Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 39
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í
Þverspyrnu í Hruna-
mannahreppi 1. júní
1923. Hún lést 7.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Guðmundur
Jónsson, bóndi í
Þverspyrnu, f. 24.9.
1887, d. 26.3. 1965,
og Guðlaug Eiríks-
dóttir frá Hraunbæ í
Álftaveri, f. 23.5.
1895, d. 24.4. 1988.
Hún giftist árið 1962
Jakobi Elíasi Krist-
jánssyni frá Bolungarvík, f. 24.7.
1923, d. 4.11. 1982.
Sigríður ólst upp í Hruna-
mannahreppi og starfaði þar
framan af ævinni. Þá lagði hún
m.a. talsvert stund á leiklist með
Ungmennafélagi
Hrunamanna. Hún
fluttist síðan til
Reykjavíkur. Þau
Jakob bjuggu í
Hamrahlíð 17 og
ráku þar saman
körfugerð, en tága-
körfur Jakobs voru
vel þekktar. Þá
starfaði hún fyrir
Blindrafélagið og las
m.a. í sjálfboðavinnu
inn á segulbands-
spólur fyrir félagið.
Eftir að Jakob lést
bjó Sigríður í Löngu-
hlíð 23. Sigríður starfaði lengst af
hjá Vinnufatagerðinni í Reykja-
vík.
Útför Sigríðar fór fram 19.
mars í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Við andlát föðursystur okkar,
hennar Siggu, eins og við kölluðum
hana alltaf, langar okkur systkinin
að minnast hennar með nokkrum
orðum. Fyrstu minningar okkar
tengjast henni þegar hún kom á
sumrin heim að Þverspyrnu með full
koffort af góðsemi og góðgæti fyrir
sælgætisþyrst börn. Sigga frænka
bar alltaf með sér gleði og gaman-
semi og var með eindæmum mál-
hress kona, bæði við börn og full-
orðna. Voru engin takmörk fyrir því
sem hún gat rætt um, hafði ávallt
skoðun á mönnum og málefnum á
sinn gamansama hátt. Aldrei sá mað-
ur Siggu frænku skipta skapi þó hún
segði ungu frændfólki sína skoðun á
því hvernig það ætti að haga sér. Við
bárum mikla virðingu fyrir Siggu því
henni var fátt óviðkomandi.
Líf Siggu frænku einkenndist af
því að hún var gjafmild og góð kona
með stórt hjarta. Hún var alltaf
tilbúin að gefa öðrum andlegt og ver-
aldlegt fóður þó hún hefði ekki alltaf
úr stórum veraldlegum sjóðum að
spila. Sigga frænka bar með sér að
hún var gáfuð kona sem vildi afla sér
þekkingar alla sína ævi þó hún hefði
ekki mikla eða langa skólagöngu að
baki. Hún las mikið og hafði unun af
því að grúska í bókum og fór sínar
eigin leiðir í því. Á seinni árum sneri
hún oft sólarhringnum við, las og
grúskaði á nóttunni og hafði síðan
sína hentisemi á því hvenær hún fór
á fætur. Sigga var ávallt sjálfstæð
kona og fór sínar eigin leiðir og hafði
í raun ekki miklar áhyggjur af því þó
hún færi ekki alltaf troðnar slóðir.
Sigga var líka fræg fyrir sín löngu
samtöl því þegar hún byrjaði að tala
um einhver málefni og spyrja frétta
vildu þau teygjast því fátt var henni
óviðkomandi.
Þótt oft blési á móti lagði Sigga
samt aldrei árar í bát og sinnti
frændfólkinu af alúð. Sigga var oft
tengiliðurinn milli frændgarðsins og
vissi þá oftar en ekki hvað var að ger-
ast hjá hverjum.
Við viljum því þakka henni Siggu
okkar fyrir allt það sem hún gerði
fyrir okkur í gegn um tíðina og
kveðja hana með þeim orðum að hún
á vísan stað í hjörtum okkar. Hvíl þú,
Sigga, í friði.
Systkinin frá Þverspyrnu.
Elsku Sigga. Mig langar að skrifa
smáþakklætiskveðju til þín.
Það eru nærri fjörutíu ár síðan þið
Kobbi komuð fyrst í Sporð og var
það árvisst að þið komuð norður á
sumrin. Alltaf var tilhlökkunin jafn-
mikil að hitta ykkur og var oft glatt á
hjalla.
Ég veit að hún amma mín tekur
vel á móti þér og veit að þið eigið eft-
ir að hlæja saman á ný.
Alltaf var maður velkominn á
Holtsgötuna, Hamrahlíðina og
Lönguhlíðina og viljum við fjölskyld-
an þakka allar þær ánægjustundir.
Ekki datt mér í hug þegar við
nafna þín vorum hjá þér í desember
sl. að svona stutt væri í kveðjustund-
ina. Þá var kvíði í þér að vera að fara
í enn eina aðgerðina. Fyrst þú stóðst
af þér þessi alvarlegu veikindi í jan-
úar, hélt ég að ég fengi að njóta sam-
vista við þig lengur. Ég var farin að
hlakka til að sýna þér fyrsta barna-
barnið, sem hún nafna þín ætlar að
koma með í vor.
Elsku Sigga, það voru mikil for-
réttindi að þekkja þig í nær fjörutíu
ár. Hafðu þökk fyrir allar skemmti-
legu samverustundirnar.
Jóhanna S. Ágústsdóttir.
Fyrir nokkru lést í Reykjavík
sómakonan Sigríður Jónsdóttir tæp-
lega áttræð að aldri. Sigríður tengd-
ist Blindrafélaginu um margra ára
skeið. Þannig var að eiginmaður Sig-
ríðar, Jakob E. Kristjánsson, starf-
aði við körfugerð hjá Blindraiðn
Blindravinafélags Íslands. Síðar
setti hann á stofn eigin körfugerð og
starfrækti hana í húsi Blindrafélags-
ins frá því rétt fyrir 1970 og allt til
dauðadags, 1982.
Sigríður var einstök kona. Mennt-
un hennar var fyrst og fremst úr
reynsluskóla lífsins. Hún var glögg á
marga hluti og las mikið. Hún var
óhemju nákvæm og vildi hafa allt á
hreinu. Sem dæmi get ég sagt frá því
að hún las margar bækur inn á seg-
ulbandsspólur. Spólurnar voru svo
lánaðar út til þeirra, sem vegna lít-
illar eða engrar sjónar gátu ekki les-
ið. Svo þegar tónsnældan kom til
sögunnar var hætt að lesa hljóðbæk-
ur í heimahúsum og öll hljóðritunin
færðist í hljóðver Blindrafélagsins.
Síðar tók Blindrabókasafnið yfir þá
starfsemi. Fyrir nokkrum mánuðum
kom Sigríður með tækið, sem hún
hafði haft undir höndum í rúman ald-
arfjórðung og vildi koma því í réttar
hendur, þótt tækið væri löngu orðið
úrelt.
Ég hef stundum hugsað um lífs-
hlaup kvenna eins og Sigríðar. Hún
vann lengi hjá Vinnufatagerðinni.
Svo tók við heimilisrekstur. Eigin-
maður hennar var mjög sjóndapur
og þegar ég kynntist þeim hjónum í
lok sjöunda áratugarins var sjónin
nær horfin. Jakob var oft á tíðum
mjög bitur út í lífið. Honum fannst
hann ekki hafa notið sín sem skyldi
og sjálfsagt hefur hann fallið í þá
gryfju eins og við mörg, sem erun
sjóndöpur að reyna að leyna sjón-
deprunni eins og kostur er. Jakob
var einhver verklagnasti maður, sem
ég hef kynnst. Ef gera þurfti við ein-
hverja hluti, þá hætti hann ekki fyrr
en hann gat lagað það og gert við,
sem þurfti. Þá átti Jakob það til að
vera dálítð glettinn og með eindæm-
um stríðinn. En hann vildi hvers
manns vanda leysa, gæti hann það.
Sigríður umbar mann sinn með
stakri þolinmæði, þótt stundum
hvessti dálítið hjá henni fann maður
að undir storminum bjó mikil logn-
kyrra, en tilfinningarnar urðu stund-
um að fá útrás. Það hlýtur að vera
meira en að segja það þegar fólk
ruglar saman reitum sínum og annað
er verulega fatlað. Þá þarf annað
hjónanna að setja sig í spor þess sem
fatlað er. En sá fatlaði gleymir alloft
að sýna maka sínum þá nærgætni,
sem þörf er á í samskiptum.
Jakob og Sigríður reyndust mörg-
um íbúum í Hamrahlíð 17, húsi
Blindrafélagsins, mjög hjálpleg og
vinsamleg. Þegar Jakob lést, flutti
Sigríður í nágrenni Blindrafélags-
hússins og hélt sambandi við vini
sína þar allt til dauðadags. Hún var
ávallt tilbúin að liðsinna þeim, sem
þurftu.
Með Sigríði er gengin góð kona,
sem við minnumst með virðingu.
Gísli Helgason
formaður Blindrafélagsins.
SIGRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
✝ Jónína T. Elías-dóttir fæddist í
Skáladal í Sléttu-
hreppi 31. október
1915. Hún lést 12.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Halldóra
Elín Árnadóttir og
Elías Albertsson.
Jónína hóf sambúð
með Aðils Ragnari
Erlendssyni frá
Sléttu, f. 25. nóvem-
ber 1906, d. 7. mars
1991. Bjuggu þau
fyrst í Reykjavík, síð-
ar á Hesteyri í Sléttuhreppi, Suð-
ureyri við Súgandafjörð, Akra-
nesi og að lokum í
Kópavogi. Þau eign-
uðust þrjár dætur:
Erla Helga, gift Sig-
urði Guðmundssyni,
þau búa á Kirkjubóli
í Hvítársíðu og eiga
þrjú börn. Alfa Ey-
rún, gift Guðmundi
T. Magnússyni, þau
búa í Reykjavík og
eiga fjögur börn. El-
ín Herborg, gift
Helga Þorvaldssyni
þau búa í Kópavogu
og eiga þrjú börn.
Útför Jónínu fer
fram frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við góða konu, Jón-
ínu Elíasdóttur. Það var alltaf jafn-
gaman að koma við hjá Jónínu ömmu
og spjalla stutta stund. Amma hafði
frá mörgu fróðlegu að segja enda
ólst hún upp í þjóðfélagi svo gjör-
ólíku því sem við þekkjum í dag. Jón-
ína amma ólst upp á afskekktum stað
í Skáladal og síðar á Hesteyri í
Sléttuhreppi og átti góðar minningar
frá æsku sinni. Er mér meðal annars
minnisstæð ein kvöldstund nú í des-
ember þar sem amma sagði mér frá
húslestrunum sem haldnir voru á
æskuheimili hennar, þar sem var
sungið, beðið og lesið uppúr guðs
orði. Jónína amma var dugleg kona
og vinnusöm og á gamals aldri prjón-
aði hún enn peysur og sokka og
saumaði út í dúka og púða af stakri
snilld.
Jónína hugsaði vel um sitt fólk.
Hún var áhugasöm um hvað allir
voru að sýsla og spurði alltaf frétta
af stórum sem smáum í fjölskyld-
unni. Hún var hugulsöm og gætti
alltaf að því að ég væri vel klædd
þegar haldið var heim á leið og aldrei
fór ég heim með tóman maga. Þær
verða ekki samar gönguferðirnar
þegar ekki verður staldrað við hjá
ömmu. Ég minnist Jónínu ömmu
með hlýhug og þakka fyrir þær
ómetanlegu stundir sem við áttum
saman.
Guð blessi minningu Jónínu Elías-
dóttur.
Guðrún Laufey Guðmunds-
dóttir.
JÓNÍNA
ELÍASDÓTTIR
) (;<
# &$1'
- % % '&'=B
#$% #
5 +
& 6 & ) / /1
' /0 01&&'
6 /0 01&&'
/0 01&&'
1% /0 01&&'(
;))<
& ##$% 'B
)# '
*& &'
' 7 8 + & 7 % &
)) / /1
9 +&
*& &'
' 7 % ':$
%01&&'
-%# /% 3 ;%&%.'$/ 01&&'
' /% 3 ) ' 6G1 01&&'
/0 /% 3 - %) % & ' 01&&'
' /% 3
)%& '-%0 %3
'1 $%:
3$ #0(
" # ;)))-))
$4#%F '
:%%""
&$%% '
.& ) +
& 0 & ) ! 11
78&-$%& & 0
%*$#-$%& & 0
-%%0 3 %0 3(
.)6;<
;4%
'&4'=>
$ +
& " & ) / /1
%%* 0'#& 01&&'
* 0'#&(.% ' 3 -0%9% 01&&'
(.% ' 01&&' %*(% 3
%%:3%%%:(
.);<
*%#% '!
3 '
+ & : & -
)) 5 11
5 0 % 01&&' /09' &' 3(
; 5H
6I5
'&%- %//'
+
&' < ;3
.& 8
*%
1%' 1 01&&'(