Morgunblaðið - 20.03.2002, Síða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 23
SLEÐADAGAR
Sími: 594 6000
Frábært verð
kr. 1.000.000
YAMAHA
SRX 700
Kæli-
og frystiskápar
Eldunartæki
Þvottavélar
og þurrkarar
Uppþvottavélar
OD
DI
H
F
I1
92
7
Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins boðar til aðal-
fundar fyrir sjóðfélaga og rétthafa, mið-
vikudaginn 10. apríl kl. 17.15. Fundurinn
verður haldinn í Þingsal A á Hótel Sögu.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Kynning ársreiknings.
3. Tryggingafræðileg úttekt.
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins.
5. Kosning stjórnar.
6. Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins.
7. Laun stjórnarmanna.
8. Önnur mál.
9. Kjör endurskoðanda.
Sjóðfélagar og rétthafar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
Ármúli 13, 108 Reykjavík
sími 515 1500
www.kaupthing.is
Aðalfundur
Frjálsa lífeyrissjóðsins
– fyrir þína hönd
HÁTTSETTUR félagi í al-Qaeda,
hryðjuverkasamtökum Osama bin
Ladens, hefur verið handtekinn í
Súdan. Hann er á lista yfir þá hryðju-
verkamenn sem bandarísk yfirvöld
leggja mesta áherslu á að handsama
vegna meintrar aðildar hans að
sprengjuárásum á tvö bandarísk
sendiráð í Afríku árið 1998.
Bandarískir embættismenn hafa
reynt að ná samkomulagi við stjórn
Súdans um að al-Qaeda-liðinn, Abu
Anas Liby, verði fluttur til Egypta-
lands vegna þess að hann er einnig
grunaður um að hafa skipulagt til-
raun til að myrða Hosni Mubarak,
forseta landsins, í júní 1995.
Liby er hæstsetti al-Qaeda-liðinn
sem handtekinn hefur verið frá því að
Bandaríkjastjórn hóf stríðið gegn
hryðjuverkastarfsemi. Hann er á lista
yfir 22 hryðjuverkamenn sem Banda-
ríkjamenn leggja mest kapp á að
handtaka og er sá eini í þessum hópi
sem hefur náðst.
Sendur til Egyptalands?
Gefin hefur verið út tilskipun í
Bandaríkjunum um handtöku Libys
en bandarísk yfirvöld segjast vilja að
hann verði sendur til Egyptalands
vegna meintrar aðildar hans að sam-
særinu um að myrða Mubarak. Þetta
mun þó ekki vera eina ástæðan því
talið er að Bandaríkjamenn vilji að
egypskir embættismenn yfirheyri
Liby vegna þess að þeir eru ekki
bundnir af sömu reglum og gilda í
Bandaríkjunum við yfirheyrslu fanga.
Þar sem Liby er hæstsetti al-
Qaeda-liðinn sem hefur verið hand-
tekinn getur hann veitt mikilvægar
upplýsingar um starfsemi samtak-
anna sem stóðu fyrir hryðjuverkun-
um í Bandaríkjunum 11. september.
Lundúnablaðið Sunday Times
skýrði fyrst frá handtöku Libys. Blað-
ið sagði að hann væri á meðal níu
hryðjuverkamanna sem handteknir
hefðu verið í Súdan í síðasta mánuði.
Embættismenn stað-
festu þetta og sögðu að
hafnar hefðu verið
samningaviðræður við
stjórn Súdans vegna
málsins.
Liby er 37 ára og
fæddist í Tripoli í Líbýu.
Hann gekk í al-Qaeda
fyrir rúmum tíu árum og
flúði til Súdans skömmu
síðar eftir að Moammar
Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hóf herferð
gegn íslömskum öfgamönnum.
Liby hefur getið sér orð fyrir mikla
þekkingu á tölvum og hátæknibúnaði
og fékk fljótt sæti í yfirstjórn al-
Qaeda, svokölluðu shura. Hann fór
frá Súdan áður en Osama bin Laden
fór þaðan til Afganistans árið 1996.
Liby dvaldi um tíma í Katar áður
en hann hélt til Manchester í Eng-
landi. Breska stjórnin
veitti honum hæli sem
pólitískum flóttamanni
eftir að hann hafði látið
í ljósi áhyggjur af því
að hann myndi sæta of-
sóknum ef hann yrði
sendur heim.
Eftir að Liby var
ákærður í New York
fyrir tveimur árum í
tengslum við sprengju-
árásirnar á bandarísku
sendiráðin í Kenýa og
Tansaníu fóru lög-
reglumenn í íbúð hans
í Manchester til að
handtaka hann, en
hann hafði þá flúið.
Í íbúðinni fundust þó ýmis gögn
sem tengdust hryðjuverkastarfsemi,
meðal annars tölvudiskur með 180
síðna handbók fyrir hryðjuverka-
menn. Handbókin var lögð fram sem
sönnunargagn í réttarhöldum vegna
sprengjutilræðisins í bandaríska
sendiráðinu í Nairobi sem kostaði 213
manns lífið. Bókinni var skipt í marga
kafla og einn þeirra fjallaði um hvern-
ig gera ætti sprengjuárásir á sendi-
ráð.
Talið er að Liby hafi komist til Afg-
anistans og aðstoðað við að skipu-
leggja mótspyrnu al-Qaeda eftir að
Bandaríkjamenn hófu hernaðarað-
gerðirnar 7. október. Ekki er vitað
hvenær hann fór til Súdans.
Tveir fyrrverandi al-Qaeda-liðar,
sem báru vitni í réttarhöldunum
vegna sprengjutilræðisins í Kenýa,
sögðust hafa starfað með Liby.
L’Houssiane Kherchtou, sem var í
flugskóla í Kenýa árið 1994 til að geta
flogið einkaflugvél bin Ladens, kvaðst
hafa verið með Liby í Afganistan þar
sem þeir hefðu fengið þjálfun í því að
fylgjast með hugsanlegum skotmörk-
um. Að sögn Kherchtous fór Liby til
Nairobi árið 1994 ásamt Ali Mo-
hamad, egypskum Bandaríkjamanni
sem játaði aðild að skipulagningu
sprengjutilræðisins í borginni.
Kherchtous kvaðst hafa séð Liby
taka myndir af bandaríska sendi-
ráðinu og leyft honum að framkalla
þær á heimili sínu í Nairobi.
Háttsettur al-Qaeda-liði
handtekinn í Súdan
Er á lista yfir þá 22 hryðjuverkamenn
sem bandarísk yfirvöld leggja mesta
áherslu á að handsama
Washington. The Washington Post.
Abu Anas Liby
LÁVARÐADEILD breska
þingsins hóf í gær umræðu um
hvort banna ætti veiðar á ref-
um og hérum með hjálp hunda
eftir að neðri deildin samþykkti
slíkt bann með miklum meiri-
hluta atkvæða í fyrradag.
Gert var ráð fyrir því að
lávarðadeildin myndi greiða at-
kvæði um þrjá kosti: að lögun-
um yrði ekki breytt, að eftirlitið
með veiðunum yrði hert eða að
veiðarnar yrðu bannaðar.
Margir lávarðar hafa verið
andvígir banni við refaveiðum
með hundum en þeir eru nú
undir miklum þrýstingi að gefa
eftir í deilunni eftir að neðri
deildin samþykkti slíkt bann
með 386 atkvæðum gegn 175.
Breska stjórnin hyggst
leggja fram formlegt frumvarp
um veiðarnar eftir að niður-
staða lávarðadeildarinnar ligg-
ur fyrir.
Lávarðar
fjalla um
veiðibann
London. AFP.
Refaveiðar
með hundum