Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 51 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir innsæi og skiln- ingi og átt auðvelt með að ávinna þér traust. Það er kominn tími á breytingar í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag ættirðu að setja sjálfan þig í forgang. Það er ekki eig- ingirni því þú þarft að end- urhlaða batteríin fyrir árið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Mars er í merki þínu og það gerir þig mjög kraftmikinn. Þú ættir þó að hvíla þig og fara þér hægt því það hentar þér best. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú nýtur þess að ræða vonir þínar og framtíðardrauma við vin þinn. Viðbrögð hans við áætlunum þínum geta orðið þér mikil hvatning. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Hikaðu ekki við að taka á þig aukna ábyrgð því þú munt standa undir henni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hugmyndir um að víkka sjón- deildarhringinn með ferða- lögum eða framhaldsmennt- un eru góðir kostir. Vertu hugrakkur og ævintýragjarn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn hentar vel til að huga að skuldum, reikning- um, tryggingamálum og því sem viðkemur erfða- og fast- eignamálum. Þú þarft að huga að þessum málum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einhver náinn þér getur kennt þér eitthvað mikilvægt um sjálfan þig í dag. Slakaðu á, þessi einstaklingur vill þér aðeins það besta og þú átt eft- ir að þakka honum fyrir ábendinguna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fylgdu hugboði þínu og komdu skipulagi á atvinnu- og einkalíf þitt. Hreinsaðu út úr skápum, raðaðu í hillur og losaðu þig við það sem þú ert hættur að nota. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skipuleggðu boð eða veislu. Þú hefur ríka þörf fyrir að skemmta þér og vera með öðrum. Láttu verða af því. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að kaupa eitthvað nýtt til heimilisins eða gera eitthvað til að lyfta þér upp. Það veitir þér ánægju að eiga fallegt heimili og góða fjöl- skyldu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Settu þig í samband við systkini þín eða aðra ættingja og segðu þeim hve miklu máli þau skipta þig. Við látum allt of oft hjá líða að segja þessa hluti hreint út. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vertu óhræddur við að fram- kvæma snjallar fjáröflunar- hugmyndir þínar. Þú munt sjá að hæfileiki þinn til að láta þig dreyma getur skilað ríku- legum árangri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 20. mars, er fimmtugur Konráð Þórisson fiskifræðingur, Blesugróf 17, Reykjavík. Hann heldur upp á afmælið með eiginkonu sinni, Mar- gréti Auðunsdóttur, síðar á árinu. Þau hjónin ætla því að forðast höfuðborgina í dag. 70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 20. mars, er sjö-tugur Haukur Gíslason, hárskeri, Garðavík 3, Borg- arnesi. Eiginkona hans, Hanna Þ. Samúelsdóttir, verður sjö- tug nk. föstudag 22. mars. Í tilefni þessa taka þau á móti ættingjum og vinum laugardaginn 23. mars kl. 15-18 í Fé- lagsbæ, Borgarnesi. LJÓÐABROT PASSÍUSÁLMUR NR. 51 Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann. Og fólkið kaupir sér far með strætisvagninum til þess að horfa á hann. Það er sólskin og hiti, og sjórinn er sléttur og blár. Þetta er laglegur maður með mikið enni og mógult hár. Og stúlka með sægræn augu segir við mig: Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig? Steinn Steinarr 1. d4 e6 2. Rf3 c5 3. c3 Rf6 4. Bg5 b6 5. e3 Be7 6. Rbd2 Bb7 7. Bd3 h6 8. Bh4 cxd4 9. exd4 Rh5 10. Bg3 Rxg3 11. hxg3 d6 12. De2 Rd7 13. O-O-O Dc7 14. Kb1 a6 15. Hc1 b5 16. g4 g5 17. Re4 Bxe4 18. Bxe4 d5 19. Bd3 Df4 20. g3 Dd6 21. Hh3 Kf8 22. Re5 Bf6 23. f4 Kg7 24. Hch1 Haf8 Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Björn Þorfinnsson (2279) hafði hvítt gegn Ingólfi Gíslasyni (1790). 25. Hxh6! Hfg8 Ekki gekk upp að leika 25... Hxh6 þar sem eftir 26. Hxh6 Kxh6 27. Dh2+ mátar hvítur í næsta leik. 26. Hxh8 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hvað er öruggur trompslag- ur í vörn? Ásinn er vissulega öruggur slagur, svo og KD og DG10. En hvað með 109xxx? Norður ♠ DG ♥ Á10742 ♦ DG62 ♣Á5 Vestur Austur ♠ -- ♠ 109653 ♥ KG863 ♥ 9 ♦ 10975 ♦ Á843 ♣G873 ♣D102 Suður ♠ ÁK8742 ♥ D5 ♦ K ♣K964 Suður spilar sex spaða og vestur kemur út með tígul. Austur tekur á ásinn og spil- ar trompi um hæl, gjörsam- lega áhyggjulaus. En fær austur örugglega slag á tromp? Svo virðist vera við fyrstu sýn, en lítum betur á. Sagn- hafi tekur á DG í tígli og hendir hjarta og laufi heima. Trompar því næst tígul. Þá spilar hann hjarta á ásinn og stingur hjarta, en austur hendir laufi. Laufkóngur og ás eru næst lagðir inn á bók og síðan er hjarta spilað úr borði í þessari stöðu: Norður ♠ D ♥ 1074 ♦ -- ♣-- Vestur Austur ♠ -- ♠ 10965 ♥ KG ♥ -- ♦ -- ♦ -- ♣G8 ♣-- Suður ♠ ÁK8 ♥ -- ♦ -- ♣6 Það ber ekki á öðru en að trompslagur austurs sé horf- inn. Ef hann stingur með ní- unni, yfirtrompar sagnhafi, trompar lauf með drottningu og fær tvo síðustu slagina á Á8 með trompbragði. Já, það er fátt öruggt í þessum heimi. Með morgunkaffinu Ég hætti að hafa áhuga á stjórn- málum þegar það rann upp fyrir mér að minn flokkur tapaði alltaf, sama hver hann var. Pennavinir í Japan. Þeir sem hafa áhuga á að eignast japanska pennavini sem skrifa á ensku geta sent nöfn sín og heimilisföng til: International Pen Friend Club, c/o Kiyohisa Fukuda, 124 Nishihirajima, Okayama, 709-0633, Japan. AKIKO, sem er 25 ára gömul frá Japan, óskar eftir íslenskum pennavini. Áhugamál hennar eru bréfa- skriftir, kvikmyndir, köfun og eldamennska. Hún skrif- ar á ensku. Akiko Ikeda, 234Gou K2Tou 2Gou 3 Ban 1Choume I segaoka Fukuyama-Shi, Hiroshima 721-0915, Japan. JOSÉ, sem er 75 ára gam- all Spánverji, óskar eftir ís- lenskum pennavini. Áhuga- mál hans er að safna og skiptast á notuðum símkort- um. José Bermejo, Paseo de Hériz 19, 20008 San Sebastian, Spain. WILL, sem er 10 ára bandarískur drengur, og er að læra um Ísland, óskar eftir að skrifast á við ís- lenskan dreng á svipuðu reki. Will Hoover, 681 W. Louther St. Carlisle PA, USA 17103. Pennavinir  Ég vil þakka öllum þeim, sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu þann 27. febrúar sl. Margrét Sigurjónsdóttir, Vesturgötu 22. BÆNDAFERÐIR Símanúmer okkar eru: 533 1335 og 588 6506 BÆNDAFERÐIR ehf., Byggðarenda 2 Laus sæti eru enn í eftirtaldar Bændaferðir árið 2002. VOR 1 Ulm - Riva við Gardavatn - Svartiskógur 12. til 22. apríl – 4 sæti SUMAR 1 Alsace í Frakklandi - Sviss - Riva við Gardavatn - Tyról í Austurríki - Svartiskógur 3. til 16. júní - 12 sæti SUMAR 4 Austurríki - Ungverjaland - Tékkland - Þýskaland 10. til 23. júní - 8 sæti SUMAR 6 Berlín og Pólland 14. til 27. júní (3 nætur í Berlín) - 7 sæti SUMAR 7 Austurríki (Týról) Riva og Lugano í Sviss 24. júní til 7. júlí 8 - sæti SUMAR 9 sama áætlun og í SUMAR 7 19. ágúst til 1. sept. 14 - sæti SUMAR 10 Austurríki - Ungverjaland - Tékkland - Þýskasland 26. ágúst til 8. sept. 6 - sæti SUMAR 11 Austurríki (Týról) - Sviss - Svartiskógur 26. ágúst til 8. sept. - 14 sæti SUMAR 12 Salzborg - Portoroz - Brixen í S-Tyról 7. til 21. júlí 6 - sæti HAUST 2 Þýskaland – Riva við Gardavatn 15. til 25. okt. - 17 sæti HAUST 3 Rín og Mosel í Þýskalandi 27. okt. til 3. nóv. - 32 sæti Í eftirtöldum ferðum eru biðlistar: VOR 2, SUMAR 2, 3, 8 OG HAUST 1 Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í okkar Bændaferðum í ár þá er um að gera að hafa samband sem allra fyrst. Enn einu sinni viljum við hjá Bændaferðum minna á að “Úrvals bændaferðir” eru okkur óviðkomandi, við leggjum ekki til fararstjóra eða höfum nokkurn skapaðan hlut að gera með þær ferðir. Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Opið frá kl. 11–18 Verslunin hættir Verðhrun Allt á að seljast FRÉTTIR AÐFARANÓTT síðastliðins sunnudags, hinn 17. mars, laust fyrir kl. 3 varð karlmaður fyrir slysi þar sem hann var staddur í Austurstræti á móts við Subway og meiddist á fæti. Ekki er ljóst hvort þarna var um umferðarslys að ræða eða ekki. Þeir sem urðu vitni að um- ræddu atviki eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.