Morgunblaðið - 20.03.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 9
Lagersala á Fiskislóð 73
(úti á Granda), 101 Reykjavík.
Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00
Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00
Föstudaga kl. 14:00 til 18:00
Laugardaga kl. 12:00 til 16:00
Outlet
Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!!
Opnunartími:
Frábær ferðafatnaður
Stretsbuxur, galladress
og hörfatnaður
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
St
afr
æn
a H
ug
m
yn
da
sm
ið
jan
/
16
97
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
Rúmteppi frá kr. 3.500
Straufrí satínrúmföt frá kr. 4.500
Skartskrín - Handskornir stólar með áletrun
Úrval af fermingar-
og tækifærisgjöfum
Opið virka daga frá kl. 11-18,
laugardaga frá kl. 11-15
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
Laugavegi 32, sími 551 6477
Daman auglýsir
PÁSKA TILBOÐ
dagana 20—27. mars á sundfatnaði
Mikið úrval af bómullarfatnaði
Sendum í
póstkröfu
MENNTASKÓLINN á Ísafirði
skilaði fjögurra milljóna króna
rekstrarafgangi um síðustu áramót
í stað átta milljón króna halla árið
áður samkvæmt ársuppgjöri rík-
isbókhalds. Þetta kom fram á fundi
skólanefndar Menntaskólans á Ísa-
firði þar sem ársskýrsla skólans og
áætlun fyrir næsta ár voru lagðar
fram. Menntamálaráðuneytið bætti
af þessu tilefni tveimur milljónum
króna við fjárveitingar skólans í ár
sem uppbót og umbun vegna
bættrar rekstrarstöðu. Skólinn
mun því byrja fjárlagaárið með sex
milljónir í forgjöf.
Skerpt á verklagsreglum
Ólína Þorvarðardóttir skóla-
meistari segir að menntaskólinn
hafi verið að bera árlegan skulda-
hala upp á átta til tólf milljónir síð-
asta áratuginn eða rúmlega það.
„Það var farið í miklar fram-
kvæmdir við skólann á sínum tíma
og mikil uppbygging átti sér stað.
Skólinn tók við öllu verknámi af
Iðnskólanum og aukið var við
húsakostinn, svo vissulega eru
haldbærar skýringar á hallarekstr-
inum. Það gekk hins vegar illa að
vinna þennan halla niður.“
Ólína segir að þegar hún tók við
stjórn skólans á miðju síðasta ári
hafi það orðið hennar fyrsta verk
að skerpa á verklagsreglum og
skrúfa fyrir ákveðið sjálfstreymi
fjármagns sem oft vilji eiga sér
stað hjá ríkisstofnunum. „Rekstr-
arárið í fyrra var raunar léttara en
árið sem nú er hafið, og nægir í því
sambandi að nefna kjarasamninga
kennara sem munu koma fram af
fullum þunga á þessu ári. Það má
eiginlega orða það svo að við höf-
um farið út í ýmsar tiltektir í
rekstrinum sem skiluðu árangri.
Og það er kosturinn við árangurs-
stjórnunarsamningana, sem ríkið
hefur verið að taka upp, að menn
fá að halda eftir rekstrarafgangi,
þannig að það er ekki bara tapið
sem fylgir skólunum yfir á næsta
fjárhagsár.“
Ólína segir að skólanum muni
ekki veita af þeirri forgjöf sem
hann hef ur í ár. „Við höfum
ákveðin áform á prjónunum um að
efla skólann á ýmsa lund, bæði
varðandi námsframboð og aðra
starfsemi. Allt mun það kosta sitt.
En markmið okkar er engu að síð-
ur að halda rekstri skólans í jafn-
vægi.“
MÍ skilaði
rekstrar-
afgangi í
fyrra
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir