Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 23 Allt í grænu! ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 27 4 04 . 20 02 IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 KARLSKRONA 18.500 kr. bast legubekkur EKKI er hægt að kenna friðargæslu- liðum frá Hollandi um fjöldamorð Serba á múslimum í bænum Srebren- ica í Bosníu-Hersegóvínu í júlí 1995. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar á tildrögum þess að Serbar komust upp með að myrða um 7.500 íbúa bæjarins þrátt fyrir að svo ætti að heita að Srebrenica nyti verndar hollenskra friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu rannsóknarmanna, sem gerð var opinber í gær, eru hollensk stjórnvöld og yfirmenn hollenska hersins gagnrýnd, sem og yfirstjórn SÞ, fyrir að hafa sent út af örkinni friðargæslusveitir sem ljóst var að myndu ekki geta sinnt verkefni sínu sem skyldi. „Mannúðarsjónarmið og pólitísk metnaðargirni ollu því að Hollendingar tóku að sér illa ígrund- aða og nánast vonlausa aðgerð,“ sagði í skýrslunni. Eru SÞ gagnrýndar fyrir að hafa ekki skilgreint verkefni friðargæslu- liðanna nægilega vel, sem varð til þess í reynd að hendur hermannanna voru oftast nær bundnar. Sveitir Mladic bera ábyrgðina Srebrenica hafði verið lýst „griða- svæði“ af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 og þangað voru sendir hollensk- ir hermenn til að tryggja frið milli múslima og Serba í bænum. Verkefni þeirra var hins vegar vonlítið, her- mennirnir lentu mitt í víglínu deil- enda, ef svo má að orði komast, gátu ekki beitt vopnum sínum nema ráðist væri beint gegn þeim og máttu síðan sæta því að deilendur sökuðu þá hvor um sig um að hygla hinum. Í skýrslunni, sem unnin var að beiðni hollenskra stjórnvalda, er komist að þeirri niðurstöðu að her- sveitir Bosníu-Serba, sem lutu stjórn Ratkos Mladic hershöfðingja, beri fulla ábyrgð á þeim atburðum sem urðu í Srebrenica. Eru hollensku friðargæsluliðarnir hreinsaðir af áburði þess efnis að þeir hafi aðstoðað Serba við að ná bænum á sitt vald í júlí 1995. Þeir hafi að vísu ekki veitt neina mótspyrnu en það hafi þeim heldur ekki verið heimilt, skv. fyrirmælum yfirmanna Samein- uðu þjóðanna, og að auk þess hefði aðeins verið hægt að verja bæinn með lofthernaði. Slíkar aðgerðir hafi háttsettir fulltrúar Sameinuðu þjóðanna ekki viljað heimila. Segir ennfremur í skýrslunni að hollenskir hermenn hafi vissulega verið viðstaddir þegar Serbar tóku bæinn og að þeir hafi gert sér grein fyrir því að örlög múslimanna voru óviss. Það þýði hins vegar ekki að þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að fjöldamorð yrði framið. „Það voru eðlileg viðbrögð af hálfu hollensku hermannanna að fylgjast með því þegar karlar voru skildir frá konum og börnum [...] jafnvel þó að við þessar aðstæður megi líta svo á að með því hafi hermennirnir verið að taka þátt í þjóðernishreinsunum,“ segir í skýrslunni. Rannsókn á tildrögum fjöldamorðanna í Srebrenica 1995 Friðargæsluliðum ekki kennt um blóðbaðið Haag. AFP. Reuters Hópur Bosníu-múslima sem sluppu lifandi frá Srebrenica í júlí 1995. Hersveitir Bosníu-Serba myrtu allt að átta þúsund karla í bænum þrátt fyrir að svo ætti að heita að bærinn nyti verndar Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.