Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ „VEL viðhaldið hús til sýnis á næstunni, byggt 1952. Frábær staðsetning, vel byggt, traustar undirstöður. Fimm stórar íbúðir og þrjár litlar. Standsett fyrir ári. Umhverfis- vænt, barnvænt, fjöl- skylduvænt. Áhuga- samir snúi sér til Norðurlandaráðs.“ Þannig gæti fast- eignaauglýsing fyrir norræna fjölbýlishúsið hljóðað væri það á sölu- skrá og í samkeppni við önnur hús – norrænt samfélag í samanburði við önnur samfélög um víða veröld. Staðreyndin er sú að Norðurlöndin hafa lengi verið í fararbroddi í upp- byggingu kröftugs samfélags þar sem hagsæld ríkir, jöfn tækifæri eru tryggð og velferð sýnd í verki. Um þessi gildi, og fleiri, hefur verið sam- staða á Norðurlöndunum og það er okkar hlutverk að varðveita þau og þróa áfram í takt við nýja tíma. Nor- ræna fjölbýlishúsið er traust eign sem er vel viðhaldið og vert er að búa í. Mikilvægi norræns samstarfs Hið merka samstarf milli Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands og sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja er sjaldan efst á baugi í fjölmiðlum. Þýðing þessa samstarfs er hins vegar ótvíræð og kostir þess birtast okkur í ýmsum myndum. Tökum dæmi. Ís- lenskir námsmenn eiga greiðan að- gang að skólum á Norðurlöndunum, sameiginlegur norrænn vinnumark- aður hefur gefið þúsundum manna tækifæri á að starfa erlendis og auka við þekkingu sína, og norræn sam- starfsverkefni á borð við Nordjobb og ýmis menningar- og rannsóknarverk- efni hafa skilað miklu inn í íslenskt þjóðfélag. Mjög margir eiga fjöl- skyldu eða vini á Norðurlöndunum sem þeir heimsækja. Þannig lærum við Norðurlandabúar um siði og lífs- hætti hver annars og styrkjum sam- skipti okkar og samkennd. Um þess- ar mundir búa rúmlega 250 þúsund Norðurlandabúar í öðru norrænu ríki en heimalandi sínu og sýnir það glöggt hve samofin Norðurlöndin eru orðin, íbúunum til hagsbóta. Það er gott að finna hvað norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings og skilnings. Það er eðlilegt að félaga- samtök, fyrirtæki og skólar vilji ná sambandi við samstarfsaðila sína á hinum Norðurlöndunum í því skyni að fá nýjar hugmyndir, skiptast á upplýsingum og rækta vinskapinn. Norræn vinabæjasambönd eru virk en þau hafa verið og eru ómetanlegur grunnur grasrótarsamstarfs. Þessi árangur norræns samstarfs er ekki tilviljun heldur afrakstur hálfrar ald- ar markviss starfs í löndunum. 50 ára afmæli Norðurlandaráðs Á þessu ári eru 50 ár síðan Norð- urlandaráð var stofnað. Á afmælis- árinu verður samvinnunnar minnst á ýmsan hátt í aðildarríkjunum og á sjálfsstjórnarsvæðunum. Einn fyrsti og jafnframst stærsti viðburðurinn er þemaráðstefna Norðurlandaráðs sem verður haldin hér í Reykjavík 15.–16. apríl. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Norrænt lýðræði 2020“ og verður á henni varpað ljósi á framtíðarsýn norrænnar lýðræðis- þróunar. Meðal annars verður fjallað um nor- ræna velferðarríkið og lýðræði, norræn lýð- ræðisgildi í hnattræn- um heimi, áhrif fjöl- menningar á lýðræðið og hvernig nýir borgar- ar í þessum löndum koma að stjórnkerfinu. Segja má að ráðstefnan marki upphaf hátíða- halda vegna 50 ára af- mælis Norðurlandaráðs en þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem ráðið heldur þemaráðstefnu hérlendis. Ísland hefur ávallt lagt metnað sinn í að taka þátt í norrænu samstarfi til jafns við hin Norðurlöndin, þrátt fyrir stærðar- mun, og er því sérlega ánægjulegt að ráðstefnuna í Reykjavík skuli bera upp á afmælisárinu. Alls er von á um 300 þátttakendum á ráðstefnuna. Í tengslum við ráðstefnuna verður einnig frumsýnd fræðslumynd um norrænan samstarfsanda, ætluð ung- lingum, þar sem 16 krakkar frá Norð- urlöndum eru saman á víkingaskipi í Noregi. Myndin er ætluð til nota í skólum og vonandi fæst hún jafn- framt sýnd í sjónvarpi. Enn er verk að vinna Í norræna fjölbýlishúsinu standa íbúunum allar dyr opnar. Við komum okkur saman um umgengnisreglur með umræðu og skoðanaskiptum. Upp geta komið vandamál milli tveggja landa eða norræn verkefni sem þarf að leysa betur sameiginlega. Til dæmis á sviði skattamála eða í sambandi við gagnkvæm réttindi sem ekki reynast hin sömu þegar á reynir. Enn er verk að vinna við að fjarlægja landamærahindranir af öllu tagi. Á það leggur Norðurlandaráð megin- áherslu í starfi sínu á þessu ári. Við erum norræn fjölskylda og höldum saman ef kaldir vindar blása. Án víðtækrar samvinnu við aðra heimshluta myndi húsið okkar hins vegar verða innilokað og íbúarnir ein- angraðir. Því er mikilvægt að sam- starfið sé opið gagnvart umheiminum og að Norðurlöndin haldi áfram að leggja sitt af mörkum til alþjóðasam- félagsins. Hin norrænu gildi um lýð- ræði, frið og mannúð eiga fullt erindi á alþjóðavettvang og eru e.t.v. mik- ilvægari nú en nokkru sinni fyrr. Norrænt fjöl- býlishús til sýnis Rannveig Guðmundsdóttir Samvinna Við fögnum 50 ára af- mæli, segir Rannveig Guðmundsdóttir, með þemaráðstefnu Norður- landaráðs í Reykjavík um lýðræði. Höfundur er þingmaður Samfylk- ingar í Norðurlandaráði. UM áratugaskeið hef ég rekið fyrirtæki í miðborg Reykjavík- ur og unað hag mínum bærilega undir borg- arstjórn Sjálfstæðis- flokksins, þar sem mætir menn fóru hóf- lega með vald sitt og beittu sér fyrir fram- förum. Fyrst í hugann koma nöfn Bjarna Benediktssonar, Gunnars Thoroddsen, Geirs Hallgrímssonar og síðan núverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Engum blandast hug- ur um að vitsmunir, grundvallaðir á menntun og reynslu, en fyrst og fremst heiðarleiki og einlægur vilji til góðra verka er grundvöllur góðrar stjórnunar. Að mínu mati hefur Reykjavík undir stjórn R- listans ekki verið sú höfuðborg landsins, sem hún áður var, henni ber, og hún verður að vera í fram- tíðinni ef þjóðlífið á að halda áfram á framabraut og ná þeirri reisn, sem vekur virðingu og viðurkenn- ingu í samfélagi þjóðanna. Áber- andi skortur á stórri heildarsýn hefur einkennt R-listann, svo að borgin hefur dregist aftur úr í ei- lífu stappi og karpi um smámál, og miðborgin að verða eins og illræmd hverfi í stórborgum heimsins um helgar. Hér þarf að snúa við blaðinu og beita markvissri upp- byggingarstefnu undir nýrri for- ystu, og ekki seinna vænna, áður en nágrannabæjarfélög skjóta höf- uðborginni ref fyrir rass, sem þau eru á góðri leið með eins og nú stefnir. En sannarlega ber að lofa hvert framtak til góðra verka, hvar sem þau eru unnin og eru þjóð- félaginu til styrktar. Einhver kyrr- staða og lognmolla ríkir í höfuð- borginni á mesta vel- ferðaráratug, sem gengið hefur yfir Ís- land. Tími er kominn til að Reykjavík taki þeim stakkaskiptum sem þarf til að rísa undir nafni höfuð- borgar framsækins þjóðfélags, sem und- anfarið hefur, þrátt fyrir smæð sína, vakið nokkra athygli á al- þjóðavettvangi og sannað sig í samstarfi menningarríkja heimsins. Víst var það hróður Íslands, að Ís- lendingur leiddi sam- eiginlegt átak í tónlistarflutningi menningarhöfuðborga Evrópu árið 2000, en að sama skapi nöturleg staðreynd að Reykjavík á enn ekki neitt tónlistarhús. Vegna sögulegr- ar sérstöðu landsins og legu þess mitt í Atlantshafi milli aðgreind- ustu heimshlutanna, er Reykjavík vel fallin til ráðstefnuhalds á heimsvísu, en hvar er ráðstefnu- höllin, og hvar er gistiaðstaðan, glæsihótel, sem er grundvöllur þess að taka á móti tignum gest- um, viðskiptajöfrum og þeim öðr- um, sem skilja eftir mesta fram- legð af ferðaþjónustu? Reykjavík vantar stærri sýn og stefnumótun. Stöðumælastefna R-listans Dæmigert fyrir smásálarhátt R- listans er stefnan í bílastæðamál- um í miðborginni, sem er fram- kvæmd af þvílíkri þrjósku og óbil- girni að minnir helst á illræmd lögregluríki. Íslendinga vantar ekki landrými, og í fáum borgum er byggð jafndreifð og hér. Ég hef dvalist langdvölum í erlendum milljónaborgum, en aldrei lent í útistöðum við stöðumælaverði þar. Árum saman var ég í tölu hæstu skattgreiðenda í Reykjavík og tel mig hafa lagt nokkuð af mörkum til uppbyggingar borgarinnar, en auk þess lagt lítið lóð á vogarskálir menningarmála. Er það skemmst að segja að atgangur stöðumæla- varða á hendur mér og fyrirtæki mínu upp á síðkastið líkist mest of- sókn. Nokkur undanfarin ár hef ég greitt leigu mánaðarlega fyrir not af bílastæðahúsi, en fyrir kemur, að ég þurfi ýmissa erinda vegna að leggja bílnum annars staðar. Síðan ég lenti í stórslysi fyrir nokkrum árum, á ég ekki jafnlétt um gang og áður, einkum í illviðrum. Er ekki að sökum að spyrja, að stöðu- mælavörður bíður álengdar að festa sektarseðil á bílinn, um leið og mælirinn fellur, og þannig hafa þrír sektarmiðar stundum verið festir á bílinn samdægurs, sekt þá komin í kr. 4.500 þann daginn. Fyrir nokkrum dögum var ég bú- inn að fá tvo sektarmiða í Austur- strætinu sama daginn, og hafði taf- ist vegna annríkis, sektarinn stóð við bílinn, þegar ég loks kom að og sagðist vera á förum, en hann festi sektina á engu að síður. Eftir stuttan akstur kom mér í hug að ég hafði gleymt áríðandi skjali á skrifstofu minni, og varð að snúa við að sækja það, lagði bílnum á sama stað, þar sem stæðið var laust, brá mér inn og kom aftur innan fimm mínútna. Ekki var að sökum að spyrja, þegar ég kom að bílnum aftur, var vörðurinn búinn að festa þriðju sektina á bílinn og var á bak og burt! Svipað hefur endurtekið sig alloft á undanförn- um mánuðum. Nú vill svo til atvinnu minnar vegna, að ég þarf oft að bregða mér til útlanda, og sé sektin ekki greidd innan fárra daga, hækkar hver sekt um kr. 1.000 og kostar þá dagurinn eftir slíka aðför orðið kr. 7.500, sem kemur til viðbótar föstu mánaðargjaldi í bílastæða- húsi. Á rúmu ári hef ég þannig greitt um kr.300.000 í bílastæðagjöld og sektir til bílastæðasjóðs, eða að meðaltali rúmlega kr. 10.000 á dag miðað við virka daga. Ætli þetta sé ekki heimsmet, án tillits til fólks- fjölda! Væri ekki ráð að gefa R- listanum frí frá svona stjórnunar- háttum? Þessi aðferð þeirra við að halda uppi lögum og reglu í borg- inni hrekkur skammt. Væri ekki ráð að efla frekar löggæslu í borg- inni, uppræta veggjakrotið, óspekt- irnar, eiturlyfin og ofbeldið, sem er að koma Íslendingum á bekk með undirmálsþjóðum á lægsta siðferð- isplani og er meiri ógn við sjálf- stæði, framfarir og framtíð þjóð- arinnar en nokkuð annað. Þarf annað en að líta á spegil- mynd þjóðarsálarinnar í nýjasta sviðsverki borgarinnar? Ég er á förum úr miðborginni, sem mér finnst ég þó partur af eftir langa og góða sambúð, en réttlætiskennd minni er misboðið, og ég uni því ekki lengur. Erfitt að vera Reykvík- ingur í miðborg R-listans Ingólfur Guðbrandsson Miðbærinn Á rúmu ári hef ég greitt um kr. 300.000 í bíla- stæðagjöld og sektir til Bílastæðasjóðs, segir Ingólfur Guðbrands- son, og er á förum úr miðborginni. Höfundur er tónlistarmaður og for- stjóri Heimsklúbbs Ingólfs-PRIMA. ÁRIÐ 2000 tóku í gildi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 96/ 2000. Þegar lögin voru til meðferðar á Alþingi fór fram fjörug um- ræða í samfélaginu um jafnréttismál. Umræð- an snerist þó mest um þá ákvörðun félags- málaráðherra að setja Jafnréttisstofu niður úti á landi. Margar merkilegar breytingar urðu á lögunum um- rætt sinn, sem undir- rituð telur mikilvægt að fjallað verði nánar um á opinberum vettvangi. Tilgang- ur greinar þessarar er að fjalla um nokkrar þeirra. Með lögunum breyttist töluvert löggjöfin, sem snýr að vinnumark- aðnum, en III. kafli laganna fjallar um hana. Í 2. mgr. 13. gr. laganna er lögð sú skylda á fyrirtæki og stofnanir með fleiri starfsmenn en 25 að setja sér jafnrétt- isáætlun eða hafa ákvæði um það í starfsmannastefnu sinni. Þessari áætlun eða stefnu er ætlað að koma á markmiði eða tryggja aðgerðir sem 14.–17. gr. laganna kveða á um. Umrædd- ar greinar fela m.a. í sér launajafnrétti kynjanna, en í lögun- um eru laun skilgreind mjög víðtækt; sem al- mennt endurgjald fyr- ir störf, hvers konar frekari þóknun, bein eða óbein, hlunnindagreiðslur, lífeyris-, orlofs- og veikindaréttindi og fleira. Öll störf skulu standa báðum kynjum opin og báðum kynjum skal tryggð- ur sami möguleiki til endurmennt- unar og starfsþjálfunar. Atvinnu- rekendur skulu gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyld- unni. Sú nýjung er einnig í lögunum að atvinnurekendum og yfirmönn- um er gert skylt að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Í lögunum er skilgreint hvað er kyn- ferðisleg áreitni. Flest af ofan- greindu eru nýjungar á þessu sviði og því ekki komin mikil reynsla á lögin, þar sem frekar stutt er síðan ákvæðin tóku gildi. Gaman verður að fylgjast með framtíðinni á þessu sviði. Með ofangreindum lögum varð einnig önnur mikilvæg breyting á sviði jafnréttismála, sem fæstir gera sér grein fyrir. Viðurlög vegna brota á lögunum geta varðað sekt- um sbr. 29. gr. laganna. Í grein- argerð með lögunum kemur fram upptalning á því hvaða ákvæði lag- anna geti varðað sektum, en það eru m.a. ákvæði um jafnréttisáætlanir eða markmið um jafnrétti í starfs- mannastefnu, brot á ákvæðum um launajafnrétti geta einnig varðað sektum, svo og ákvæði sem varða jafnan rétt til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Einnig ákvæði sem varðar skyldu atvinnurekenda og fleiri aðila til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað. Samtök atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Jafnréttisstofa hafa beitt sér fyrir því að standa fyrir nám- skeiðum til þess að aðstoða fyrir- tæki við gerð jafnréttisáætlana. Ég vil skora á alla þá sem mál þetta varðar að kanna hvort þessi mál séu í lagi á þeirra vinnustað. Jafnrétt- imál eru ekki bara mál kvenna held- ur okkar allra. Er fyrirtækið þitt að brjóta lög? Margrét María Sigurðardóttir Jafnréttislög Margar merkilegar breytingar urðu á lög- unum og telur Margrét María Sigurðardóttir mikilvægt að fjallað verði nánar um þær á opinberum vettvangi. Höfundur er lögfræðingur á Jafn- réttisstofu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.