Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 27
Háskóli Íslands,
aðalbygging
Sýning og fyr-
irlestur um Vict-
or Hugo hefst kl.
17 á degi franskr-
ar tungu og til
minningar um
tveggja aldar af-
mæli Victors
Hugo. Sýninin
hefst á málstefnu Torfa Tulinius sem
ber nafnið „Um Victor Hugo og
Frakkland 19. aldar“. Fyrirlesturinn
er haldinn á frönsku og íslensku.
Það er Alliance française, franska
sendiráðið, Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur og Háskóli Íslands sem
standa fyrir sýningunni.
Sögufélagshúsið í Fischersundi
Félag íslenskra fræða heldur rann-
sóknakvöld kl. 20.30. Inga Huld Há-
konardóttir mun fjalla um konur á
Hólastað og í Skagafjarðarhéraði á
miðöldum, jafnt helgar meyjar sem
veraldlegar frúr, og segja frá ýms-
um munum og textum sem þeim
tengjast. Í erindinu tvinnast saman
listasaga, kvennasaga og kristni-
saga.
Inga Huld Hákonardóttir er sagn-
fræðingur sem undanfarin ár hefur
einkum fengist við að draga fram
sögu kvenna og kristni. Hún var
m.a. ráðgjafi við útgáfu Kristni á Ís-
landi sem út kom árið 2000.
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Þýska kvikmyndin „Der Krieger
und die Kaiserin“ frá árinu 2000
verður sýnd kl. 20.30. Leikstjórinn
er Tom Tykwer. Líkt og „Lola
rennt“ fjallar þessi mynd um þá
spurningu hvort líf okkar ráðist af
forsjón eða tilviljunum. Sissí og
Bodo, sem bæði eru einmana og
hleypa öðru fólki lítið að sér, kynn-
ast í bílslysi þar sem Bodo bjargar
lífi Sissíar en lætur sig síðan hverfa.
Sissí hefur þá leit að honum. Þetta
er kvikmynd um ástina með frum-
spekilegum söguþræði, sem gerist í
fæðingarborg leikstjórans, Wupper-
tal. Myndin hlaut silfurverðlaun
Þýsku kvikmyndaverðlaunanna
2001.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Victor Hugo
TRIO Romance heldur tónleika í
Tíbrá tónleikaröð Salarins í Kópa-
vogi og hefjast þeir kl. 20 í kvöld.
Tríóið er skipað hjónunum og flautu-
leikurunum Guðrúnu S. Birgisdóttur
og Martial Nardeau og píanóleikar-
anum Peter Máté.
Á efnisskrá kvöldsins eru verk eft-
ir Franz Doppler, Ferruccio Busoni,
Dmitri Shostakovitch, Petr Eben,
Grigoras Dinicu, Jules Dem-
ersseman og Félix Charles Berthél-
emy.
John Clinton var írskur að ætt og
uppruna. Flutt verður eftir hann
Grand trio nr. 2 í A-dúr. Clinton var
mikilhæfur flautuleikari í London á
fyrri hluta 19. aldar og einn sá fyrsti
sem notaði nýjungar Böhm-flaut-
unnar þar um slóðir. Ungversk fant-
asía Op. 35 nefnist verk eftir Doppl-
er bræðurna sem tríóið flytur, en
þeir bræður sömdu í sameiningu
fjölda tvíleiksverka fyrir flautur.
Eftir Ferruccio Busoni verður
flutt Duo, en hann var aðeins fjórtán
ára gamall þegar hann samdi þetta
verk.
Shostakovitch kom tvisvar að leik-
ritinu um Lér konung eftir Shake-
speare og verður tónleikagestum
boðið að hlýða á Dúett úr samnefndri
kvikmyndatónlist. Eftir Petr Eben
verður flutt smáverkið Skissa fyrir
C.B. Uppstaða verksins er tékk-
neska þjóðlagið um borgarhlið Pode-
brady. Þá er komið að flutningi
skemmtiverksins Hora staccato eftir
Dinicu í útgáfu Ervin Monroe og að
lokum Grand duo úr óperunni Vil-
hjálmur Tell eftir Rossini. Að þess-
ari útgáfu koma tveir aðrir höfund-
ar: Demmersmann og Berthélemy.
Á þessu ári eru tuttugu ár liðin frá
því þau Martial og Guðrún hófu tón-
listarflutning hér á landi og æ síðan
hefur flautudúóið skipað verulegan
sess í tónlistarflutningi þeirra. Mörg
af virtustu tónskáldum okkar hafa
samið fyrir þau tónverk sem þau
hafa flutt hér heima og erlendis. Þau
hafa leikið tvíleikskonserta, m.a.
með Kammersveit Reykjavíkur, Sin-
fóníuhljómsviet Íslands og Orquesta
del Estado de Mexico. Á yngri árum
unnu þau til verðlauna í París sem
dúó. Saman hafa þau einnig tekist á
við barokkflautuleik eftir því sem að-
stæður hafa leyft, gefið út hljóm-
diska og haldið fjölda barnatónleika.
Þau hafa bæði starfað við Tónlistar-
skóla Kópavogs frá árinu 1982 og
Martial er nú einnig fastráðinn við
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið
1995 hófu þau samstarf við Peter
Máté píanóleikara sem Trio Rom-
ance. Tríóið hefur leikið tónleika í
Amsterdam, París, Prag, Ljubljana,
Vín og San Fransisco og einnig
mörgum minni borgum erlendis.
Meðal viðfangsefna þeirra hefur ver-
ið að grafa upp, með aðstoð erlendra
bókasafna, gleymd tónverk fyrir
þessa hljóðfæraskipan og er verk
Johns Clintons eitt þeirra.
Á síðasta ári voru gerðar upptök-
ur hjá ungverska útvarpinu sem
væntanlega verða gefnar út á þessu
ári.
Flautan í for-
grunni í Salnum
Morgunblaðið/Golli
Trio Romance: Peter Máté, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau.
Rá›gjafar frá fyrirtækjalausnum Símans ver›a á sta›num og a›sto›a vi› uppsetningu á GSM-símum,
t.d. fyrir GPRS og WAP, og svara spurningum flátttakenda.
Kynntar ver›a farsímalausnir sem auka verulega notagildi farsíma; n‡jungar sem gera fyrirtækjum kleift
a› auka hagræ›i í rekstri og styrkja samskiptanet sín, bæ›i innbyr›is og gagnvart vi›skiptavinum.
Einnig ver›a kynntar framtí›arhorfur farsíma- og fjarskiptamála, án fless a› kafa djúpt í tæknilegar
undirstö›ur fleirra.
Hægt er a› skrá sig á siminn.is e›a senda póst á netfang: radstefna@siminn.is. Einnig er hægt a› hringja
í síma 800 4000. Skráningar flurfa a› hafa borist fyrir hádegi 20. mars. Enginn a›gangseyrir.NONN
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
0
5
8
1
8
•
s
ia
.i
s
Ferskir straumar í GSM-
samskiptum fyrirtækja
Morgunrá›stefna á vegum Símans 21. mars 2002 kl. 8.00 – 11.00 í Smárabíói.
Skráning ásamt ferskum og orkuríkum morgunver›i
Óskar Jósefsson, forstjóri Símans, setur rá›stefnuna
Centrex: N‡ tækifæri. Gu›mundur Stefán Björnsson tæknifræ›ingur hjá Símanum
Gestafyrirlesari
Kaffihlé
Bo›i – N‡ lei› til samskipta. Björn Jónsson framkvæmdastjóri hjá Grunni
Value added services in the mobile world. Eric Figueras sérfræ›ingur hjá Símanum
8.00 - 9.00:
9.00 - 9.15:
9.15 - 9.45:
9.45 - 10.00:
10.00 - 10.20:
10.20 - 10.40:
10.40 - 11.00:
Rá›stefnustjóri: Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri marka›s- og sölusvi›s Símans.
Dagskrá: