Morgunblaðið - 13.02.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.02.2002, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú er hann Agnar afi látinn eftir langa og viðburðaríka ævi. Fyrstu þrettán ár ævi minnar bjó ég í Lond- on, en afi á Íslandi. Hann kom reglu- lega til okkar í heimsókn og þá var eftirvænting okkar systkina jafnan mikil. Ég man það eins og það hafi gerst í gær hvernig hann skipaði okkur í beina röð, grandskoðaði okk- ur, líkt og liðþjálfi gerir við herflokk sinn og stakk svo einu ensku pundi í lófa hvers systkinis. Afi hafði gott lag á börnum, kannski af því hann átti auðvelt með að horfa á heiminn frá sjónarhorni okkar. Hann hafði oft frumkvæði að því að setjast niður með okkur og horfa á úrvalsteikni- myndir í sjónvarpinu. Við vorum ekki vön því að deila slíkum áhuga- málum með því fullorðna fólki sem við umgengumst daglega. Skilningur Agnars afa á hugar- heimi barnsins var samofinn frum- legri kímnigáfu. Eitt sinn þegar hann heimsótti okkur til London kom hann heim úr bæjarferð með þrjá sérkennilega verðlaunapeninga, sem hann hafði látið búa til og grafa á. Afi upplýsti okkur um að við ætl- uðum að stofna mikilvæg ný samtök, sem hann nefndi „The Association of United Woodpeckers“ (sem gæti út- lagst á íslensku: Samtök sameinaðra spæta). Nafnið tengdist teiknimynd sem okkur fannst gaman að horfa á. Við formlega setningu í stofunni heima tíundaði afi markmið og starf- semi þessa merka félags og hengdi verðlaunapeningana um háls minn (forseti), yngra bróður míns (gjald- keri) og vinar okkar úr næsta húsi (varaforseti). Þrátt fyrir mikil heila- brot get ég engan veginn munað hver yfirlýst markmið Samtaka sameinaðra spæta voru, en þau skipta litlu máli nú. Afi var einfald- lega að skemmta sjálfum sér, okkur og öðrum fjölskyldumeðlimum með þessu uppátæki. Frá sjónarhóli 5 og 8 ára barna var þetta tilstand allt hið merkilegasta. Ég á ennþá minn verðlaunapening og hlakka til að endurreisa félagið við sambærilega athöfn þegar þar að kemur. Margir Íslendingar þekktu afa sem „Agnar hvalur“ og þegar ég flutti heim til Íslands með foreldrum mínum árið 1981 heyrði ég oft sögur af afrekum og uppátækjum hans á fyrri tímum. Afi gat verið stríðinn og skemmtilegur hrekkjalómur. Eftir- farandi saga lýsir vel þessari hlið á honum. Í stórveislu einni, þar sem fjölskyldan var öll saman komin, löngu áður en ég fæddist þegar mamma mín var lítil, mætti hann með dökkrauða slaufu sem hann hafði keypt á ferðalagi erlendis. Hún var svolítið óvenjuleg að því leyti að í báðum slaufuvængjum voru geymd- ar litlar ljósaperur sem voru tengdar með földum rafmagnsvír við raf- hlöðu sem hann hafði í buxnavasan- um. Þegar leið á boðið og sumir höfðu fengið sér ríflega af veigunum lét afi perurnar blikka á viðmælend- ur sína á meðan hann ræddi við þá svipbrigðalaus um daginn og veginn. Viðmælendur hans hafa líklega ekki trúað eigin augum og góð stund leið þar til þeir þorðu að hafa orð á þess- ari ljósasýningu. Aðalsmerki góðs prakkara er einmitt að sýna engin svipbrigði þegar hrekkur er fram- inn. Færni afa á þessu sviði var al- ræmd. Með sakleysislegu yfirbragði og góðum undirbúningi gat hann leikið á ráðvillt fórnarlömb af mikilli list. Slík uppátæki voru þeim mun áhrifaríkari vegna þess að afi var svo kurteis maður að eðlisfari. Hann til- heyrði kynslóð sem lagði mikið upp AGNAR GUÐMUNDSSON ✝ Agnar Guð-mundsson fædd- ist í Kaupmannahöfn 6. mars 1914. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík 31. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 8. febrúar. úr kurteisisvenjum sem nú eru sjaldséðar á Íslandi. Þegar ég varð eldri kynntist ég betur lífsferli afa og komst þá að raun um hversu lífsreyndur at- hafnamaður hann hafði verið. Hann var lítið gefinn fyrir að tala um frumkvöðulsstarf sitt í þágu hvalveiða og vatnsborana á Íslandi og ævintýraleg atvik sem hentu hann í sigl- ingum á milli Íslands og Bretlands á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar (sem voru eins og atburðarrás úr stríðs- kvikmyndum). Sérstaklega fannst mér áhugavert að heyra um ferð hans til Bandaríkjanna 1947, en þangað fór hann til að fræðast um bortækni af olíufyrirtækjum þar vestra. Í nokkra mánuði keyrði hann einn um þver og endilöng Bandarík- in á milli stofnana og fyrirtækja í leit að þekkingu og góðum bor. Ég hef oft hugsað um hvað það hlýtur að hafa verið merkileg reynsla fyrir Ís- lending að keyra „hringinn“ í Bandaríkjunum á þessum þjóð- félagslegu umbrotatímum. Ég sé núna eftir því að hafa ekki verið að- gangsharðari með spurningar um þessa lífsreynslu afa. Á árunum 1994–2000 stunduðum við hjónin nám í Englandi. Afi kom oft í heimsókn til Birnu systur minn- ar í London og til okkar, fyrst í Cam- bridge og síðar í Oxford. Á áttræð- isaldri gat Agnar afi ennþá ferðast til útlanda einn og hann hafði alltaf einhver áhugaverð áform á prjónun- um. Þegar veðrið var gott sat hann úti í garði og sleikti sólina. Hann þekkti gang himintunglanna og hafði allar áttir á hreinu og vissi alltaf ná- kvæmlega hvar hann gat staðsett sig til að fá bestu sólargeislana og notaði tímann til að leika við barnabarna- börn sín. Þegar sólin var í felum fór hann hins vegar í leiðangra inn í miðbæ. Sérstaklega munum við eftir tveimur leiðöngrum þar sem við vor- um með í för og sem lýsa vel tveimur ólíkum en mikilvægum þáttum í lífi hans. Í einni slíkri ferð fórum við á milli allra bókabúða í Cambridge í leit að góðri yfirlitsbók um skýjamyndanir. Brennandi áhugi afa á veðurfræði tengdist vafalaust sjómennsku hans frá fyrri tíð, en á áttræðisaldri fannst honum nauðsynlegt að rifja upp það sem hann hafði áður numið og athuga hvort hann gæti lært eitt- hvað nýtt. Eftir talsverða leit og mörg spyrjandi augnaráð frá af- greiðslufólki fann afi þá bók sem hann vildi og keypti tvö eintök af henni. Eitt eintak til að fletta í og annað til að klippa úr myndir og hengja á vegg heima hjá sér í Skóla- strætinu. Annar leiðangur snerist um „Sweetbread“, þ.e.a.s. létt-steikt bris úr lömbum eða kálfum. Afi hafði ekki borðað þennan rétt í mörg ár og hafði mikla löngun til að leyfa okkur að smakka á þessari sælkerafæðu. Nú fórum við á milli allra stórmark- aða og kjötkaupmanna í Cambridge til að komast að því hvort hægt væri að kaupa hjá þeim bris. Allir kjöt- kaupmennirnir voru uppveðraðir af því að einhver skyldi enn kunna að meta slíkan innmat, en voru jafnleið- ir yfir því að geta ekki selt okkur bris. Á þessum tíma var kúariðan í deiglunni í Englandi og bannað var að selja flestan innmat úr þessum dýrum. Við fórum í marga aðra leið- angra eftir mat af ýmsu tagi og oft- ast báru þeir meiri árangur. Þegar við settumst við matarborðið fór ekkert á milli mála að hann naut þess að borða það sem haft var fyrir að útvega. Fyrir utan að vera með stórfjölskyldu sinni og ferðast var það matur og fróðleikur sem veittu Agnari afa mesta lífsfyllingu – og hann nærðist af mikilli nautn. Á ár- unum 1989–1993, þegar afi var orð- inn 75 ára, dvaldi hann um tíma í Límasól á Kýpur. Þar var tekið eftir þessum stóra manni sem gekk undir nafninu „Captain Guðmundsson“. Hann lagaði sig að venjum Kýpverja og lét meðal annars vaxa á sér glæsi- legt geitarskegg, eins og talið var hæfa eldri manni frá þessari eyju. Til að kynnast betur staðháttum á Kýpur útvegaði afi sér mörg kort af eyjunni. Hann lét sér hins vegar ekki nægja að rýna í kortin á skrif- borði sínu, heldur keypti sér lítið mótorhjól og setti sér það markmið að keyra sjálfur eftir öllum vegum utan borga á gríska hluta eyjunnar. Því miður lánaðist mér aldrei að sjá afa þeytast um á vespunni sinni, en hann var víst nokkuð fljótur að ná þessu takmarki. Þess á milli fór hann á markaðinn til að kaupa sér kjúkling eða fisk, rabbaði við ná- granna sína eða kom sér fyrir á eft- irlætisströndinni „Lady’s Mile“ og sleikti sólina. Á Kýpur leið afa vel og honum fannst margt þar minna á Ís- land – nema hvað veðrið var töluvert ákjósanlegra. Nú mætti segja að Agnar afi sé að ferðast á öðrum og meira framandi slóðum, en þar hittir hann fyrir ömmu Birnu og það verður fagnað- arfundur. Á komandi árum eigum við eftir að nærast á fjölbreytilegu safni minninga um þennan merki- lega mann og þess vegna kveð ég hann nú bæði með trega og þakk- læti. Agnar Helgason og Anna Rún Atladóttir. Elskulegur afi minn er dáinn. Hann hefur kvatt þennan heim og lagt af stað í sína hinstu för. Síðustu vikur hafa verið honum erfiðar, en eins og svo oft áður sýndi hann okk- ur í veikindum sínum hve miklum styrk og hugrekki hann bjó yfir. Í sjúkdómslegunni dvaldi hann á heimili móðursystur minnar og naut þar ástar og umhyggju fjölskyldunn- ar og aðstoðar starfsfólks frá heilsu- gæslunni og félagsþjónustu aldraðra í Árbæ og Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Það var erfitt að vera búsett í öðru landi, föst í námi og vinnu, og hafa ekki getað verið nálægt afa og stutt hann í veikindum hans. Þó að afi hafi kvatt eigum við rík- ar minningar um hann. Minningar um sterkan og mikinn mann, gjaf- mildan og hjartahlýjan. Afi fylgdist stoltur með okkur, barnabörnum sínum, í námi og starfi og var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Eftir að við fórum að eiga börn færðist umhyggja hans og áhugi einnig yfir á barnabarnabörn hans. Lífshlaup afa var um margt óvenjulegt. Hann hafði reynt margt og ferðast víða. Þær voru margar sögurnar sem hann sagði okkur af störfum sínum og ferðum. Það var eiginlega alveg sama til hvaða staða í heiminum við barnabörnin ferðuð- umst alltaf hafði afi komið þar við eða á nálægar slóðir. Hann var mjög fjölfróður og svo vel lesinn að oftast nægði bara að spyrja afa um hlutina. Afi varð ekkjumaður á besta aldri; að missa ömmu Birnu varð honum mikið áfall, sem hann í raun jafnaði sig aldrei á. Þrátt fyrir erfiðleika og eigin veikindi lét hann þó aldrei hug- fallast. Í mínum huga lék afi bæði hlutverk afa og ömmu. Afans sem var sterkur eins og klettur og ömm- unnar sem í minningu minni var svo mild og blíð. Þannig gat hann sýnt umhyggju, fætt, klætt og passað börn af mikilli natni jafn auðveldlega og hann gat verið stór, hávær og af- skaplega stríðinn. Eftir að starfsævi afa lauk ferðað- ist hann vítt og breitt um heiminn og naut þess að dveljast í hlýju loftslagi suðrænna landa. Af miklum rausn- arskap gerði hann allri stórfjölskyld- unni kleift að ferðast saman í nokkur skipti til framandi slóða. Það voru ógleymanleg ferðalög sem leiddu til þess að fjölskylduböndin styrktust og til varð sameiginlegur sjóður minninga. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja elskulegan afa minn og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert til að auðga líf mitt. Birna Guðrún Þórðardóttir. Þegar ég var lítill strákur að alast upp í útlöndum var mér einhvern ✝ Erna FuchsSveinsson fædd- ist í Lübeck í Þýska- landi 8. september 1928. Hún lést á dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík 2. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Auguste Anne Marie Albrecht og Rudolf Fuchs. Eft- irlifandi systir Ernu er Heidwig f. 19. nóv. 1925. Hún býr í Þýskalandi. Fyrri maður Ernu var Jón Magnússon, f. 13. júní 1919, d. 14.12. 1998. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru fjögur: 1) Kristín, f. 30.8. 1950, gift Lárusi Sverrissyni. 2) Rudolf Ágúst, f. 24.4. 1953, maki Lára Ólafsdóttir. 3) Hermann Jón, f. 12.9. 1954, kvæntur Agnesi Al- freðsdóttur. 4) Karl Friðrik, f. 8.6. 1956, kvæntur Kristínu Sigtryggs- dóttur. 8 ágúst 1970 giftist Erna eftirlif- andi eiginmanni sín- um Ármanni Sveins- syni, f. 17.8. 1935. Hún á þrettán barna- börn og átta barna- barnabörn. Erna bjó í Þýska- landi til ársins 1949 og hafði þá lifað af hörmungar stríðsár- anna. Þá tók hún sig upp og flutti til Ís- lands. Hún bjó með fyrri manni sínum á Þrastarhóli í Arnar- neshreppi og síðar á Akranesi. Þaðan flutti hún til Akureyrar og gerðist síðar bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal ásamt eftirlifandi manni sínum árið 1977. Þau fluttu svo til Dalvíkur árið 1994 og hafa búið þar síðan. Útför Ernu fór fram frá Dalvík- urkirkju 10. febrúar. Nú er hún Erna amma okkar dá- in. Elsku amma takk fyrir okkur. Við eigum þér svo margt að þakka. Þú verður ætíð í hjörtum okkar og barnabörnin eiga eftir að heyra margar sögur um þig. Takk fyrir að hafa verið félagi okkar ekki síður en amma. Senni- lega er hægt að segja að þú hafir gert allt fyrir okkur sem við báðum þig um því þú áttir erfitt með að segja nei. Þú leyfðir okkur að keyra bílinn þinn á fáförnum sveitavegum löngu áður en að við fengum bílpróf og tókst okkur með á sveitaböllin, keyptir það sem okkur langaði í í matinn, leyfðir okkur að elda og búa til frumlegar rjómatertur. Í minningunni er líka svolítið ein- kennilegt hversu auðveldlega við gátum smyglað upp á loft hvolpum og kettlingum og leikið okkur með þá hálfan daginn. Þú hafðir alltaf pláss, tíma og þolinmæði fyrir okk- ur og ekkert fannst þér meira gam- an en þegar öll fjölskyldan kom og gisti á Steindyrum og sofið var í öll- um herbergjum. Ætli við höfum ekki oft verið á milli 10 og 15 sem gistum. Svínakjöt og súrar gúrkur, hlátur og ýmiskonar sprell voru órjúfanlegir þættir á þessum sam- komum. Og oft varst þú búin að taka okk- ur krakkana með í sveitina ef þú varst í bænum eða jafnvel gera þér ferð eftir okkur. Þú varst ákaflega snyrtileg kona og hafðir yndi af fal- legum fötum. Í ófá skiptin skoð- uðum við stelpurnar í fataskápinn þinn og fengum jafnvel lánuð föt og skartgripi. Margsinnis vorum við búin að skoða saman myndir og dansa við þig á ganginum við þýska slagara og við vitum að þú ert ákaf- lega glöð með að 3 okkar eru á dansnámskeiði núna. Þú hafðir allt- af áhuga á skemtanalífi okkar, klæðaburði og kynnum af hinu kyn- inu. Voru iðulega fjörugar umræður um þessi mál. Og hvílík gleði þegar langömmu- börnin fóru að koma. Þú dvaldir ófáar stundirnar við að passa og fékkst óskipta ást barnanna til baka. Þú söngst fyrir þau, fórst í bíló og dúkkó og gerðir hvað sem þeim datt í hug. Eftir að þú fluttir niður á Dalvík varstu hjálparhellan á Steindyrum. Þú passaðir, eldaðir og lagaðir til og bjargaðir algjör- lega heimilishaldinu um slátt og á öðrum álagstímum. Elsku amma, við söknum þín en við vitum að þér líður vel á nýjum stað. Takk fyrir allt. Gunnhildur, Magnús Már, Ágúst og Guðrún Erna. ERNA FUCHS SVEINSSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreinaSérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. 8   (   ;     "9"  &     "#   # ;; 7 3 !EF (+$ "$4 5.   (    3    / & %$  /  ;   #    ;  "# #;  .  " +(  2 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.