Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ tap stjórnarflokkanna í kosningunum í Hollandi og sigur flokks hægrimannsins Pim Fortuyns er þáttur í þróun sem á sér stað í allri Evrópu, að sögn stjórnmálaskýr- enda. Hefðbundnum sjónarmiðum mið- og vinstriflokka er víða hafnað og nýir hægriflokkar leggja áherslu á innflytjendamál og glæpatíðni. Kjósendur nýju hægriflokkanna koma að miklu leyti úr röðum inn- fæddra verkamanna sem finnst að hefðbundnir vinstriflokkar hafi ekki sinnt þessum málum sem snerti mjög almenna borgara. Hnignun vinstriflokka geti að nokkru verið túlkuð sem eðlileg valdaskipti eftir langt tímabil við völd en menn verði að hafa einnig í huga þessa mikil- vægu breytingu á hátterni kjósenda- hópa. Áður hafi flokkar skipst á um völdin vegna þess að lítill hópur kjós- enda á miðjunni hafi ýmist kosið til hægri eða vinstri en staðan sé nú breytt. Hægribylgja í Evrópu Verkamannaflokkur Wim Koks fer fyrir stjórninni sem beið ósigur í Hollandi í gær. Hægriflokkur Aust- urríkismannsins Jörg Haiders vann mikinn sigur fyrir nokkrum árum og á nú aðild að ríkisstjórn. Leiðtogar annarra ríkja Evrópusambandsins reyndu um hríð að refsa Austurríki með því að hunsa fulltrúa landsins en sú leið hefur nú verið gefin upp á bát- inn. Mið- og hægriflokkabandalag undir forystu hægrimannsins Silvio Berlusconis tók við stjórnarforyst- unni á Ítalíu í fyrra eftir kosninga- sigur, í apríl tók samsteypustjórn mið- og hægrimanna við í Portúgal, einn flokkanna er andvígur innflutn- ingi fólks frá fátækum löndum. Á Spáni er hægrimaðurinn Jose Maria Aznar við völd, hann er hófsamur en sagði í vikunni að ástæða þess að vinstriflokkar hefðu látið undan síga væri slök stefna í innflytjendamál- um. Ríkisstjórnir hægrimanna í Noregi og Danmörku styðjast nú báðar við nýja hægriflokka á þingi og nýlega olli það miklum titringi í Frakklandi er hægriöfgasinninn Jean-Marie Le Pen skákaði leiðtoga sósíalista og þáverandi forsætisráð- herra, Lionel Jospin, í fyrri umferð forsetakosninganna. Áhyggjuefni fyrir hefðbundna flokka Mikill munur er á nýju hægri- flokkunum milli landa þótt sameig- inleg stef séu þau sem nefnd hafa verið. En þess má geta að hinn myrti leiðtogi samnefnds Pim Fortuyn- flokks í Hollandi var mjög á móti því að vera dreginn í dilk með Le Pen og sagðist alls ekki vera á móti fólki af öðrum kynþætti en hvítum. Hann gagnrýndi hins vegar hart íslam og vildi sporna við að fleiri innflytjend- ur frá þriðja heiminum fengju að flytja til Hollands, landið þyldi auk þess ekki mikið fleira fólk vegna þéttbýlis. Le Pen sækir margt í stefnu sinni og málflutningi til gamallar, franskr- ar þjóðrembu og gyðingahaturs þótt kynþáttafordómar sem hann höfðar til beinist nú mest gegn aröbum sem eru margir í Frakklandi. Fortuyn var einnig yfirlýstur hommi sem ekki hefur þótt góð latína meðal öfgafullra hægrimanna og nýfasista. En það sem þeir Fortuyn og Le Pen áttu ekki síst sameiginlegt er einföld slagorð þar sem athyglinni er beint að innflytjendum og glæpum, mál- efnum sem stjórnmálaskýrendur eins og Pierre Rousselin, blaðamað- ur hægriblaðsins Le Figaro í Frakk- landi, segja að hafi verið hunsuð af tillitssemi við pólitíska rétthugsun. Hægriflokkarnir nýju fullyrða að ná- in tengsl séu á milli innflytjenda- straumsins og aukinnar afbrotatíðni. Ristjóri erlendra frétta á breska dagblaðinu The Times, Bronwen Maddox, segir að sameiginlegi þátt- urinn í skýringum á vexti nýju hægriflokkanna sé innflytjendamál- in. „Það er áhyggjuefni fyrir stjórn- málamenn úr öllum hefðbundnum flokkum að kjósendur skuli álíta að þessi eini þáttur, sem er lítilfjörlegur í flestum löndum Evrópusambands- ins, geti verið orsök hvers kyns fé- lagslegra vandamála,“ segir Madd- ox. Margir segja að innflytjendamálin hafi verið hunsuð. „Ef fólk styður flokka Haiders, Le Pens eða Fort- uyns er það vegna þess að þeir hafa fundið réttu aðferðina við að vekja athygli á málefnum sem snerta al- menning en þagað er um eða fjallað um með allt of almennum orðum,“ sagði pólska dagblaðið Rzeczpospol- ita sem er frjálslynt. Bent er á að ósigur mið- og vinstri- flokka í mörgum löndum geti valdið því að stefnan varðandi landamæra- gæslu, glæpi, stækkun Evrópusam- bandsins og efnahagsmál geti tekið stakkaskiptum. Svo gæti farið að hægriflokkarnir sigri í þingkosning- um í júní í Frakklandi, einnig gætu jafnaðarmenn Gerhards Schröders misst völdin í Þýskalandi í kosning- unum í september. Færi svo myndi Verkamannaflokkur Tony Blairs verða síðasta sterka vígi mið- og vinstrimanna í álfunni. Réttar spurningar, röng svör Bent er á að almenn hægrisveifla, sem eykur einnig fylgi við hefð- bundna hægriflokka og gefur þeim aðgang að stjórnvelinum, sé í senn áskorun fyrir þá og tækifæri. Þeir geti komið í gegn þeirri stefnu sinni að auka veg frjáls markaðshagkerfis í efnahagsmálum sem þeir segja að muni ýta undir hagvöxt og draga úr atvinnuleysi; síðastnefnda atriðið er oft nefnt sem ein helsta ástæða and- úðar á innflytjendum sem sakaðir eru um að ræna störfum frá þeim sem fyrir eru. En mistakist flokk- unum að finna lausnir sem beri aug- ljósan árangur geti enn öfgafyllri þjóðernisstefna og andúð á ESB fengið byr í seglin. „Hægriöfgamenn spyrja réttra spurninga en svörin eru röng. Vinstrimenn láta eins og ekki sé ástæða til að spyrja. Nú þurfa hefð- bundnir hægrimenn að veita rétt svör,“ segir Rousselin. Innflytjendamál í skugga pólitískrar rétthugsunar? Hægriöfgaflokkar sagðir eflast vegna sinnuleysis og þagnar um viðkvæm mál sem snerti almenning Reuters Kosningaspjöld með myndum af Pim Fortuyn, daginn eftir að hann var myrtur í Hilversum 6. maí. Líklegt er talið að sumir kjósendur hafi kosið flokkinn til að lýsa andstyggð á morðum á stjórnmálaleiðtogum. París. AFP. MÁLGAGN kommúnistaflokksins á Kúbu, Granma, birti í gær sögulega ræðu Jimmys Cart- ers, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, meðal annars kafla þar sem Carter vakti athygli á áskor- un lýðræðissinna á Kúbu um pólitískar og efna- hagslegar umbætur í landinu. Carter flutti ræðuna á þriðjudagskvöld og var henni sjónvarpað til allra íbúa eyjunnar. Carter, sem er í heimsókn á Kúbu, fór lofsamlegum orðum um árangur stjórnar Fidels Castros í mennta- og heilbrigðismálum en gagnýndi mannréttindabrot hennar. „Stjórnarskrá ykkar viðurkennir mál- og félagafrelsi en önnur lög svipta þá, sem eru and- vígir stjórninni, þessum réttindum,“ sagði Carter. Hann kvaðst hafa frétt af áskorun sem þingi Kúbu hefur borist frá nokkrum lýðræðissinnum þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um pólitískar og efnahagslegar umbætur. Meira en 11.000 manns hafa undirritað áskorunina en fréttaskýrendur segja að fæstir Kúbumenn hafi vitað af henni fyrr en Carter vakti athygli á henni í ræðunni. „Þegar Kúbumenn nota þetta frelsi til að breyta lögunum með friðsamlegum hætti og þjóð- aratkvæðagreiðslu mun heimsbyggðinni verða ljóst að það eru Kúbumenn sjálfir sem ráða örlög- um sínum, en ekki útlendingar,“ sagði Carter. Granma tók fram að blaðið teldi að markmiðið með áskoruninni væri að steypa kommúnista- stjórninni. Carter hvatti einnig stjórn Castros til að heim- ila Alþjóðaráði Rauða krossins að rannsaka að- stæður í fangelsum Kúbu og leyfa Mary Robinson, framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, að heimsækja landið til að kanna hag samviskufanga og annarra sem afplána fang- elsisdóma. Málgagn Kúbustjórnar birtir gagnrýni Carters Havana. AFP. ENGAN sakaði þegar lítil, eins hreyfils einkaflugvél af gerðinni Piper Cherokee brotnaði í nauð- lendingu við þjóðveg númer 70 í Pickerington í sambandsríkinu Ohio í Bandaríkjunum í gær. Tveir voru í vélinni og samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á staðnum sluppu þeir báðir ómeiddir, en miklar tafir urðu á bílaumferð. Annar vængurinn brotnaði af vélinni. Svo virðist sem hún hafi orðið eldsneytislaus. AP Nauð- lending í Ohio KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, reyndi á mið- vikudag að blása lífi í samninga- viðræður sem ætlað er að binda enda á næstum þrjátíu ára langar deilur á Kýpur. Annan átti þá fund með bæði Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Tyrkja, og Glafcos Klerides, forseta Kýpur-Grikkja, en Denkt- ash lét þau ummæli falla eftir fund- inn að Annan gerði sér grein fyrir því að það markmið, að ná sam- komulagi fyrir júní-lok, myndi ekki nást. Annan sagði í gær að hann ætl- aðist ekki endilega til að endanlegt samkomulag lægi fyrir í lok júní en að deilendur þyrftu a.m.k. að hafa losað um helstu ásteytingarstein- ana. Hann sagði að þrátt fyrir efa- semdir Denktash væri hann sann- færður um að ná mætti verulegum árangri á tilskildum tíma. Annan er sagður hafa áhyggjur af því hve lítt hefur miðað í sögu- legum viðræðum þeirra Denktash og Klerides. Hann heimsótti Denkt- ash í tyrkneska hluta eyjarinnar á miðvikudag og varð hann fyrstur framkvæmdastjóra SÞ til þess, en sjálfstætt tyrkneskt lýðveldi í Norð- ur-Kýpur hefur ekki hlotið viður- kenningu umheimsins. Hlaut hann fyrir það nokkra gagnrýni harðlínumanna úr röðum Kýpur-Grikkja. Tyrkneski herinn réðst inn í Kýp- ur árið 1974 og lagði undir sig norð- urhluta eyjunnar eftir að til valda komst stjórn sem vildi sameina Kýpur Grikklandi. Viðræðurnar, sem nú standa yfir, miða að því að binda enda á skiptingu eyjarinnar í tvö svæði og finna lausn á því hvernig þjóðarbrotin tvö geta stjórnað eyjunni í sátt og samlyndi. Reyndi að blása lífi í viðræður á Kýpur Nicosia. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.