Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ „HVAÐ ætli Custer hershöfðingi hafi hugsað er hann gerði sér ljóst að hann hafði leitt menn sína útí blóð- bað?“ Eitthvað á þá leið spyr Hal Moore ofursti (Mel Gibson), sinn nánasta aðstoðarmann, Plumley lið- þjálfa (Sam Elliott), undir svipuðum kringumstæðum í einni blóðidrifn- ustu orrustu Víetnamstríðsins. „Custer var skræfa,“ svarar harð- jaxlinn Plumley að bragði. Eitthvað á þessa leið eru kald- hæðnisleg orðaskipti, sem reyndar eru fágæt í We Were Soldiers, enda myndin endursögn á slátruninni í Ia Drang-dalnum, sem fékk á sig við- urnefnið „Dauðadalur“, eftir þessa fyrstu stórorrustu milli herjanna. Bandaríkjamenn höfðu betur í hroða- legum vopnaviðskiptum þar sem not- aðar voru þyrlur til að flytja her- flokka uppá hálendið, og útí dauðann. Lentu beint í herkví á þriðja þúsund liðsmanna Viet Cong, en kanar mun fáliðaðri, eða um 500 liðsmenn Moor- es ofursta, sem tókst að sjá við VC að þessu sinni og snúa til baka með slitr- ur herdeildarinnar. Það heyrði til undantekninga eins og skráð er á spjöld sögunnar. Bandaríkjamenn, sem tóku við þessu ömurlega stríði af Frökkum, urðu að lokum undan að láta. Réðu ekki við vopnastreymið frá Kína og Sovétinu, þó síst af öllu þetta erfiða og fjandsamlega land og herskáa íbúa þess þar sem illmögu- legt var að greina vin frá óvin. Flúðu að lokum hver um annan þveran en kommúnistastjórnini í Norður Víet- nam tókst ætlunarverk sitt og lagði suðurhluta landsins undir sig. Með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð þar sem efnahagslegt hrun fylgdi í kjölfarið og kom landinu og íbúum þess á heljarþröm hungurs og vesældar í áratugi. Í dag eru eðlileg samskipti komin á milli ríkjanna enda kommúnisminn nánast útdauður einsog hver önnur óværa og Kaninn farinn að selja þessum fyrrverandi fjendum sínum kók, kamel og allt það, uppá nýtt og sýna í stríðsmyndum sínum átökin frá sjónarhóli Víetcong. Sú staðreynd eykur til muna gildi We Were Sold- iers, fyrir hinn almenna áhorfanda. Hér eru þeir sýndir í mannlegu ljósi sem annar stríðsaðilinn frekar en hinnn forsmáði, djöfullegi fjandmað- ur sem við eigum að venjast úr mynd- um sem gerðar voru nær stríðslok- unum. We Were Soldiers hefst í Banda- ríkjunum skömmu áður en Moore er sendur með þyrluvætt „riddaralið“ sitt á vígstöðvarnar. Nokkrar lykil- persónur kynntar til sögunnar, þeim fylgt eftir og misjöfnum örlögum þeirra á blóðvellinum. Þetta and- styggilega stríð sem reis í nýjar geð- veikislegar hæðir á tímum Lyndons B. Johnson og lauk í tíð Richards M. Nixon, skildi djúp spor eftir sig í þjóðarsálinni. Þeir urðu að sætta sig við tap og frjálslyndir Bandaríkja- menn höfðu löngum horn í síðu stríðsrekstursins. Hér er einnig und- irstrikað ástandið hjá fjölskyldum hermannanna á meðan stríðinu stendur, konu Moore (vel leikin af Madeleine Stowe), ofbýður vinnu- brögð herstjórnarinnar sem sendir út tilkynningar til nánustu aðstand- enda um fallna hermenn með leigu- bílum, og tekur sjálf að sér það erfiða hlutverk. Þannig kemst áhorfandinn í nánara samband við tifinningalega þáttinn í djöfulskapnum. Moore var lánsamur að því leyti að hann þraukaði og gat hafið að nýju borgaralegt líf með fjölskyldunni og skrifað m.a. endurminningar sínar, sem myndin byggist á. Á hitt er líka bent að öll stríð taka sinn toll af þeim sem eftir lifa. Þess bera menn sár til æviloka. Ekki er farið útí þá smán hér sem hasshausar, blómabörn og rauðvínskommar sýndu þeim niður- brotnu löndum sínum sem komust af, hafandi brotið það eitt af sér að hlýða kalli föðurlandsins. Þó hann sé enginn John Wayne, er Gibson ábúðarmikill og þokkalega trúverðugur í aðalhlutverkinu. Gamli, góði Sam Elliott er búinn að raka af sér skeggið og galdrar fram úr pússi sínu leik sem R. Lee Ermey (Full Metal Jacket), gæti verið stolt- ur af. Aðrir eru nánast aukapersón- ur. Kvikmyndataka Semlers er slá- andi góð, einsog hans er von og vísa, en leikstjórn Randalls Wallace kem- ur hvað mest á óvart. Þessi handrits- höfundur Braveheart stendur sig giska vel í sínu fyrsta leikstjórnar- hlutverki. Sýnir vel óreiðuna, skelf- inguna og þá allsherjarringulreið sem verður undir ægilegustu vopna- viðskiptum stríðandi fylkinga; návíg- inu, jafnt sem þá skelfingu sem styrj- aldarbrölt verður ætíð fyrir alla þá sem að því koma á einhvern hátt. Návígi í Víetnam KVIKMYNDIR Smárabíó, Háskólabíó, Borg- arbíó Akureyri Leikstjóri: Randall Wallace. Handrit: Randall Wallace. Kvikmyndatökustjóri: Dean Semler. Tónlist: Nick Glennie Smith. Aðalleikendur: Mel Gibson, Made- leine Stowe, Greg Kinnear, Sam Elliott, Chris Klein, Don Duang, Keri Russell, Barry Pepper. Sýningartími 138 mín. Icon International/Paramount. Banda- ríkin 2002. WE WERE SOLDIERS (VIÐ VORUM HER- MENN)  Sæbjörn Valdimarsson GEGN ræktun rófna – um boð- skap og skáldskap nefnist um- fjöllun Einars Más Guðmunds- sonar rithöfundar um Halldór Laxness í Norræna húsinu í dag kl. 17.15. Þetta er fjórði fyrirlesturinn sem Vaka- Helgafell efnir til í tilefni af ald- arafmæli Halldórs Laxness. Einar Már Guðmundsson Einar Már ræðir um Laxness Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.