Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 59 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 28. apríl í 24 nætur frá kr. 49.863 Verð kr. 49.863 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 51.345. Verð kr. 59.950 M.v. 2 í íbúð, 28. apríl, 24 nætur. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 62.950. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 28. apríl í 24 nætur. Vorin eru yndislegur tími á Costa del Sol, frábært verðurfar og hér getur þú notið veðurblíðu og einstakra aðstæðna á kjörum sem aldrei hafa sést fyrr. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvað þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 19 sætin FIMMTUDAGSTILBOÐ PRI 443185/443089 Stærðir 26-39 Litur: Rauður Verð áður 5.995 Verð nú 2.995 SAB 6446 Stærðir 28-35 Litur: Svartur Verð áður 2.995 Verð nú 1.995 BARNASANDALAR Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 UNGIR jafnaðarmenn boða til fundaherferðar um menntamál. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, kl. 20.30–22 í Húsi málarans, verður fyrsti fundurinn og verður fjallað um stöðu og framtíð menntamála á Ís- landi. Markmið fundaherferðarinnar er að skapa umræðu um ástand menntamála. Fjallað verður m.a. um: Er þjóðinni hagkvæmt að mennta sig? Er skynsamlegt að stytta framhaldsskólanám úr 4 árum niður í 3 ár? Þessum spurningum og fleirum verður leitast við að svara. Framsögumenn eru: Bryndís Ís- fold Hlöðversdóttir, stjórnmála- fræðinemi, Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður, Ásbjörn Þór Ás- björnsson, formaður félags fram- haldsskólanema, Snorri Kristjáns- son stjórnmálafræðingur og Run- ólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst. Fundarstjóri er Bryndís Ís- fold Hlöðversdóttir. Annar fundur verður haldinn mið- vikudaginn 17. apríl kl. 12.15–13.15 í Odda, stofu 101. Fyrirlesari verður Sveinn Agnarsson, sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun. Fundarstjóri verður Ágúst Ólafur Ágústsson, for- maður Ungra jafnaðarmanna. Þriðji fundurinn verður haldinn laugardaginn 20. apríl kl. 15–17 í Húsi málarans. Framsögumenn verða Þorvarður Tjörvi Ólafsson, fyrrverandi formaður Stúdentaráðs HÍ, Gylfi Magnússon, dósent við Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands, Jónína Brynjólfsdóttir, for- maður Iðnnemasambandsins od Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir frá Ungum jafnaðarmönnum. Fundar- stjóri: Hinrik Már Ásgeirsson, gjald- keri Ungra jafnaðarmanna. Allir eru velkomnir á fundina, seg- ir í fréttatilkynningu. Ungir jafn- aðarmenn funda um menntamál NÝLEGA undirrituðu Garð- yrkjuskólinn, Ísgraf ehf. og Loft- myndir ehf. samstarfssamning um kennslu og rannsóknir byggða á gögnum og gagnagrunni fyrirtækj- anna sem þau heimila skólanum að nota sér að endurgjaldslausu. Einnig var samþykkt verkáætlun um ýmis verkefni tengd uppsetn- ingu og notkun búnaðarins við kennslu og endurmenntun. Samn- ingurinn er tvískiptur, annars- vegar afnot af loftmynda- og hæð- arlínugagnagrunni Loftmynda ehf. sem í dag þekur 60% af öllu Ís- landi. Hinsvegar veitir samning- urinn skólanum aðgang að hug- búnaði frá Bentley og InterGraph til stafrænnar vinnslu á land- fræðilegum gagnasöfnum. Þessi stuðningur fyrirtækjanna mun fela í sér gjörbreytingu á kennslu- möguleikum skólans í stafrænni kortatækni sem mun, ekki síst, gagnast vel í endurmennt- unarnámskeiðum skólans og reglu- legu námi, segir í fréttatilkynn- ingu. Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Karl Arnar Arnarsson frá Ís- graf, Sveinn Aðalsteinsson skólameistari og Jón Heiðar Ríkharðsson. Samstarfssamningur um kennslu og rannsóknir SMIÐJA verður haldin af Ungum vinstri grænum á efri hæðinni í Húsi málarans laugardaginn 13. apríl kl. 14–16. Ungir vinstri grænir vilja leggja sitt af mörkum til að skýra inntak andstöðunnar og eðli hnattvæðing- arinnar með því að boða til smiðju um efnið: „Um hvað snýst andstaðan við alþjóðavæðinguna?“ Erindi halda: Einar Ólafsson skáld, Lilja Hjartardóttir stjórn- málafræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur. Fyrirspurnir og um- ræður. Fundarstjóri er Drífa Snæ- dal, segir í fréttatilkynningu. Funda um hnattvæðingu STJÓRN Bandalags íslenskra lista- manna stendur fyrir opnu málþingi um menningarhlutverk RÚV, Ríkis- útvarps – sjónvarps, í íslensku sam- félagi í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, 14. apríl kl. 13. Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti BÍL, setur málþingið. Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, flytur ávarp. Erindi halda: John Barsby, forseti breska blaðamannasam- bandsins, Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður starfsmannasambands RÚV, Steinunn Sigurðardóttir, rit- höfundur, Hörður Áskelsson, tónlist- armaður, Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur og Friðrik Þór Friðriksson, kvik- myndagerðarmaður. Pallborðsum- ræður verða með þátttöku gesta úr sal. Þór Magnússon kynnir stofnun samtakanna. Hægt er að skrá sig í samtökin á staðnum, segir í fréttatilkynningu. Málþing um menningar- hlutverk RÚV MÁLSTOFA um skipulag við Reykjavíkurhöfn verður haldin í dag, fimmtudaginn 11. apríl, kl. 16–17.30 í húsi verkfræðideildar við Hjarðarhaga 2–6, stofu 158, á vegum umhverfis- og byggingar- verkfræðiskorar HÍ og Borgar- fræðaseturs. Tilefnið er að nýlega fór fram samkeppni um skipulag við höfn- ina vegna áforma um byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss. Önn- ur samkeppni um slippsvæðið er nú í undirbúningi. Þetta tvennt ásamt hugmyndum um framtíðar- stöðu gamla miðbæjarins og sam- spil hans við höfnina verður tekið til umræðu á málstofunni. Frummælendur eru: Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar Reykjavíkur, Jónas El- íasson prófessor, Sigurður Bjarni Gíslason stúdent, Þorsteinn Þor- steinsson aðjúnkt og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi. Fundarstjóri er Trausti Valsson prófessor. Fundurinn er öllum op- inn, segir í fréttatilkynningu. Málstofa um skipulag við Reykjavíkurhöfn BORGARBYGGÐARLISTI er bor- inn fram af óháðum kjósendum, Samfylkingunni og Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði, fyrir sveit- arstjórnarkosningar í Borgarbyggð árið 2002. Listann skipa eftirtaldir einstaklingar: Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræð- ingur, Borgarnesi, Ásþór Ragnars- son sálfræðingur, Borgarnesi, Sóley Sigurþórsdóttir kennari, Tungulæk, Brynjólfur Guðmundsson bóndi, Hlöðutúni, Guðrún Vala Elísdóttir mannfræðingur, Borgarnesi, Tryggvi Gunnarsson rafvirkjameist- ari, Borgarnesi, Ása Björk Stefáns- dóttir kennari, Bifröst, Einar Eyj- ólfsson nemi, Bifröst, Jóhanna Björnsdóttir verslunarmaður, Borg- arnesi, Örn Einarsson bæjarfulltrúi, Miðgarði, Anna Einarsdóttir skrif- stofumaður, Kárastöðum, Ragnheið- ur Einarsdóttir bóndi, Álftárósi, Kristmar J. Ólafsson bæjarfulltrúi, Borgarnesi, Elín B. Magnúsdóttir, forstöðumaður DAB, Borgarnesi, Kristberg Jónsson veitingamaður, Langholti, Guðbrandur Brynjólfsson bæjarfulltrúi, Brúarlandi, Guðrún Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Borgarnesi, og Sveinn G. Hálfdán- arson, formaður verkalýðsfélags, Borgarnesi. Borgarbyggð- arlistinn birtur HROSSARÆKTARSAMTÖK Suð- urlands í samvinnu við Bs. Suður- lands hafa ákveðið að endurvekja stóðhestasýningu í Gunnarsholti nú laugardaginn 4. maí. Reiknað er með að dómstörfum ljúki á einum degi, föstudaginn 3. maí, í hefðbundnum aldursflokkum (4, 5 og 6 vetra og eldri hestar). Einnig gefst fólki kost- ur á að koma með ungfola til um- sagnar. Skráningar þurfa að hafa borist til Bs. Suðurlands í síðasta lagi mánudaginn 29. apríl. Skráning- argjald er 6.500 kr. á hest, segir í fréttatilkynningu. Héraðssýning stóðhesta í Gunnarsholti RÁÐSTEFNA um þjóðlendur og úr- skurði óbyggðanefndar verður hald- in á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands föstudaginn 12. apríl kl. 14– 17.30 í A-sal Hótels Sögu. Fundarstjóri verður Björg Thor- arensen, prófessor við lagadeild HÍ. Páll Sigurðsson, prófessor og deild- arforseti lagadeildar, setur ráðstefn- una. Erindi halda: Eiríkur Tómasson prófessor, Ragnar Árnason prófess- or, Þorgeir Örlygsson ráðuneytis- stjóri, Ólafur Sigurgeirsson hæsta- réttarlögmaður, Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður. Aðgangur er ókeypis. Úrskurði óbyggðanefndar má nálgast á heimasíðu nefndarinn- ar, www.obyggd.stjr.is. Ráðstefna um þjóðlendur og úrskurði SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands heldur fund um siðfræði stríðs, í dag, fimmtudaginn 11. apríl, kl. 20 í Borgarleikhúsinu. Fundurinn er haldinn í tilefni þeirra miklu átaka sem nú eiga sér stað í heiminum. Framsögu halda: Þorsteinn Gylfa- son, prófessor í heimspeki, og Karl Th. Birgisson, blaðamaður. Þeir fjalla um kenningar um siðfræði stríðs og taka dæmi úr samtímanum. Eftir framsögur verða umræður. Fundurinn er öllum opinn og að- gangur ókeypis, segir í fréttatil- kynningu. Funda um siðfræði stríðs JAFNRÉTTISÁTAK Háskóla Ís- lands og Jafnréttisstofu í samvinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og Landspítala – há- skólasjúkrahús, kynnir: Hvatn- ingarátak í framhaldsskólum sem miðar að því að fjölga karlnemend- um í hjúkrunarfræði á háskólastigi. Í apríl og október 2002 verða haldnar sérstakar kynningar í öllum framhaldsskólum landsins annars vegar um nám í hjúkrunarfræði og hins vegar störf hjúkrunarfræðings- ins. Megin markmið hvatningar- átaksins er að karlnemendur í hjúkrunarfræði og útskrifaðir karlhjúkrunarfræðingar geti orðið yngri karlnemendum í framhalds- skólum hvatning til að velja fagið sem námsbraut á efri stigum mennt- unar sinnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Vilja fleiri karl- menn í hjúkrun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.