Morgunblaðið - 20.03.2002, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RÆÐA Halldórs Ásgríms-sonar utanríkisráðherra íBerlín á fimmtudaginnvar, þar sem hann reifaði
mögulega sérlausn fyrir Íslendinga
gagnvart sjávarútvegsstefnu Evr-
ópusambandsins, og benti á ákveðna
leið í því sambandi vekur upp spurn-
ingar um hvort ný viðhorf séu að
verða til í þessum efnum sem geri
aðildarviðræður Íslands og Evrópu-
sambandsins að raunhæfari kosti en
hingað til hefur verið talið. Býr eitt-
hvað að baki sem gerir það að verk-
um að sjávarútvegsstefna ESB er
ekki lengur sá ókleifi múr sem fyr-
irfram þótti koma í veg fyrir að Ís-
lendingar hugleiddu aðildarviðræð-
ur við Evrópusambandið í nokkurri
alvöru?
Því er til að svara að samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins er
ekkert fast í hendi varðandi viðbrögð
Evrópusambandsins við hugmynd-
um af því tagi sem utanríkisráðherra
kynnti á fundinum í Berlín fyrir
helgina eða öðrum hugmyndum sem
gerðu það að verkum að Íslendingar
yrðu undanþegnir sameiginlegri
stefnu Evrópusambandsins í sjávar-
útvegsmálum. Hins vegar hefur
ítrekað komið fram, bæði nú og áður,
skilningur á sérstöðu Íslands í þess-
um efnum vegna yfirgnæfandi mik-
ilvægis sjávarútvegs fyrir efnahags-
líf landsins. Það á þó einkum við um
ríkin í norðanverðri Evrópu, ekki
síst Þjóðverja, sem sýnt hafa stöðu
okkar skilning. Endanlegt svar við
spurningunni muni hins vegar aldrei
fást fyrr en við látum reyna á hana í
viðræðum við Evrópusambandið.
Fyrirfram munum við ekki geta
fengið svar við því hvort undanþága
fáist. Evrópusambandið svari ekki
spurningum í viðtengingarhætti,
m.a. vegna eðlis þess sem sambands
fjölda sjálfstæðra ríkja, og við mun-
um aldrei fá svar við því hvort und-
anþága fyrir okkur sé möguleg
nema í aðildarviðræðum. Það standi
upp á okkur að skilgreina hagsmuni
okkar í þessum efnum og að leggja
þá fram gagnvart Evrópusamband-
inu og fyrr en það verði gert fáist
ekki endanlegt svar við því hvort
sjávarútvegsstefna sambandsins
útiloki aðild okkar eða ekki.
Vísað til breytinga á
landbúnaðarstefnu
Evrópusambandsins
Það er engan veginn nýtt að fram
komi hugmyndir og fullyrðingar um
að sjávarútvegsstefnan sé ekki
hindrun í þessum efnum standi vilji
Íslendinga til þess að sækja um að-
ild. Síðastliðinn áratug hafa alltaf
öðru hvoru komið fram raddir þar að
lútandi og hefur verið vísað til breyt-
inga og þróunar á landbúnaðar-
stefnu sambandsins til að mynda
hvað landbúnað við heimskautsbaug
varðar, en til þess vísaði utanríkis-
ráðherra einmitt í erindi sínu í Berl-
ín nú, auk þess sem iðulega hefur
verið vísað til þess sem þótt hefur
koma fram í viðræðum við embætt-
ismenn eða stjórnmálamenn í Evr-
ópu varðandi möguleika Íslendinga
á undanþágu frá sjávarútvegsstefn-
unni.
Það hefur hins vegar aldrei reynt
á það hvað sjávarútvegsstefnan er
föst í hendi Evrópusambandsins
gagnvart okkur vegna þess að á Ís-
landi hefur ekki verið pólitískur vilji
til þess að feta sig inn á þá braut að
kanna raunverulegan vilja Evrópu-
sambandsins í þeim efnum.
Í þessu samhengi er hins vegar at-
hyglisvert að skoða það sem utanrík-
isráðherra sagði að
loknum fundinum
með utanríkisráð-
herra Þjóðverja,
Joschka Fischer, á
miðvikudaginn var,
daginn fyrir flutning
erindisins í Berlín. Í frétt Morgun-
blaðnu daginn eftir segir Halldór að
nokkur tími hafi farið í að útskýra
fyrir Fischer hvers vegna Íslending-
ar teldu sig ekki geta sótt um aðild
að ESB, einkum vegna gildandi sjáv-
arútvegsstefnu sambandsins.
„Það hafa komið fram þær skoð-
anir hér í Þýskalandi að þar sé hægt
að leita lausna. En eins og við vitum
er það ekki stefna Íslendinga í dag
og því tók ég málið ekki upp með
þeim hætti,“ segir Halldór síðan.
Þessu til viðbótar má einnig nefna
að þróunin á hinni sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu ESB hefur verið
okkur hallkvæm á þann veg að rétt-
indi einstakra ríkja hafa fest í sessi.
Því má leiða að því líkum að minna
þurfi til nú en áður til að viðurkenna
sérstöðu Íslendinga þannig að
tryggð verði yfirráð okkar yfir fisk-
veiðiauðlindinni við strendur lands-
ins um aldur og ævi, sem er það við-
mið sem við hljótum að leggja til
grundvallar viðræðum. Lausnin, sé
hún fyrir hendi, muni ekki felast í því
að horfið verði frá sameiginlegri
stefnu Evrópusambandsins í þess-
um efnum heldur að við, vegna okk-
ar sérstöðu, fáum varanlega undan-
þágu frá stefnunni. Raunar telja
sumir viðmælenda Morgunblaðsins
að mun erfiðara verði að fá undan-
þágur varðandi fjárfestingar í sjáv-
arútvegi heldur en varðandi sameig-
inlega sjávarútvegsstefnuna sem
slíka.
Af ofangreindum tilvitnuðum orð-
um utanríkisráðherra má greinilega
ráða að hann telur að það sé flötur á
viðræðum við Evrópusambandið
sem geti skilað viðunandi niður-
stöðu. Í því ljósi ber ef til vill að skilja
þær hugmyndir sem hann reifaði á
hádegisverðarfundi Deutsche Ge-
sellschaft für Auswärtige Politik í
Berlín síðastliðinn fimmtudag, dag-
inn eftir fundinn með utanríkisráð-
herra Þýskalands, en formaður sam-
takanna er Hans-Dietrich Genscher,
fyrrum utanríkisráðherra Þýska-
lands. Í lauslegri endursögn fela
hugmyndirnar í sér að sameiginleg
sjávarútvegsstefna Evrópusam-
bandsins sé mótuð á grundvelli sam-
eiginlegra fiskistofna þeirra ríkja
sem upphaflega stofnuðu Evrópu-
sambandið. Íslenskir fiskistofnar
séu að langstærstum hluta sérstök
auðlind með sama hætti og bresk ol-
ía og finnskir skógar til dæmis séu
sérstakar auðlindir og taka beri tillit
til þessa sérstaka eðlis fiskistofn-
anna við Ísland. Það geti ekki gilt
það sama um þá og gildi um sameig-
inlega fiskistofna við Evrópustrend-
ur. Þegar um sameiginlega fiski-
stofna sé að ræða sem flakki á milli
hafsvæða þurfi hins vegar sameig-
inlegar reglur um nýtingu þeirra,
því ella myndi verða um ofveiði að
ræða.
Halldór sagði að til að leysa vanda
eins og þennan yrðu menn að sýna
hugvitssemi. Slíka hugvitssemi
hefðu menn t.a.m. sýnt við mótun
landbúnaðarstefnu ESB við síðustu
stækkun sambandsins, en í kjölfar
hennar náði sambandið einnig til
landa við norðurheimskautsbaug.
Spurningin væri hins vegar sú
hvort Evrópusam-
bandið gæti sýnt
slíka hugvitssemi
einnig við fram-
kvæmd hinnar sam-
eiginlegu sjávarút-
vegsstefnu. „Mér
sýnist ljóst af þeim reglum sem um
framkvæmd stefnunnar gilda að líta
mætti á íslenska efnahagssvæðið
sem sérstakt fiskveiðistjórnunar-
svæði og að fiskveiðikvótar yrðu
ákveðnir á grundvelli fyrri veiði-
reynslu og þar með verða áfram í
höndum Íslendinga,“ sagði Halldór.
Hann bætti því að þetta væri hins
vegar ekki fullnægjandi því sá
möguleiki væri alltaf fyrir hendi að
meirihluti ESB-ríkjanna myndi
þrýsta á Íslendinga um að a
hlut sem aðrir mættu veiða.
mín er sú að skilgreina
lensku fiskveiðilögsöguna
stakt svæði undir reglum s
legu sjávarútvegsstefnunn
þessu væri ekki verið að r
sameiginlegu sjávarútvegss
ar heldur verið að framkvæ
með hliðsjón af nýjum að
þannig að ákvarðanir um
náttúruauðlindar í okkar
sem önnur aðildarríki E
ekki með okkur, yrðu tek
landi.“
Sex ríki lögðu
grunninn að ESB
Í þessu sambandi er ver
upp þróun Evrópusamb
Uppruna þess má rekja til s
Kola- og stálbandalags Evr
1951, en innan vébanda þ
Frakkland, Ítalía, Vestu
land, Holland, Belgía og
borg. Árið 1957 voru síðan
samningurinn undirritaðu
sáttmáli Efnahagsbandala
Utanríkisráðherra setur fram nýjar hu
Ekki
Íslendi
að leit
Í Þýskalandi haf
það sé hægt að
gagnvart same
Evrópusamba
Íslendinga í da
Í samantekt H
fram að ýmis m
til tíðinda í Evr
Sjávarútvegsstefna E
möguleg aðild
Endurskoðun
sameiginlegu sjáv-
arútvegsstefnunnar
á að ljúka í árslok
VERÐMYNDUN Á GRÆNMETI
Verðkannanir ASÍ á grænmetihafa verið umfjöllunarefnifjölmiðla undanfarna daga
en þar kemur m.a. í ljós að þrátt
fyrir að niðurgreiðslur á rafmagni
til framleiðenda frá 15. febrúar sl.
hækkuðu íslenskar agúrkur í verði
um 1,8% fram til 1. mars og lækk-
uðu ekki fyrr en farið var að flytja
inn hollenskar agúrkur í síðustu
viku. Hér er á ferðinni afar ljóst
dæmi um það hvernig virk sam-
keppni getur haft jákvæð áhrif á
verðmyndun neytendum í hag því
verðið á íslensku gúrkunum lækk-
aði um helming þegar erlendu
agúrkurnar komu á markaðinn á
hagstæðara verði.
En ef litið er yfir verðkönnunina í
heild má þó spyrja af hverju breytt-
ar forsendur við innflutning á
grænmeti hafi ekki haft meiri áhrif
en raun ber vitni, því dæmið með
agúrkurnar er einungis vísbending
um það hvað virk samkeppni á
grænmetismarkaði gæti haft í för
með sér fyrir íslenska neytendur ef
aðhaldi er beitt með markvissum
hætti. Einungis átta tegundir
grænmetis af sautján höfðu lækkað
í verði á tímabilinu júlí 2001 til
mars 2002, aðrar höfðu hækkað.
Mest lækkaði blaðlaukur, um 51%,
en jöklasalat hækkaði mest, um
53%. Þessi mikla hækkun á íssalati
er athyglisverð og það hlýtur að
vekja undrun að innflytjendur skuli
flytja inn jöklasalat í einhverju
magni ef kílóverð þarf að vera tæp-
lega 500 kr. út úr búð þótt ekki séu
lagðir á það neinir tollar. Auðvelt
hlýtur að vera að finna aðrar, meira
spennandi og ódýrari salattegundir
til innflutnings sem neytendur
myndu væntanlega taka fegins-
hendi sem góðri tilbreytingu.
Meðalverð á kúrbít og eggald-
inum vekur einnig athygli en kíló-
verð á báðum þessum tegundum er
skriðið yfir 600 kr. og hefur hækk-
að um umtalsvert frá því í júlí í
fyrra, kúrbítur um 11% og eggaldin
um 23,9%.
Kílóverð á erlendum tómötum er
hagstætt ef miðað við verð á ís-
lenskum tómötum nú, en innflytj-
endur virðast þó eiga erfitt með að
finna boðlega tómata á þessum tíma
árs. Erlendir tómatar í búðum nú
eru lélegir þrátt fyrir að hægt sé að
finna ágæta tómata á viðráðanlegu
verði í grænmetisborðum í ná-
grannalöndunum, sem hlýtur að ýta
undir þá tilfinningu meðal neytenda
að innbyrðis samkeppni á milli ein-
stakra innflytjenda grænmetis hér
sé ekki nægilega virk til að koma
almenningi til góða.
Íslenskir neytendur hafa um ára-
bil þurft að sætta sig við ótrúlegar
verðsveiflur á grænmeti þar sem
mjög margir ólíkir þættir, sumir
árstíðabundnir og aðrir ekki, hafa
gert verðmyndun svo flókna að
fæstir hafa sett sig inn í hana. Af-
leiðingin er sú að grafið hefur verið
undan tilfinningu neytenda fyrir
því hvað sé sanngjarnt verð fyrir
þessi mikilvægu matvæli. Könnun á
borð við þá sem ASÍ hefur nú fram-
kvæmt er vissulega allra góðra
gjalda verð, en hefði þurft að vera
mun ítarlegri. Æskilegt hefði verið
að sjá samanburð á verði grænmet-
is hér og í öðrum löndum og jafn-
framt er nauðsynlegt að gera ís-
lenskum neytendum kleift að átta
sig á því hvernig sjálf verðmynd-
unin á sér stað nú þegar tollar hafa
verið afnumdir af öllum nema
þremur tegundum. Eftir umræðu á
borð við þá sem varð í fyrra er sam-
keppnisráð gerði alvarlegar athuga-
semdir við fyrirtæki á grænmet-
ismarkaði eru neytendur eðlilega
tortryggnir. Það er því nauðsynlegt
að sýna neytendum með ljósum og
skiljanlegum hætti hverjir standa
sig best í hagstæðum innkaupum á
grænmeti til landsins og hvaða að-
ilar á smásölumarkaði skila tolla-
lækkunum best til neytenda.
HÖFÐINGLEG GJÖF
Öryrkjabandalagi Íslands hlotnað-ist ómetanleg gjöf fyrir stuttu. Í
Morgunblaðinu í gær var greint frá
því að Ólafur Gísli Björnsson inn-
heimtumaður, sem lést í Reykjavík
15. janúar síðastliðinn, hefði arfleitt
bandalagið að öllum sínum eignum –
36 milljónum króna í reiðufé og
þremur íbúðum – en samtals er gjöf-
in metin á um 60 milljónir króna.
Það er ekki fátítt að góðhjartaðir
einstaklingar leggi góðum málstað
lið með fjárveitingum. Algengast er
að þar sé um að ræða þekkt stór-
eignafólk sem með kaupsýslu hefur
hlotnast töluverður auður. Það er
hins vegar sjaldgæfara, og í raun ein-
stakt, að einstaklingur sem átt hefur
við erfiða fötlun að stríða og beitt
hefur sjálfan sig hörðu til að afkasta
sínu dagsverki hafi svigrúm til þess
að gefa slíkar gjafir. Það á hins vegar
við um Ólaf Gísla heitinn sem í tugi
ára vann starf sitt af mikilli elju og
atorku með það markmið að gefa eig-
ur sínar og sjóði Öryrkjabandalag-
inu.
Enginn, nema systkini hans, vissu
af fyrirætlunum hans. Þau segja að
hann hafi talið sig tilheyra hópi ör-
yrkja og viljað gera sitt til að styrkja
bandalagið. Gjöf hans segir ef til vill
sitt um það hvernig öryrkjar skynja
stöðu sína, nauðsyn þeirra til að
njóta styrks hver frá öðrum og sýna
samstöðu.
Haft var eftir Garðari Sverrissyni,
formanni Öryrkjabandalagsins, í
blaðinu í gær að aðalstjórn þess hefði
sett hljóða þegar greint var frá tíð-
indunum í síðustu viku og hann
skorti orð til þess að lýsa þakklæti
bandalagsins. Það er auðvelt að taka
undir þau orð en sá hugur sem býr að
baki gjöfinni og umfangi hennar er í
raun ævintýri líkastur.
Gjöfin sýnir ennfremur að enn í
dag, á tímum efnishyggju sem flestir
keppast við að taka þátt í, eru til ein-
staklingar sem skera sig úr fjöldan-
um. Einstaklingar sem lifa sparlega
og jafnvel meinlætalífi sjálfir en
gleðjast við að gefa og gera öðrum
gott.