Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 24

Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vorum að fá í sölu fallega 4ra her- bergja 115 fm íbúð á miðhæð í þessu fallega vel staðsetta húsi. Sérinngangur, parket á gólfum, nýtt eldhús, þak og lagnir endurnýjað. Suðursvalir og bíla- stæði. Áhv. 6,4 millj. húsbréf. Verð 14,5 millj. Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 LYNGHAGI Edward Lutes, myrti nágranna sína á þriðjudagskvöldið og hélt síðan til bæjarins Barnegat og skaut þar lögreglustjóra sem hafði verið yf- irmaður Lutes. Hann var fluttur á sjúkrahús. Lögreglan gat ekki sagt til um hvers vegna Lutes hefði unn- ið voðaverkin. Í febrúar sl. myrti annar fyrrverandi lögregluþjónn í Dover fjóra menn. LÖGREGLA í bænum Dover í New Jersey í Bandaríkjunum fann í gær lík fyrrverandi lögreglumanns sem talinn er hafa skotið fimm ná- granna sína til bana og síðan ekið til næsta bæjar og skotið og sært yf- irmann sinn. Hann lagði síðan á flótta á bíl og sagði lögregla að allt benti til að hann hefði svipt sig lífi. Lögreglumaðurinn fyrrverandi, Myrti fimm nágranna sína Dover í New Jersey. AP. AP Lögreglumenn í Dover leita á heimili Edwards Lutes í gær. NORSKI ævintýramaðurinn Thor Heyerdahl á skammt eftir ólifað og hefur snúið heim til Noregs til að eyða síðustu dög- um sínum í faðmi fjöl- skyldunnar. Þetta sagði sonur Heyerdahls og alnafni í gær en Heyerdahl, sem þekkt- astur er fyr- ir Kon Tiki- leiðangur sinn árið 1947, hefur undanfarið legið á sjúkrahúsi á Ítalíu eftir að í ljós kom að krabbamein, sem hann þjáðist af í fyrra, hafði tekið sig upp að nýju. Hefur krabbinn nú breiðst út og er ólæknandi. „Þetta er spurning um klukku- stundir, eða í mesta lagi örfáa daga,“ sagði Heyerdahl yngri um föður sinn, sem er 87 ára gamall. 1.400 dauðs- föll rakin til áfengis REKJA má dauða 1.400 banda- rískra ungmenna á ári hverju til áfengisdrykkju, að því er fram kemur í nýrri rannsókn vestanhafs. Þá kemur fram að einn af hverjum fjórum há- skólanemum, þ.e. fólk í grunn- námi, í Bandaríkjunum hefur ekið undir áhrifum áfengis. Er talið að skýra megi 70 þúsund kynferðisárásir á ári hverju með því að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og áfengi er einnig nefnt sem skýring á áverkum um 500 þús- und ungmenna á ári hverju. 31 kolanámu- maður fórst ÞRJÁTÍU og einn fórst og 43 særðust þegar gassprengingar urðu í tveimur kolanámum í Jixi-borg í Heilongjiang-ríki í Norður-Kína á mánudag. Komu fréttir af þessum slysum sama dag og yfirvöld í Peking tilkynntu að þau hygðust loka þúsundum lítilla kolanáma á árinu í því skyni að draga til muna úr afar hárri slysatíðni meðal kolanámumanna. Sótt að Chavez HUGO Chavez, forseti Venes- úela, sagði í gær að allsherjar- verkfall, sem hófst á þriðjudag, væri ekkert nema samsæri spilltra ríkisbubba sem hygð- ust hrekja forsetann frá völdum. Leiðtogar atvinnurek- enda og verka- manna sögðust hins vegar hafa ákveð- ið að fram- lengja verkfallið, sem efnt var til í því skyni að mótmæla stefnu stjórnvalda í atvinnu- málum. Að sögn forsetans hef- ur verkfallið „nánast lamað“ ol- íuiðnað Venesúela. STUTT Thor Heyerdahl helsjúkur Thor Heyerhahl Hugo Chavez RÚSSNESKA leyniþjónustan, FSB, greindi frá því í gær, að tekist hefði að gera að engu tilraun bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, til að kom- ast að rússneskum hernaðarleyndar- málum með því að fá á sitt band starfsmann rússneska varnarmála- ráðuneytisins. Höfðu rússneska fréttastofur eftir FSB, að ritari í bandaríska sendiráðinu í Moskvu væri yfirmaður í CIA og hefði haft umsjón með aðgerðunum. Heimildarmenn í Moskvu tjáðu fréttastofunni Interfax, að banda- ríski sendiráðsritarinn, sem líka var starfsmaður CIA, væri farinn frá Moskvu. Bandaríska sendiráðið vildi ekkert segja um málið. FSB greindi ekki frá því hvenær umræddir at- burðir hefðu átt sér stað, en sagði að CIA hefði verið að reyna að afla ná- kvæmra upplýsinga um ný vopn, sem Rússar væru að smíða, og hern- aðarsamstarf Rússa og fyrrverandi Sovétlýðvelda. Sagði FSB ennfremur, að CIA hefði reynt að fá á sitt band sérfræð- ing er starfaði í leynilegum deildum í rússneska varnarmálaráðuneytinu. FSB hefði snemma skorist í leikinn og hefði getað fylgst með aðgerðum CIA-manna og komið í veg fyrir að alvarlegur brestur yrði í rússneskum öryggismálum. Komið upp um CIA í Rússlandi Moskvu. AFP, AP. BANDARÍSKIR embættismenn viðurkenndu í gær að þeir hefðu áhyggjur af öryggi Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ef hann færi á fund Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Einn embættismannanna lýsti áformun- um sem „martröð fyrir lífverði utan- ríkisráðherrans“. Powell fer til Jerúsalem í kvöld og búist er við að hann ræði við Arafat í höfuðstöðvum palestínska leiðtogans í Ramallah á næstu dögum. Miklar skemmdir hafa orðið á byggingunni vegna sprengjuárása ísraelskra her- sveita sem hafa setið um hana frá því að Ísraelsher réðst inn í palestínska bæi 29. mars. Sagðir búa sig undir átök Ísraelskir embættismenn segja að Arafat sé umkringdur Palestínu- mönnum sem séu eftirlýstir í Ísrael fyrir aðild að hryðjuverkum og búi sig nú undir lokauppgjör við Ísr- aelsher. Palestínskur fréttamaður, sem er í höfuðstöðvum Arafats, segir að „ótta við dauðann“ setji að öllum í fylgd- arliði Arafats og þeir búi sig undir að lenda í átökum við þungvopnaðar hersveitir Ísraela. „Við fáum allir dálítið drykkjar- vatn á hverjum degi en ég hef ekki getað þvegið andlitið í tíu daga,“ sagði fréttamaðurinn, Rashid Hilal. „Þegar við vöknum á morgnana höf- um við aðeins eitt til dægrastytting- ar: við veltum fyrir okkur hinum ýmsu möguleikum á því hvernig Ísr- aelar geti gert árás.“ Bandarískir embættismenn standa nú frammi fyrir því erfiða verkefni að gæta öryggis Powells, tryggja til að mynda að ekki komi til skotbardaga fyrir slysni, þegar hann reynir að koma á vopnahléi og fá Arafat til að binda enda á sjálfs- morðsárásir Palestínumanna. Bandarískir embættismenn segja að hópur lífvarða Powells og Ant- hony Zinni, sendimaður Bandaríkja- stjórnar, hafi farið til Ramallah í fyrradag til að ræða öryggisráðstaf- anir við Ísraela og lífverði Arafats. „Þetta er augljóslega martröð fyr- ir lífverði utanríkisráðherrans og við vitum ekki enn hvernig staðið verður að þessu,“ sagði einn bandarísku heimildarmannanna. Áform Powells sögð „hörmuleg mistök“ Embættismennirnir segja að Po- well myndi taka áhættu með því að fara inn í höfuðstöðvar Arafats og hugsanlega verði samið um fundur- inn verði utandyra. Ísraelar hafa þó ekki leyft Arafat að fara út úr bygg- ingunni. Aðstoðarmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, lýsti áformum Powells um að ræða við Arafat sem „hörmulegum mistök- um“ en sagði að Ísraelar myndu ekki reyna að hindra fundinn. „Erlendir leiðtogar, sem heimsækja Arafat og rjúfa einangrun hans, ýta undir hryðjuverk og gera honum kleift að halda áfram að tala tveim tungum,“ sagði hann. „Martröð fyrir lífverði utanríkisráðherrans“ Reuters Ísraelskur skriðdreki við höfuðstöðvar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í borginni Ramallah. Hafa áhyggjur af öryggi Colins Powells fari hann á fund Arafats í Ramallah Jerúsalem. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.