Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 45
DAGBÓK
Útsala
Kringlunni
sími 588 4848.
Nýjar vörur byrjaðar að koma
Gott verð - verið velkomin
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Iðni þín og vandvirkni skila
þér árangri. Þú veist að
það kostar vinnu að gera
hugmyndir að veruleika.
Þú munt hafa marga
valkosti á árinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú stendur óvenjufast á
þínu en finnur þó til sam-
kenndar heima fyrir. Njóttu
þess að vera með ástvinum
þínum og lífs þíns eins og
það er nú.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Viðskiptasamningar og allt
sem lýtur að kaupum og
sölu ætti að ganga vel í dag.
Velgengni í viðskiptum velt-
ur ekki síst á tímasetning-
unni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Dagurinn hentar vel til að
vinna þig í álit í vinnunni.
Samningar sem þú gerir í
dag geta fært þér hagnað í
framtíðinni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur mikla þolinmæði
og samúð með öðrum. Þú
finnur hvað það getur verið
gefandi að sýna öðrum hlý-
hug og góðvild.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Aðstoð maka eða einhvers
annars mun færa þér meiri
sálarró. Stundum gerum við
okkur ekki grein fyrir ótta
okkar fyrr en hann er horf-
inn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vinur þinn hefur hvetjandi
áhrif á þig. Þú sérð að sönn
gjafmildi felst í því að gefa
það sem þörf er fyrir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Dagurinn hentar vel til við-
skiptasamninga, kaupa og
sölu. Vertu opinn fyrir nýj-
um viðskiptavinum og leið-
um til að auka fjölbreytni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Áætlanir þínar um frekara
framhalds- eða starfsnám
lofa góðu. Þetta er góður
tími til að fá áætlanir þínar
samþykktar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Samskipti við fjölskylduna
eru mjög gefandi í dag. Vel-
vild einhvers utanaðkom-
andi veitir þér tækifæri til
að eiga góðar stundir með
ástvinum þínum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hæfni þín til að ná til
fjöldans er sérstaklega mikil
í dag. Hamingja þín og
bjartsýni gera þetta auðvelt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú færð tækifæri til að auka
tekjur þínar í núverandi
starfi eða í nýju starfi. Það
tengist lögfræði, læknis-
fræði, ferðalögum eða skóla-
starfi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ástin getur fengið hjarta
þitt til að slá hraðar í dag.
Einhver (þú veist ekki endi-
lega hver) stenst ekki mátið
og daðrar svolítið við þig.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16.
janúar, er áttræð Maren
Níelsdóttir Kiernan, Súlu-
nesi 7, Garðabæ (búsett hjá
dóttur sinni).
SLEMMUSPIL úr sjöundu
umferð Reykjavíkurmótsins
varð tilefni til stórviðburða á
mörgum borðum:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ Á864
♥ KDG1086
♦ –
♣K108
Vestur Austur
♠ G ♠ D72
♥ 5 ♥ 97432
♦ KD10963 ♦ –
♣D6432 ♣ÁG975
Suður
♠ K10953
♥ Á
♦ ÁG87542
♣–
Hinn rétti áfangastaður
NS er sex spaðar, en þangað
liggja margar leiðir og mis-
jafnar. Til að byrja með er
álitamál hvort suður eigi að
opna á tígli eða spaða. Vissu-
lega er hin almenna regla sú
að vekja á lengri lit, en stað-
reyndin er sú, að oft er erfitt
að sýna fimm-spila hálit síð-
ar í sögnum ef opnað er á
láglit. Flestir vöktu þó á ein-
um tígli.
Þar með hafði vestur ekki
ástæðu til að blanda sér í
sagnir og norður svaraði
með einu hjarta. Nú gæti
komið til greina að stökkva í
tvo spaða í sterku-lauf-kerfi,
þar sem tígulopnun er tak-
mörkuð við 15 háspila-
punkta, en í Standard er nóg
að segja einn spaða. Norður
gæti krafið í geim með
fjórða litnum, sagt tvö lauf,
og þá kemur loks að því að
suður geri tilraun til að lýsa
skiptingunni. En hvaða sögn
er best? Tveir til þrír spaðar
koma til greina, eða jafnvel
fjórir tíglar. Feðgarnir
Hjalti Elíasson og Eiríkur
Hjaltason fóru þessa leið
gegn Birni Eysteinssyni og
Guðmundi Sv. Her-
mannssyni. Reyndar doblaði
Guðmundur tveggja laufa
gervisögnina og það kom AV
inn í sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
Björn Eiríkur Guðm. Hjalti
– – – 1 tígull
Pass 1 hjarta Pass 1 spaði
Pass 2 lauf Dobl 4 tíglar
5 lauf 6 spaðar Pass Pass
Pass
Guðmundur bjóst alveg
eins við laufeyðu í blindum
og vildi því ekki dobla
slemmuna til útspils, enda
þarf tvo slagi til að hnekkja
hálfslemmu. En það voru
ekki allir svo varkárir, því
slemman var dobluð á sex
borðum og redobluð á
tveimur. Þar sem spilið var
redoblað kom vestur út með
lauf og báðir sagnhafar hittu
á réttu trompíferðina og
tóku alla slagina og 2.740
fyrir spilið. Aðeins tígull út
heldur sagnhafa örugglega í
tólf slögum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
LJÓÐABROT
Úr Flateyjarrímu
…Boðar féllu, brimin slitu
barminn landa.
Víkurhellu lýðir litu
í löðri standa.
Ekki að síður ákefð gekk
fyrir allra brysti,
fús var lýðr á ferju hlekk,
í Flatey lysti.
Höfðum segl í hálfu tré
í höstu leiði.
Borða skeglan bylgjur sté.
Var beitt á Eiði.
Ægir þókti andarhár
og ýfa gráði.
Landið sókti lindarmár
og lending náði. …
Faxið rauk, en stafur stóð,
svo steyptist öfga.
Efldi slauk í Ýmis blóði,
afnám höfga.
– – –
Magnús prestur Ólafsson
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4
cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3
Rc6 6. f3 e5 7. Rb3 Be7 8.
Be3 O-O 9. Dd2 a5 10. Bb5
Ra7 11. Be2 Be6 12. Hd1
Rc8 13. Dc1 Rb6 14. O-O
Rc4 15. Bxc4 Bxc4 16. Hf2
h6 17. Rd2 Be6 18. a4 Dc8
19. Rf1 Dc6 20. Rg3 Hfd8
21. Hfd2 d5 22. exd5 Rxd5
23. Rxd5 Hxd5 24. Hxd5
Bxd5 25. b3 Be6 26. c4
Hd8 27. Hxd8+ Bxd8 28.
Dd2 Dd7 29. De2 f5 30.
Bf2 Bc7 31. Rf1 Kf7 32. h3
Dd6 33. Dc2 Dd7 34. De2
Kf6 35. Bh4+ g5 36. Bf2
Dd6 37. g4 Bb6 38. Rg3
Staðan kom upp í fyrstu
skák einvígis Hannesar
Hlífar Stefánssonar (2604)
og Nigels Shorts (2663). Í
fyrstu þrem einvígisskák-
unum fékk
Hannes 1½
vinning en hefði
átt að fá a.m.k.
2 vinninga mið-
að við stöðurn-
ar sem hann
fékk. Svona er
alltaf auðvelt að
segja en
stærsti munur-
inn á þeim góðu
og bestu er að
þeir síðar-
nefndu nýta að
jafnaði færi sín
til hins ýtrasta.
Hannes hafði
svart og í stað 38... Bxf2+?
hefði hann átt sigurvæn-
lega stöðu eftir 38... e4! 39.
Kg2 [ 39. Db2+ Kf7 40.
Rh5 Bxf2+ og svartur
vinnur; 39. Rh5+ Kg6 40.
fxe4 fxg4 41. hxg4 Bxf2+
42. Dxf2 Bxg4 og svartur
vinnur.] 39... Bxf2 40. Dxf2
exf3+! 41. Dxf3 Dc6! og
svartur stendur með pálm-
ann í höndunum. Í fram-
haldinu á svartur ekki ann-
ars úrkosta en að
þráskáka. 39. Kxf2 Db6+
40. Kg2 Dxb3 41. Rh5+
Kg6 42. Dxe5 Dc2+ 43.
Kg1 Dc1+ 44. Kg2 Dc2+
og jafntefli sami.
Skák
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
50 Ára afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16.
janúar, er fimmtugur Björn
Bjarndal Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Suðurlands-
skóga og formaður UMFÍ,
Víðivöllum 1, Selfossi.
Björn verður að heiman í
dag, en hann og eiginkona
hans, Jóhanna Róbertsdótt-
ir, munu taka á móti ætt-
ingjum og vinum í Þrasta-
skógi 26. júlí nk. í tilefni
fimmtugsafmæla sinna.
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16.
janúar, er sextugur Jakob
Matthíasson, Hlaðbrekku 4,
Kópavogi. Eiginkona hans
er Matthildur Ágústsdóttir.
Í tilefni afmælisins taka þau
á móti ættingjum og vinum í
Félagsheimili Kópavogs,
Fannborg 2, 1. hæð, milli kl.
16 og 19 laugardaginn 19.
janúar.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Þriðjudaginn 8. janúar mættu 22
pör í Mitchell tvímenninginn og voru
spiluð 27 spil.
Lokastaðan í N/S:
Lárus Hermannss. - Sigurður Karlsson 62
Ingibjörg Halldórsd. - Sigríður Pálsd. 251
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 247
Hæsta skor í A/V:
Anna Jónsd. - Sigurrós Sigurðard. 243
Heiður Gestsd. - Þorsteinn Sveinsson 242
Hreinn Hjartarson - Ragnar Björnsson 230
Mjög góð þátttaka var 11. janúar
en þá mættu 25 pör til leiks. Loka-
staðan í N/S:
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 383
Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 346
Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 338
Hæsta skor í A/V:
Jóhanna Gunnlaugsd. - Garðar Sigurðss. 364
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 349
Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 330
Meðalskor á þriðjudag var 216 en
312 á föstudag.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Svæðismót á Reykjanesi
Svæðismót Bridssambands
Reykjaness í sveitakeppni fer fram í
íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn-
arfirði helgina 19. og 20. jan. nk. og
hefst kl. 11 f.h.
Spilað er um þátttökurétt í und-
ankeppni Íslandsmótsins.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst til
Kjartans í síma 421 2287 eða Sigur-
jóns í síma 898 0970.
Keppnisgjald er kr. 15.000 á sveit.
Eldri borgarar
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
brids (tvímenning) á 5 borðum í
Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50,
tvisvar í viku á þriðjudögum og
föstudögum.
Spilað var þann 8. janúar og efst-
ir voru:
Árni Bjarnas. – Þorvaldur Guðmundss. 103
Kjartan Elíasson – Guðni Ólafsson 94
Sveinn Jónsson – Jón Kristinsson 88
Kristján Jónsson – Sverrir Gunnarsson 85
11. janúar.
Ásgeir Sölvason – Einar Sveinsson 92
Árni Bjarnason – Guðvarður Elíasson 91
Sigurlín Ágústdóttir – Guðm. Guðmunds.84
Guðni Ólafsson – Kjartan Eliasson 77
Gullsmárabrids
Eldri borgarar spiluðu tví-
menning á þrettán borðum í Gull-
smára mánudaginn 14. janúar sl.
Miðlungur 264. Beztum árangri
náðu:
MS
Sverrir Gunnarss. og Einar Markúss. 313
Unnur Jónsd. og Jónas Jónss. 311
Heiður Gestsd. og Þórhallur Árnas. 293
AV
Helga Helgad. og Þórhildur Magnúsd. 298
Kristjana Halldórsd. og Eggert Kristjss. 295
Sigurþór Halldórss. og Viðar Jónss. 293
– Eldri borgarar spila brids í
Gullsmára 13 alla mánudaga og
fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á há-
degi.