Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE Robertson, aðal- framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, komst að því að Bláa lónið ber nafn með rentu. Það er nefnilega blátt, líkt og Atl- antshafið sjálft. Samanburðurinn nær þó ekki miklu lengra, enda er lónið almennt mun þægilegri og hlýrri baðstaður en hafið. Ro- bertson virtist kunna vel við sig í þessum indæla félagsskap þegar hann gerði hlé á fundasetu á dög- unum. Morgunblaðið/Atli Már Gylfason Stund á milli stríða HARALDUR Johannessen ríkislög- reglustjóri segir aðgerðir lögregl- unnar vegna vorfundar Atlantshafs- bandalagsins hafa gengið snurðu- laust fyrir sig. Störf lögreglu hafi gengið samkvæmt skipulagi og áætl- un. „Þar fór ekkert úrskeiðis og eng- ir hnökrar voru á framkvæmd lög- gæslu og öryggisgæslu,“ segir hann. Haraldur segir umfang aðgerð- anna hafa verið hið mesta í sögu lög- reglunnar, en þá eru leiðtogafundur- inn 1986 og fundur utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalagsins 1987 taldir með. „Mér er sagt, af þeim sem hafa starfað lengur í lög- reglunni en ég, að þetta sé að öllum líkindum langumfangsmesta ein- staka löggæslu- og öryggisverkefni sem íslenska lögreglan hefur þurft að fást við,“ segir hann. Á NATO- fundinum 1987 voru 16 utanríkisráð- herrar. Nú eru þeir 19 talsins, auk þess sem nú voru í reynd haldnir fimm fundir með samtals 46 utanrík- isráðherrum. Tekið mið af ástandi heimsmála Haraldur segir að ástandið í heimsmálum sé einnig allt annað en þá. „Við þurftum að sjálfsögðu að taka mið af ástandinu í heiminum,“ segir hann aðspurður hvort nauðsyn- legt hafi verið að breyta fyrirætlun- um vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum í september. „Þótt ætla mætti að Ísland, vegna stöðu sinnar sem eyja í miðju Atlantshafi, sé hag- stæðari staður fyrir fund sem slíkan en aðrir, má ekki álykta sem svo að Íslendingar standi fyrir utan heim- inn. Við verðum að gera sömu kröfur til gæslu og tíðkast annars staðar þegar svo mikilvægur fundur er haldinn og svo margir utanríkisráð- herrar samankomnir á einum stað,“ segir hann. Að sögn Haraldar var, eftir því sem leið að fundinum, ástæða til að ætla að óróaseggir, sem látið hafa til sín taka í tengslum við stórfundi und- anfarin misseri, myndu ekki leggja leið sína til landsins. Þó var gripið til ýmissa aðgerða til að hindra vanda- mál vegna þeirra. „Við áttum gott samstarf við þá sem við vissum að myndu mótmæla,“ segir hann. NATO-fundurinn umfangsmesta aðgerð lögreglunnar Hnökralaus fram- kvæmd löggæslu KANNAÐ verður hjá borgaryfirvöld- um á næstunni hvort nauðsynlegt gæti reynst að leggja fram viðbótar- fjármagn til að unnt verði að ráða fleira ungt fólk í sumarstörf á vegum borgarinnar. Um og yfir þúsund ung- lingar á aldrinum 16–20 ára hafa verið ráðnir til borgarinnar síðustu ár og eru nú um 600–800 til viðbótar á skrá en umsóknarfrestur er til loka maí. Liðlega þúsund ungmenni ráðin í sumarstörf Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segir borgina hafa ráðið liðlega þús- und ungmenni í margs konar störf hjá ýmsum stofnunum borgarinnar, svo sem við félagsþjónustu, hjá Íþrótta- og tómstundaráði og borgarverk- fræðingi. Á fundi borgarstjórnar í gær sagði Steinunn Valdís að reynt yrði að mæta auknum fjölda umsókna um sumarstörf með aukafjárveitingu. Sagði hún hana geta orðið á bilinu 130–140 milljónir króna. Nákvæm tala myndi þó ekki liggja fyrir fyrr en að loknum umsóknarfresti þegar í ljós kæmi hversu margir væru þá enn á biðlista eftir störfum. Málið yrði þá rætt í borgarráði. Borgin íhugar aukafjár- veitingu Sumarstörf KJARASAMNINGUR fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og St. Franciskusspítala annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar sem undirritaður var 2. maí sl. var samþykktur eftir atkvæðagreiðslu læknafélagsins. Niðurstöður at- kvæðagreiðslu voru kunngerðar í gær. Á kjörskrá voru 663 læknar og bárust atkvæði frá 383 þeirra, eða frá 57,8% atkvæðisbærra fé- laga. Samninginn samþykktu 234, eða 61,1%, en 144, eða 37,6%, sögðu nei. Auðir og ógildir seðlar voru 5. Læknar samþykkja kjara- samning HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Sig- urð Pál Guðjónsson í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar og eignarspjöll. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða kon- unni sem hann braut gegn 500 þús- und krónur í miskabætur, 120 þús- und fyrir munatjón auk málskostn- aðar. Taldi Hæstiréttur sannað að Sig- urður hefði í júní í fyrra ráðist inn á heimili konunnar, sem hann hafði áð- ur átt í sambandi við, brotið þar hús- muni, og með ofbeldi og ofbeldishót- unum reynt að þröngva henni til kynmaka í eldhúsi hennar og nokkru síðar þröngvað henni til holdlegs samræðis í svefnherbergi íbúðarinn- ar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Sigurður réðst inn á heim- ili konunnar og braut gegn henni þrátt fyrir að hann vissi af 8 ára gömlum syni hennar í íbúðinni. Sig- urður játaði að hafa valdið spjöllum á húsmunum, m.a. brotið fót undan eldhúsborði og síðan brotið glerplötu á sófaborði og skemmt sjónvarps- tæki. Hann játaði einnig að hafa valdið konunni áverkum en neitaði að hafa þröngvað henni til kynmaka eða samræðis, það hefði gerst með fullum vilja konunnar. Þótti Hæsta- rétti þessi framburður fjarstæðu- kenndur en frásögn konunnar var talin trúverðug. Hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð- ar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein dæmdu málið. Sigríður J. Frið- jónsdóttir saksóknari ríkissaksókn- araembættisins sótti málið en Björg- vin Jónsson hrl. var til varnar. Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Réðst inn til konu og 8 ára sonar hennar ATHYGLI skal vakin á því að Morgunblaðið kemur út þriðju- daginn 21. maí nk., þriðja í hvítasunnu. Er þetta liður í að fjölga útkomudögum blaðsins. Um hvítasunnuhelgina verður fréttaþjónusta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, eins og venjulega. ♦ ♦ ♦ SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins slökkti á annan tug sinuelda í gær og segir stöðvarstjóri þess að tímabært sé að foreldrar ræði við börn sín um afleiðingar sinuelda. Slökkviliðið sinnti þó aðeins stærri sinueldum en borgarstarfsmenn þeim smærri og höfðu þeir í nógu að snúast. Gróður er mjög þurr og mælist slökkviliðið eindregið til þess að fólk fari varlega með eld. Í gær brunnu um þúsund fermetrar á Kjalarnesi eftir að einhver kastaði logandi síg- arettu í þurran mosa. Flestir eldar verða þó vegna íkveikju. Höskuldur Einarsson stöðvarstjóri segir ástandið mjög slæmt og foreldrar verði hreinlega að gera börnum sínum grein fyrir því tjóni sem sinubrunar geti valdið. Fyrir utan gróðurskemmdir verði fuglalíf fyrir miklum skaða en fuglar hafa víða hafið hreiðurgerð og varp. Þá geti eldurinn borist í byggingar með tilheyrandi tjóni. Reykurinn einn og sér geti einnig valdið skemmdum en dæmi séu um að fólk hafi þurft að mála hús sín eftir að þau hafa fyllst af reyk frá sinueldum. Þá sitji lyktin oft lengi í húsgögnum, gluggatjöldum og fatnaði. Þá geti sinueldar tafið slökkviliðs- menn frá því að sinna alvarlegri útköllum vegna bruna eða slysa. Höskuldur nefnir sem dæmi að það hafi tekið slökkviliðið tvo klukkutíma að slökkva sinueldinn á Kjalarnesi í gær. Á meðan hafði getað komið út- kall vegna bruna í Árbæ og þá hefðu bílarnir verið mun lengur á staðinn en ella. Reykinn af sinubrunanum lagði yfir gamalt samkomuhús þar sem leikskólabörn voru í heimsókn. Börnin voru látin yfirgefa húsið og sakaði ekki. Sígarettuglóð kveikti sinueld á Kjalarnesi Morgunblaðið/Þorkell Um 1.000 fermetrar brunnu eftir að sígaretta féll í þurran svörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.