig og Ragnar Bjarni. Látin er um aldur fram kær vin- kona og einstaklega góð kona. Kynni okkar af henni tókust í gegnum fjöl- fötluð börn okkar fyrir um aldar- fjórðungi. Síðar atvikaðist það þann- ig að börnin fluttu á Sambýlið við Holtaveg, þar sem að þau hafa búið síðastliðin 14 ár. Var það fyrsta heimilið á Íslandi þar sem svo fjöl- fötluð börn fengu búsetu og mynd- uðust þá náin tengsl milli okkar for- eldranna. Ása og Jón maður hennar, sem lést fyrir um áratug, langt um aldur fram, lögðu sitt af mörkum til að allt gengi eins vel og mögulegt var á sambýlinu. Ása var mikil kjarnakona, afar dugleg og alltaf til í að leggja sitt af mörkum ef á þurfti að halda. Til dæmis þegar okkur þótti nauðsyn- legt að það þyrfti að vera til bíll á heimilinu er gæti flutt börnin í hjóla- stólunum sem þau eru bundin við, þá var Ása fyrsta manneskjan til þess að bjóða fram krafta sína við að selja alls kyns varning, sem búið var að safna, niðri í Kolaporti. Alltaf reiðubúin til þess að leggja fram hjálparhönd. Ása var skemmtileg kona og hafði afar létta lund. Oft var glatt á hjalla hjá okkur á mömmufundunum, sem haldnir hafa verið vegna sambýlisins en oft þurfti einnig að ræða þar við- kvæm mál. Einhvern veginn var það samt svo að Ásu tókst oft að slá á létta strengi sem gerði okkur hlutina auðveldari. Ása gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að Halla sínum liði alltaf sem allra best og ekki nóg með það hún fylgdist líka mjög vel með hvernig hinum íbúunum leið og lét skoðanir sínar óspart í ljós. Hún var ákveðin og hreinskilin kona. Við hittumst síðast mömmurnar eina kvöldstund nú rétt fyrir jólin niðri á Holtavegi við að flokka flösk- ur og dósir, en söfnun á þeim hefur verið fjáröflun fyrir rekstri heimilis- bílsins. Ekki hvarflaði að okkur þá að þetta yrði okkar síðasta samveru- stund með Ásu. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum góða vinkonu, Ásu Stef- ánsdóttur. Elsku Guðrún, Guðlaug, Halli og aðrir ástvinir. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Guðrún, Helga og Kristín. Elsku amma Dísa. Ég sakna þín svo mikið og heitt. Þú kvaddir okkur á afmælisdaginn þinn 4. janúar. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér. Að fá að vera hjá ykkur afa í pössun fyrir hádegi þegar ég var lítil, og oft komst þú líka heim til mín og pass- aðir mig þar þegar ég var veik. Það var aldrei neitt mál hjá þér, þú varst alltaf svo jákvæð og hress. Við gerðum ýmislegt saman t.d. töldum bílana, hekluðum og sungum saman: ÞÓRDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR ✝ Þórdís Ásmunds-dóttir fæddist í Borgarnesi 4. janúar 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarnes- kirkju 12. janúar. Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn litli telpuhnokkinn. Og ýmis önnur lög. Svo þegar við fórum í berjamó og ég henti mér ofaná lyngið og sagði við þig: „Amma, þetta er glæsilegt, amma.“ Og þú gerðir svo margt fyrir mig, saumaðir og heklaðir dúkkuföt á dúkkurnar mínar. Mig langar að kveðja þig með þessari bæn: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig.Jónsson) Guð geymi þig, amma mín. Þín Þórdís Sif.                                ! "      !!    "" #$!$     %&'"!$     () " ((*  #   #    + ,!#$ -"" . / "/ ,01 2#,3            $  #%     ! "     !   #  &   !   #%   ' ! "  ( )) '%$ " 4%$ 53,%!$ +!6%%7 ,3 !!  8$% ,3 !!          #     #  #  &9  +   :9!%3" / "(;!"3,3  *     + ! " <% "!$ %=3 ">/%!$ 3? "!!  : (2 8@ ( (2  ">/%!!  A$"!$ ,?,3 ;%$ $%; ">/%!$ %#5>%2 ?%2 8!!@$!!!  , - #%       B    *  .    / ! " 0   *%#    $%,C  &/%%C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.