Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 60
BELTAFLOKKUR Hjálparsveitar
skáta í Reykjavík gróf aðra flugvél-
arskrúfu úr Eyjafjallajökli um síð-
ustu helgi. Var það úr B-17
sprengjuflugvél sem gjarnan er
kölluð „Fljúgandi virki“ en hún
brotlenti hátt í norðanverðum jökl-
inum í aftakaveðri 16. september
1944. Tíu manna áhöfn vélarinnar
hafðist við á jöklinum í tvo daga en
komst af sjálfsdáðum niður að
innsta bæ í Fljótshlíð eftir að hafa
vaðið Markarfljót.
Á rúmlega þriggja metra dýpi var
komið niður á eitt skrúfublaðið og
tók fimm klukkustundir að höggva
skrúfuna upp úr ísnum. Skrúfublöð-
in eru talsvert bogin enda gekk mik-
ið á í brotlendingunni. Þetta er önn-
ur skrúfa vélarinnar sem næst upp
úr jöklinum en í fyrravetur náði
sami hópur fyrstu skrúfunni upp.
Grófu flug-
vélarskrúfu
úr jökli
Ljósmynd/Árni Alfreðsson
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ERLENDUR Einars-
son, sem í rúma þrjá
áratugi var forstjóri
Sambands íslenskra
samvinnufélaga, SÍS,
lést á Landakotsspítala í
Reykjavík sl. mánudag.
Með honum er genginn
einn áhrifamesti for-
ystumaður í viðskiptalíf-
inu hér á landi á seinni
hluta 20. aldarinnar.
Erlendur fæddist í
Vík í Mýrdal 30. mars
árið 1921 og ólst þar
upp. Foreldrar hans
voru Einar Erlendsson
skrifstofumaður og Þor-
gerður Jónsdóttir húsfreyja. Eftir
skólagöngu í Vík stundaði Erlendur
nám við Samvinnuskólann í Reykja-
vík 1939 til 1941, var í bankanámi í
New York 1944 til 1945, stundaði nám
í vátryggingum hjá CIS í Manchester
og Lloyds í London árið 1946 og nam
við Harvard Business School í Banda-
ríkjunum árið 1952.
Árin 1936 til 1946 starfaði hann hjá
Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík og í
Landsbanka Íslands. Þá hóf hann
störf hjá SÍS þar sem hann vann að
stofnun Samvinnutrygginga og varð
þar framkvæmdastjóri. Erlendur var
ráðinn forstjóri SÍS í ársbyrjun 1955
og gegndi því starfi til
hausts 1986 er hann
hætti fyrir aldurs sakir.
Erlendur gegndi
fjölda trúnaðarstarfa í
stjórnum félaga á er-
lendum vettvangi. Hér
heima fyrir var hann
stofnandi margra fyrir-
tækja og sjóða innan
samvinnuhreyfingar-
innar. Á meðan hann
gegndi starfi forstjóra
SÍS var hann stjórnar-
formaður Samvinnu-
trygginga, Samvinnu-
lífeyrissjóðsins, Regins
hf., Iceland Seafood í
Bandaríkjunum og Iceland Seafood í
Bretlandi. Þá beitti hann sér fyrir
stofnun Osta- og smjörsölunnar árið
1958, var einn af stofnendum Sam-
vinnusparisjóðsins árið 1954, Sam-
vinnubankans árið 1962, Samvinnu-
sjóðsins árið 1982 og Samvinnuferða.
Þá gegndi hann ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Framsóknarflokkinn og
sinnti ýmsum öðrum félagsstörfum.
Eftirlifandi eiginkona Erlends er
Margrét Helgadóttir frá Seglbúðum í
Landbroti. Börn þeirra eru Helga,
meinatæknir í Reykjavík, Edda, pí-
anóleikari í París, og Einar, ljós-
myndafræðingur í Reykjavík.
Erlendur
Einarsson látinn
Erlendur Einarsson
Í NÝRRI skýrslu heilbrigðisráðu-
neytisins er gert ráð fyrir að á ár-
unum 2002–2007 verði hjúkrunar-
rýmum á landinu fjölgað um 400–450,
þar af 350 á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt er til að þetta verði gert til að
mæta mjög brýnni þörf fyrir vistun
aldraðra í hjúkrunarrými eins og hún
birtist í vistunarskrám. Inni í þessari
áætlun eru 92 hjúkrunarrými í Sól-
túni í Reykjavík sem þegar hafa ver-
ið tekin í notkun. Á sama tímabili er
lagt til að dagvistarrýmum verði
fjölgað um 135 á landinu öllu. Áætl-
aður kostnaður við framkvæmdir og
rekstur nýrra hjúkrunar- og dagvist-
arrýma á tímabilinu nemur tæpum
6,6 milljörðum króna. „Það er brýn-
ast að reyna að vinna að þeim biðlist-
um eftir hjúkrunarrými sem eru á
höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær. „Við
höfum skoðað ýmsar leiðir, til dæmis
hvort Vífilsstaðir henti undir öldrun-
arþjónustu en engar ákvarðanir hafa
verið teknar.“
Skýrslan hefur þegar verið kynnt í
ríkisstjórn og verður væntanlega
tekin fyrir á Alþingi á næstunni.
Sköpuð verði skilyrði til að
fólk geti búið lengur heima
Í skýrslunni kemur fram að verði
unnt að efla þjónustu við aldraða ut-
an stofnana og skapa á þann hátt
skilyrði til þess að fólk geti búið leng-
ur heima, megi gera ráð fyrir að á
tímabilinu 2008–2010 verði nægilegt
að taka í notkun 20–30 ný hjúkrunar-
rými árlega. Í áætluninni er að auki
gert ráð fyrir endurnýjun og endur-
bótum á eldri hjúkrunarheimilunum.
Stefnt er að því að ekki hærra hlutfall
en 25% þeirra sem eru 80 ára og eldri
séu vistaðir á öldrunarstofnunum,
sem er þó hærra hlutfall en hjá flest-
um nágrannaþjóðunum.
Þá segir í skýrslunni að eitt
stærsta vandamál Landspítala – há-
skólasjúkrahúss sé að hjúkrunar-
sjúklingar vistast oft of lengi á dýr-
ustu og sérhæfðustu deildum sjúkra-
húsanna vegna þess að ekki eru til
staðar viðeigandi úrbætur fyrir þá.
Því sé skjótra úrlausna þörf til að
tryggja eðlilega tilfærslu sjúklinga
innan heilbrigðiskerfisins.
Áætlun um uppbyggingu öldrunarþjónustu næstu sex árin
Gert ráð fyrir 400–450
nýjum hjúkrunarrýmum
Vantar/6
TF-SÝN, flugvél Landhelgisgæsl-
unnar, fór í gær í eftirlits- og ís-
könnunarflug úti fyrir Vest-
fjörðum og Norðurlandi. Með í för
var ljósmyndari Morgunblaðsins
og nokkrir landfræðinemar á
lokaári sem gerðu ýmsar athug-
anir. Flugstjóri var Sigurjón
Sverrisson. Þéttleiki ísbrúnarinnar
var mikill norðvestur af landinu
en minnkaði eftir því sem austar
dró. Ísbrúnin var næst landi norð-
vestur af Kögri á Ströndum, 28
sjómílur. Skyggni var með besta
móti en ekki sá þó fyrir endann á
hafísnum sem teygði kaldar
krumlur sínar langt yfir Græn-
landssundið. Landhelgisgæslu-
menn sáu þrjá borgarísjaka en
engum sögum fór af ísbjörnum.
Morgunblaðið/Golli
Hafís svo
langt sem
augað eygir
GERT er ráð fyrir að hagvöxtur fari
aftur af stað á næsta ári og gott
jafnvægi verði komið á í þjóðarbú-
skapnum í heild, samkvæmt nýrri
þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar.
Samkvæmt mati Þjóðhagsstofn-
unar eru horfur á að landsfram-
leiðslan dragist saman um ½% á
árinu 2002, en áætlað er að hag-
vöxtur 2001 hafi verið 3%. Sam-
dráttur í framleiðslu kemur fram í
auknu atvinnuleysi og er gert ráð
fyrir að atvinnuleysi verði 2,3% að
meðaltali í ár en það var 1,4% í
fyrra.
Katrín Ólafsdóttir, forstöðumaður
þjóðhagsspár hjá Þjóðhagsstofnun,
segir að aðlögun að nýju jafnvægi
hafi hafist á fyrri hluta árs 2001,
haldi áfram á þessu ári og vænt-
anlega taki hagvöxtur við sér að
nýju þegar komi fram á næsta ár.
Að sögn Katrínar Ólafsdóttur hef-
ur aðlögunin gerst hraðar en gert
hafði verið ráð fyrir. Það birtist best
í því að viðskiptahallinn fari úr um
10% af landsframleiðslu í um 4,5%,
sem sé mjög mikil breyting á einu
ári. Þjóðhagsstofnun geri ráð fyrir
að viðskiptahallinn verði enn minni
á líðandi ári eða um 2% af lands-
framleiðslu, sem séu líka góðar
fréttir.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann eykst enn og er áætlað að
hann aukist í ár en gangi það eftir
verður það áttunda árið í röð sem
kaupmáttur eykst.
Áætlað er að innflutningur hafi
minnkað um tæp 8% 2001 og líkur
eru á að hann minnki um 3 til 4% í
ár. Hins vegar jókst útflutningur
um 7½% í fyrra og horfur eru á að
hann aukist um 2% í ár.
Samkvæmt spánni eru vísbend-
ingar um að verðbólga minnki á
næstu mánuðum. Þjóðhagsstofnun
spáir að verðlag hækki um 2,6% á
árinu og um 5,2% milli áranna 2001
og 2002.
Ný þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar
Aukinn kaup-
máttur áttunda
árið í röð
Horfur/26
Fékk hurðarhún
í gegnum
handlegginn
DRENGUR á þrettánda ári, sem
dvaldist ásamt skólafélögum í skóla-
búðum að Reykjum í Hrútafirði, fékk
hurðarhún í gegnum handlegginn og
var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús
í Reykjavík í gær. Lögreglan á
Blönduósi fékk tilkynningu um slysið
laust fyrir klukkan 19 í gærkvöldi.
Þegar hún kom á staðinn var þegar
kominn sjúkrabíll á vettvang. Hurð-
arhúnninn fór, samkvæmt upplýsing-
um lögreglu, inn um olnbogabót og í
gegnum handlegginn. Drengurinn
var í skólabúðunum ásamt skólafélög-
um úr skóla í Reykjavík. Ekki er vitað
um tildrög slyssins.
♦ ♦ ♦