Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KÓR Menntaskólans við Hamra- hlíð undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur heimsótti A-Húnavatns- sýslu nýlega og hélt tónleika víða um héraðið. Kórinn söng meðal annars í Þingeyrakirkju, í Húna- veri með karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps og í Blönduóskirkju. Á mánudaginn tileinkaði kórinn grunnskólanemum krafta sína og söng fyrir þau í Blönduóskirkju. Söngdagskrá kórsins var afar fjöl- breytt og sniðin að tilefninu hverju sinni. Austur-Húnvetningar fjölmenntu á tónleika kórsins og er óhætt að segja að undirtektir hafi verið afar góðar. Öguð og prúðmannleg framkoma vakti at- hygli hvar sem kórfélagar komu á ferð sinni um A-Húnavatnssýslu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Frá tónleikum Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð í Blönduóskirkju. Vel heppnuð heimsókn Blönduós Kór Menntaskólans við Hamrahlíð LANDIÐ ÞAÐ er ekki vorboði Jónasar Hall- grímssonar sem segir Gylfa Gunn- arssyni skipstjóra á Þorleifi EA 88 að vorið sé komið í Grímsey, held- ur er það lundinn, sá sérstaki far- fugl. Í ár var það 4. apríl sem Gylfi sá fyrsta lundann úti fyrir Grímsey. Gylfi hefur undanfarin tíu ár skráð hjá sér komutíma lundans og segir hann vera ótrúlega stund- vísan fugl, því ekki skeikar komu hans mikið. Gylfi hefur fyrst séð til hans 2. apríl og síðast hinn 8. apríl. Lundinn er skemmtilegur fugl þar sem hann situr virðulegur með spekingssvip og ber við himin frá bjargbrúninni. Áberandi er að nú í seinni tíð gerir hann sig meira og meira heimakominn þannig að segja má að hann velji sér bústað nánast inni í byggðinni, öllum til mikillar gleði. Einnig er það mál manna að mikil fjölgun hafi orðið síðustu árin á lundanum og það sama á við um aðra bjargfugla. Lundinn boðar vorkomu Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Mikil fjölgun lunda hefur orðið í Grímsey undanfarin ár. Í ÞESSARI VIKU verður opnuð þriðja verslun Blómalagersins hf. – beint frá bóndanum á landinu og verður hún í Hólmgarði 2 í Kefla- vík. Blómalagerinn opnaði fyrstu blómabúðina í desember á síðasta ári í Kópavogi. Í frétt frá fyrirtæk- inu segir að sú verslun hafi verið fyrsta lágvöruverslun í blómasölu sem tekið hefur til starfa hér á landi. „Með lágvöruverslun er lögð áhersla á að koma við margvíslegri hagræðingu í ræktunarstarfinu sjálfu og dreifingu og sölu blómanna. Það leiðir til þess að hægt er að bjóða almenningi fersk og góð blóm á mun hagstæðara verði en fólk á að venjast. Nemur verðlækkun að jafnaði um 50-60%,“ segir ennfremur í frétt Blómalag- ersins. „Um leið eykur lág- vöruverslunin viðskiptaveltuna og tryggir afkomu blómaframleiðenda betur en ella.“ Blómalagerinn er í eigu þriggja garðyrkjustöðva. Nýja verslunin í Keflavík verður í rúm- góðu og aðgengilegu húsnæði þar sem fyrir eru ýmsar aðrar verslanir og þjónustufyrirtæki og næg bíla- stæði,“ segir í fréttinni. Ný blómabúð Blómalagersins Keflavík FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í gær end- urhæfingarsambýli kristilega líknarfélagsins Byrgisins í Rock- ville á Miðnesheiði. Heimsóknin hófst á móttöku. Þá var forsetanum boðið til há- degisverðar í mötuneyti Rock- ville-búa ásamt öðrum boðs- gestum, starfsfólki Byrgisins og skjólstæðingum þess sem eru nú um 60 talsins. Að loknum hádegisverði skoð- aði forsetinn ásamt forstöðumanni og öðru starfsfólki nýopnaða að- hlynningardeild Byrgisins. Þá skoðaði hann aðstöðu til skóla- halds, en tvisvar í viku kemur kennari frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og kennir skjólstæðingum Byrgisins. Sjö þeirra munu þreyta próf í vor. Ólafur skoðaði einnig aðstöðu til íþróttaiðkana sem skjólstæð- ingar Byrgisins hafa sjálfir byggt upp og er nú fullbúin tækjum. Þá var forsetanum sýnd tré- og járn- smíðaverkstæði þar sem end- urhæfingarvinna, svokölluð vinnu- aðlögun, skjólstæðinga fer m.a. fram. Skjólstæðingar Byrgisins buðu síðan forsetann velkominn í vistarverur sínar og sýndu honum þá aðstöðu sem þar er. Heimsókn forsetans lauk á því að safnast var saman í sal þar sem Guðmundur Jónsson for- stöðumaður kynnti starfsemi Byrgisins og forsetinn ávarpaði viðstadda. Forseta- heimsókn í Byrgið Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Ragnar heimsótti í skoðunarferð sinni íþróttahúsið sem búið er tækjum sem að stórum hluta eru smíðuð af skjólstæðingum Byrgisins. Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, kynnti Ólafi Ragnari Grímssyni starfsemi endurhæfingarsambýlisins í Rockville. Rockville Á FUNDI bæjarráðs Reykjanes- bæjar í síðustu viku var samþykkt að fela Viðari Má Aðalsteinssyni, forstöðumanni umhverfis- og tæknisviðs, að ganga til samninga við Parket og gólf ehf. vegna end- urnýjunar á gólfefni A-salar íþróttahússins við Sunnubraut. Viðar segir að vonast sé til að framkvæmdir við nýja parketgólfið geti hafist strax er skóla lýkur í vor og gólfið verði því fullklárað fyrir haustið. Viðar lagði fyrir bæjarráðið skýrslu um framkvæmdirnar og niðurstöður úr kynningarferð hans, Ellerts Eiríkssonar bæjar- stjóra og Stefán Bjarkasonar íþrótta- og tómstundafulltrúa til bandaríska fyrirtækisins Connor í Chicago. „Þetta var lokaskýrslan á löngu ferli,“ segir Viðar. „Við höf- um skoðað mikið og kannað ýmsa möguleika. Síðan varð niðurstaðan sú að skoða þessi bandarísku gólf.“ Connor sérhæfir sig í gólfum fyrir íþróttahús af öllum stærðum og gerðum. Viðar segir að þeir leggi um 700 gólf víðsvegar um heiminn árlega. „Þeir eru nýlega farnir að herja á Evrópumarkað og verður gólfið hjá okkur eitt fyrsta sinnar tegundar í Evrópu.“ Parketið mýkra en dúkurinn Núna er dúkur á gólfinu í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Ell- ert Eiríksson bæjarstjóri segir ít- arlega skoðun hafa farið fram á aðferðum við að skipta úr núver- andi dúkklæðningu í parketgólf. „En við teljum þetta parketgólf besta kostinn,“ segir Ellert. „Það er í hæsta gæðaflokki, ódýrara og framkvæmdunum fylgir mun minna rask, en ef hefðbundnar leiðir hefðu verið valdar. Upphaf- lega tillagan var að brjóta upp gólfið og lækka það um 24 senti- metra. Þess þarf nú ekki.“ Eftir kynningu á mörgum ólíku efnum varð ákveðið gólfefni fyrir valinu sem uppfyllir alla þá staðla sem krafist er af Alþjóðakörfuk- nattleikssambandinu. „Parketið hefur ákveðna mýkt fram yfir dúk- inn, sem er nauðsynleg fyrir íþróttamennina vegna álags á lík- amann,“ útskýrir Viðar. „Þeir fá öll högg í fæturna og líkamann en parketið hefur hins vegar þann eiginleika að það tekur upp um helminginn af högginu.“ Viðar segir að gólf Connor sé þróað í samstarfi við íþróttalækna og aðra sérfræðinga. „Meiðslatíðni er miklu meiri hjá okkur en t.d. í Njarðvík þar sem er parket.“ Viðar segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdirnar í heild kosti um 18–19 milljónir, sem sé veru- lega undir fyrstu kostnaðaráætl- unum. Íþróttahúsið við Sunnubraut er heimavöllur körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Þar er einnig „heima- völlur“ fjölda skólabarna á degi hverjum. „Við teljum okkur vera að gera góða hluti með þessu,“ segir Viðar. „Það eru allir mjög kátir með þetta, sérstaklega „NBA“-deildin okkar. Svo er Keflavík vagga körfuboltans og því dugar ekkert nema það besta.“ Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga Parketgólf á íþrótta- húsið fyrir haustið Keflavík STJÓRNARFUNDUR Alþýðusam- bands Austurlands haldinn þriðju- daginn 9. apríl 2002 lýsir fullum stuðningi við aðgerðir ASÍ og SGS í verðlagsmálum. Í frétt frá ASA segir: „Stjórnin telur hagsmunum launþega best borgið með ströngu og virku eftirliti með verðlagi. Stjórnin leggur einnig þunga áherslu á að þessari baráttu lýkur ekki 15. maí nk. Stjórn ASA hvetur önnur launþegasamtök til að koma til liðs við ASÍ og SGS í barátt- unni gegn verðbólgu.“ Styðja aðgerðir í verðlagsmálum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.