Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 16

Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 16
SUÐURNES 16 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ G LF í Túnis Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Golf við kjöraðstæður í þægilegu loftslagi.  Fyrsta flokks strandhótel, góður matur og þjónusta.  Sérlega áhugaverður menningarheimur.  Brottför 26. apríl. Fararstjóri Sigurður Pétursson golfkennari. Verð kr. 145.800 í tvíbýli innifelur: Flug, fararstjórn, akstur, gistingu, hálft fæði og 8 vallargjöld. Ferðaskrifstofa Vesturlands, sími 437 2323. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is BRÆÐURNIR Sigurður og Friðrik Guðmundssynir úr Njarðvík njóta lífsins í Flórída. Þeir fóru um helgina í tvo garða í Disney World, að því er fram kemur í dagbók þeirra á Netinu. Bræðurnir, sem báðir eru haldn- ir erfiðum sjúkdómi og eru bundnir við hjólastól, gátu látið drauminn um að fara til Flórída rætast eftir að fyrirtæki og einstaklingar lögðu fram fé í ferðasjóð þeirra. Fóru þeir utan síðastliðinn mánudag, ásamt aðstoðarfólki, og notuðu fyrstu dagana til að skoða sig um í Orlando og slaka á. „Á föstudaginn fórum við í Magic Kingdom sem er einn af fjórum Disney-görðunum það var líkast því að koma inn í teiknimynd með öllum Disney- fígúrunum. Frikki fór í fullt af tækjum en ég komst ekki í neitt tæki en það var frábært að koma þangað. Það var mjög heitt, svona 32°C, og rosalega margt fólk,“ skrifar Sigurður í dagbók sína. „Á laugardag fórum við af stað klukkan 9.30 og fórum í Epcot sem er annar Disney-garður sem hefur þema um framtíðina, tæknina og umhverfismál. Við fórum í göngu- túr eftir vatni sem er í garðinum og þar eru matsölustaðir frá stærstu löndum heims (þar var ekki hægt að fá íslenska kjötsúpu), mér fannst þetta frábær garður því ég komst í nokkur tæki. Við vorum í þessum garði þangað til um kl. 20.30 þá fór- um við í stað sem kallast Downtown Disney ... Á þessum stað er mikið líf og fjör, fullt af Disney-búðum og matsölustöðum, t.d. Planet Holly- wood. Þarna var líka fullt af stórum og flottum skemmtistöðum. Um miðnætti var flugeldasýning og við komum ekki heim fyrr en kl. 1.30. Eftir daginn voru allir dauðþreyttir eftir alla gönguna og sofnuðu ligg- ur við áður en lagst var.“ Sigurður er ánægður með hversu gott aðgengi fatlaðra er í Orlando. Hann segist komast allra sinna ferða og í tæki, lest og strætó. Alls staðar sé gert ráð fyrir fólki í hjólastólum. Á næstu dögum heimsækja þeir meðal annars Kennedy-geimferða- miðstöðina. Ferðadagbók þeirra er á slóðinni: www.simnet.is/cool2. Fötluðu bræðurnir loksins komnir til Flórída og njóta lífsins í Disney World Draumurinn rætist Friðrik, Sigurður og aðstoðarfólk í Epcot Center, f.v. Guðmundur Sigurðsson, faðir þeirra, og Kolbrún Grét- arsdóttir, kona hans, Sigríður J. Ágústsdóttir, Margrét Arna Eggertsdóttir og Ragnhildur Guðbrandsdóttir. Njarðvík Átök utan við nætur- klúbb LEIGUBÍLSTJÓRI óskaði eft- ir aðstoð lögreglunnar snemma að morgni sunnudags vegna bandarísks hermanns sem hafði veist að bifreið hans fyrir utan næturklúbbinn Strikið. Lögreglumenn voru sendir á staðinn til að huga að þessu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík hafði komið til átaka milli hermannsins og leigubifreiðarstjórans, en her- maðurinn var þarna ásamt tveimur félögum sínum. Var framburður manna á tvenna vegu um atvik og gengu kærur á báða bóga. Málið er í rannsókn. Keflavík JÓN Gunnarsson, fyrrverandi odd- viti Vatnsleysustrandarhrepps, mun skipa efsta sæti á H-lista óháðra borgara við sveitarstjórnarkosning- arnar í vor. Sigraði hann Þóru Bragadóttur, núverandi oddvita, í prófkjöri sem fram fór um helgina. Félagsmönnum í Bæjarmálafélagi H-listans fjölgaði nærri fjórfalt. Fyrir prófkjörið voru félagsmenn 84 en 322 að því loknu. Af þeim greiddu 303 atkvæði eða liðlega 94%. Til samanburðar má geta þess að 560 manns eru á kjörskrá í Vatnsleysu- strandarhreppi þannig að meira en helmingur kjósenda tók þátt. Jón Gunnarsson fékk 186 atkvæði í fyrsta sætið eða liðlega 61% þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu, en 106 greiddu Þóru Bragadóttur atkvæði sitt, eins og fram kemur á meðfylgj- andi korti. Ellefu seðlar voru ógildir. Tveir buðu sig einnig fram í annað sætið, Birgir Þórarinsson bar sigur- orð af Sigurði Kristinssyni. Kristinn Þór Guðbjartsson bauð sig einn fram í þriðja sætið og Lena Rós Matthíasdóttir í það fjórða. Þá náði Hanna Helgadóttir kjöri í fjórða sætið. Niðurstaða prófkjörsins er bind- andi fyrir fimm efstu sætin. H-listinn er með meirihluta í hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps, hefur þrjá fulltrúa af fimm. Enginn af fimm efstu á sæti í núverandi hreppsnefnd en Kristinn Þór er varamaður. Fylgið var að minnka Jón Gunnarsson átti sæti í hrepps- nefnd í tólf ár og var oddviti frá 1990 til 1998 er hann gaf ekki lengur kost á sér. Spurður um ástæður þess að hann býður sig nú fram að nýju segir Jón að fylgið hafi verið að reytast af H-listanum á þessu kjörtímabili vegna óánægju með störf meirihlut- ans og ekki hafi verið útlit fyrir að hann héldi meirihlutanum að óbreyttu. Hann segir að ráðist hafi verið í mikið verk við markaðssetn- ingu Voga og uppbyggingu en innra starf H-listans hafi verið í molum. Þannig hafi oddviti ekki farið að sam- þykkt meirihlutans um frestun ákveðinnar framkvæmdar og hreppsnefndarmaður sagt af sér vegna þess. „Framboð mitt er tilraun til að ná þessum brotum saman aftur. Mér finnst þessi mikla þátttaka, vilji fólks og áhugi vera vísbending um að það muni takast,“ segir Jón. Þóra Bragadóttir oddviti segir að tvær fylkingar hafi tekist á og hafi þeir sem stóðu að framboði keppi- nautar hennar smalað mjög í próf- kjörinu. Meðal annars hafi margir þeirra sem voru á móti H-listanum í síðustu kosningum tekið þátt í kjör- inu. „Þegar ég sá kjörskrána klukk- an sex sá ég hvað var að gerast og eftir það komu úrslitin mér ekki á óvart,“ segir hún. Þóra segir að ekki sé hægt að túlka úrslitin að öllu leyti sem van- traust á sín störf. Ef einungis H- listafólk hefði tekið þátt hefðu úrslit- in orðið tvísýn. Þá segir hún ánægju- legt að nýr frambjóðandi, Birgir Þórarinsson, skyldi ná öðru sætinu. Félagsmönnum í H-listanum fjölgaði fjórfalt í prófkjöri                           )*+              ),*                      -. )+   !"        !""# $%& '& ( $  Vatnsleysuströnd Jón Gunnarsson sigraði oddvita UNNIÐ er að undirbúningi þess að breyta Sparisjóðnum í Keflavík í hlutafélag. Á aðalfundi, sem haldinn var síðastliðið föstudagskvöld, var ákveðið að ljúka undirbúningi og til- lögugerð fyrir 1. október og boða þá til aukafundar til að taka afstöðu til málsins. Á aðalfundi Sparisjóðsins var rætt um breytingu á rekstrarformi undir sérstökum dagskrárlið. Kynntu starfsmenn ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins Del- oitte & Touch þá möguleika sem fyr- ir hendi eru og fulltrúi frá Lands- lögum sagði frá lagalegum atriðum málsins. Fundurinn fól stjórn sjóðsins að undirbúa endurskoðun á félagsform- inu með það að markmiði að breyta Sparisjóðnum í hlutafélag. Í ályktun hans kemur fram að stjórnin skal í þessu skyni vinna að því að öll skil- yrði laga um breytinguna verði upp- fyllt, þar á meðal að stofna sérstakt hlutafélag, fela óháðum aðila að meta markaðsvirði sparisjóðsins og undirbúa stofnun sjálfseignarstofn- unar sem við hugsanlega breytingu verði eigandi þess hluta stofnfjár sem ekki gangi til stofnfjáreigenda. Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri segir að tilgangur breyt- ingarinnar sé að auðvelda spari- sjóðnum að auka eigið fé sitt og það hafi verið tilgangur lagabreytingar- innar sem heimilaði hana. Hann seg- ir að samþykkt aðalfundarins sé áfangi á þessari leið en málið sé ekki í höfn. Í mörg horn sé að líta, ekki síst vegna þess að starf af þessu tagi hafi ekki verið unnið áður. Undirbúa breytingu á sparisjóðnum í hlutafélag Keflavík LJÓSANÓTT 2002, menning- arhátíð Reykjanesbæjar, verður haldinlaugardaginn 7. september, samkvæmt ákvörðun markaðs- og at- vinnuráðs. Ráðið hefur falið fram- kvæmdastjóra sínum að fylgja eftir áður fram kominni hug- mynd og kanna formlega grundvöll þess að fá kínverska fjöllistamenn á Ljósanótt. Ljósanótt verður 7. september Reykjanesbær Tillaga að framboðslista AÐALFUNDUR Samfylking- arinnar í Reykjanesbæ verður haldinn miðvikudaginn 20. mars í Víkinni, sal Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, og hefst klukk- an 20.30. Fyrir fundinn verð- ur lögð tillaga að framboðs- lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ við komandi bæjarstjórnarkosningar. Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.