Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR
48 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Við ótímabært frá-
fall æskuvinkonu, leit-
ar hugurinn til
áhyggjulausrar æsk-
unnar. Þar sem við
bjuggum allar saman í Ásbúðinni í
Garðabænum. Lékum okkur saman
fullar af trú og bjartsýni á framtíð-
ina. Það er sorglegra en orð fá lýst
þegar móðir fellur frá ungum börn-
um sínum og fær ekki aðfylgja þeim
og horfa á þau vaxa úr grasi. Send-
um hér okkar hinstu kveðju með
söknuði.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Við sendum eiginmanni, börnum,
foreldrum, systrum og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Það er von okkar að þið finnið
kraft og styrk til að takast á við
framtíðina.
Linda Hilmarsdóttir,
Helen Halldórsdóttir,
Margrét Richter.
Hún Erna Rós, hetjan okkar, er
horfin, baráttunni er lokið. Eftir sitj-
um við með stórt tómarúm í hjart-
anu, og erum að reyna að skilja til-
ganginn. Af hverju tekur Guð unga
móður og eiginkonu til sín þar sem
hún er í önnum við að búa sér og sín-
um góðan stað hérna megin?
Kannski skiljum við það seinna.
Árin líða svo fljótt, mér finnst svo
örstutt síðan Þrúða og Hafsteinn
áttu von á sínu fyrsta barni. Allt var
svo gaman. Seinni mánuði meðgöng-
unnar var Þrúða daglegur gestur
hjá okkur hjónunum á Bjarnhóla-
stígnum. Það var prjónað og saumað
svo allt yrði tilbúið við komu barns-
ins. En það var líka hlegið og gert
grín. Pabbi kallaði Þrúðu „Mangó“,
eftir stórum og sverum glímukappa
úr sjónvarpinu, því hún var svo mikil
um sig, hún sem alltaf hafði verið svo
mikil písl. Síðan kemur þessi ynd-
islega stelpa í heiminn og allir dáð-
ust að því hvað hún væri dugleg,
klár, hláturmild og falleg. Árin líða
og fjórar fegurðardísir bætast í hóp-
inn þeirra Þrúðu og Hafsteins. Kom-
in stór og samheldin fjölskylda. Við
hjónin fluttum austur að Rauðalæk í
Rangárvallasýslu 1968 og skal ég
alltaf vera þakklát fyrir hvað þau
voru dugleg að koma með hópinn
sinn í heimsókn, því á þeim tíma
voru efnin ekki mikil, og bílarnir
ekki alltaf tilbúnir í langferðir. En
alltaf var óskaplega gaman, og góð
tengsl voru milli barnanna okkar og
hlökkuðu þau Dóra Stína og Eiríkur
alltaf til þessara heimsókna. Farnar
voru ævintýraferðir, veitt í læknum,
siglt á slöngu eða bara dottið í læk-
inn, sem var, að ég held, það sem
þeim þótti skemmtilegast.
Í minningunni finnst mér eins og
alltaf hafi verið sól og blíða. Tíminn
líður, Erna Rós fór strax eftir
grunnskóla að læra hárgreiðslu, og
var gaman að fylgjast með henni,
svona ung sem hún var, vann mark-
visst að takmarki sínu, og lauk því
með láði. En þá var kominn tími til
að skoða heiminn. Þýskaland varð
fyrir valinu. Allt gekk vel, og þar
kynntist hún fyrri manni sínum, og
þau komu til Íslands og bjuggu hér
um tíma. Óttar kom í heiminn, fal-
legur og fínn. Þá er ákveðið að flytja
ERNA RÓS
HAFSTEINSDÓTTIR
✝ Erna Rós Haf-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. október 1966.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 24. mars síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 3. apríl.
aftur út til Þýskalands,
en Erna Rós kom
reglulega heim til Ís-
lands í heimsókn, það
vantar eitthvað,
mamma, pabbi, syst-
urnar og allir vinirnir
eru á Íslandi. Henni
líður ekki vel, en hún
vill standa við sínar
skuldbindingar. Hvað á
að gera? Erna Rós
sagði mér frá reynslu
sinni, þegar henni
fannst allt þrotið, og
hún vonlaus og óham-
ingjusöm. Hafði Guðni
bróðir sem lést langt um aldur fram
1984, komið til hennar, og sagt henni
að taka sig saman í andlitinu og
koma sér heim, og það ekki seinna
en strax. Þetta var það sem ég
þurfti, sagði hún. Óðara fór hún að
pakka því nauðsynlegasta fyrir sig
og Óttar, og dreif sig heim og það
var henni mikið gæfuspor. Eftir
komuna til Íslands tekst henni með
miklu áræði og hjálp góðra vina, að
koma á fót hársnyrtistofunni Flóka í
Hafnarfirði, og inn af stofunni bjó
hún sér og Óttari heimili í pínulitlu
rými, þar sem hamingjan réð ríkj-
um. Stuttu síðar kemur góður æsku-
vinur til sögunnar, Ingólfur Arnar-
son, og eftir á að hyggja voru þau
sköpuð hvort fyrir annað. Þau voru
eins og einn maður. Seinna þegar
Ingó fær stöðu við bleikjueldisstöð-
ina á Hólum í Hjaltadal flytur litla
fjölskyldan að Hofi þar í sveit, og
það er eins og að koma heim, borg-
arbörnin blómstruðu í sveitinni,
fengu sér hesta, hænur og endur.
Skagafjörðurinn og fólkið þar, var
einstakt og lífið brosti við litlu fjöl-
skyldunni. Erna Rós og Ingó hvöttu
alla ættingja og vini til að koma og
deila þessu með þeim, og alloft risu
heilu tjaldborgirnar í kringum Hof,
þar sem ættingjar og vinir nutu
gestrisni og gleði með Ingó og Ernu
Rós.
Aldrei mun ég gleyma brúðkaup-
inu þeirra sem fór fram í Hólakirkju,
þvílík gleði og hamingja, en veislan
fór fram í vélageymslu sem var
skreytt og útbúin sem fullkominn
veislusalur. Þar flutti Ingó tölu og
sagði frá þeim viðburði þegar þau
hittust fyrst en það var á Hallæris-
planinu gamla, eitthvað stórkostlegt
gerðist og eftir það var nafni plans-
ins breitt í Ingólfstorg, og að hans
mati var það gert vegna þessa sig-
urs, sem hann vann, með því að
heilla Ernu Rós. Tveir litlir prinsar
hafa bæst í hópinn, Örn Óskar og
Halldór. Það þarf að hyggja að fram-
tíðinni. Ráðist er í byggingu að Ás-
garði eystri, þar skal heimili þeirra
standa. Í Skagafirðinum eiga þau
heima. En ekki nutu þau þeirrar
gæfu lengi, árin urðu færri þar en til
stóð. Við plönum, en Guð ræður. Í
nóvember fæ ég fyrstu fréttir af því
að Erna Rós sé veik, en ekkert okk-
ar óraði fyrir hve mikið veik hún var,
fyrr en um miðjan desember, þegar
hún kemur suður til læknismeðferð-
ar, og er þá úrskurðuð með krabba-
mein, sem trúlega hefur verið að búa
um sig í mörg ár. En við reynum að
vera bjartsýn, og Erna Rós telur í
okkur kjarkinn, hún ætlar bara að
taka á þessu sem vondri pest, sem
tekur dálítinn tíma að vinna úr, því
hún á svo margt eftir að gera. Um
áramótin veikist hún heiftarlega og
er ekki hugað líf, liggur á gjörgæslu
í öndunarvél en baráttuandinn er
óstöðvandi. Foreldrar, systur og
þeirra makar, ásamt Ingó víkja ekki
frá henni. Smám saman kemur smá-
sigur, hún losnar úr öndunarvélinni
og er flutt á líknardeildina í Kópa-
vogi. En þrautseigja hennar er ótrú-
leg. Þetta gengur ekki, strákarnir
þurfa að komast í skóla aftur, það
þolir enga bið. Þau leigja sér íbúð í
Hafnarfirði og þangað flytur öll fjöl-
skyldan. Drengirnir komnir í skóla
og búnir að fá aftur festu í tilveruna,
það gengur fyrir öllu. En sjúkdóm-
urinn hefur sinn gang og lítið hægt
að gera, og 24. mars varð Erna Rós
okkar að játa sig sigraða, og gekk á
fund þeirra sem á undan eru farnir,
og vafalaust hafa Guðni og móðir
Ingós tekið vel á móti henni, og létt
henni sporin hinum megin. Við
hérna megin eigum eftir allar góðu
minningarnar um glaða, duglega
konu, sem átti alltaf kjark til að reka
okkur áfram, hughreysta okkur, og
átti óbilandi trú á Guð. Hver önnur
en hún hefi getað komið í kring tón-
leikum með Bubba, átrúnaðargoði
sínu, á líknardeildinni, þar sem hún
skemmti sér manna best. Þannig
dreifði hún alla tíð gleðinni í kring-
um sig.
Elsku Ingó, Óttar, Örn Óskar og
Halldór, megi Guð gefa ykkur styrk
á erfiðum tímum og kjark til að
horfa fram á veginn. Munum líka
eftir gleðinni sem hún gaf okkur.
Elsku Þrúða, Hafsteinn, Soffía,
Kristín, Haddý og Eva Dögg, megi
minningin um Ernu Rós vera ykkar
ljós.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Guðleif Kristjánsdóttir
og fjölskylda.
Hvernig kveður maður bestu vin-
konu sína. Er það hægt? Jú, með því
að taka á honum stóra sínum. Og
einhvernveginn lýsir þessi setning
Ernu svo vel. Mig langar með nokkr-
um orðum að minnast vinkonu minn-
ar Ernu Rós.
Það var að hausti til í 10 ára bekk
að ný stelpa kom í bekkinn, stór
stelpa með sítt rautt hár og freknur.
Hún kom úr Kópavogi, VÁ! Hún
hafði örugglega búið á svona 4 stöð-
um og átti vini út um allt, svo átti
hún fullt af litlum systrum. Mér, 10
ára gamalli stelpu, sem hafði alltaf
átt heima á sama stað og var yngst 3
systkina, þótti þetta lífsreynd stelpa
sem hafði greinilega upplifað allt
sem stelpur gátu upplifað á þessum
aldri. Strax þarna komu kjarkurinn
og leiðtogahæfileikarnir fram sem
áttu eftir að nýtast henni og ein-
kenna seinna á lífsleiðinni. Þarna
var hún farin að stjórna systrahópn-
um á hægri og vinstri engin mis-
kunn. Mér „litla barninu“ þótti þetta
nú heldur hart og minntist á það við
Ernu, en nei henni fannst þær nú
bara geta gert það sem gera þyrfti
og þar fór Erna fremst í flokki eins
og stormsveipur og hinar á eftir.
Árin liðu og við komumst á ung-
lingsárin. Þá sem endra nær fór
Erna ótroðnar slóðir sem sýnir sig
best í því sem hún tók sér fyrir
hendur 14. sumarið sitt. Meðan við
vinkonurnar sinntum léttum ung-
lingastörfum réð Erna sig í sumar-
vinnu við saltfiskverkun hjá Barð-
anum í Kópavogi. Einhvern veginn
þurfti Erna að koma sér í vinnuna á
hverjum degi úr Garðabæ í Kópa-
vog. Til þess að leysa þetta flutti hún
bara til ömmu sinnar í Kópavogi til
þess að geta notað Kópavogsvagn-
inn í vinnuna og fannst það ekki mik-
ið mál. Ekkert vandamál var það
stórt í Ernu augum að ekki væri
hægt að leysa það.
Fljótlega fórum við vinkonurnar
að hafa áhuga á strákum. Hallæris-
planið þótti okkur einkar áhugaverð-
ur staður enda þar samankominn
unglingahópur frá öllu suðvestur-
horninu. Amor var á ferð og skaut í
allar áttir, þar hitti hann í mark.
Ekki gátum við ímyndað okkur að
þarna væru á ferð tilvonandi eigin-
menn okkar. Enda hlógum við
krampakenndum hlátri þegar ein-
hver spáði fyrir okkur á þessum
tíma og sagði okkur að þarna færu
mannsefni okkar, Ingó og Aron.
Ekki gekk þetta upp þá hjá Ingó
og Ernu.
Erna Rós fór nokkrum árum
seinna til Þýskalands á vit ævintýr-
anna og kynntist þar fyrri manni
sínum og eignuðust þau yndislegan
son Óttar sem Erna tók svo heim
með sér til Íslands eftir að samvist-
um þeirra lauk.
Ekki hafði Amor alveg gefið þau
Ernu og Ingó upp á bátinn því
nokkrum árum seinna varð það sem
verða vildi, Ingólfur og Erna giftu
'
&
'&& *&
. 4
' #-+./%+
# >,
#-+./%+
0 (
) #
*
5
(
6
"
?!
".5@$*##
A! #) %!
""5!.5+-$
B&
<)
4
0
"
1
&
$%&
%+ !$
%
)
AA?
5+!
#++;8
0!#"9
0 *
+
$%&
#
!$
*A *
&
' #-+./%+
C# ;7
0(
) #
,&
$ &
5
"
%+
4!
'$4 6: !
!# $4! $
""5!"""5$
?
&A
&
'.
! #-
7
7
!
'# #"#!
'# %+2!
##.'# 012!
'# ' 4!
""5!"""5$
'
B<&& <0*&
# 4 (+# ==
'
#
&*
+
(
(
1
&
2
. .!
!.5+-$