Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁGÆTI lesandi. Þá er vorið á
næstu grösum, farfuglarnir hóp-
ast til landsins og vorilmur í lofti,
a.m.k. suma daga. Við eigum
sjálfsagt eftir að upplifa nokkur
vorhret ef að líkum
lætur, en samt er
ráð að fara að huga
að undirbúningi
sumarstarfanna og
jafnvel haustupp-
skerunnar. Flest-
um kálplöntum er
gott að sá inni þeg-
ar tvær til þrjár
vikur eru liðnar af
apríl. Þær þurfa
a.m.k. 6–8 vikna
uppeldi áður en
þær eru settar út á
guð og gaddinn, og
þá er svo sem eins
gott að allur gaddur
sé langt að baki.
Gulrætur eru það
grænmeti sem fyrst er sáð til ut-
an dyra, ég hefði nú átt að segja
rótarávöxtur, ef ég hefði verið
nákvæm. Fyrir stuttu bárust
Blómi vikunnar nokkrir smáp-
istlar frá Hermanni Lundholm,
eins af reyndustu ræktendum
landsins. Hermann var garð-
yrkjustjóri Kópavogs um áratugi
og þrátt fyrir háan aldur heldur
Hermann enn vöku sinni og
fylgist vel með í faginu. Hér
kemur grein Hermanns um sán-
ingu gulróta:
Gulrótarfræ er lengi að spíra,
spírunartíminn er um 3 vikur.
Flest illgresi sem hrellir okkur í
grænmetisgarðinum spírar mun
hraðar. Meðan við bíðum eftir
gulrótunum spírar illgresið og
daginn sem gulræturnar koma
upp, getur verið erfitt að finna
örlitlar kímplönturnar innan um
miklu stærri illgresisplöntur.
Þetta vandamál má þó leysa á
ýmsa vegu t.d. með því að fara
yfir beðið með gasbrennara eða
setja glerplötu yfir moldina þar
sem gulrótunum hefur verið sáð,
þetta myndar aukinn hita í mold-
inni. Gulræturnar munu spíra
nokkrum dögum seinna, en gæta
verður þess að fjarlægja glerið
sama dag og fræið spírar undir
glerinu, annars getur spírun
seinkað.
Reyna má aðra aðferð: forspír-
uðu fræi er sáð um 30. apríl, eða
um leið og moldin er orðin þíð og
örlítið byrjuð að hitna. 10 dögum
seinna er það komið upp. Þá er
illgresið naumast farið að taka
við sér og miklu auðveldara að
halda beðinu hreinu, ef gulræt-
urnar fá gott forskot.
Aðferðin við forspírun er auð-
veld. Fræið er sett í
skál og vatni hellt á
svo það rétt nái að
hylja fræið. Fræið
er haft í vatninu
nokkra klukkutíma
eða yfir nótt, síðan
er því hellt á kaffi-
filter, sem er svo
látið á oasisplötu,
sem er látin í skál
með vatni. Þá hald-
ast fræin rök en
hafa jafnframt að-
gang að lofti. Skálin
er svo látin vera
u.þ.b. 14 daga í kæli.
Þegar svo fræin eru
að rifna í annan end-
ann er kominn tími
til að sá gulrótunum út í garð.
Flestum hættir til að sá gul-
rótum of þétt og ekki verður það
auðveldara ef fræin eru rök, en
það er til ráð við því, sem er
grautargerð úr kartöflumjöli.
Suðan er látin koma upp á 1 lítra
af vatni. Á meðan eru 4–5 mat-
skeiðar af kartöflumjöli hrærðar
út í dálitlu af vatni. Þegar vatnið
sýður er mjölhræran sett í pott-
inn og hrært vel. Eftir smástund
er grauturinn gagnsær og nokk-
uð þykkur. Nú er grauturinn lát-
inn kólna. Ágætt er að undirbúa
gulrótarbeðið á meðan, ef það er
ekki þegar búið og gert. Gerðar
eru rásir fyrir fræið með hæfi-
legu millibili, margir segja 15 sm
bili, og svo er vökvað í rásirnar,
sem eiga að vera grunnar, 1–1,5
sm. Þegar grauturinn er orðinn
30–35 gráða heitur, er röku
fræinu hrært út í grautinn og
blandað vel saman við. Fræ-
grauturinn er svo settur í plast-
poka og klippt smáhorn af. Fræ-
ið er svo klemmt út eins og
tannkrem úr túpu. Hæfilegt
millibil milli fræja er 3–3,5 sm.
Þetta virðist töluvert maus, en
það er líklega mest á prenti.
Kostirnir við að fá gulræturnar
upp á undan illgresinu og að
þurfa ekki að grisja sáninguna
eru miklu meiri en fyrirhöfnin.
Og bragðið af gulrótunum er
jafnvel enn betra með þessari
nýju aðferð.
(Hermann Lundholm þýddi úr
Haven 1997.)
SNEMMVAXNAR
GULRÆTUR,
FORSPÍRUÐ
FRÆ
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
467. þáttur