Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 16
BJÖRGVIN Njáll Ingólfsson stjórnarformaður Lífafls sem hefur aðsetur á Skjaldarvík norðan Akureyrar segir að verið sé að skoða stöðu fyr- irtækisins og hvort unnt verði að endurreisa það í einhverri mynd. Lífafl sér um mælingar á íbúðar- og iðnaðarhúsnæði með tilliti til orkumengunar og gerir starfsfólk að því búnu ráðstafanir til að draga úr slíkri mengun sé hún til staðar. Reksturinn hefur gengið erfiðlega og voru seglin dregin saman um áramót og starfs- fólki fækkað. Nú starfa 5–6 manns hjá fyrirtækinu og sagði Björgvin Njáll að ekki mætti líða mjög langur tími þar til fyrir lægi hvort tækist að endurreisa félagið því ann- ars væri hætta á að það missti frá sér starfsfólkið. Björgvin Njáll sagði að nokkrir aðilar hefðu lýst yfir áhuga á að leggja félaginu til hlutafé, en nægilegar skuld- bindingar skort til að unnt væri að halda áfram. Þá hefðu fjárfestar einnig lýst yfir að þeir myndu ekki verða með í endurreisn félagsins. „Við munum ljúka þeim verkefnum fyrir okkar viðskiptavini sem verið er að vinna að á vegum fyrirtækisins og gera það eins vel og við getum. Að því búnu verður málið sett í salt ein- hvern tíma á meðan við áttum okkur á stöðunni,“ sagði Björgvin Njáll. Endurreisn Lífafls skoðuð AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Framboðslistar við sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 25. maí 2002 Yfirkjörstjórn Eyjafjarðarsveitar, 16. maí 2002 Emilía Baldursdóttir • Hörður Adólfsson • Níels Helgason F-listinn H Listi framfarafélags Eyjafjarðarsveitar 1. Hólmgeir Karlsson 2. Jón Jónsson 3. Dýrleif Jónsdóttir 4. Gunnar Valur Eyþórsson 5. Valdimar Gunnarsson 6. Björk Sigurðardóttir 7. Ívar Ragnarsson 8. Hrefna L. Ingólfsdóttir 9. Hreiðar Hreiðarsson 10. Sigurgeir Hreinsson 11. Gunnur Ýr Stefánsdóttir 12. Guðbjörg Huld Grétarsdóttir 13. Gylfi Ketilsson 14. Birgir H. Arason 1. Arnar Árnason 2. Valgerður Jónsdóttir 3. Einar Gíslason 4. Eiríkur Hreiðarsson 5. Reynir Björgvinsson 6. Brynjar Skúlason 7. Rannveig Vernharðsdóttir 8. Eygló Daníelsdóttir 9. Sigurgeir Pálsson 10. María Tryggvadóttir 11. Hörður Guðmundsson 12 Jófríður Traustadóttir 13. Rögnvaldur Guðmundsson 14. Aðalsteinn Hallgrímsson VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur fyrir sitt leyti samþykkt drög að þjón- ustusamningi um málefni fatlaðra milli bæjarins og félagsmálaráðu- neytisins. Enn er nokkuð í land að samningar hafi náðst um að Akur- eyrarbær fari með málefni heilsu- gæslu og öldrunarþjónustu á vegum heilbrigðisráðneytisins á grunni reynslusveitarfélagaverkefnis. „Ég er ánægður með að sam- komulag virðist í höfn varðandi mál- efni fatlaðra. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hvergi er betur kominn en í höndum sveitarfé- lagsins og um það virðist ríkið okk- ur sammála,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Einkum kvaðst hann ánægður fyrir hönd notenda þjónustunnar og starfs- fólks. Samningurinn er til 5 ára og fallist félagsmálaráðherra á hann verður hann væntanlega undirritað- ur innan tíðar. Ekki ánægð með svör ráðherra varðandi hjúkrunarrými Samningar hafa enn ekki tekist milli Akureyrarbæjar og heilbrigð- isráðuneytis um rekstur heilsu- gæslu og öldrunarþjónustu, en síð- asti samningur rann út um síðustu áramót. Á fundi bæjarráðs í gær var lagt fram bréf Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra sem var svar við nokkrum spurningum bæjarstjóra varðandi mál í tengslum við vænt- anlegan samning. Á fundi bæjarráðs kom fram að fulltrúar allra stjórnamálaflokka eru sammála um að svar ráðherra varð- andi ný hjúkrunarrými væri ekki viðunandi. Akureyrarbær vill að í væntanlegum samningi verði tryggð 30 ný hjúkrunarrými á árinu 2004 og sagði Kristján Þór það forsendu fyrir því að bærinn samþykkti samning um þjónustu í málefnum aldraðra. Í svari ráðherra kemur fram að ráðuneytið sé tilbúið til viðræðna um leið og samningur um heilsu- gæsluna og öldrunarþjónustuna hef- ur verið undirritaður. „Þetta er ekki viðunandi svar, um það eru allir bæjarráðsmenn sammála,“ sagði bæjarstjóri. „Við viljum skýr ákvæði inn í samninginn um hvernig við ætlum að finna farveg fyrir úrbætur í málefnum aldraðra og viðbót hjúkrunarrýma hér á Akureyri.“ Bjartsýnn á jákvæð viðbrögð Kristján Þór kvaðst bjartsýnn á jákvæð viðbrögð heilbrigðisráð- herra, „við þessari sjálfsögðu ósk og þá einkum í ljósi þess að fyrir nokkru undirritaði hann viljayfirlýs- ingu við Reykjavíkurborg um góðar úrbætur í þessum málaflokki. Fyrst vilji er fyrir því að gera úrbætur í Reykjavík hlýtur hann að vera fyrir hendi líka varðandi Akureyri, en ástand þessara mála er með svip- uðum hætti á þessum stöðum“, sagði Kristján Þór. Samkomulag hefur náðst um þjónustusamning í málefnum fatlaðra Bæjarráð vill skýrari svör varðandi öldrunarmál um en víst er að það er von Ak- ureyringa, sem og annarra lands- manna, enda ekki nema um fimm vikur í að daginn fari að stytta á ný. AKUREYRINGAR brostu sínu blíðasta í gær og höfðu ærna ástæðu til. Eftir kuldakast að undanförnu skein sól í heiði, auk þess sem hitastigið fór upp í og yfir 10 gráður. Bæjarbúar nutu veðurblíðunnar á ýmsan hátt, bæði við vinnu og leik um allan bæ. Hvort sumarið er nú loks komið er ómögulegt að segja til Morgunblaðið/Kristján Börnin á leikskólanum Sunnubóli voru að baka sandköku og kunnu vel við sig í blíðunni. Er sumarið loksins komið? Fjölskylduhá- tíð og baráttu- fundur SAMFYLKINGIN á Akur- eyri verður með fjölbreytta dagskrá um hvítasunnuhelg- ina. Kosningahátíð ungs fólks verður á Ráðhústorgi frá kl. 17 í dag, föstudag. Grillað verður fyrir gesti og gang- andi og boðið upp á tónlistar- atriði. Fundur um menningar- mál hefst á Café Karólínu kl. 18 sama dag. Á laugardag verður fjölskylduhátíð á Ráð- hústorgi og hefst hún kl. 13. Gönguferð með leiðsögn um Krossanesborgir verður á mánudag, 20. maí, og hefst hún kl. 14, en lagt verður af stað frá afleggjaranum inn í borgirnar, skammt sunnan Lónsár. Genginn verður stuttur hringur, gamli þjóð- vegurinn skoðaður sem og Hunda- og Djáknatjarnir og fuglalífið auk þess sem mögu- leikar svæðisins verða reifað- ir. Baráttufundur verður í Ketilhúsinu að kvöldi annars í hvítasunnu en hann hefst kl. 21. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur ávarp auk frambjóð- endanna Oktavíu Jóhannes- dóttur og Hermanns Tómas- sonar. Boðið verður upp á tónlist- aratriði. Rúna í Kompunni RÚNA Þorkelsdóttir opnar sýn- ingu í Kompunni, Kaupvangs- stræti á morgun, laugardaginn 18. maí, kl. 17. Rúna stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Gerrit Rietveld academie Amster- dam. Undanfarin tuttugu ár hefur hún verið búsett í Amsterdam og stundað list sína og síðan 1986 hef- ur hún einnig starfrækt bókabúð- ina Boekie Woekie ásamt Jan Voss og Henriette Van Egten. Rúna hefur haldið sýningar víða um heim, m.a. með Dieter Roth- akademíunni, sem nú sýnir í Ála- fosshúsunum í Mosfellsbæ. Rúna Þorkelsdóttir verður við- stödd opnunina og býður bæjarbúa og alla aðra landsmenn velkomna. Fugla- skoðun FARIÐ verður í árlega fugla- skoðunarferð Ferðafélags Ak- ureyrar á morgun, laugardag- inn 18. maí, og hefst hún kl. 10, en ekki 16 eins og misritaðist í blaðinu í gær. Fararstjóri er Jón Magnús- son. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.