Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 62

Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ljóstíra, 4 vangi, 7 naut, 8 skáru, 9 viðkvæm, 11 ögn, 13 fall, 14 hafna, 15 þarmur, 17 geð, 20 fjalls- brún, 22 kirtill, 23 rýma, 24 myrkvi, 25 venja. LÓÐRÉTT: 1 varkár, 2 gubbaðir, 3 lengdareining, 4 sorg, 5 sumir, 6 gyðja, 10 þjálf- un, 12 greinir, 13 mann, 15 málms, 16 þekja, 18 máttum til, 19 toga, 20 geðvonska, 21 lýsis- dreggjar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 koppalogn, 8 kaggi, 9 tefja, 10 sel, 11 rolla, 13 annað, 15 leggs, 18 stáls, 21 enn, 22 ómaði, 23 Ævars, 24 hafurtask. Lóðrétt: 2 orgel, 3 peisa, 4 litla, 5 gæfan, 6 skar, 7 sauð, 12 lag, 14 nót, 15 ljót, 16 glata, 17 seinu, 18 snætt, 19 ár- ans, 20 sess. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss kemur og fer í dag. Mánafoss og Dornum koma í dag. Arnarfell, Hjalteyrin og Venus fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fór frá Straumsvík í gær. Barði, Arnar og Sævik- ing komu í gær. Dorn- um og Vasily Zaytsev koma í dag. Fréttir Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl 9 vinnustofa og jóga, kl 10 boccia, kl 13 vinnustofa, myndmennt og bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl. 13 glerlist, kl. 14 dans. Félagsvist á morgun kl. 13.30. Harmónikkuball kl. 16. Ragnar Leví spilar á nikkuna. Kaffi og með- læti. Skáning í síma 568 5052. Allir velkomn- ir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vor- boðum, kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu á sunnudögum kl. 11. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Kennsla í Línudansi byrjar í Damos mánud. 15. apríl kl. 20. Ferð verður á Sæ- dýrasafnið í Höfnum og til Keflavíkur 16. apríl, lagt af stað kl. 13 frá Damos. Skráning í s. 586 8014 e.h. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handavinnu- stofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ, í dag kl. 9 vinnustofa, kl. 9.45 boccia, kl. 13. postulíns- málun, málun og ker- amik, kl. 19.30 vorfagn- aður í Kirkjuhvoli á vegum Oddfellow. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt í Bæjarútgerð kl 10– 11.30, glerskurður kl. 13. Kvöldvaka Lions kl 20, skemmtiatriði, kaffi- hlaðborð, dansað til kl. 23. Á morgun föstudag myndlist og brids kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Brids fyrir byrj- endur kl. 19.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara, söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“, minn- ingar frá árum síld- arævintýranna og „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Næstu sýn- ingar: Síðasta sýning föstudaginn 12. apríl, miðapantanir í símum 8 2111 og 568 9082, einnig eru miðar seldir við innganginn. Heilsa og hamingja laugardag- inn 13. apríl nk. kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ. Hóprann- sóknir á vegum Hjarta- verndar. Vilmundur Guðnason forstöðu- læknir Hjartaverndar. Fræðslunefnd FEB hvetur fólk til að mæta og kynna sér málefnin. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurn- inga og umræðna. Söguslóðir á Snæfells- nesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, 3 daga ferð 6.–8. maí. Gisting á Snjófelli á Arnarstapa, leiðsögn Valgarð Run- ólfsson. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í síma 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, leiðbeinandi Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Helgi- stund kl. 10.30, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opin. Fimmtudaginn 18. apríl kl. 13.15, fé- lagvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla, allir velkomnir. Veitingar í veitingabúð. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 15 rammavefnaður, kl. 13 gler og postulín, kl. 16.20 kínversk leikfimi, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids og glerlist, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línu- dans. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmunanámskeið. Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Föstudaginn 12. apríl kl. 14.30 dansað við lagaval Sigvalda. Rjómapönnukökur með kaffinu, allir velkomnir. Tískusýning verður föstud. 19. apríl kl. 14. Sýndur verður dömu- fatnaður í vor- og sum- arlínunni. Kynnir Arn- þrúður Karlsdóttir. Að lokinni sýningu verður dansað við lagaval Sig- valda. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14. leik- fimi. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60, kaffi kl. 16. Fundur í umsjá Lilju Kristjánsdóttur. Allar konur velkomnar. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir velkomn- ir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Í dag er fimmtudagur 11. apríl, 101. dagur ársins 2002. Leonis- dagur. Orð dagsins: Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi, en svar tungunnar kemur frá Drottni. (Orðskv. 16, 1.) Fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar vegna villimennsk- unnar í Ísrael ER ekki kominn tími til að Íslendingar, sem löngum hafa verið uppburðarlitlir nafnleysingjar í alþjóða- málum, sýni nú sjálfstætt frumkvæði á þeim vett- vangi, og lýsi Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, hryðjuverkamann, sekan um glæpi gegn mannkyni, og krefjist þess jafnframt að hann verði dreginn fyrir Haag-dómstólinn ásamt ríkisstjórn Ísraels. Kveðja, Björn Baldursson lögfræðingur. Þvottavél fyrir hreinan þvott ÉG keypti þvottavél frá Heklu í desember árið 2000. Hálfu ári síðar bilaði vélin svo að ég hringdi í Heklu og skýrði þeim frá biluninni og þeir sendu mér viðgerðarmann. Þegar búið var að gera við vélina var mér gert að greiða 7.000 kr. fyrir viðgerðina. Ég benti honum vinsam- lega á að vélin væri í ábyrgð og hann rauk út í fússi og sagði mér að hafa samband við yfirmann fyr- irtækisins sem ég gerði. Þá var mér tjáð að það hefði fundist vottur af sandi í vélinni og það væri minn skaði. Ég benti honum á að oft væri einhver sandur sem hluti af óhreinindum í fötum barna sem væru úti að leika sér og þannig hefði það komist í vélina, en vélin ætti jafnframt að þola það þar sem þetta tæki væri til þess að þvo óhreinar flíkur. Þá tjáði þessi maður mér að þær þvottavélar sem þeir selja væru ekki til þess að þvo óhreinan þvott og ef ég ætlaði að nota vélina þá ætti ég fyrst að þvo þvott- inn í höndunum og síðan gæti ég notað vélina. Ég hafði greinilega gleymt að lesa smáa letrið þegar ég keypti vélina. Ég er ekki búin að greiða reikninginn, en þeir hjá Heklu eru búnir að senda hann í innheimtu. Ég mæli með því að fólk spyrjist fyrir um þau heim- ilistæki sem það hyggst kaupa áður en fest eru kaup á þeim. Linda Maria Beller, Hólabergi 62, 111 Rvík. Tapað/fundið Gullhálsmen tapaðist GULLHÁLSMEN með rauðum stórum steini tap- aðist seinni part síðasta sumars eða í byrjun haustsins. Ef einhver veit um afdrif hálsmensins, vin- samlegast hafið samband í síma 554-5744 eða 696- 9982. Úlpa tekin í misgripum KONAN sem tók gula úlpu með hettu í misgripum í Langholtskirkju á tónleik- um hjá Svarfdælingum laugardaginn 6. apríl sl. er vinsamlegast beðin að hafa samband við Sólveigu í síma 868-8556. Canon-myndavél í óskilum NÝLEG Canon-myndavél fannst á föstudaginn langa í Sæviðarsundi. Í vélinni er átekin filma. Eigandi getur haft samband í síma 695- 3088. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... ÞAR sem Víkverji er búsettur erbýsna vindasamt en heimili hans er byggt á litlu útnesi við höf- uðborgina. Lítið skjól er þar jafnan að fá nema þá fyrir logninu. Þetta finnst Víkverja mikill kostur enda alinn upp við hressandi sjávargolu og líður alls ekki vel í ládeyðunni inn til landsins. Telur sjávarloftið heilnæmara og hefur haldið því fram að þeir sem alast upp á logn- sælum stöðum séu ekki eins vel í stakk búnir til að takast á við mót- vinda lífsins. Víkverji hefur þó látið vindinn eða öllu heldur fylgifiska hans fara ofurlítið í taugarnar á sér undanfar- ið. Þannig háttar til að fyrir utan svefnherbergisglugga Víkverja eru tvær myndarlegar fánastangir sem tilheyra tveimur fyrirtækjum sem flagga fánum sínum allan sólar- hringinn. Það er í sjálfu sér gott og blessað nema að sá sem dró fánana að húni hefur látið undir höfuð leggjast að vefja línunni utan um stangirnar eins og Víkverja var kennt að gera í skátunum forðum daga. Afleiðingin er sú að þegar vindurinn blæs hressilega smellur ótt og títt í stöngunum og berast smellirnir hátt og skýrt inn um op- inn svefnherbergisglugga Víkverja. Hefur þetta haldið vöku fyrir Vík- verja sem hefur neyðst til að loka glugganum og fara þannig á mis við heilnæma sjávarloftið. Víkverji hef- ur nefnt þetta við fulltrúa a.m.k. annars fyrirtækisins en það virðist ekki hafa skilað sér. Eina nóttina gekk þetta svo langt að Víkverji fór sjálfur á stjá og ætlaði að bæta úr en gafst fljótlega upp. Víkverja leið enda hálfkjánalega þar sem hann bjástraði við fánastangirnar en svo vill til að þær standa við fjölfarna umferðargötu. Víkverji þykist viss um að smellir frá fánastöngum valdi fleirum ama og beinir því til þeirra sem draga fána að húni að vefja línunni utan um stöngina eftir að fáninn er kom- inn á sinn stað. Slíkt er ekki mikil fyrirhöfn og Víkverji myndi a.m.k. sofa betur. x x x VÍKVERJI verður alltaf dálítiðleiður þegar hann sér unglinga reykja. Hann hugsar með vorkunn til þessara krakka sem eru að rembast við að venja sig á að reykja, en eiga svo eftir að leggja mikið á sig til að venja sig af þess- um ósið. Fyrir skömmu átti Víkverji leið í fatahreinsun. Við hliðina á henni var sjoppa og fyrir utan hana voru krakkar sem sumir hverjir voru að reykja. Þegar Víkverji var að stíga inn í efnalaugina vék ungur dreng- ur sér að honum og sagði: „Ertu til í að kaupa sígarettur fyrir vin minn!“ Víkverji sagði að hann væri svo sannarlega ekki tilbúinn til að stuðla að þessum „vinargreiða“ enda væri það lögbrot. Að undanförnu hefur heilbrigðis- nefnd Reykjavíkurborgar fylgt fast eftir ákvæðum laga sem banna að unglingum sé selt tóbak. Það er gleðilegt ef þetta framtak hefur skilað þeim árangri að börn fá al- mennt ekki að kaupa tóbak. Margir hafa séð ástæðu til að gagnrýna hertari tóbakslög. Vík- verji er ekki í þeirra hópi. Eftir að hafa dvalist á Spáni um skeið og kynnst þar þeim forréttindum sem reykingafólk býr við fagnar hann því að geta farið á veitingahús á Ís- landi og borðað mat án þess að þurfa að anda að sér tóbaksreyk. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 STEFÁN Jón fer mikið í grein í Morgunblaðinu hinn 5. apríl sl. um stefnu Sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar í vor. Þar segir hann meðal annars, Sjálfstæðismenn ætla að eyða biðlistum eftir hjúkrunarrými fyrir eldri borgara, síðan segir hann þetta stóra loforð er gefið með vondri samvisku: Hver sá sem stjórnar borginni mun ekki efna þetta loforð. Stefán er þarna að gefa R- listanum einkunn. R-listinn sagði fyrir kosningarnar 1994 að R-listinn ætlaði að eyða biðlistum eftir hjúkr- unarheimilum eldri borg- ara. Hvernig fór ? Enn heldur Stefán Jón áfram og segir, og hvað með þetta loforð: Við ætl- um að leysa húsnæð- isvanda þeirra fjölskyldna sem eru á biðlista eftir fé- lagslegu húsnæði. Kannast Stefán ekki við þetta loforð sem R-listinn gaf 1994 ? Og hvað með loforð R-listans frá 1994 um að öll börn frá eins árs aldri fái leik- skólapláss á kjör- tímabilinu? Það verður fróðlegt að sjá kosningalof- orð R-listans þegar hann kemur en ég hef heyrt því fleygt að hann sé ekki væntanlegur fyrr en þegar mánuður er til kosninga. Það skal tekið fram að ár- töl geta verið önnur, t.a.m. 1998 en ef ég man rétt voru loforðin mjög lík árin1994 og 1998. Guðjón Sigurðsson, Hátúni 10a, Rvík. Ostbiti Stefáns Jóns Hafsteins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.