Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 13
FRAMBJÓÐENDUR þriggja fram-
boða sem bjóða fram í borg-
arstjórnarkosningunum í vor tóku
þátt í keppni sem fram fór í keilusal
Keilu í Mjóddinni. Keppnin var
haldin að frumkvæði forsvars-
manna Mjóddarinnar til að vekja
athygli frambjóðenda og fjölmiðla á
Breiðholtinu vegna komandi kosn-
inga.
Þau sem kepptu voru Margrét
Sverrisdóttir, annar maður á lista
Frjálslyndra og óháðra, Guðlaugur
Þór Þórðarson, fimmti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík og Árni Þór Sigurðsson, fyrsti
maður á lista Reykjavíkurlistans.
Keppnin var spennandi framan
af en fljótlega náði fulltrúi D-listans
Guðlaugur Þór afgerandi forystu
og hélt henni allt til loka. Keppnin
um annað sætið var hörð milli Mar-
grétar á F-lista og Árna Þórs á R-
lista.
Lengi vel leit út fyrir að Margrét
myndi bera sigur úr býtum en á
lokasprettinum náði Árni forskoti
og lenti í öðru sæti.
Morgunblaðið/Golli
Árni Þór Sigurðsson, R-lista, Margrét Sverrisdóttir, F-lista, og
Guðlaugur Þór Þórðarson, D-lista, búa sig undir keilukeppnina.
Kepptu í keilu
AÐALSTEINN Þorsteinsson,
forstöðumaður lögfræðisviðs hjá
Byggðastofnun, segir að hann
ásamt fjórum öðrum starfsmönn-
um stofnunarinnar á Sauðárkróki
hafi vissulega sjálfir skrifað um-
talað bréf til Theodórs Bjarna-
sonar, forstjóra stofnunarinnar,
hinn 22. apríl sl. Enginn annar
hafi komið að því. „Vissulega
skrifuðum við þetta bréf,“ áréttar
Aðalsteinn. „Við skrifuðum það
allir sameiginlega. Það kom eng-
inn annar að því og það hvatti
okkur enginn annar til þess.“
Bréfið var auðkennt
sem trúnaðarmál
Bréfið var birt í heild í Morg-
unblaðinu á miðvikudag. Þar kom
m.a. fram að starfsmennirnir
vildu vekja athygli forstjórans á
því að þeir teldu starfsaðstæður
sínar með öllu óviðunandi vegna
framkomu formanns stjórnar
stofnunarinnar, Kristins H.
Gunnarssonar. Í samtali við
Morgunblaðið í gær sagðist
Kristinn hafa efasemdir um að
starfsmennirnir fimm hefðu yf-
irhöfuð skrifað bréfið. Hann vildi
þó ekki gefa upp hver hann héldi
að hefði skrifað bréfið.
Aðalsteinn tekur fram að bréf-
ið hafi verið auðkennt skilmerki-
lega sem trúnaðarmál og með-
höndlað af bréfriturum með það í
huga.
„Það hefur því valdið okkur
vonbrigðum að efni þess skuli
vera komið í fjölmiðla með þeim
hætti sem nú er orðið,“ segir
hann. Að öðru leyti vill hann ekki
tjá sig um efnisatriði bréfsins.
Afrit af bréfinu var sent til Val-
gerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, og Guðjóns
Guðmundssonar, varaformanns
stjórnar Byggðastofnunar.
Auk Aðalsteins Þorsteinssonar
rituðu undir bréfið þeir Friðþjóf-
ur M. Karlsson, forstöðumaður
rekstrarsviðs, Magnús Helgason,
lánasérfræðingur á fyrirtækja-
sviði, Pétur Grétarsson, lánasér-
fræðingur á fyrirtækjasviði, og
Vilhjálmur Baldursson, lánasér-
fræðingur á fyrirtækjasviði.
Vilhjálmur sagðist í samtali við
Morgunblaðið í gær staðfesta það
sem Aðalsteinn segir um þetta
mál. Friðþjófur og Pétur báðust
hins vegar undan því að tjá sig
um þetta mál á opinberum vett-
vangi. Ekki náðist í Magnús
Helgason í gær þar sem hann var
í fríi.
„Skrifuðum
bréfið sjálfir“
Forstöðumaður lögfræðisviðs hjá
Byggðastofnun á Sauðárkróki
EKKI er marktækur munur á fylgi
R-lista og D-lista í Reykjavík, sam-
kvæmt skoðanakönnun DV í fyrra-
kvöld, en niðurstöðurnar voru birtar í
DV í gær.
Ef kosið væri nú fengi R-listi 48%
fylgi og 8 fulltrúa, samkvæmt þessari
könnun DV, D-listinn 46,4% fylgi og 7
fulltrúa og F-listi 4,7% fylgi. Munur-
inn er ekki talinn marktækur.
D-listi bætir við sig 2,1 prósentu-
stigi miðað við könnun DV 21. apríl,
R-listi tapar 3,4 prósentustigum og F-
listi bætir við sig einu prósentustigi.
Spurt var: Hvaða lista mundir þú
kjósa ef borgarstjórnarkosningar
færu fram núna? Úrtakið var 600
kjósendur í Reykjavík, jafnt skipt
milli karla og kvenna. 9,7% voru
óákveðnir og 6% neituðu að svara.
84,3% tóku því afstöðu en 81,7% tók
afstöðu í könnun blaðsins 21. apríl sl.
Ekki mark-
tækur munur
á fylgi
Skoðanakönnun DV
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segir að hann sé opinn fyrir því
að hlusta á allar tillögur um hvernig
megi bæta starfsumhverfi heilsu-
gæslulækna, ljóst sé að töluverð
óánægja ríki um starfskjör stéttar-
innar. Þetta segir ráðherrann þegar
hann er inntur eftir áliti hans á til-
lögum Guðmundar Einarssonar, for-
stjóra Heilsugæslunnar.
Hugmyndirnar fela í sér að samið
verði við Læknavaktina ehf. um að
hún leigi aðstöðu í heilsugæslustöðv-
unum og sinni vaktþjónustu í hverf-
um borgarinnar eftir lokun heilsu-
gæslustöðvanna. Einnig að komið
verði á fót bráðavakt Læknavaktar-
innar á dagvinnutíma.
Jón vill ekki tjá sig efnislega um
hugmynd Guðmundar. Hann segir
að hann hafi átt í viðræðum við
stjórn Félags íslenskra heimilis-
lækna, um hvernig megi koma til
móts við heilsugæslulækna. „Ég er
opinn fyrir því að hlusta á allar til-
lögur, aðalatriðið fyrir mig er að
heilsugæslan verði öflug grunnþjón-
usta áfram og aðgengi að henni verði
gott, á sama verði fyrir alla. Það er
grundvallaratriði fyrir mig og ég vil
ekki fara í aðgerðir sem stofna þess-
um markmiðum í voða,“ segir ráð-
herra sem nú er staddur á þingi Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í
Genf. Hann segir að fundað verði
með heimilislæknum fyrir næstu
mánaðamót þar sem þessar hug-
myndir verði m.a. ræddar.
Opinn fyrir
öllum
tillögum
Heilbrigðisráðherra
♦ ♦ ♦