Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
alt, stofnað 1988. Unglingastarfið
hefur verið í algerum forgangi hjá
okkur og unglingaflokkarnir hjá
okkur eru feiknarlega sterkir og
auðvitað stefnum við að því að vera
með meistaraflokk í fremstu röð.“
Kjartan tekur undir með Kristni
og segist telja að Fjölnir verði
næsta stórveldið í knattspyrnu.
Bjarni segir að það sem hafi
dregið sig inn í íþróttastarfið sé að-
allega það að hann sé með börn
sem eru í íþróttum og bæði Krist-
inn og Kjartan taka undir það: „Já,
maður lítur á það sem hálfgerða
skyldu að afplána nokkur ár í
þessu.“
Aðspurður játar Kristinn að
nokkuð hafi verið um að félögin
hafi misst góða leikmenn úr yngri
flokkum yfir í eldri félögin en það
sé þó að mestu liðin tíð. Kjartan
segir þetta ekki hafa verið vanda-
mál hjá Fylki, Árbærinn sé rótgró-
ið hverfi og foreldrar og leikmenn
hafa yfirleitt verið ákveðnir í að
halda tryggð við félagið. Því sé
hins vegar ekki að neita að und-
anfarin ár hafi margir bestu strák-
arnir í Fylki farið utan til þess að
leika knattspyrnu.
Góð aðstaða en ekki
nógu margir iðkendur
Bjarni segir að hjá Ungmenna-
félagi Laugdæla séu starfandi
nokkrar deildir, s.s. bolta- og skák-
deild, fimleika- og frjálsíþrótta-
deild auk þess sem Laugdælir hafi
lengi átt sterka glímumenn.
Hann segir aftur á móti að blakið
tilheyri glæstri fortíð og vissulega
EKKI vantar íþróttaáhugann hjá
þeim bræðrum Kristni, Kjartani og
Bjarna Daníelssonum en allir eru
þeir formenn hjá íþróttafélögum.
Hver í sínu félagi reyndar.
Kristinn er formaður knatt-
spyrnudeildar Fjölnis í Grafarvogi,
Kjartan er formaður knattspyrnu-
deildar Fylkis í Árbænum en
Bjarni er formaður Ungmenna-
félags Laugdæla.
Þeir bræður segja ljóst að lítil
samstaða sé hjá þeim um stuðning
við íþróttafélög. Kristinn segist
hafa taugar til Víkings og Vest-
mannaeyinga og Kjartan til Vals
og Vestmanneyinga og Bjarni til
Vals; allir eru þeir aldir upp í Vals-
hverfinu en Kristinn þó fæddur í
Vestmannaeyjum. „Það hefur aldr-
ei hvarflað að mér að halda með
Val,“ tekur Kristinn fram. Bræð-
urnir segja að tiltölulega lítið sé
rætt um íþróttir í fjölskylduboðum.
„Það eru svo margir í fjölskyldunni
sem hafa engan áhuga á íþróttum.
Þannig að við drögum okkur út í
horn til þess að tala um fótbolta
eða íþróttir. Og ef það er góður
leikur í sjónvarpinu er ekki slökkt
á því.“
Kjartan segir vera svo langt á
milli Fylkis og Fjölnis að lítil hætta
sé á að honum og Kristni lendi
saman í fótboltanum, meist-
araflokkur Fjölnis í knattspyrnu
leiki í þriðju deild. „Við höfum hins
vegar lent saman í yngri flokk-
unum og raunar meistaraflokk-
arnir líka á Reykjavíkurmótinu. En
það eru auðvitað liðin sem eiga að
berjast en ekki formennirnir.“
„Fjölnir er auðvitað ungt félag
og heitir reyndar Ungmenna-
félagið Fjölnir,“ segir Kristinn, „og
það er ekki nema fjórtán ára gam-
hafi verið mikil stemmning kring-
um það á sínum tíma. „Laugdælir
urðu Íslandsmeistarar í blaki 1979
og unnu síðan bæði bikar og Ís-
landsmótið árið eftir.“
Bjarni segir alla aðstöðu á Laug-
arvatni vera mjög góða: „Það er
sérstök íþróttadeild við Mennta-
skólann og svo auðvitað Íþrótta-
kennaraháskólinn og okkur
dreymir því um að Laugarvatn
virki sem segull á góða íþrótta-
menn. Það er stefnan hjá okkur að
leggja verulega áherslu á körfu-
boltann, þetta er það fámennt félag
að við getum alls ekki verið í öllu.
Það er 201 skráður í félagið en það
eru ekki nema 250 með fasta bú-
setu í sveitarfélaginu. Það er nán-
ast hver einasti maður í sveitinni
skráður í félagið.“
Þrír bræður formenn hjá íþróttafélögum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bræðurnir Bjarni, Kjartan og Kristinn Daníelssynir.
FLESTIR sérfræðingar virðast
gera ráð fyrir að verð á hráolíu
muni hækka á komandi vikum eða
mánuðum. Magnús Ásgeirsson, yf-
irmaður innkaupadeildar Olíufé-
lagsins/ESSO, segir að þróun
heimsmála nú og umhverfi olíu-
verðsmyndunar í heiminum virðist
um sinn a.m.k. ekki leiða til annars
en hækkandi heimsmarkaðsverðs
og ekkert virðist geta spornað við
þeirri þróun. Á fundi OPEC-
ríkjanna á föstudag var samþykkt
að framlengja núverandi takmark-
anir á framleiðslu á hráolíu. OPEC-
löndin framleiða nú um 21,7 millj-
ónir tunna af olíu á dag en gætu að
óbreyttu aukið framleiðsluna um
fimm milljónir til viðbótar. Stefna
þeirra er að halda olíuverðinu á
bilinu 22 og upp í 28 dali tunnuna.
OPEC-ríkin munu funda aftur í júní
til þess að taka ákvörðun um fram-
leiðsluna á síðari helmingi ársins.
Die Welt greinir frá því að samn-
ingaviðræður milli Rússa og OPEC-
ríkjanna um að Rússar dragi úr út-
flutningi sínum á öðrum ársfjórð-
ungi hafi farið út um þúfur en það
hafi litlu breytt; verðið hafi ekki
verið hærra en nú síðasta hálfa ár-
ið.
Sérfræðingar nefna að eftirspurn
eftir olíu fari nú vaxandi, birgðir
hafi minnkað og margt bendi til
þess að niðursveiflan í efnahagslífi
Bandaríkjunum sé á enda. Þá hafi
OPEC-ríkin náð að halda sig við þá
framleiðslukvóta sem ákveðnir
voru; þannig hafi framleiðsla þeirra
dregist saman um 440.000 tunnur á
dag í febrúar. Síðast en ekki síst,
segir Die Welt, óttast menn að stríð
milli Bandaríkjanna og Íraks kunni
að vera yfirvofandi en það hefði víð-
tæk áhrif á olíumarkaðinn. „Ef
kæmi til stríðs í Írak myndi heild-
arframleiðslan á olíu samstundis
dragast saman um 2,5 milljónir
tunna á dag. Á sama tíma myndi
eftirspurn í Bandaríkjunum aukast
verulega. Í síðustu viku keypti
Pentagon 1,5 milljónir tunna af
flugvélarbensíni sem ýtti undir
vangaveltur um að stríð kynni að
vera yfirvofandi,“ segir sérfræðing-
ur Deutsche Bank.
Magnús Ásgeirsson, yfirmaður
innkaupadeildar Olíufélagsins, segir
þrjár meginástæður vera fyrir
verðhækkunum á olíu að undan-
förnu. Í fyrsta lagi sé ótti við aukin
átök í Miðausturlöndum. Í öðru lagi
sé framboð á olíu frá Venesúela til
Bandaríkjanna að minnka. „Þeir
eru fjórðu stærstu birgjar Banda-
ríkjanna og Bandaríkjamarkaður er
stærsti olíumarkaður í heimi. Það
er órói í Venesúela og andstaða við
forseta landsins, sem m.a. hefur
orðið til þess að olíuverkamenn hafa
hægt á vinnu sinni þannig að fram-
leiðslan hefur minnkað.“
Þá segir Magnús að birgðir af öll-
um tegundum olíu hafi minnkað
verulega í Bandaríkjunum í lok síð-
ustu viku. „Samkvæmt tölum, sem
birtar voru nú í vikunni, minnkuðu
birgðir af hráolíu, bensíni og gas-
olíu um 6,6 milljónir tunna í síðustu
viku og mun það vera um fjórum
sinnum meira en olíukaupmenn
höfðu spáð.“
Magnús segir að ljóst sé að
OPEC-ríkin muni nú reyna að ná
fram hækkun á hráolíuverðinu.
Þekkt sé að þau stefni að því að
halda hráolíuverðinu á bilinu 22 til
28 dalir en í upphafi þessa árs hafi
verðið á hráolíutunnunni verið inn-
an við 20 dalir. „Þá virtust OPEC
geta sætt sig við að hráolíuverðið
yrði um 22 dollarar á tunnu en nú
fer það hækkandi. Menn spá því að
þau muni ákveða að halda óbreyttri
framleiðslu út árið.“
Spá því að olíuverð
haldist hátt út árið
Aðspurður um horfurnar næstu
mánuði segir Magnús að best sé að
spá sem fæstu um það. „En í nýj-
ustu langtímaspá er gert ráð fyrir
að hráolíuverðið haldist í 23 til 24
dölum tunnan út árið og það er
nokkur hækkun frá fyrri langtíma-
spám.“
Inntur eftir stefnu Rússa segir
Magnús að Rússar, sem eru annar
eða þriðji stærsti framleiðandinn,
hafi verið OPEC-ríkjunum mjög
erfiðir. „Þeir þurfa á því að halda að
selja olíu úr landi til að afla sér
gjaldeyris. Ekki er alveg ljóst hver
stefna Rússa verður en ýmislegt
bendir til að þeir muni halda olíu-
framleiðslu sinni óbreyttri næstu
vikur og mánuði, fram á mitt ár, en
þó hafa þeir ekki viljað staðfesta
neitt enn en svo virðist sem þeir
séu ekki tilbúnir að láta undan
þrýstingi OPEC.“
Aðspurður um áhrif á olíuverð
hér á landi segir Magnús að allur
þessi mánuður eigi eftir að hafa sitt
að segja. Í raun viti menn ekki hver
staðan verður fyrr en að loknum
fundi OPEC-ríkjanna. „Horfur í
þróun heimsmarkaðsverðs næstu
daga,“ segir Magnús, „eru hins veg-
ar einungis upp á við og ýmiss kon-
ar utanaðkomandi spenna dregur
verulega úr væntingum fjölmargra
um að stöðugleiki náist í olíuverði
til lengri tíma.“
Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi
Mikill titringur
á olíumarkaði
GÍSLI Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi, telur að ná megi fram hagræð-
ingu og sparnaði með því að flytja
frystan fisk frá Vesturlandi og jafn-
vel Norðurlandi vestra út frá Grund-
artanga frekar en frá Reykjavík og
Hafnarfirði auk þess sem spara megi
tíma með því að landa á Akranesi.
Gísli Gíslason segir að unnið hafi
verið að því að markaðssetja Akra-
nes sem heppilegan valkost varðandi
löndun á fiski og Grundartanga sem
valkost varðandi útflutning á fryst-
um fiski. Rætt hafi verið við for-
svarsmenn Eimskips vegna þessa en
útflutningur frá Grundartanga gæti
haft verulegan sparnað í för með sér
fyrir útflytjendur á Vesturlandi og
hugsanlega einnig á Norðurlandi
vestra.
Til þessa hefur heimafloti Skaga-
manna fyrst og fremst landað á
Akranesi, en Gísli Gíslason segir að
hægt sé að gera löndun á Akranesi
og útflutning frá Grundartanga að
mjög áhugaverðum og spennandi
kosti fyrir aðra. Hafnarstjórum og
útgerðarmönnum hafi verið send
kynning á hugmyndinni og í liðinni
viku hafi t.d. ísfisktogarinn Kaldbak-
ur EA landað á Akranesi en síðan
hafi verið ekið með afla og áhöfn
norður.
Gísli Gíslason segir að aðstaða til
löndunar sé mjög góð á Akranesi og
löndun eigi að geta tekið mjög
skamman tíma auk þess sem öll al-
menn þjónusta fyrir skip sé á staðn-
um. Með útflutningi frá Grundar-
tanga ætti því ekki aðeins að nást
fram sparnaður og hagræðing hjá
útflytjendum á Vesturlandi og Norð-
urlandi vestra vegna styttri aksturs
heldur gætu aðrir séð hagræðingu í
því að landa frystum fiski á Akranesi
og flytja út frá Grundartanga.
Frystur fiskur fluttur
frá Grundartanga?
GÆSLUVARÐHALD yfir konu á
sextugsaldri og karli á fimmtugs-
aldri, sem sætt hafa gæslu vegna
rannsóknar á mannsláti í Kópavogi
fyrir rúmri viku, hefur verið fram-
lengt um þrjár vikur eða til 10. apríl
nk.
Parið var í íbúð hins látna er lög-
regla kom á vettvang aðfaranótt
sunnudagsins 10. mars sl. Var parinu
sleppt eftir yfirheyrslur en það
handtekið á ný er í ljós kom við
krufningu að maðurinn var með inn-
vortis áverka. Bæði voru úrskurðuð í
gæsluvarðhald til 19. mars en í fyrra-
dag var gæsluvarðhald konunnar
framlengt og í gærmorgun fram-
lengdi Héraðsdómur Reykjaness
varðhald mannsins einnig.
Gæsluvarð-
hald
framlengt
ANNA Bretaprinsesssa kemur til
Íslands næsta sumar í boði Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands. Heimsóknin stendur yfir dag-
ana 4.–7. júlí næstkomandi.
Í fréttatilkynningu frá skrifstofu
forseta Íslands kemur fram að heim-
sóknin hefst í Reykjavík þar sem
hún mun hún skoða sögustaði og
náttúruperlur í nágrenni höfuðborg-
arinnar. Síðan liggur leið norður í
land þar sem forseti Íslands og Anna
prinsessa munu sækja Landsmót
hestamanna á Vindheimamelum, en
prinsessan er kunn fyrir áhuga sinn
á hestum og hestaíþróttum.
Anna Breta-
prinsessa
til Íslands
♦ ♦ ♦