Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 13 FRAMBJÓÐENDUR þriggja fram- boða sem bjóða fram í borg- arstjórnarkosningunum í vor tóku þátt í keppni sem fram fór í keilusal Keilu í Mjóddinni. Keppnin var haldin að frumkvæði forsvars- manna Mjóddarinnar til að vekja athygli frambjóðenda og fjölmiðla á Breiðholtinu vegna komandi kosn- inga. Þau sem kepptu voru Margrét Sverrisdóttir, annar maður á lista Frjálslyndra og óháðra, Guðlaugur Þór Þórðarson, fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík og Árni Þór Sigurðsson, fyrsti maður á lista Reykjavíkurlistans. Keppnin var spennandi framan af en fljótlega náði fulltrúi D-listans Guðlaugur Þór afgerandi forystu og hélt henni allt til loka. Keppnin um annað sætið var hörð milli Mar- grétar á F-lista og Árna Þórs á R- lista. Lengi vel leit út fyrir að Margrét myndi bera sigur úr býtum en á lokasprettinum náði Árni forskoti og lenti í öðru sæti. Morgunblaðið/Golli Árni Þór Sigurðsson, R-lista, Margrét Sverrisdóttir, F-lista, og Guðlaugur Þór Þórðarson, D-lista, búa sig undir keilukeppnina. Kepptu í keilu AÐALSTEINN Þorsteinsson, forstöðumaður lögfræðisviðs hjá Byggðastofnun, segir að hann ásamt fjórum öðrum starfsmönn- um stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi vissulega sjálfir skrifað um- talað bréf til Theodórs Bjarna- sonar, forstjóra stofnunarinnar, hinn 22. apríl sl. Enginn annar hafi komið að því. „Vissulega skrifuðum við þetta bréf,“ áréttar Aðalsteinn. „Við skrifuðum það allir sameiginlega. Það kom eng- inn annar að því og það hvatti okkur enginn annar til þess.“ Bréfið var auðkennt sem trúnaðarmál Bréfið var birt í heild í Morg- unblaðinu á miðvikudag. Þar kom m.a. fram að starfsmennirnir vildu vekja athygli forstjórans á því að þeir teldu starfsaðstæður sínar með öllu óviðunandi vegna framkomu formanns stjórnar stofnunarinnar, Kristins H. Gunnarssonar. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Kristinn hafa efasemdir um að starfsmennirnir fimm hefðu yf- irhöfuð skrifað bréfið. Hann vildi þó ekki gefa upp hver hann héldi að hefði skrifað bréfið. Aðalsteinn tekur fram að bréf- ið hafi verið auðkennt skilmerki- lega sem trúnaðarmál og með- höndlað af bréfriturum með það í huga. „Það hefur því valdið okkur vonbrigðum að efni þess skuli vera komið í fjölmiðla með þeim hætti sem nú er orðið,“ segir hann. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins. Afrit af bréfinu var sent til Val- gerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Guðjóns Guðmundssonar, varaformanns stjórnar Byggðastofnunar. Auk Aðalsteins Þorsteinssonar rituðu undir bréfið þeir Friðþjóf- ur M. Karlsson, forstöðumaður rekstrarsviðs, Magnús Helgason, lánasérfræðingur á fyrirtækja- sviði, Pétur Grétarsson, lánasér- fræðingur á fyrirtækjasviði, og Vilhjálmur Baldursson, lánasér- fræðingur á fyrirtækjasviði. Vilhjálmur sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær staðfesta það sem Aðalsteinn segir um þetta mál. Friðþjófur og Pétur báðust hins vegar undan því að tjá sig um þetta mál á opinberum vett- vangi. Ekki náðist í Magnús Helgason í gær þar sem hann var í fríi. „Skrifuðum bréfið sjálfir“ Forstöðumaður lögfræðisviðs hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki EKKI er marktækur munur á fylgi R-lista og D-lista í Reykjavík, sam- kvæmt skoðanakönnun DV í fyrra- kvöld, en niðurstöðurnar voru birtar í DV í gær. Ef kosið væri nú fengi R-listi 48% fylgi og 8 fulltrúa, samkvæmt þessari könnun DV, D-listinn 46,4% fylgi og 7 fulltrúa og F-listi 4,7% fylgi. Munur- inn er ekki talinn marktækur. D-listi bætir við sig 2,1 prósentu- stigi miðað við könnun DV 21. apríl, R-listi tapar 3,4 prósentustigum og F- listi bætir við sig einu prósentustigi. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjórnarkosningar færu fram núna? Úrtakið var 600 kjósendur í Reykjavík, jafnt skipt milli karla og kvenna. 9,7% voru óákveðnir og 6% neituðu að svara. 84,3% tóku því afstöðu en 81,7% tók afstöðu í könnun blaðsins 21. apríl sl. Ekki mark- tækur munur á fylgi Skoðanakönnun DV JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að hann sé opinn fyrir því að hlusta á allar tillögur um hvernig megi bæta starfsumhverfi heilsu- gæslulækna, ljóst sé að töluverð óánægja ríki um starfskjör stéttar- innar. Þetta segir ráðherrann þegar hann er inntur eftir áliti hans á til- lögum Guðmundar Einarssonar, for- stjóra Heilsugæslunnar. Hugmyndirnar fela í sér að samið verði við Læknavaktina ehf. um að hún leigi aðstöðu í heilsugæslustöðv- unum og sinni vaktþjónustu í hverf- um borgarinnar eftir lokun heilsu- gæslustöðvanna. Einnig að komið verði á fót bráðavakt Læknavaktar- innar á dagvinnutíma. Jón vill ekki tjá sig efnislega um hugmynd Guðmundar. Hann segir að hann hafi átt í viðræðum við stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna, um hvernig megi koma til móts við heilsugæslulækna. „Ég er opinn fyrir því að hlusta á allar til- lögur, aðalatriðið fyrir mig er að heilsugæslan verði öflug grunnþjón- usta áfram og aðgengi að henni verði gott, á sama verði fyrir alla. Það er grundvallaratriði fyrir mig og ég vil ekki fara í aðgerðir sem stofna þess- um markmiðum í voða,“ segir ráð- herra sem nú er staddur á þingi Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Genf. Hann segir að fundað verði með heimilislæknum fyrir næstu mánaðamót þar sem þessar hug- myndir verði m.a. ræddar. Opinn fyrir öllum tillögum Heilbrigðisráðherra ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.