Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 23

Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 23 WWW.SAP.COM WWW.NYHERJI.IS SAMLÍF NOTAR SAP. ÞÝSKIR Græningjar samþykktu um helgina nýja stefnuskrá fyrir flokkinn en þar er fallist á, að beiting hervalds geti verið óhjákvæmileg við vissar aðstæður. Hefur flokkurinn, sem hefur átt undir högg að sækja hjá kjósendum að undanförnu, fært sig nær miðju stjórnmálanna en al- mennar þingkosningar verða í Þýskalandi í september. Joschka Fischer, utanríkisráðherra og leið- togi flokksins, lagði hins vegar áherslu á, að enginn meirihluti væri á þýska þinginu fyrir herför gegn Írak. Græningjar hafa áhyggjur af kosningunum í haust og óttast, að lít- ið gengi þá muni gera þá áhrifalausa á ný. Setti þessi staða sinn svip á þingið og umræður um stefnu flokksins en Fischer hvatti flokks- bræður sína til „opna augun“ fyrir þeim breytingum, sem átt hefðu sér stað í heiminum í kjölfar hryðju- verkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september sl. „Það er ekki Joschka Fischer, sem fer fram á það við ykkur, heldur sjálfur raunveruleikinn,“ sagði hann eftir að einn þingfulltrúanna hafði kallað hann „lygara“. Sagði Fischer, að það væri „algerlega óhjákvæmi- legt að stöðva íslamska hryðjuverka- starfsemi með öllum ráðum“. Veruleikinn annar utan stjórnar en innan Friðar- og umhverfissinnar stofn- uðu Græningjaflokkinn 1980 en 1988 settist hann í stjórn með Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmönn- um. Síðan hefur flokkurinn mátt kyngja hverju stórmálinu á fætur öðru. Hann hefur staðið að því að senda friðargæslulið til Balkanskaga og Afganistans og hann hefur orðið að sætta sig við miklu minni sam- drátt í rekstri kjarnorkuvera í Þýskalandi en samþykktir hans kváðu á um. Ákvörðunin um að taka þátt í hernaðinum gegn hryðjuverkum undir forystu Bandaríkjanna var flokknum hvað erfiðust og munaði þá minnstu, að stjórnin félli. Var það að- eins fyrir mjög tilfinningaþrungnar áskoranir frá Fischer, að hjá því varð komist. Í samþykkt þingsins nú segir, að ekki sé hægt að útiloka valdbeitingu ef að henni stendur löglega kjörin ríkisstjórn og svo fremi hún sé í sam- ræmi við alþjóðalög. Stefna Græn- ingja var hins vegar lengi sú, að leysa skyldi upp þýska herinn og Atl- antshafsbandalagið, NATO. Þingið, sem 800 manns sátu, ályktaði aftur á móti, að þýsku stjórnarskránni skyldi breytt þannig, að aukinn meirihluti, tveir þriðju þingmanna, verði að vera samþykkur beitingu hervalds en nú þarf aðeins einfaldan meirihluta. Þetta þýddi í raun, að stjórnarandstaðan eða hluti hennar yrði hverju sinni að tryggja stjórn- völdum framgang mála af þessu tagi. Enginn áhugi á hernaði í Írak Fischer lýsti því yfir við mikið lófaklapp, að á þýska þinginu væri enginn meirihluti fyrir hernaði gegn Írak og Schröder hefur sagt, að for- sendan fyrir hugsanlegri þátttöku Þjóðverja sé nýtt umboð frá Samein- uðu þjóðunum. Að því fengnu yrði eftir sem áður að bera hana undir þýska þingið. Óbeinar yfirlýsingar Bandaríkja- manna um að þeir hyggist ráðast á Írak hafa farið mjög fyrir brjóstið á þýskum ráðamönnum. Af því tilefni varaði Fischer Bandaríkjastjórn við í síðasta mánuði og sagði, að hún skyldi ekki koma fram við banda- menn sína eins og einhverja undir- sáta. Hefur hann einnig gagnrýnt hana fyrir að fara sínar eigin leiðir í mörgum málum, til dæmis í afvopn- unarmálum og hvað varðar alþjóð- lega samninga. Yfirlýsingar þingsins voru sam- þykktar með miklum meirihluta at- kvæða og tillaga þeirra, sem lengst er til vinstri í flokknum, um að fella út úr þeim stuðning við áframhald- andi veru bandarísks herliðs í Evr- ópu var felld. Í síðustu kosningum fengu Græn- ingjar 6,7% atkvæða en skoðana- kannanir hafa ekki verið þeim hlið- hollar að undanförnu þótt Fischer sjálfur vermi oft fyrsta sætið hvað varðar vinsældir þýskra stjórnmála- manna. Þýskir Græningjar venda sínu kvæði í kross á sögulegu flokksþingi í Berlín Beiting hervalds getur verið óhjákvæmileg Joschka Fischer segir heiminn breyttan eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og hvetur flokksmenn til „að opna augun“ AP Joschka Fischer, leiðtogi Græningja, er hann ávarpaði flokksþingið í Berlín. Flokksbræður hans urðu við áskorun hans um að „opna augun“ fyrir því, að heimurinn væri breyttur eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum. Berlín. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.