Morgunblaðið - 20.03.2002, Síða 54
ÞAÐ VERÐUR alltaf umdeilt
hvernig hinn fullkomni maður er
þótt flestir hallist að því að hann
sé vöðvastæltur og með fagran
limaburð. Þeir eru svo til sem
segja að líkamsburðir skipti ekki
svo miklu máli lengur; karlmaður
þurfi ekki að geta fellt uxa með
einu hnefahöggi, heldur sé meira
um vert að hann kunni góð skil á
tölvum og forritum. Í því samhengi
mætti eins halda því fram að kyn-
tákn framtíðarinnar, að því leyti
sem kyntáknsstaða byggist á því
að konur vilji eiga með viðkomandi
börn, muni vera gráhvítur á hör-
und, skvapholda forritari.
Aðfluttar fyrirmyndir
Sú mynd af hinum fullkomna
karlmanni sem ríkjandi er í dag
hefur talsvert breyst frá fyrri öld-
um en er þó býsna lík þeirri mynd
sem myndaðist í bandarískri þjóð-
arsál fyrir hundrað árum eða svo
þegar prússneskur sirkusmaður,
Eugene Sandow, var almennt við-
urkenndur vestan hafs sem hinn
fullkomni karlmaður og síðar þegar
annar aðfluttur Bandaríkjamaður,
Ungverjinn Erik Weisz sem tók
sér nafnið Harry Houdini, varð
heimsfrægur fyrir djörfung sína
ekki síður en stæltan líkama. Við
sögu þessarar myndar kemur síðan
enskur lávarður sem til varð vest-
an hafs þótt hann hafi alist upp í
myrkviðum Afríku, John Clayton
sem uppeldismóðir hans kallaði
Tarzan. Þannig rekur sagnfræðing-
urinn John F. Kasson aftur söguna
í bókinni Houdini, Tarzan, and the
Perfect Man og nefnir þessa þrjá
sem frummyndir hins fullkomna
karlmanns vestan hafs og víðar.
Kasson kemur víðar við í frá-
sögninni því hann nefnir til sög-
unnar ýmsar persónur í auka-
hlutverkum, eins og til að mynda
Julian Eltinge sem var frægasti
klæðskiptingur síns tíma og naut
almennrar hylli, og Henry Dixey,
sem var á tímum tíma rómaður
fyrir fegurð og fallegan limaburð
en hvarf gersamlega í skugganna
af Sandow.
Dýrkun karlmennsku
og hreysti
Dýrkun á mannslíkamanum er
ekki ný af nálinni, og þá er ekki
átt við kvenlega fegurð heldur
dýrkun karlmennsku og hreysti, á
vöðvastæltum og kraftalegum karl-
mannslíkama. Í bókinni veltir
Kasson fyrir sér upphafi nútíma
dýrkunar á karlmannslíkamanum
og rekur það meðal annars til þess
tíma er bandarískt samfélag var að
taka stakkaskiptum undir lok
nítjándu aldar. Á þeim tíma trúðu
menn á mannkynið, þ.e. hvítan
hluta þess, og það að hver væri
sinnar gæfu smiður. Þegar afl-
raunamaðurinn Eugen Sandow
kom til Bandaríkjanna 1890 og hóf
að sýna á sér líkamann var hann
talinn fullkomin sönnun þess
hversu langt mætti ná í þróuninni;
hann var kallaður hinn fullkomni
maður.
Eins og Kasson rekur söguna
var Sandow hentugur til að undir-
strika yfirburði hvíta kynstofnsins
ekki síður en taka af öll tvímæli
um það hvort væri sterkara kynið.
Sandow naut reyndar ekki bara
gríðarlegra vinsælda
meðal karla heldur sóttu
konur mjög í að komast
í návígi við hann til að
skoða líkama hans og
snerta og frægt varð
hve margar konur
hnigu í yfirlið við það
eitt að þreifa á stál-
vöðvum Sandows
hvort það sem það
var sverir upphand-
leggir eða þvotta-
brettismagi.
Sandow hafði og mikið gaman af
að sýna á sér skrokkinn, mátti
varla yrða á hann að hann var
kominn úr og hvatti viðstadda til
að þreifa á sér, strjúka og kreista
vöðva. Ævinlega skín í gegn erótík-
in, þótt ekki hafi mátt segja neitt
upphátt, eins og þegar ungar kon-
ur koma upp á herbergi hjá honum
að fá að strjúka og fullorðnir menn
heillast ekki síður.
Ofurmaðurinn
Harry Houdini
Kasson færir rök fyrir því að dá-
læti manna á Sandow og það hve
honum var hampað hafi ekki síst
verið svar karlasamfélagsins við
auknum kröfum kvenna um jafn-
rétti. Eins og getið er fjallar hann
einnig nokkuð ítarlega um Harry
Houdini í bókinni og telur að vin-
sældir hans hafi einnig átt sér
djúpsálfræðilegar skýringar; Houd-
ini hafi verði ímynd mannsins sem
gat smogið úr klóm yfirvalda, slitið
af sér alla fjötra líkt og svo margir
óskuðu sér eftir því sem þjóðfé-
lagslegar hömlur urðu ákveðnari.
Houdini var enn dáðari en Sand-
ow og varð ekki bara hinn nýi full-
komni maður, heldur tók hann á
sig mynd ofurmanns; manns sem
ekkert fékk bug-
að, sama hve yf-
irvöld reyndu að
hneppa hann í
fjötra, alltaf hlaut
hann að komast
undan.
Það er svo athug-
unarefni út af fyrir
sig að báðir létust
þeir Sandow og Houd-
ini á sviplegan hátt;
Houdini á besta aldri
þegar hann var sleginn í
magann af treggáfuðum há-
skólanema og Sandow eftir að
hann lyfti að sögn bifreið upp úr
skurði.
Hinn fullkomni maður …
Að lokum tínir Kasson til söguna
af Tarzan apabróður sem var birt-
ingarmynd yfirburða hvíta manns-
ins; það var engin tilviljun að
blökkumennirnir í bókunum um
Tarzan voru illa uplýstir og ófróðir
og ekki síst að Tarzan þurfti ekki
menntun og félagslegt aðhald til að
verða séntilmaður, það var með-
fætt. Það þarf reyndar ekki miklar
háskólagráður til að átta sig á kyn-
þáttafordómunum í sögunum af
Tarzan, þeir blasa við hverjum
sæmilega upplýstum manni. Af
hetjunum þremur, Eugene Sand-
ow, Harry Houdini og Tarzan er sá
síðastnefndi þó eina dæmið um
hinn fullkomna mann því hann hef-
ur það til að bera sem þarf; hann
er ekki til og hefur aldrei verið.
Houdini, Tarzan, and the Perfect
Man: The White Male Body and
the Challenge of Modernity in Am-
erica eftir John F. Kasson. 320 síð-
ur innb. gefin út í ágúst sl. af Hill
& Wang. Fæst í Máli og menningu
og kostar 3.895 kr.
Hversu nálægt fullkomnuninni er þessi maður?
Hinn fullkomni maður
Það er umdeilt hvaða
kostum menn þurfa að
vera búnir til að komast
af í nútímanum; hvort er
meira um vert að geta
fellt uxa með einu hnefa-
höggi eða skrifað Perl-
skriftu. Árni Matthías-
son fletti bók um hinn
fullkomna mann.
Konur þreifa á
Eugene Sandow.
Harry
Houdini
Hinn eini sanni
fullkomni maður.
SONNY Liston er einn fremsti
hnefaleikamaður sögunnar og var
sem slíkur fyrirmynd blökkumanna
vestan hafs á tíma mikils þjóðfélags-
legs umróts. Hann var þó ekki bara
hetja fyrir frammistöðu sína í
hringnum, heldur ekki síður litu
menn á hann sem hálfgerðan frum-
mann, sem einskonar villdýr, skap-
vondur, miskunnarlaus og illa þokk-
aður.
Stíll Nick Tosches er hrár og
krassandi, eins og hæfir umræðuefn-
inu, enda er hann að lýsa ókræsilegri
ævi. Sonny Liston virðist ævinlega
hafa verið utangarðs, allt frá því hon-
um lynti illa við föður sinn, ofbeld-
ishneigðan harðstjóra sem átti eftir
að skila sér í tortryggni gagnvart yf-
irvaldi almennt. Þrátt fyrir hrjúft yf-
irborðið virðist Liston þó hafa verið
ósköp indæll þegar við börn var að
eiga og eftir því var tekið hve börn
kunnu að meta hann. Allir fullorðnir
voru aftur á móti óvinir hans og hann
kom fram við þá sem slíka.
Liston var hálfgerður flækingur,
hélst illa í vinnu, en komst snemma
upp á lagið með að beita líkamsburð-
um sínum, því hann var rammur að
afli, til að afla sér fjár. Hann byrjaði
á því að berja menn og taka af þeim
peninga, en eftir að hafa setið inni
um hríð komst hann upp á lag með að
fá borgað fyrir að lemja menn, gerð-
ist hnefaleikakappi. Hann var
snemma kominn á mála hjá Mafíunni
og lengst ævinnar voru félagar hans
morðingjar og þjófar, alls kyns sið-
lausir hrappar, sem setti ekki síður
mark sitt á hann en erfið æska.
Sonny Liston var svo grimmur í
hringnum að erfitt var að fá menn til
að æfa með honum, hann kunni ekki
að slá létt; öll högg voru með fullum
þunga. Orðið sem fór af honum hafði
líka áhrif á þá sem hann keppti við,
enginn sem fór inn í hringinn með
honum virtist trúa því að hann gæti
sigrað hann fyrr en kom að Cassius
Clay, sem síðar tók sér nafnið Mu-
hamed Ali, en Toschak leiðir þó
býsna sterk rök að því að Liston hafi
vísvitandi tapað í báðum bardögum
sínum við Clay.
Tosches rekur það vel hvernig
stemmning myndaðist í kringum
Clay þar sem hann varð táknmynd
siðprýði og góðrar hegðunar því þótt
hann væri hávær galgopi var það í
lagi, hann leit svo vel út og kominn af
góðu fólk á meðan Liston var kominn
af fátækum bændum, ómenntaður
og ófyrirleitinn.
Sagan af Sonny Liston var ekki
ævintýri, frekar harmsaga, og hún
endar illa. Hann var þó einn af
fremstu hnefaleikurum sögunnar,
Mike Tyson síns tíma fyrir þá sem
ekki þekkja til hnefaleikasögunnar.
Vonandi á saga þess síðarnefnda eft-
ir að enda betur.
Villidýrið
Sonny
Liston
The Devil and Sonny Liston, bók eftir Nick
Tosches. 266 síðna kilja með registri.
Little, Brown & Company gaf út í desem-
ber sl. Kostaði 2.795 í Eymundsson.
Árni Matthíasson
Forvitnilegar bækur
ÞAÐ HEFUR löngum verið til siðs
að fyrirlíta fótboltakappa, gera lítið úr
gáfum þeirra og útliti, og ekki eru svo
ýkja mörg ár síðan þeir sem áhuga
höfðu á fótbolta voru ekki síður fyr-
irlitnir. Þrátt fyrir það hafa vinsældir
fótbolta aldrei verið meiri og almenn-
ari og í takt við það hafa þeir sem
íþróttina stunda margir orðið milljón-
ungar og alþjóðlegar stjörnur. Svo er
því farið með David Beckham sem
hefur verið i sviðsljósinu frá því hann
var unglingur og komast fáir þar sem
hann er með hælana. Beckham hefur
þó ekki bara verið vinsæll heldur líka
umdeildur í meira lagi.
Julie Burchill er bresk blaðakona
sem hefur meðal annars skrifað fyrir
The Guardian. Hún er fræg fyrir að
sjá hlutina í öðru ljósi en aðrir og vera
ófeimin við að hreyfa við málefnum
sem menn vilja helst láta kyrrt liggja.
Í kverinu sem hér er gert að umtals-
efni fjallar Burchill um David Beck-
ham og sérkennilegt ástar/haturs-
samband hans við ensku þjóðina.
David Beckham er gulldrengurinn
enski, snilldarknattspyrnumaður,
myndarlegur og traustur sem giftur
er einni af Kryddstúlkunum. Fyrir
það var hann elskaður en það er líka
skammt í hatrið þegar menn eru á
annað borð komnir á toppinn í Bret-
landi eins og sannaðist svo eftirminni-
lega þegar hann var rekinn af velli
fyrir heimskulegt brot í síðustu
heimsmeistarakeppni. Burchill rekur
þá ótrúlegu sögu vel og nefnir sem
dæmi um það hve mikið undur bresk
þjóðarsál getur verið þegar Beckham
og frú komu á hnefaleikakeppni Mike
Tyson í Manchester í janúar árið
2000. Þegar hjónakornin gengu í sal-
inn trylltust viðstaddir og skarinn
stóð upp til að öskra hatursglósur að
þeim, meira að segja upplýsta auð-
fólkið í fyrirmennastúkunni. Eftir að
hafa fengið útrás settust menn síðan
niður og tóku að hylla Mike Tyson,
dæmdan nauðgara og ofstopamann.
Það orð fer af Beckham að hann
stigi ekki í vitið en Burchill tekur ekki
undir það, bendir á að hann hafi kom-
ið ár sinni svo vel fyrir borð að það
sýni góðar gáfur og einnig sé allt of al-
gengt að álíta að þeir sem séu óham-
ingjusamir séu almennt betur gefnir
en hinir hamingjusömu; að hennar
mati geti nefnilega hvaða durgur sem
er verið óhamingjusamur en til þess
að höndla hamingjuna þurfi menn að
vera vel gefnir, fljótir til og sveigj-
anlegir.
Burchill segir að þó að menn vilji
telja Beckham dæmi um hinn nýja
mann minni hann hana frekar á
verkamenn sem hún kynntist í upp-
vextinum; menn sem voru áreiðanleg-
ir og ljúfir risar sem létu það yfir sig
ganga að konur þeirra voru háværar
og stjórnsamar því ekki var við hæfi
að rífast við kvenfólk.
Gulldreng-
urinn
Beckham
Burchill on Beckham, kver eftir Julie
Burchill. Yellow Jersey Press gefur út
2001. 121 síða innb. í litlu broti. Kostar
2.695 í Máli og menningu.
Árni Matthíasson
Forvitnilegar bækur
FÓLK Í FRÉTTUM
54 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ