Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 25
ÍSLANDSSÍMI hf. var rekinn með
93 milljóna króna tapi á fyrstu þrem-
ur mánuðum þessa árs. Á sama tíma-
bili í fyrra var tapið 174 milljónir.
Mest munar um að fjármagnsliðir fé-
lagsins voru jákvæðir um 44 millj-
ónir í ár en neikvæðir um 55 milljónir
á síðasta ári.
Tap fyrir afskriftir, fjármagnsliði
og skatta var 17 milljónir á fyrsta
ársfjórðungi í ár en 65 milljónir á
sama tíma á síðasta ári. Tap fyrir
fjármagnsliði jókst hins vegar milli
ára úr 137 milljónum á síðasta ári í
155 milljónir í ár.
Óskar Magnússon, forstjóri Ís-
landssíma, segir í tilkynningu frá fé-
laginu að það sé ánægjulegt að
standast þá áætlun sem sett hafi ver-
ið um síðustu áramót. Árangurinn sé
mikilvægur enda markmiðin metn-
aðarfull. Þá telji stjórnendur félags-
ins vel mögulegt að standa við áform
um rekstrarafkomu á þessu ári.
Meginuppbyggingu fjarskiptakerfa
félagsins lokið
Rekstrartekjur Íslandssíma juk-
ust um 60% milli ára og námu 453
milljónum króna fyrstu þrjá mánuði
ársins 2002. Rekstrargjöld jukust
hins vegar um 35% en þau námu 470
milljónum.
Afskriftir fyrstu þrjá mánuði árs-
ins 2002 hafa aukist um 65 milljónir
króna frá sama tímabili á árinu áður.
Í tilkynningu félagsins segir að
auknar afskriftir skýrist af miklum
fjárfestingum síðasta árs en megin-
uppbyggingu fjarskiptakerfa félags-
ins sé lokið.
Betur í stakk búið
fyrir samkeppni
Fastafjármunir Íslandssíma námu
4.308 milljónum króna 31. mars 2002
og lækkuðu um 6 milljónir króna frá
áramótum. Veltufjárhlutfall var 0,47
í lok mars 2002 og lækkaði úr 0,60 á
áramótum.
Í lok tímabilsins nam eigið fé 2.198
milljónum króna og er eiginfjárhlut-
fall félagsins 45%. Veltufé til rekstr-
ar nam 40 milljónum á fyrsta árs-
fjórðungi 2002 en 118 milljónum á
sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði
handbært fé til rekstrar úr 180 millj-
ónum í 14 milljónir milli ára.
Í tilkynningu Íslandssíma segir að
stjórnendur félagsins telji það nú
betur í stakk búið til að mæta auk-
inni samkeppni eftir endurskipu-
lagningu sölu- og markaðsstarfs
þess. Einnig beri að líta til þess að
tekist hafi að ná betri tökum á kostn-
aðarþróun félagsins.
Íslandssími tap-
ar 93 milljónum
NÝ STJÓRN var kjörin á aðal-
fundi Samtaka banka og verðbréfa-
fyrirtækja 2002. Stjórnina skipa:
Árni Tómasson, bankastjóri Bún-
aðarbanka Íslands, Finnur Svein-
björnsson, bankastjóri Sparisjóða-
banka Íslands, Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóri Landsbanka
Íslands, Jafet Ólafsson, forstjóri
Verðbréfastofunnar, Ólafur H.
Ólafsson, forstjóri Lýsingar, Sig-
urður Einarsson, forstjóri Kaup-
þings, og Valur Valsson, banka-
stjóri Íslandsbanka.
Formaður nýkjörinnar stjórnar
er Halldór J. Kristjánsson, sem tók
við af Vali Valssyni, sem gegnt
hafði formennsku frá stofnun SBV
í árslok 2000. Varaformaður stjórn-
ar er Árni Tómasson.
Ný stjórn SBV