Morgunblaðið - 20.03.2002, Síða 38
MINNINGAR
38 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Elisabeth G.Berndsen fæddist
á Skagaströnd 11.
júní 1918. Hún lést á
St. Jósepsspítala 5.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Regine Henri-
ette Hansen og Fritz
Hendrik Berndsen.
Systkini hennar eru
Anna Ragnheiður,
sem var búsett í Búð-
ardal, látin; Björg
Henriette, sem var
búsett í Búðardal, lát-
in; Steinunn Carla,
býr á Sauðárkróki; Jörgen býr í
Kópavogi; og Hans Ragnar, býr í
Reykjavík. Elisabeth giftist 25.
sept 1948 Jóni Þórarinssyni úr Sel-
vogi, f. 7. júlí 1916, d. 15. desember
1978. Þau eignuðust fjögur börn:
1) Úlfar, f. 19. mars 1949, d. 26.
nóv. 1959. 2) Ester, f.
5. apríl 1951, gift
Jóni Ólafi Vilhjálms-
syni, börn þeirra eru
Eyrún, Sóley og Ey-
þór. 3) Hörður, f. 6.
júlí 1953, kona hans
er Sóldís Elfa Lofts-
dóttir, börn þeirra
eru Lilja, Jón Þór og
Brynjar. 4) Sjöfn, f.
24. okt. 1955, maður
hennar er Jón Ingvi
Ástráðsson, dætur
þeirra eru eru Elísa-
bet, Hildur og Krist-
ín. Jón átti dóttur frá
fyrra hjónabandi sem ólst upp hjá
þeim Elisabethu, Ragnhildur f. 28.
sept. 1940, gift Jóni Halldórssyni,
börn þeirra eru Sigrún, Hrafnhild-
ur og Úlfar.
Útför Elisabethar fór fram frá
Hafnarfjarðarkirkju 15. mars.
Okkur langar til að minnast ömmu
okkar Lísu, eins og hún var kölluð.
Amma var góð og gestrisin kona.
Alltaf þegar við og aðrir komum í
heimsókn var hún með kökur og ann-
að meðlæti. Ávallt vorum við vel-
komin á hið notalega heimili hennar
og þeir voru ófáir sunnudagarnir
sem fjölskyldan sameinaðist í eftir-
miðdagskaffi á Bergi. Amma tók
aldrei bílpróf en sá alltaf eftir því, því
henni fannst gaman að ferðast t.d. til
Skagastrandar og fara í messu í
Strandakirkju. Draumur hennar var
að ferðast til Danmerkur, þaðan sem
hún átti ættir sínar að rekja en þang-
að komst hún aldrei.
Amma var dugleg kona og bjó ein í
23 ár. Hún vann öll heimilisstörfin
sjálf og vildi helst enga hjálp. En
auðvitað kom að því að aldurinn fór
að segja til sín, og fyrir rúmum 2 ár-
um lærbrotnaði hún og þurfti þá að
fá aðstoð við hin ýmsu verk. Í nóv-
ember fór heilsu hennar verulega að
hraka. Hún lagðist inn á spítala í des-
emberlok og átti þaðan ekki aftur-
kvæmt. Við eigum margar minning-
ar um þig sem fylgja okkur alla tíð.
Nú vitum við að þér líður vel hjá afa
og Úlfari og ert ef til vill farin að
ferðast víða um heim. Elsku amma
Lísa, við viljum senda þér okkar
hinstu kveðju.
Tíminn líður furðu fljótt,
fölna hár á vanga,
söngvar þagna, nálgast nótt,
nóttin hljóða langa.
Ljósið dvín og lokast brá,
lætur vel í eyrum þá
ómur æsku söngva.
(Fr. G.)
Eyrún, Sóley og Eyþór.
ELISABETH GODT-
FRIED BERNDSEN
9
5.)6<
% % &"D
#$% #
+ -
$
23 6'.% ' 3 6%'$1 01&&'
3:$.% ' 01&&'
%-(-% 3
2.% ' 01&&'(
666)<
%0'3 &$1'
$
;%8&- %01&&'
- %6 0 01&&'
600%6 0 01&&'
6'%6 0 3
3$ #0(
4 # .))(
-)<
5 #1/E
#$% #
$
23 ' -%%6'% 01&&'
) % 01&&' 3' & 3
-'0 % 01&&' '. % 6'# 3
*$ % 01&&'( F:$' 3
1 % % 01&&'
%*$ 3(
Elsku afi minn, nú
hefur þú fengið hvíld-
ina.
Með tárvot augu sit
ég og horfi á mynd af
ykkur ömmu. Margs
er að minnast. Fyrir nokkrum dög-
um var spilað lag í útvarpinu sem ég
hef ekki heyrt lengi. Mér hefur allt-
af fundist það vera lagið okkar. Ég
var þá lítil lipurtá sem fékk að
standa á tánum hans afa og þannig
dönsuðum við saman á eldhúsgólf-
inu hjá ömmu þar til lagið var á
enda, við skemmtum okkur konung-
lega. Oft kúrðum við saman á kvöld-
in upp í rúmi, þegar ég gisti hjá
ykkur ömmu, fengum okkur nammi-
LEÓ
SIGURÐSSON
✝ Leó FossbergSigurðsson
fæddist á Akureyri 7.
júlí 1911. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Seli laugardaginn 9.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrarkirkju
15. mars.
gott og jafnvel litlar
danskar pylsur. Mikið
fannst mér gaman að
fá að smella axlabönd-
unum á ístruna þína,
sem þá var, svo hlóg-
um við eða þegar þú
vinkaðir með stóru
tánum til mín. Þá
stökk ég til og úðaði
fótaspreyi á þær. Oft
fórum við í bíltúr niður
á bryggju þegar Súlan
var að koma að landi,
niður í Slipp eða Fisk-
hús eða út í Krossanes.
Undir hljómuðu falleg-
ir tónar Claydermans, sem amma
hafði svo mikið dálæti á. Afi vann
alltaf heima á skrifstofunni sinni.
Oft sat ég á móti honum og dundaði
mér eitthvað, fékk að prófa ritvélina
og jafnvel gömlu reiknivélina.
Marga skemmtilega skrifstofuhluti
átti afi í skúffunni sinni og stundum
fékk ég að ydda blýin hans í skrúf-
blýantinn með pínulitlum yddara, þá
var ég aðstoðarkonan hans afa.
Það var alltaf gott að koma til
ykkar ömmu í Oddeyrargötuna. Þið
stóðuð á stigapallinum og tókuð allt-
af fagnandi á móti mér. Á öskudag-
inn mætti ég með mínu liði, stund-
um tíu krakkar, og sungum við af
mikilli innlifun fyrir ykkur og feng-
um að launum mikið hrós og glaðn-
ing í poka. Stutt var að hlaupa úr
gagganum til ykkar ef einhver hlé
voru, þá ilmaði eldhúsið hennar
ömmu oft af steiktum fiski, heitum
vöpplum, eins og amma kallaði þær,
eða öðru góðgæti. Oft var komið við
á leiðinni úr tónlistarskólanum, þá
voru haldnir stuttir tónleikar inni í
stofu fyrir ömmu og þú hlustaðir á
úr fjarlægð á skrifstofunni þinni.
Þegar amma veiktist voruð þið í
einni af ykkar mörgu ferðum er-
lendis. Þið komuð skyndilega heim.
Eftir stutta sjúkralegu lést amma,
það var sárt! Þú lést ekki bugast og
lífið hélt áfram. Eftir að amma dó
hugsaði mamma um þig og gerði
það af einstakri natni og einlægni
með stuðningi pabba. Þú komst og
borðaðir hjá okkur á hverjum degi
og var þá siginn eða saltur fiskur
með mikilli hamsatólg ofarlega á
lista við litla hrifningu okkar systra.
Áfram leið tíminn og í heiminn
var borið lítið stúlkubarn, þú kallaði
hana alltaf prinsessuna þína. Áður
en hún var skírð fór ég til þín og bar
það undir þig hvort hún mætti bera
nafnið þitt Fossberg. Glaður og
stoltur svaraði þú því játandi. Sam-
band þitt og Önnu Birnu var mjög
sérstakt. Komur okkar voru áfram
tíðar til þín í Oddeyrargötuna og
brölluðum við margt saman. Við fór-
um saman á vorhátíð í leikskólan-
um, lítil trítla sýndi ömmu, afa og
langafa það sem hún hafði verið að
gera. Við fórum öll í dagsferðir út úr
bænum, fengum okkur ís í Vín eða
tertusneið. Á áttræðisafmælinu þínu
fórum við í Mývatnssveitina og átt-
um þar yndislegan dag í blíðskap-
arveðri, keyrðum í Kröflu og víðar.
Við meira að segja skruppum í
dagsferð til Glasgow öll fjölskyldan.
Þú veiktist árið 1995 og fluttist
skömmu síðar á hjúkrunarheimilið
Sel þar sem heilsa þín krafðist sér-
stakrar ummönnunar. Líkami þinn
var alltaf hraustur en smám saman
fór sjúkdómur þinn harðari höndum
um þig og tjáskiptin urðu erfiðari.
En þú áttir fallegt bros sem þú
gladdir okkur með. Þú ljómaðir all-
ur þegar mamma kom til þín og
sagðir svo oft við hana „ertu nú
komin“. Eftir að við fluttumst suður
fækkaði ferðum okkar til þín en
hugur okkar var alltaf hjá þér og
fengum við fréttir af þér nær dag-
lega frá mömmu og svo nýttum við
hvert tækifæri sem gafst til að
koma norður og heimsækja þig.
Fjölskyldan hefur enn stækkað og
eigum við Óskar nú Ingibjörgu
Láru og lítinn Sigurð Leó Fossberg.
Sem barn hafði mig alltaf dreymt
um að eiga lítinn Leó og er ég mjög
þakklát fyrir að sá draumur minn
rættist áður en þú kvaddir þetta líf.
Það var mömmu og pabba mikil
ákvörðun að rífa sig upp og flytja
frá Akureyri en það gerðu þau ekki
fyrir löngu síðan. Það reyndist
mömmu sérstaklega erfitt að fara
frá þér en hún vissi að um þig væri
vel hugsað á Seli og þér liði þar eins
vel og hægt væri. Hún var í mjög
nánu sambandi við starfsfólk þar og
vissi alltaf hvernig þér leið.
Eftir að hafa látið hugann reika
yfir kertaljósi við myndina af ykkur,
elsku amma og afi, er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa átt ykk-
ur að og allt sem þið voruð mér.
Elsku mamma mín, þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
afa, betur hefði enginn gert. Við
skulum trúa því að afa líði vel hjá
ömmu og biðjum góðan Guð að gæta
þeirra.
Sofðu rótt, elsku afi minn.
Þín
Fríða.
Elsku langafi minn er dáinn.
Hann kvaddi þennan heim 9. mars
sl. Mínar sterkustu minningar um
langafa eru þegar hann kom heim til
ömmu og afa til að borða saltfisk og
hlusta á Þjóðarsálina. Þú áttir alltaf
mikið af bláu opali, kóki í gleri og
mackintoshi. Þú varst líka mjög
góður vinur fuglanna og gafst þeim
mikið af brauði og korni. Þú settist
oft með mér inn á skrifstofu og
sagðir mér sögur, þú kallaðir mig
alltaf „litlu prinsessuna þína.“ Þegar
ég fór í hálskirtlatökuna gafstu mér
bangsa sem ég skírði Trausta. Hann
skírði ég með þinni hjálp. Þegar þú
veiktist fórstu á Sel, sjúkdómurinn
sem þú varst með lýsti sér þannig
að þú gleymdir miklu, en þú
gleymdir samt aldrei höfninni, Súl-
unni, nöfnum og allra síst fjölskyld-
unni.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Guð geymi þig elsku langafi minn.
Þín
Anna Birna Fossberg.
Látinn er Leó Fossberg Sigurðs-
son fyrrverandi Útgerðarmaður á
Akureyri. Leó er langafi barnanna
minna, faðir hennar Önnu tengda-
mömmu. Ég skrifa Útgerðarmaður
með stórum staf til að leggja
áherslu á að þar fór maður sem
stundaði útgerð með reisn. Gerði út
skip allt árið um kring og skapaði
störf og verðmæti bæði á sjó og í
landi með vinnslu aflans þar. Í þá
daga var veitt það sem hafið gaf og
menn hikuðu ekki við að senda skip
á fjarlæg mið ef aflinn brást á
heimamiðum eða þá að sigla með
aflann erlendis ef svo bar undir.
Mín fyrstu kynni af Súlunni voru
fyrir um þrjátíu árum síðan þegar
aflatölur loðnubátanna voru birtar í
blöðunum og keppni var um hvert
yrði aflahæsta skipið. Ég þekkti vel
til aflaskipsins Halkions frá Vest-
mannaeyjum og fylgdist því vel með
þessari hörðu og spennandi keppni.
Yfirleitt var það norðlenska Súlan
sem var aflahæst og skaut öllum
öðrum bátum aftur fyrir sig. En
hvers vegna skildi ég síðar. Á Súl-
unni voru toppskipstjórar og áhöfn,
nýlegt öflugt skip í toppviðhaldi og
toppútgerð. Ég hefði svo mikið vilj-
að kynnast fyrr þeim útgerðar-
manni sem gerði þetta skip út en
þegar ég kynntist honum var hann
orðinn gamall maður á hjúkrunar-
heimilinu Seli á Akureyri. Ég held
ég gleymi ekki þeirri stund er Fríða
fór með mig og kynnti mig fyrir
honum afa sínum. Þrátt fyrir erf-
iðleika með tjáningu voru það augun
hans og brosið sem sögðu mér allt.
Ljóst var mér að milli Leós og
Fríðu var sérstakt samband sem og
hans og Önnu Birnu. Brosið hans og
augun voru hans sterkasta tjáning
og þau sögðu mér allt sem segja
þurfti. En sterkasta sambandið var
greinilega milli milli Leós og Önnu
tengdamömmu. Aðdáunarverð var
öll umhyggja hennar fyrir honum og
það sem hún lagði á sig þannig að
honum liði sem best. Þá reyndist
Bjössi tengdapabbi konu sinni stoð
og stytta við umönnun gamla
mannsins og var lipurð hans og
natni aðdáunarverð. Ljóst var að
milli Leós og Bjössa var sérstakt
samband sem byggðist á trausti og
eins hafði Bjössi einstakt lag á að ná
upp samræðum um gamla tímann.
Betri fyrirmyndir er ekki hægt að
hafa fyrir okkur hinum og bið ég
góðan Guð að styrkja tengdafor-
eldra mína á þessum erfiðu tímum.
Öðrum aðstandendum votta ég sam-
úð mína.
Ég þakka Leó fyrir ljúfu sam-
verustundirnar og það sem hann var
Fríðu minni og börnum.
Ármann Óskar Sigurðsson.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt við-
taka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er
enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins
vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að
disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word
og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og minningargreina