Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ JACQUES Chirac sór í gær embættiseið sem forseti Frakklands næstu fimm árin. Fór athöfnin fram við Elysee-höll en þar lýsti Yves Guena, for- seti stjórnarskrárréttarins, úrslitum í síðari umferð forsetakosninganna 5. maí. Chirac sagði í ræðu sinni, að Frakkar hefðu staðist freistingar öfga- aflanna og ítrekað hollustu sína við lýðræðið og Evrópu. Chirac sigraði þjóðernissinnann Jean-Marie Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna. AP Embættiseiðurinn svarinn BRESKA vikuritið The Economist segir margt benda til þess að Daninn Steffen Smidt, yfirmaður sjávarút- vegsdeildar Evrópusambandsins, hafi verið færður til í starfi í því skyni að friða spænsku stjórnina sem er andvíg tillögum fram- kvæmdastjórnar ESB um breyting- ar á sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu sambandsins. The Economist segir einnig að svo virðist sem Spánverjinn Loyola de Palacio, annar af varaforsetum framkvæmdastjórnarinnar, hafi bar- ist gegn sjávarútvegstillögunum í samstarfi við spænsku stjórnina þótt meðlimir framkvæmdastjórnarinnar eigi alltaf að gæta hagsmuna Evr- ópusambandsins í heild en ekki þeirra ríkja sem þeir koma frá. Í tillögum framkvæmdastjórnar- innar er gert ráð fyrir því að fiski- skipum verði fækkað um allt að 40% og styrkir til sjávarútvegsins verði lækkaðir verulega. Þessi áform koma hart niður á Spánverjum, sem eru með stærsta fiskiskipaflotann innan ESB og fá meiri sjávarútvegs- styrki en önnur aðildarríki sam- bandsins. „Skrýtin skýring“ Upphaflega átti framkvæmda- stjórnin að leggja tillögur sínar fram fyrir lok síðasta árs en því var frestað til mars og aftur til apríl. Birtingu tillagnanna var síðan frestað um mánuð til viðbótar eftir að Jose Maria Aznar, forsætis- ráðherra Spánar, hringdi í Romano Prodi, forseta framkvæmda- stjórnarinnar, 21. apríl til að kvarta yfir tillögunum, að því er fram kem- ur í grein sem birt var í The Ec- onomist 11. maí með forsíðufyrir- sögninni „Evrópskt sjávarútvegs- hneyksli“. „Það sem gerðist tveimur dögum síðar ... virðist hneykslanlegt,“ segir blaðið og skírskotar til þess að Steff- en Smidt var þá tilkynnt að hann yrði færður til í starfi og ætti ekki að koma frekar að endurskoðun sjáv- arútvegsstefnunnar. Framkvæmdastjórnin sagði að þessi ákvörðun væri liður í almennri uppstokkun í embættismannakerfi ESB sem tilkynnt var daginn eftir. Neil Kinnock, sem fer með stjórn- sýslumál innan framkvæmdastjórn- arinnar, neitaði því að Steffen Smidt hefði verður færður til í starfi vegna íhlutunar spænskra stjórnvalda. Að- stoðarmenn Kinnocks segja að Smidt hafi áð- ur óskað eftir því að verða fluttur til í starfi á næsta ári eða árið 2004 en hentugra hefði þótt að flýta brottför hans úr sjávarút- vegsdeildinni nú þegar verið væri að stokka upp í embættismannakerfinu. „Þetta er skrýtin skýring þar sem það virðist mjög óhentugt að reka háttsettan embættismann í sjávarút- vegsmálum meðan á miklum breyt- ingum stendur,“ segir The Econom- ist. „Auk þess var Smidt eini embættismaðurinn sem var rekinn svo skyndilega; flestir hinna sem tengdust uppstokkuninni höfðu vitað í marga mánuði að þeir yrðu færðir til.“ Blaðið hefur eftir nokkrum hátt- settum embættismönnum, sem ekki vildu láta nafns síns getið, að Smidt hefði verið rekinn til að friða Aznar. „Þetta mál er hneisa,“ sagði einn þeirra. „Þar til nú hefur eitt af því fáa, sem Prodi hefur staðið sig vel í, verið að standast þrýsting ríkis- stjórna aðildar- ríkjanna. Og nú gerist þetta.“ „Fnykinn legg- ur til himna,“ sagði Struan Stevenson, for- maður sjávarút- vegsnefndar Evrópuþingsins, um brottvikningu Smidts og boðaði til sérstaks fundar í nefndinni til að rannsaka málið. Grefur undan stjórnsýsluumbótum The Economist segir ákvörðunina um að víkja Smidt úr sjávarútvegs- deildinni sorglega í ljósi þess að hún var sögð liður í stjórnsýsluumbótum sem eiga að torvelda ríkisstjórnum ESB-landanna að hafa óeðlileg áhrif á ákvarðanir framkvæmdastjórnar- innar. Markmiðið með umbótunum er að binda enda á óformlegt kerfi sem byggist á því að ákveðin ríki fá alltaf ákveðin embætti, það sé til að mynda alltaf Þjóðverji sem fari með samkeppnismál og Frakki með land- búnaðarmál. „En ef forsætisráð- herrar geta nú látið reka þá embætt- ismenn sem þeim líkar ekki við grefur það undan þessum umbót- um,“ segir The Economist. Hlutverk meðlima framkvæmda- stjórnarinnar er að framfylgja lög- um Evrópusambandsins og gæta alltaf hagsmuna þess en ekki þess lands sem þeir koma frá. Þegar Prodi varð forseti framkvæmda- stjórnarinnar sagði hann að ef ein- hver af meðlimum framkvæmda- stjórnarinnar yrði staðinn að því að fara eftir fyrirmælum stjórnvalda í heimalandi sínu myndi hann krefjast afsagnar hans. The Economist segir að það hafi því verið „nokkuð vandræðalegt, svo ekki sé meira sagt,“ fyrir Prodi þeg- ar sjávarútvegsráðherra Spánar til- kynnti í sjónvarpi að spænska stjórnin hefði „skipað“ fulltrúum landsins í framkvæmdastjórninni að leggjast gegn tillögunum um breyt- ingar á sjávarútvegsstefnunni. Ann- ar Spánverjanna í framkvæmda- stjórninni, Pedro Solbes, studdi þó tillögurnar. De Palacio, sem er vinur og pólitískur bandamaður Aznars, var hins vegar á meðal fjögurra framkvæmdastjórnarmanna sem lögðust gegn tillögunum. Hún skrif- aði Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórninni, bréf þar sem hún lýsti andstöðu sinni við tillögurnar og rök hennar voru sláandi lík þeim rökum sem komu fram í greinargerð spænsku stjórnarinnar um málið, að sögn The Economist. De Palacio hefur neitað því að hún hafi fengið fyrirmæli frá spænsku stjórninni og spænski sjávarútvegs- ráðherrann segist nú hafa mismælt sig. Prodi kveðst trúa De Palacio. Framkvæmdastjórnin gæti hlutleysis The Economist segir að þótt deilt sé um hversu mikil völd fram- kvæmdastjórnin eigi að hafa séu allir sammála um að hún eigi að beita þeim á hlutlausan hátt. Ef öflugar ríkisstjórnir geti beygt fram- kvæmdastjórnina undir sig vakni efasemdir um tilgang hennar. „Sjáv- arútvegshneykslið“ komi á mjög við- kvæmum tíma því ríkisstjórnirnar virðist hafa æ meiri tilhneigingu til að hnekkja ákvörðunum fram- kvæmdastjórnarinnar. „Embættismenn framkvæmda- stjórnarinnar vona að verði marg- frestaðar tillögur Fischlers á endan- um lagðar fram óbreyttar sýni framkvæmdastjórnin þrátt fyrir allt sjálfstæði sitt. En það kann að vera of seint,“ segir The Economist. „Framkvæmdastjórn sem getur ekki verndað eigin embættismenn frá hefnigjörnum ríkisstjórnum ESB er illa á sig komin.“ „Evrópskt sjávar- útvegshneyksli“ Breska vikuritið The Economist fjallaði nýlega um deilur sem stað- ið hafa yfir í Evrópusambandinu um skyldur þeirra sem sitja í framkvæmdastjórninni. Þeir eiga samkvæmt reglum að láta hags- muni alls sambandsins hafa forgang, ekki hagsmuni eigin þjóðar. ’ Framkvæmda-stjórn sem getur ekki verndað eigin embættismenn er illa á sig komin ‘ NORÐMENN standa sig best í að innleiða ný lög og reglugerðir á Evrópska efnahagssvæðinu, EES, og síðan Svíar, Danir, Íslendingar og Finnar. Liechtenstein er í sæti 14. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Eftirlitsstofnun EFTA. Í skýrslunni segir, að EFTA-rík- in þrjú, Noregur, Ísland og Liecht- enstein, hafi tekið sig mjög á að undanförnu. Sem dæmi um það má nefna, að Noregur var í 17. sæti af 18 alls í að innleiða lög og reglu- gerðir fyrir ári, í 7. sæti fyrir hálfu ári og nú í því fyrsta. EFTA-ríkin mæta ýmsum vanda við innleiðingu EES-laga og reglna og er hann nokkuð ólíkur milli landa. Í Liechtenstein er hann mestur á sviði fjarskiptaþjónustu og neytendaverndar; á Íslandi hvað varðar lög um vinnumarkaðinn og í Noregi hvað varðar umhverfis- vernd. Stundum koma upp mál, sem varða ranga framkvæmd EES-laga. Mál af því tagi eru nú 31 gagnvart Noregi, 13 gagnvart Íslandi og 11 varða Liechtenstein. Þrátt fyrir það standa EFTA-ríkin sig mjög vel að þessu leyti innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Að lokum má þess geta, að Ís- land stendur sig best allra EES- ríkjanna 18 í að leiða til lykta mál, sem formleg athugasemd hefur ver- ið gerð við. Noregur og Liechten- stein eru að þessu leyti í hópnum miðjum. Innleiðing laga og reglna á EES-svæðinu Noregur í fyrsta sæti, Ísland í fjórða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.