Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 42

Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Júlíana SvanhvítGuðmundsdóttir, Skothúsvegi 15, Reykjavík, fæddist 16. október 1911. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Magnússon, f. 26. október 1879, d. 29. október 1960, skipstjóri í Hafnar- firði, og Margrét Guðmundsdóttir, f. 22. mars 1878 á Brunnastöðum í Vatnsleysu- strandarhreppi, d. 7. október 1959, húsfreyja. Foreldrar Guð- mundar voru Magnús Auðunsson, sjómaður í Hafnarfirði og Frið- semd Guðmundsdóttir. Foreldrar Margrétar voru Guðmundur Ív- arsson, útvegsbóndi á Neðri- Brunnastöðum og Katrín Andrés- dóttir, húsfreyja. Svanhvít var yngst þriggja systkina. Bræður hennar voru: Magnús, f. 21. júlí 1906, d. 8. ágúst sama ár, og Guð- mundur Ívar, f. 17. júlí 1909, d. 19. desember 1987, ráðherra og síðar sendiherra, kvæntur Rósu Ingólfsdóttur, f. 27. júní 1911, d. 27. júní 1998. Hinn 6. febrúar 1942 giftist Svanhvít Gunnari Friðþjófi Dav- íðssyni, f. 13. febrúar 1910 í Hafn- arfirði, d. 27. desember 1967 í Reykjavík, skrifstofustjóra Út- vegsbanka Íslands. Foreldrar hans voru Davíð Kristjánsson, f. 1. maí 1878, d. 11. desember 1942, trésmiður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og Ástríður Jens- dóttir, f. 10. ágúst 1873, d. 16. júlí 1925, húsfreyja. Sonur þeirra er Davíð Á. Gunnarsson, f. 9. júlí 1944, ráðuneytis- stjóri, kvæntur El- ínu Hjartar, f. 20. september 1944, hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru: Svana Margrét, f. 25. mars 1974, lög- fræðingur, Guðrún Vala, f. 20. október 1975, viðskiptafræð- ingur, sambýlismað- ur hennar er Helgi Þór Logason, f. 7. október 1974, viðskiptafræð- ingur og Ásta Björg, f. 16. maí 1980, háskólanemi. Svanhvít bjó öll sín bernskuár á Brekkugötu 1 í Hafnarfirði þar sem hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt bróður sínum en fluttist á unglingsaldri til Reykjavíkur og bjó þar til dánardags. Svanhvít starfaði fyrst sem afgreiðslu- dama í konfektbúð, hóf upp úr þriðja áratugnum vinnu hjá Bæj- arsímanum og starfaði þar þang- að til hann var lagður niður 1. janúar 1933. Þá fluttist hún yfir á Landssímann þar sem hún starf- aði til 1. júní 1943. Hinn 1. júní 1968 hóf Svanhvít störf hjá Lista- safni Íslands þar sem hún starfaði allt til ársins 1990, síðustu átta árin eftir að hún var komin á eft- irlaun, við ýmis tilfallandi afleys- ingarstörf. Útför Svanhvítar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er með trega og söknuði sem við kveðjum ömmu Svönu á 91. ald- ursári. Margs er að minnast þegar horft er til baka. Hún skipaði stórt hlutverk í lífi okkar allra en óskipt athygli hennar beindist að okkur barnabörnunum alla tíð. Þær voru ófáar stundirnar á Skothúsveginum og þaðan fór enginn öðruvísi en pakksaddur, enda voru orðin: „Má ekki bjóða þér meira?“ ömmu jafn- sjálfsögð og að bjóða góðan daginn. Steppdans á eldhúsgólfinu þar sem amma fór með aðalhlutverkið, hangikjöt á jólunum, marenstertur með kokteilávöxtum við hvert tæki- færi að ógleymdum haframjölskök- unum frægu, ásamt sögum sem hún var vön að segja okkur úr barn- æsku sinni. Bæjarferðir með ömmu og mömmu rétt fyrir jólin í þeim tilgangi að velja jólakjólana á litlu sonardæturnar. Ef ekki var hægt að gera upp á milli kjólanna voru fleiri en einn keyptir. Amma Svana var alla tíð mjög tignarleg, hafði gaman af því að punta sig, vera vel til höfð og lagði mikið upp úr því að standa alltaf teinrétt og bein í baki. Það var ósjaldan sem hún hnippti í okkur sonardæturnar og benti á að rétta nú úr sér. Við minnumst hennar sem einstaklega góðrar og gjaf- mildrar konu sem vildi öllum vel. Heiðarleiki, dugnaður og staðfesta væru líklega þau orð sem lýstu per- sónu hennar best. Henni var mjög annt um samferðafólk sitt og lét hún það í ljós í hvívetna. Engum unni hún þó meir í þessu lífi en syni sínum og okkur, en hann var henn- ar sólargeisli. Fyrir hann sló hjarta hennar til dánardags. Amma tengdist heimili sínu á Skothúsvegi alla tíð mjög sterkum tilfinningaböndum og henni leið hvergi eins vel og einmitt þar. Þangað var alltaf gott að koma. Hún vildi hvergi annars staðar búa enda var heimili hennar alla tíð hið glæsilegasta. Amma varð aldrei ein- mana á Skothúsveginum því þar var allt hennar fólk. Þar fann hún fyrir öryggi. Það var ,,vakað“ yfir henni eins og hún orðaði það stund- um. Jafnvel fuglarnir í trjánum pössuðu hana. Með tímanum fór þó aldurinn að segja til sín eins og gengur og gerist í lífinu. Bæði sjón og heyrn tóku að daprast og minnið varð gloppótt. Það getur oft verið erfitt að fylgjast með hrörnun og kvölum náins ættingja og ástvinar en á sömu stundu getur maður jafnframt glaðst yfir því þegar sá hinn sami fær hvíldina og öllum þjáningum linnir. Þó svo að við vit- um að það hafi orðið miklir fagn- aðarfundir þegar amma kom í faðm þeirra sem á undan henni fóru eru hjörtu okkar tómleg án hennar. Gengin er góð kona sem við kveðj- um með miklu þakklæti og söknuð í huga. Það fer vel á að kveðja elskulega ömmu okkar og tengdamóður með ljóði sem flutt var við útför ömmu hennar, Katrínar Andrjesdóttur, sem kvaddi þennan heim árið 1919. Blessuð sé minning ömmu Svönu. Hið ljúfa vor, það lauk upp augum þínum, er lífið þig í arma sína tók, og reit með björtum röðulstöfum sínum, þitt runna skeið, í lífsins miklu bók. Því var svo blítt og bjart í sálu þinni, að blessað vorið söng þér vögguljóð; oss börnum þínum lengi mun í minni, að, móðir, þú varst eins og vorið góð. Þitt hús stóð opið öllum þreyttum, snauðum, þar, yl og birtu margur hryggur fjekk; þín hönd var fús til hjálpar æ í nauðum frá húsi þínu enginn svangur gekk. Nú sefur þú, og sólin geislum stafar í sigurdýrð á hinsta beðinn þinn, en hrygg vjer fylgjum þjer til þinnar grafar, og þakkartárin glitra á vorri kinn. (F.J.) Sonardætur og tengdadóttir, Svana Margrét, Guðrún Vala, Ásta Björg og Elín. Svanhvít Guðmundsdóttir, kær frænka mín, er látin. Mig setti hljóða er mér barst þessi fregn, þótt ekki kæmi hún al- veg á óvart. Hugurinn reikaði um liðna tíð. Minningar leituðu á. Hún hét fullu nafni Júlíana Svan- hvít Guðmundsdóttir, en var jafnan kölluð Svana af fjölskyldunni. Og hún Svana frænka var alveg einstök. Með henni er gengin glæsileg og góð kona. Framkoma hennar var fáguð og yfirveguð. Fas og svipmót bar vott um festu og viljastyrk. Hún var mjög glögg og fljót að átta sig á hlutunum og alltaf gerði hún sér grein fyrir kjarna hvers máls, hvort sem það var stórt eða lítið. Ég tók líka oft eftir, að það sem hún hafði sagt um einhver mál- efni kom á daginn, kannske löngu seinna, og átti það við í hinum ólík- ustu tilfellum. Svana var fagurkeri og ákaflega smekkleg. Hún var myndlistarunn- andi og bar heimili hennar þess vitni. Heimili hennar og Gunnars á Skothúsvegi 15 var fallegt, menn- ingarlegt og traust. Þangað var gott að koma og þaðan fór maður alltaf sterkari en maður kom. Það var eins og ró og friður og jafn- framt þrek og öryggi streymdi að manni, þegar maður kom þar. Það var gaman að sitja við borð- stofuborðið á Skothúsveginum þeg- ar Svana hafði lagt á borð á sinn smekklega hátt. Tertur o.fl. góð- gæti á borðum. Stóra silfur-syk- urkarið og rjómakannan á sínum stað og Svana sjálf við borðsend- ann. Þá var hátíð. Mikill var missir Svönu, er Gunn- ar maður hennar lést, langt fyrir aldur fram, á jólum 1967. Varð hún þá ein á Skothúsveginum. Davíð, einkasonur hennar og augasteinn, var við nám úti í Svíþjóð um þær mundir. Þetta var erfiður tími hjá henni. Sýndi hún þá mikinn dugnað, eins og reyndar ætíð. Fór hún fljót- lega að vinna á Listasafni Íslands og vann þar meðan aldurinn leyfði. Ég held að hún hafi notið sín vel í þessu starfi. Ég lagði stundum leið mína til hennar á Listasafnið. Þar vakti hún áhuga minn á myndlist. Oft sagði Svana mér frá uppvaxt- arárum sínum í Hafnarfirði. Talaði hún jafnan af mikilli virðingu og ástúð um æskuheimili sitt, foreldra sína og bróður. Þegar hún var ung vann hún á Landssímanum, eða, eins og hún ávallt kallaði það, „Miðstöðinni“. Minntist hún þeirra daga oft með ánægju. Svana var lengi vel mjög ern, hélt sér vel og fylgdist með öllu. Hún var ættrækin og hafði áhuga á velferð allra sinna skyldmenna. Fyrir nokkrum árum tók heilsu hennar að hraka. Hún missti sjón- ina að mestu og heyrnin fór að gefa sig. En dugnaðinum og kjarkinum hélt hún. Það má með sanni segja að hún hafi „staðið á meðan stætt var“, eða jafnvel örlítið lengur. Hún var mjög heimakær og á Skothúsveginum vildi hún vera og hvergi annars staðar. Stundum veiktist hún og þurfti að fara á sjúkrahús, en alltaf komst hún aft- ur heim til sín. Var með ólíkindum hvað hún gat, svo sjóndöpur og heilsulítil sem hún var orðin. En ég veit að hún naut góðrar aðstoðar sonar síns og tengdadóttur. Án þeirrar hjálpar hefði hún ekki getað verið svona lengi heima. Hún Svana var mér ákaflega góð og elskuleg frænka. Hún kenndi mér margt og opnaði augu mín fyr- ir ýmsu, sem ég held að margir veiti ekki athygli, eða hugsi ekki um. Þó að á milli okkar væri þriggja áratuga aldursmunur fann ég ekki oft fyrir því. Við gátum tal- að saman um allt milli himins og jarðar eins og bestu vinkonur. Nú er hún horfin. Ég sakna hennar. Það voru forréttindi að eiga hana að frænku. Við Steindór sendum Dadda, Ellu og dætrum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Að leiðarlokum kveð ég Svönu með virðingu, þökk og hlýjum hug. Blessuð sé minning hennar. Ágústa Halldórsdóttir (Dúdda). Þriðjudagseftirmiðdaginn 2. apríl bárust mér þær sorgarfréttir að föðursystir mín, Svanhvít, hefði lát- ist og þó hún væri 90 ára og hefði legið á sjúkrahúsi um tíma, kom þetta mér á óvart. Svana frænka, eins og við kölluðum hana, var eina systkini föður míns. Hann var eldri bróðir hennar og samband þeirra var náið. Æskuheimili þeirra var á Brekkugötu 1 í Hafnarfirði og þar ólust þau upp, þar til þau fluttu á Skothúsveg 15 í Reykjavík, sem varð framtíðarheimili Svönu og bjó hún þar til æviloka, því hún gat ekki hugsað sér að flytja þaðan. Svana giftist Gunnari Davíðssyni og áttu þau einn son, Davíð, verk- fræðing að mennt. Foreldrar mínir áttu fimm stráka og því var mikið fjör þegar við hittum Dadda, sem var mjög oft. Svana sýndi okkur mikinn kærleika á meðan við vorum hjá þeim, það var sennilega mjög erilsamt fyrir konu að vera með sex unga fjöruga stráka hjá sér, en Svana sýndi mikla þolinmæði og gætti okkar vel. Samgangur var mikill á milli fjöl- skyldnanna og alltaf var talað um „krakkana“ þegar foreldrar okkar töluðu um hvert annað. Núna hafa krakkarnir allir kvatt þennan heim. Gunni, maður Svönu lést 27. desem- ber 1967. Það var mjög erfitt fyrir hana að missa mann sinn á besta aldri, en Svana var ekki vön að tala um sjálfa sig og tjá tilfinningar sín- ar, hún var frekar vön að spyrja fólk hvernig það hefði það og var alltaf ánægð að heyra þegar vel gekk í vinnu eða námi. Þær jafn- öldrur, Svana og mamma, voru miklar vinkonur og voru í daglegu símasambandi, þar til mamma lést í júlí 1998. Svana eignaðist öðlingstengda- dóttur þegar Davíð giftist Elínu sem heimsótti hana oft á dag til að aðstoða hana og athuga hvort eitt- hvað vantaði. Þau Daddi eignuðust þrjá dætur, Svönu Möggu, Guðrúnu Völu og Ástu Björgu. Daddi var augasteinn móður sinnar og hafa þau alltaf verið mjög góðir vinir. Svana var mjög stolt af sonardætr- unum sínum þremur og þeim þótti mjög vænt um hana, enda var mik- ill samgangur á milli þeirra. Ég sá Svönu síðast heima hjá Dadda og Ellu í níræðsafmælis- veislu hennar. Hún var ekki við bestu heilsu þá en ég er ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri til að hitta hana. Svana var elskuleg kona sem vildi öllum vel. Henni fannst lífið ávallt gott og meðan heilsan leyfði hafði hún mikinn áhuga á því sem var að gerast í heiminum. Við Kathy viljum nota þetta tækifæri til að þakka henni fyrir alla umhyggj- una og hlýhuginn sem hún sýndi okkur í gegnum árin. Ellu, Dadda, stelpunum og öðr- um aðstandendum sendum við okk- ur innilgustu samúðarkveðjur. Grétar. Látin er kær föðursystir mín Svanhvít Guðmundsdóttir á 91. ald- ursári. Svana, eins og hún var ávallt kölluð af fjölskyldu og vinum, var einkasystir föður míns. Þau voru börn hjónanna Guðmundar Magn- ússonar, skipstjóra í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík, og Margrétar Guðmundsdóttur húsfreyju. Þau systkinin ólust upp í Hafn- arfirði en fluttu til Reykjavíkur um tvítugsaldur og þá fljótlega á Skot- húsveg 15 í hús sem þá var ný- byggt. Svana giftist Gunnari F. Davíðs- syni og hófu þau búskap í húsi afa og ömmu á Skothúsveginum og stóð heimili hennar þar til dán- ardags. Einkabarn þeirra er Davíð. Gunnar mann sinn missti hún langt um aldur fram og var það mikið áfall fyrir þau og okkur öll. Fyrstu minningar mínar eru tengdar heimsóknum mínum á Skothúsveg til afa og ömmu, Svönu, Gunna og Dadda. Hlýja og ástúð einkenndi heim- ilishaldið hjá Svönu frænku og allt- af var gott að koma til þeirra. Á milli okkar Davíðs er eitt ár og ólumst við því að miklu leyti upp saman. Æskuár okkar frændanna og síð- ar bræðra minna liðu áhyggjulaus við leik og ævintýri í Hallargarð- inum, Hljómskálagarðinum og um- hverfis Tjörnina. Svana frænka bar ávallt hag okk- ar bræðranna fyrir brjósti og fylgd- ist vel með okkur og fjölskyldum okkar og var samgangurinn mikill. Á milli Svönu, Gunna og foreldra minna var mjög kært og voru þau nánast í sambandi hvert við annað daglega. Þegar foreldrar mínir fluttust tímabundið til útlanda átti ég og fjölskylda mín Svönu frænku að og sýndi hún börnum mínum mikla væntumþykju. Þau eiga góðar minningar tengdar henni. Svana eignaðist góða tengdadótt- ur, Elínu, og þrjár sonardætur, Svönu Margréti, Guðrúnu Völu og Ástu Björgu. Allar voru þær henni mikill gleðigjafi og sýndu henni ást og umhyggju. Það er aðdáunarvert hvað vel þær og Daddi önnuðust hana og þá sérstaklega núna síðustu árin eftir að heilsan fór að gefa sig. Ég þakka Svönu frænku fyrir það sem hún var mér og mínum. Dadda, Ellu og stelpunum send- um við Rósa okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðmundur I. Öll eigum við systkinin góðar minningar frá æskuárum okkar tengdar samveru við Svönu frænku. Oftar en ekki var kíkt í heimsókn til hennar og stóð þá ekki á veit- ingum. Appelsín og prins póló var sérstaklega vinsælt og það vissi hún. Alltaf hafði Svana tíma til að sitja og spjalla og reyndi hún þá stundum hvað hún gat að vekja áhuga okkar á ættfræði og fjar- skyldum ættingjum. Oft var líka setið í stiganum hjá henni og Andr- és önd lesinn upp til agna. Okkur finnst ekki langt síðan allir hittust í jólaboðum hjá henni á Skothúsveg- inum þó að ártalið segi okkur ann- að. Þessi boð voru ómissandi hluti jólahaldsins í okkar huga. Það var eitthvað sérstakt í fari Svönu sem heillaði okkur krakkana og umburðarlyndi hennar gagnvart okkur virtist endalaust. Hún lét sér alltaf annt um okkur og fylgdist vel með því sem við vorum að gera. Svana vann á Listasafni Íslands og kíktum við þá oft í heimsókn, ekki það að listhneigðin segði neitt til sín, heldur frekar hitt að gaman var að fá að koma í vinnuna til hennar. Við erum lánsöm að hafa átt þessa góðu konu að sem frænku okkar. Kæra frænka, takk fyrir allt. Ingólfur Vignir, Rósa og Anna. Á sjöunda áratug síðustu aldar var Listasafn Íslands fámenn stofn- un og vægi hvers starfsmanns því mikið. Svanhvít Guðmundsdóttir, Svana eins og hún var oftast kölluð, hóf þar störf haustið 1968, tæpu ári eftir að hún missti mann sinn Gunnar F. Davíðsson. Ég hafði þá verið starfsmaður safnsins í rúmt ár og áttum við Svana eftir að eiga þar gott og ánægjulegt samstarf í rúm tuttugu ár og bindast traustum vináttuböndum. Svana var jafnaldra móður minnar og bjó yfir sömu mannkostum og mér voru svo kærir í fari hennar, hreinlyndi, mann- gæsku, tryggð og hjartahlýju. Öll hjúskaparár sín hafði Svana helgað sig heimili og fjölskyldu en stóð nú í þeim sporum að takast á við nýtt starf á miðjum aldri. Starfi gæslumanns sinnti Svana með þeim hætti að enginn hefur gert þar bet- ur. Hún ávann sér virðingu og vin- semd félaga sinna jafnt og annarra sem áttu erindi í safnið. Þegar að því kom að hún skyldi láta af störf- um fyrir aldurs sakir kom aldrei annað til greina en að biðja hana að halda áfram og gegndi hún starfi sínu af einstakri trúmennsku til 75 ára aldurs. Reyndar aðstoðaði hún safnið aftur um nokkurn tíma eftir að það flutti í ný húsakynni á Frí- kirkjuvegi 7. Fyrir öll árin sem við áttum sam- an í safninu vil ég þakka, kæra Svana, allar góðu sögurnar, hlát- urinn og hlýja viðmótið. Karla Kristjánsdóttir. SVANHVÍT GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.