Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 47 Lokið hefur farsælu lífshlaupi sínu „tengdabróðir“ minn Þórarinn Einarsson. Fyrst man ég eftir Dadda – Þ. E. – þegar hann var ungur og glæsilegur maður heima í Brekku- koti hér í bæ. Brekkukot og Brekkubær voru hús nálægt þeim stað sem Brekkubæjarskóli stendur nú. Ég var þá stelpustýri í „Gúst- ahúsi“ og sá hann koma eða fara til skips, áleit ég eða að hann var á göngu með vinum sínum. Tíminn leið og ég flutti úr „Gústahúsi og gleymdi þessum nágranna mínum. Tíminn leið hratt og næsti kapítuli var að hann var orðinn unnusti verðandi mágkonu minnar, Auðar Sæmundsdóttur í Sigtúnum. Þau voru glæsilegt par, sem tekið var eftir. Þau stofnuðu sitt fyrsta heim- ili á Heiðarbraut 24 sem nú heitir Heiðargerði. Daddi var einstaklega hlýr og gestrisinn og Auður lumaði alltaf á smá „fermingarveislu“ ef gest bar að garði. Þessi lýsing á þeirra fyrsta búskap getur líka ver- ið lýsing á þeim rúmlega fimmtíu árum sem liðin eru síðan. Eftir nokkur ár á Heiðarbraut 24 byggðu þau sér einbýlishús á Heiðarbraut 31 og fluttust þangað. Daddi vann á þessum árum hjá BP. Starfið fólst í að afgreiða olíu til kyndingar í heimahús og róðrarbáta. Einnig þurfti að fara í sveitirnar í kring með eldsneyti. Starfsdagurinn var oft langur og strangur en ekki var kvartað. Jafnvel sagt að erfiðara hefði verið á síldinni á Siglufirði! Fljótlega eftir að flutt var í nýja húsið sem fylgdi stór lóð, hófst fyrsti vísir að sveitabúskap með nokkrum kindum og tveim hestum. Það þótti fram undir þetta nokkuð eðlilegt að eiga nokkrar kindur í skúr við húsið og stóran garð fyrir kartöflur og kálmeti til búdrýginda. Daddi hafði mikla ánægju af sínum búskap og hestarnir voru hans yndi. Því var það að þegar jörðin Ás í Melasveit losnaði, sáu þau sitt tæki- færi til að sinna búskapnum ein- göngu. Er ekki að orðlengja það að þau keyptu jörðina og fluttu þangað og reyndist það góð ráðstöfun því bæði höfðu áhuga fyrir búskap og sýndi búið að því var sinnt af natni og áhuga. Ekki stóðu þau ein í bú- skapnum því synirnir fjórir sem líf- ið hafði gefið þeim reyndust dugleg- ir og áhugasamir. Því verður ekki neitað að sveitabúskapur er eða var a.m.k. oft erfiður. Daddi var alla sína búskapartíð mjög slæmur í baki og hefur löng seta á traktor eða sláttuvél verið þungbær. En ánægjan af góðum árangri og blóm- legu búi linaði sársaukann. Þetta var góður tími en hann líður líka. Þar kom að tími var til að slaka á og flytja aftur til Akraness. Og enn var lánið með í för því nú bauðst nýtt hús í Höfðagrund 7 sem er á einum fallegasta stað í bænum. Ekki má gleyma sumardvalarstaðn- um að Hlíðarfæti í Svínadal, sum- arbústaðnum við veiðivötnin. Daddi naut þess að vera þar og hlynna að staðnum og veiðinni. Aðeins er hægt að stikla á því stærsta í lífshlaupi manns í svona grein en kveikjan að henni er ómælt þakklæti mitt og minna fyrir áralöng kynni og vináttu sem aldrei bar skugga á. Það sem vakti athygli við fyrstu kynni af Dadda var hvað hann var traustvekjandi og athug- ull, flanaði ekki að neinu en stóð alltaf fyrir sínu. Hann var mikill gæfumaður í einkalífinu, eignaðist góða konu og með henni fjóra syni sem öllum vegnar vel. Það var fallegur hópur barna og ÞÓRARINN EINARSSON ✝ Þórarinn Einars-son fæddist á Nesi í Norðfirði 7. júlí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 9. apríl. barnabarna sem kom saman á gullbrúð- kaupsdegi Auðar og Dadda, gladdist með þeim og lét mynda sig saman. Að eiga þennan hóp hjálpar til að geta kvatt sáttur við allt og alla enda var hann stoltur af þeim öllum. Blessuð veri minn- ing Þórarins Einars- sonar. Unnur Leifsdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Heiðursmaðurinn Þórarinn Ein- arsson hefur kvatt þetta jarðlíf með heiðri og sóma. Ég fylgdist með þeim hjónum, vinum mínum Dadda og Auði þessa síðustu mánuði, þegar krabbamein- ið var ná yfirhöndinni, hvernig þau stóðu þétt saman og æðrulaus og um síðustu páskahelgi vakti hún Auður hjá manninum sínum uns yf- ir lauk og í guðsfriði og ró kvaddi hún ástvin sinn. „Þéttur á velli og þéttur í lund, þrautgóður á raunastund.“ Þannig var hann. Verksvið Þórarins var bæði til sjós og lands. Hann þekkti kjör sjó- mannsins og hann þekkti kjör bónd- ans. Hann háði glímu við náttúru- öflin bæði á hafi úti og í landi, þar sem allt var háð veðri og vindum. Ég man fyrst eftir honum, sem ungum hávöxnum glæsilegum manni hér á Akranesi. Seinna kynntist ég honum betur sem manninum hennar Auðar, æskuvin- konu minnar. Hún átti heima í Sig- túni og ég í Efra-Nesi. Við Auður áttum okkar bernskuleiki saman, alla skólagöngu, bæði barnaskóla og framhaldsskóla og lokum hús- mæðraskóla. Daddi átti heima í Brekkukoti. Á þessum árum voru allir kenndir við húsin sem voru heimili þeirra. Snemma gerðist hann sjómaður eins og flestir ungir menn í sjáv- arþorpum. Síðan fór hann í Stýri- mannaskólann og var skipstjóri á bátum frá Akranesi. Hann þótti af- bragðs skipstjóri og sjómaður, stór og sterkur. Um það leyti sem hann hittir Auði og þau verða hjón, hættir hann á sjónum og fer að vinna sem olíuafgreiðslumaður og keyrði olíu- bíl um árabil. En það fullnægði ekki athafnaþrá hans. Hann varð að tak- ast á við eitthvað meira. Þau höfðu byggt sér hús á Brekkukotslóðinni og þar stóð heimili þeirra á Akranesi þangað til þau söðluðu um og keyptu jörðina Ás í Melasveit og fóru að búa þar. Þá höfðu þau eignast fjóra drengi. Þetta er fjölskyldan, sem flytur frá Akranesi upp í Melasveit árið 1964. Við Auður höfðum getað kallast á frá barnæsku. Eftir að við vorum báðar giftar konur með börn á svip- uðum aldri, var hið daglega líf okk- ar í nokkuð föstum skorðum. Mikið saknaði ég þeirra. Auðvitað höfðum við í nógu að snúast hvor á sínum stað og við hittumst æ sjaldnar. Þarna búa þau góðu lífi í 22 ár. Verða farsælt bændafólk, vel liðin og virt af sveitungum sínum. Þórarinn varð góður bóndi, eins og hann var góður sjómaður og góður verkmaður að hverju sem hann gekk. Þau hugsuðu vel um skepnurnar sínar og nýttu jörðina vel. Það er fallegt í Ási og staðarlegt, allt snyrtilegt og öllu vel við haldið. Það er fallegt að standa á Mela- bökkunum, horfa út Borgarfjörð út á Akranes, yfir Grunnafjörð til Akrafjalls og með Skarðsheiðina í allri sinni tign yfir byggðinni. Drengirnir þeirra uxu upp, eru vel menntaðir, hver á sínu sviði og eiga allir sínar fjölskyldur, Einar á Norðfirði, Helgi í Hafnarfirði, Reynir í Reykjavík, Þórarinn yngri er bóndi á Hlíðarfæti í Svínadal. Þegar þyngdist fyrir fæti við bú- skapinn fluttu þau hjónin Þórarinn og Auður aftur á Akranes í snoturt hús, sem byggt var fyrir aldraða og þar nutu þau efri áranna saman. En þrá þeirra til sveitarinnar var söm og áður. Þau komu sér upp litlu sumarhúsi niðri við Laxá í landi Þórarins yngra á Hlíðarfæti þar sem þau dvöldu langtímum saman mörg sumar. Enn sagði athafnaþráin til sín og hafist var handa. Þau komu sér upp tjörn við litla húsið og ólu upp bleikju. Hvílík fegurð á kyrru sum- arkveldi að standa fyrir utan litla húsið þeirra, sjá Skarðsheiðina spegla sig í tjörninni og fiskinn vaka. Síðan urðu tjarnirnar fleiri og fleiri. Margir Skagamenn hafa veitt í þessum tjörnum góðan fisk. For- eldrar farið með börnin sín á góð- viðrisdögum í veiðtúr í tjarnirnar þeirra, sumir veitt þar sinn fyrsta fisk. Ég fékk að renna fyrir fisk undir handleiðslu Dadda og þóttist hafa veitt þann stóra. Síðastliðið haust komu þau hjónin til mín með þrjá stóra fiska og hvítvín í flösku. Þvílíkur veislumatur. Nú er Þórarinn yngri tekinn við umsjón þessara tjarna. Þegar þau bjuggju ung á Akra- nesi áttu þau hesta og alltaf þegar tími gafst til fóru þau á hestum í lengri og skemmri ferðir. Þau voru bæði félagar í Hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi. Þau voru miklir náttúruunnendur og á síðari árum ferðuðust þau mik- ið saman. Þau áttu góðan jeppa og fóru á honum um fjöll og firnindi. Skoðuðu landið sitt, sem þau höfðu ekki haft tíma til í mestu önn dags- ins. Myndirnar sem þau tóku í þess- um ferðum eru ólýsanlegar, allar merktar og í möppum. Í öllu sama snyrtimennskan. Þau ferðuðust líka til útlanda. Við fórum einu sinni saman með hópi eldri skáta á Akra- nesi í ferð um hálendi Skotlands. Það var ánægjuleg ferð og mikið naut Daddi þess vel að ferðast um þessar slóðir. Í þessum línum mínum hefi ég aldrei getað minnst á Þórarin án þess að geta Auðar um leið. Þau voru svo samvalin og samtaka hjón í öllu sínu lífi í blíðu og stríðu. Fjöl- skylda þeirra er orðin stór og þau hafa haldið utan um hana. Á öllum stórum stundum í lífi þeirra hafa þau öll verið saman. Nú er komið að kveðjustund. Hugur minn er fullur af þakklæti fyrir að hafa átt vináttu og velvilja Þórarins Einarssonar á langri leið. Auði mína kæru vinkonu bið ég guð að blessa, styrkja og styðja. Sonum þeirra og öllum hópnum, sem stendur hér saman eins og á öllum stórum stundum í lífi þeirra, bið ég blessunar og friðar guðs. Blessaðar séu allar minningar um heiðursmanninn Þórarin Einarsson. Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi                        !""            #         $% &  &%    !"#$! %    &%#! #'$! #   # ($  )! ! (  $ '            &  ' *& )"++, #-+./%+    (       ) #  *  +   ,&      $         -  " '# #!  "#! $ #   -/%  "#  01 2! #3  "#  014 #3   "#  !""5$            6(* *& 578 -++ 4  . / /  .%   *   +   (6   ##.6   !"#9 ! (# ($6   0   ) . :! !/($6 ! # ""5!"""5$ '                0& *& -4# "%.  # 4  %'/#  ;7 0 .  *  +   1  &  2 .5    (#  ! %     4 ! '.5%    +.5/ ! 9/  ! ' 4  ""5!"""5$ '                    < &  '# 45+7= '/## 0  (       ) #    3   ,&      )         ! 4      *  .6 ! :.  .! //) .    1( .  -/ 0 ! -% .  +#-+! 6 )   .!  (     .! "" %(#   !""5$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.