Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 25 ÍSLANDSSÍMI hf. var rekinn með 93 milljóna króna tapi á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs. Á sama tíma- bili í fyrra var tapið 174 milljónir. Mest munar um að fjármagnsliðir fé- lagsins voru jákvæðir um 44 millj- ónir í ár en neikvæðir um 55 milljónir á síðasta ári. Tap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 17 milljónir á fyrsta ársfjórðungi í ár en 65 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Tap fyrir fjármagnsliði jókst hins vegar milli ára úr 137 milljónum á síðasta ári í 155 milljónir í ár. Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir í tilkynningu frá fé- laginu að það sé ánægjulegt að standast þá áætlun sem sett hafi ver- ið um síðustu áramót. Árangurinn sé mikilvægur enda markmiðin metn- aðarfull. Þá telji stjórnendur félags- ins vel mögulegt að standa við áform um rekstrarafkomu á þessu ári. Meginuppbyggingu fjarskiptakerfa félagsins lokið Rekstrartekjur Íslandssíma juk- ust um 60% milli ára og námu 453 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2002. Rekstrargjöld jukust hins vegar um 35% en þau námu 470 milljónum. Afskriftir fyrstu þrjá mánuði árs- ins 2002 hafa aukist um 65 milljónir króna frá sama tímabili á árinu áður. Í tilkynningu félagsins segir að auknar afskriftir skýrist af miklum fjárfestingum síðasta árs en megin- uppbyggingu fjarskiptakerfa félags- ins sé lokið. Betur í stakk búið fyrir samkeppni Fastafjármunir Íslandssíma námu 4.308 milljónum króna 31. mars 2002 og lækkuðu um 6 milljónir króna frá áramótum. Veltufjárhlutfall var 0,47 í lok mars 2002 og lækkaði úr 0,60 á áramótum. Í lok tímabilsins nam eigið fé 2.198 milljónum króna og er eiginfjárhlut- fall félagsins 45%. Veltufé til rekstr- ar nam 40 milljónum á fyrsta árs- fjórðungi 2002 en 118 milljónum á sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði handbært fé til rekstrar úr 180 millj- ónum í 14 milljónir milli ára. Í tilkynningu Íslandssíma segir að stjórnendur félagsins telji það nú betur í stakk búið til að mæta auk- inni samkeppni eftir endurskipu- lagningu sölu- og markaðsstarfs þess. Einnig beri að líta til þess að tekist hafi að ná betri tökum á kostn- aðarþróun félagsins. Íslandssími tap- ar 93 milljónum NÝ STJÓRN var kjörin á aðal- fundi Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja 2002. Stjórnina skipa: Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbanka Íslands, Finnur Svein- björnsson, bankastjóri Sparisjóða- banka Íslands, Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar, Ólafur H. Ólafsson, forstjóri Lýsingar, Sig- urður Einarsson, forstjóri Kaup- þings, og Valur Valsson, banka- stjóri Íslandsbanka. Formaður nýkjörinnar stjórnar er Halldór J. Kristjánsson, sem tók við af Vali Valssyni, sem gegnt hafði formennsku frá stofnun SBV í árslok 2000. Varaformaður stjórn- ar er Árni Tómasson. Ný stjórn SBV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.