Morgunblaðið - 20.03.2002, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 49
MEÐ bréfi mínu dags. 4. mars sl.
beindi ég fyrirspurn til Kaupþings
hf. um að fyrirtækið upplýsti mig um
hvaða hagsmunir það séu, hagsmun-
um einstakra sérlífeyrisþega ofar,
sem virðast ráða því hvernig sérlíf-
eyrissparnaði þúsunda opinberra
starfsmanna og annarra launþega í
landinu sé ráðstafað hjá Kaupþingi;
og bendi ég í því sambandi á hag-
kvæmni þess að opna bundna banka-
reikninga í nafni þeirra á meðan
ávöxtunin á fjármagnsmarkaðnum
er jafn óhagstæð og undanfarin miss-
eri.
Bréf þetta var ennfremur birt í
Morgunblaðinu hinn 6. þ.m.
Ennþá hefur mér ekki borist svar
Kaupþings hf. Vefst móttakendum
bréfsins e.t.v. tunga um tönn?
Kannski get ég aðstoðað!
Er það ekki þannig að ef fjármála-
stofnun, t.d. á borð við Kaupþing hf.,
ráðstafar uppsafnaðri sérlífeyris-
sjóðsinneign launþega eingöngu með
því að opna bundna bankareikninga,
þótt með góðri ávöxtun sé, fengi
stofnunin aðeins smávægilega um-
sýsluþóknun hjá viðkomandi banka
vegna slíkra viðskipta?
En er það hinsvegar ekki þannig, í
fyrsta lagi, að ef fjármálastofnun, t.d.
á borð við Kaupþing hf., ráðstafar
þessu sparifé með því að kaupa verð-
bréf verðbréfasjóða í eigu og vörslu
hennar og selji viðskiptavinum,
„skjólstæðingum“, sínum, getur hún
reiknað sér þóknum af þessum við-
skiptum?
Er það ekki einnig þannig, í öðru
lagi, að við viðskipti sem þessi getur
fjármálastofnun, t.d. á borð við
Kaupþing hf., ennfremur fært sér til
tekna gengismun seldra og keyptra
verðbréfa?
Er það ekki einnig þannig, í þriðja
lagi, að við viðskipti sem þessi er við-
komandi fjármálastofnun, t.d. á borð
við Kaupþing hf., í sjálfsvald sett úr
hvaða sjóði eða sjóðum verðbréf skuli
keypt í þetta og hitt skiptið, til yf-
irfærslu inn á reikning viðkomandi
sérlífeyrissjóðshafa; – og getur þar
með auðveldlega losað sig við verð-
bréf sem stofnunin telur óhagstæð
sínum eigum hagsmunum?
Og er það ekki ennfremur þannig, í
fjórða og síðasta lagi, að þegar við-
komandi launþegi lætur af störfum
fyrir aldurs sakir og fær inneign sína
útborgaða, getur viðkomandi fjár-
málastofnun, t.d. á borð við Kaup-
þing hf., reiknað sér til tekna þóknun
og/eða gengismun að þeim viðskipt-
um einnig?
Sé svarið við einu eða fleirum af
þessum atriðum já er þá ekki um leið
fundið svar við fyrirspurn minni, þ.e.
hvaða hagsmunir, hagsmunum ein-
stakra sérlífeyrisþega ofar, ráða
ferðinni við ráðstöfum sparifjár
þeirra?
Eins og fram kom í fyrsta bréfi
mínu hefi ég þegar tekið út sérlífeyr-
isinneign mína hjá Kaupþingi og hefi
ég því ekki lengur beinna hagsmuna
að gæta í þessu máli. Bréf þetta er
því fyrst og fremst ritað í þágu þeirra
þúsunda ríkisstarfsmanna og ann-
arra launþega sem beint og óbeint
hafa falið Kaupþingi hf. ráðstöfun á
sérlífeyrisinneign sinni.
Að lokum þetta. Í ljósi ofanritaðs
og með tilvísun til þess að einmitt
þessa dagana auglýsir Búnaðarbanki
Íslands bundna reikninga, lífeyris-
bækur, með 15,67% nafnávöxtun árið
2001, bústólpa, með nafnávöxtun
15,13% árið 2001 og eignalífeyrisbók,
óbundinn reikning með 10,93% nafn-
ávöxtun árið 2001, væri ekki rétt að
Kaupþing hf. kanni meðal „skjól-
stæðinga“ sínna hvort þeir vilji láta
færa sérlífeyrisinneign sína úr vörslu
í einhverjum verðbréfasjóðum og inn
á bundna bankareikninga?
P.S. Fróðlegt væri að heyra skoð-
un Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis-
ins, LSR, á þessu máli sem LSR á
stóran hlut að, með tilheyrandi mik-
illi ábyrgð gagnvart sínum lífeyris-
sjóðsþegum.
Kannski formaður sjóðsins, Ög-
mundur Jónasson alþingismaður,
vilji tjá sig um málið, en hann er einn-
ig formaður BSRB og ber hann sem
slíkur mikla ábyrgð gagnvart hags-
munum félagsmanna þess.
TORBEN FRIÐRIKSSON,
fv. ríkisbókari.
Enn fyrirspurn til forráða-
manna Kaupþings hf.
Frá Torben Friðrikssyni:
J. RÚNAR Magnússon orkuverk-
fræðingur ritar bréfkorn í Morgun-
blaðið 13. mars sl., þar sem hann ger-
ir athugasemdir við skrif mín. Ég hef
svo sem ekkert við það að athuga að
menn taki upp hanskann fyrir Stefán
Jón, líkt og J. Rúnar Magnússon
gerir. Hinsvegar þykir mér miður
þegar mér eru gerðar upp skoðanir
og mér borið á brýn að boða stöðnun.
Hvergi setti ég fram nokkra stefnu
eða skoðun á menntamálum í bréfi
mínu. Ég er ekki í framboði né held
ég úti heimasíðu til að boða nokkra
stefnu. Þvert á móti er ég sammála
J. Rúnari Magnússyni um að efla og
auka beri menntun í landinu. Hvern-
ig er hægt að vera á móti slíku?
Ég hinsvegar er á móti ábyrgðar-
lausu tali um skuldsetningu. Skrif
Stefáns Jóns voru vissulega háleit en
um leið ábyrgðarlaus. Það er
ábyrgðarhlutur þegar stjórnmála-
maður boðar fjárútlát án þess að
huga að því að greiða þurfi lán sem
tekin eru. J. Rúnar Magnússon tek-
ur síðan að sér að skýra út fyrir mér
með föðurlegum hætti hverskonar
störfum menntað fólk sinnir. Reikn-
ar einnig út hagkvæmni virkjunar í
fáeinum línum. Gæti ég með sama
hætti vænt J. Rúnar Magnússon um
yfirlæti en látum það á milli hluta
liggja.
STEINÞÓR JÓNSSON,
bakari,
Hléskógum 18, Reykjavík.
Furðuleg
gagnrýni
orkuverk-
fræðings
Frá Steinþóri Jónssyni:
Vorum að taka upp nýjar vörur
Freemans - Bæjarhrauni 14 -
s: 565 3900 - www.freemans.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Tölvu-
bókhald
Markmiðið með þessu 96 kennslustunda námi er að þjálfa
nemendur fyrir víðtæk tölvubókhaldsstörf í atvinnulífinu.
Kennt er á “Navision Financials” með viðbótarlausnum
sem skiptast niður í eftirfarandi námsgreinar:
Nemendur sem sækja námið þurfa að hafa haldgóða
tölvuþekkingu og skilning á bókhaldi.
Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið sem
hefjast 11. og 20. apríl.
Upplýsingar og innritun: 544 4500 og á www.ntv.is
Grunnkerfi (6)
Fjárhagsbókhald og launakerfi (36)
Sölu- og viðskiptamannakerfi (24)
Birgða,- innkaupa- og tollakerfi (30)
Verklegar æfingar
(kennslustundir í sviga):
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
tv
.i
s
Navision Financials
Nýja Moisture Surge Extra
eða Light frá Clinique fyrir andlit
og Moisture Surge Eye Gel
fyrir augu gefa húðinni
heilbrigðara og frísklegra útlit.
Rakastig húðarinnar
hækkar óðfluga.
Rakatap af völdum sólar
og umhverfisáhrifa er bætt.
Húðin fær allan þann raka
sem hún þarfnast.
Moisture Surge sefar, sléttar og
mýkir og deyfir fíngerðar þurrklínur.
Eins og vænn sopi af vatni
fyrir þann sem þyrstir.
Hjálp til handa
þyrstri húð
Nýjar vörur
sem slökkva þorstann
Moisture Surge Extra 30 ml. 2.664
Moisture Surge Extra 50 ml. 3.755
Moisture Surge Light 30 ml. 2.664
Moisture Surge Light 50 ml. 3.755
Moisture Surge Eye Gel 15 ml. 3.028
Clinique 100% ilmefnalaust
www.clinique.com
100% ilmefnalaust
Ráðgjafar Clinique verða í Lyf & heilsu:
Miðvikudag: Austurveri og Kringlu.
Fimmtudag: Melhaga og Mjódd.
Föstudag: Hamraborg og Austurstræti.
Laugardag: Á Selfossi.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 10.
apríl í heilar 4 vikur. Vorin eru fegursti tími ársins á Spáni,
og hér getur þú notið veðurblíðu og einstakra aðstæðna á
kjörum sem aldrei hafa sést fyrr. Þú bókar núna og tryggir
þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í
þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur
þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu sætin
Vorið á
Benidorm
10. apríl í 4 vikur
frá kr. 39.863
Verð kr. 39.863
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð, 10. apríl, 4 vikur.
Flug og gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450.