Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 27 xxxxxxx xxxxx Le Vrai GourmetHome Elements Herraskór frá 6.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 77 21 05 /2 00 2 debenhams S M Á R A L I N D Le Vrai Gourmet Le Vrai Gourmet kuldaboli er farinn fiess vegna eigum vi› engin hl‡ föt og ekki regnhlífar heldur. Vi› eigum hins vegar fulla bú› af fallegum sumar- og sundfatnaði á alla fjölskylduna - láttu ferska og hl‡ja vinda leika um kroppinn í sumar. KIM Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, skipaði samyrkjubúum í landinu að rækta ópíum með það fyrir augum að hagnast á eiturlyfjaversluninni í heiminum. Yun Seong Su, sem áður var hátt- settur embættismaður í n-kóreska ör- yggismálaráðuneytinu en flýði land 1998, sagði á fréttamannafundi í Washington í gær, að frá 1992 hefði einræðisherrann sjálfur skipað fyrir um eiturlyfjaframleiðsluna. Sagði hann, að hverju samyrkjubúi hefði verið gert að rækta ópíum á 10 ekr- um. Heróínið, sem úr því var unnið, hefði síðan verið flutt til Kína, Japans og Suður-Kóreu. Að hans sögn var framleiðslan um eitt tonn á mánuði. Miklar efnahagsþrengingar eru í Norður-Kóreu, margir íbúar svelta að staðaldri. Tekjur í erlendum gjaldeyri eru litlar og stjórn kommúnista ver miklu fé í að halda uppi fjölmennum og öflugum her. N-Kórea í eitur- lyfjaverslun Washington. AFP. ÍSRAELSKI sagnfræðingur- inn Ilan Pappe mótmælti í gær meintum ofsóknum á hendur sér af hálfu háskólans í Haifa en skólinn hefur beðið Pappe að segja upp starfi sínu hjá stofnuninni. Sagnfræðingurinn hefur aðstoðað annan fræði- mann, Theodor Katz, sem gert hefur rannsókn á frásögnum af fjöldamorðum Ísraela á Palest- ínumönnum í þorpinu Tantura árið 1948 en þá var Ísrael stofnað. Að sögn Pappe hafa engar af bókum hans verið gefnar út á hebresku en hins vegar á ensku og frönsku. Hann segir að Ísraelar ættu að biðjast afsökunar á atburðun- um í Tantura og jafnframt brottrekstri hundruða þúsunda Palestínumanna frá hinu nýja ríki gyðinga. Ein af bókum hans fjallar um brottreksturinn og örlög Palestínumanna. Geislavirkur leigubíll LÖGREGLA í bænum Veliko Tarnovo í Búlgaríu stöðvaði í vikunni leigubíl og handtók fjóra menn sem grunaðir eru um smygl á plútoni frá Rúss- landi. Bíllinn reyndist þúsund sinnum geislavirkari en eðlilegt hefði verið og fylgdust læknar vandlega með ástandi mann- anna eftir handtökuna. Hægt er að nota plúton til að búa til kjarnorkuvopn en einnig geta hryðjuverkamenn notað efnið til að eitra vatnsból; plúton er eitt eitraðasta efni sem til er. Lög um líknardráp í Belgíu SAMÞYKKT voru í gær lög í Belgíu um heimild til líknar- drápa með 86 atkvæðum gegn 51 á þingi landsins en tíu sátu hjá. Reglur um aðgerðina eru strangar en framvegis verður læknir sem tekur að sér líkn- ardráp ekki talinn sekur um glæp ef sjúklingur hans hefur verið dauðvona, mjög þjáður líkamlega eða andlega og sjálf- ur tekið ákvörðun um að fá að deyja. Læknirinn verður að ganga úr skugga um að sjúk- lingurinn hafi verið við fulla meðvitund og hafi tekið ákvörðun af fúsum og frjálsum vilja en ekki verið beittur þrýstingi. Holland varð fyrsta landið í heimi til að heimila líknardráp og voru lögin samþykkt í apríl. Fagna samningi um Kaspíahaf BANDARÍSKUR sendimaður, Steven Mann, í ríkjunum við Kaspíahaf sagði í gær stjórn sína fagna samkomulagi sem Rússland og Kazakhstan gerðu í vikunni um skiptingu olíurétt- inda á hafsbotni. Mann sagði að Bandaríkin myndu einnig styðja að gert yrði sams konar samkomulag milli Rússlands og Azerbajdzhans. Bandarísk olíufélög eiga mikilla hags- muna að gæta á svæðinu. Íranar hafa mótmælt samn- ingnum og segja að öll ríkin sem eiga land við Kaspíahaf eigi að semja um hafsbotninn. STUTT Sagnfræð- ingur mót- mælir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.