Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                          ! "# BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. DANSKUR rithöfundur, Marianne Gade, hefur áhuga á að komast í samband við ættingja sína á Íslandi. Langamma hennar, Viktoría Jóns- dóttir, fluttist til Kaupmannahafnar 18 ára gömul, giftist þar og eignaðist fjölskyldu. Íslenskir ættfræðingar hafa verið Marianne hjálplegir við að rekja ættir Viktoríu hér á Íslandi. Faðir Viktoríu hét Jón Jónsson, f. 25. apríl 1818 á Stokkahlöðum (Svarf- dælingar I). Móðir hennar hét Anna Þorláksdóttir, f. 21. júní 1824. Þau eignuðust 8 börn sem voru: a) Anton Jónsson, f. 10. apríl 1848, bóndi í Hamarkoti. b) Kristjana Jónsdóttir, f. 25 október 1851, húsfreyja á Sökku. c) Anna María Jónsdóttir, f. 8. febr- úar 1856, barn hennar: Theodór Árnason, fiðluleikari. d) Jósep Jónsson, f. 25. júlí 1857, ökumaður á Akureyri, barn hans: Jóhannes Jósepsson, glímukappi og gestgjafi á Hótel Borg. e) Jón Aðalsteinn Jónsson, f. 28. ágúst 1859, skósmiður á Akureyri. f) Viktoría Jónsdóttir, f. 22. janúar 1862, Danmörku. g) Jóhann Jónsson, f. 21. mars 1865. h) Magnús Jónsson, f. 14. apríl 1871, vinnumaður á Akureyri. Börn Magnúsar og Margrétar Sigríðar Sigurðardóttur voru 7 tals- ins. Þeirra á meðal: ha) Aðalsteinn Magnússon, f. 10. sept. 1892, skipstjóri á Akureyri. hb) Viktor Magnússon, f. 10. sept. 1897. hc) Sigursteinn Magnússon f. 24. des. 1899, ræðismaður Íslands í Skotlandi, barn hans: Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður. hd) Ásta Magnúsdóttir, f. 2. ágúst 1902. he) Anna Magnúsdóttir, f. 20. apríl 1905. Marianne hefur í höndum lista yfir afkomendur Magnúsar og Mar- grétar og hefur mjög gaman af að stauta sig í gegnum hann. Marianne Gade er fædd 1945. Hún hefur skrifað 12 barnabækur en byrjaði nýlega að skrifa bækur fyrir fullorðna og hefur sent frá sér tvær slíkar. Hún vinnur nú að skáldsögu sem hún tengir íslenskum uppruna sínum. Marianne biður ættingja sína á Ís- landi að senda sér línu á dönsku eða sænsku í bréfi eða með tölvupósti. MARIANNE GADE, Rædersvej 12, 6000 Kolding, Danmark, marianne.gade@get2net.dk. Langömmu leitað Frá Marianne Gade: ÞAÐ er engin algild trú þó að þeir sem tilheyra hverjum trúarhópi fyrir sig fullyrða að sín trú sé sú eina sanna (hvernig sem það getur stað- ist). „Hvernig væri heimur án trúar,“ spyrja eflaust margir guðræknir ein- staklingar sig. Flestir myndu eflaust svara því að það væri hrikalegur heimur, en ég spyr: Hvað er það ná- kvæmlega sem væri svo hrikalegt? Hvað er það sem gerir trúna svo frá- bæra? Svarið gæti verið á þá leið að trúin veitti huggun og án trúarinnar fengi fólk minni hvatningu, eins og til dæmis þeir sem hafa frelsast burt frá eiturlyfjum. Þá segi ég á móti: Hvað hefur orðið um það að geta treyst á næsta mann? Hvað varð um það að geta hallað sér að náunganum og fengið alla þá huggun sem maður vill? Hvað eiturlyfin varðar hefði fólk aldrei byrjað að reykja ópíum, elsta eiturlyfið í heimi, ef það hefði ekki verið partur af trúariðkun fyrr á öld- um og ennþá. Sannleikurinn sem all- ir vilja líta fram hjá af hræðslu við reiði kirkjunnar og „sannkristinna“ manna sem hóta öllu illu um leið og guð þeirra er gagnrýndur, er sá að trú veldur þjáningum, fordómum, aðskilnaði, fjarlægð þjóðfélagshópa hvor frá öðrum og svona mætti áfram telja og ég gæti skrifað bók fulla af rökum sem styðja að trú sé mannskemmandi. Þjáningar: Fréttnæmasta stríðið í dag er Ísrael/Palestínu stríðið. Hversu margir hafa dáið og munu deyja vegna túlkunar Ísraelsmanna á klausu í biblíunni? Svo hyllir fólk hina heilögu hefnd og öll hefndar/ hermdarverk eru framin í nafni All- ah/Jahve/Shivu eða hvað sem þessir ofstrúarmenn vilja kalla „þann al- máttuga“, því allir guðir hvers og eins eru jú almáttugir samkvæmt hverjum og einum (hvernig sem það gengur upp). Fordómar: Fordómar gagnvart samkynhneigðum, svörtum, gyðing- um, múslimum, kristnum, vangefn- um, konum og svona mætti halda áfram í allan dag og á meðan skapa fordómarnir þjáningar yst sem innst. Aðskilnaður: Aðskilnaður svartra og hvítra, ríkra og fátækra, samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra, krist- inna og múslima, allt þetta og ótal margt fleira hefur trúin fært okkur og mun halda áfram að færa okkur um ókomin ár. Fjarlægð þjóðfélagshópa: Nú er svo komið að fólk vill frekar finna samkennd með upplognu fólki í bók- um skrifuðum fyrir mismunandi mörgþúsund árum en að tala við börnin sín, maka sinn eða að sjá sóma sinn í því að fara út og gera mannlega skyldu sína gagnvart öðru fólki og hjálpa því. Hvað græðir palestínskt barn sem hefur misst pabba sinn, mömmu, systkini og húsaskjól á því að Jón Jónsson og kona hans biðji fyrir hon- um? Horfist í augu við sannleikann: Það hefur ekki virkað hingað til og mun ekki virka úr þessu! Væri afnám trúar þá svo slæmt? Nei. Það er svarið sem ég gef ykkur eftir að hafa hugsað um spurn- inguna. Hinir sem eru í afneitun geta leitt rök að hinu. FINNUR GUÐMUNDSSON, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Skeiðarvogi 135, Reykjavík. Heimur án trúar Frá Finni Guðmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.