Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 31 KVIKMYNDASAFN Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa um helgina fyrir samstarfsverkefninu „Enginn get- ur lifað án Lofts“ í tilefni af því að á þessu ári verða 110 ár frá fæðingu og 50 ár frá andláti Lofts Guðmundssonar, ljósmyndara og frumkvöðuls í íslenskri kvikmyndagerð. Í tilefni af verkefninu hefur verið opnuð yfirlitssýning í Hafnarborg í Hafnarfirði á ljósmyndum úr safni Loft Guð- mundssonar. Sýningin er unnin í umsjón myndadeildar Þjóðminjasafnsins og hefur af því tilefni verið gefin út vegleg sýningarskrá sem veitir yfirlit yfir ævi og lífsstarf Lofts. Þá mun Kvikmyndsafn Íslands standa fyrir sýn- ingum á frumkvöðlaverkum Lofts á sviði kvikmyndagerðar um hvítasunnuhelgina. Með þessum hætti verður leitast við að gefa heildarmynd af umsvifum Lofts á sviði ljósmynd- unar og kvikmyndagerðar. Efnt verður til formlegrar opnunar ljósmyndasýning- arinnar í Hafnarborg kl. 17 í dag, föstudag, en kl. 18 verð- ur kvikmynd Lofts, Milli fjalls og fjöru, sýnd í Bæjarbíói. Um helgina verða tvær kvikmyndasýningar kl. 14 í Bæj- arbíói. Á laugardag verða sýndar tvær myndir, Hnatt- flugið sem er stutt heimildarmynd eftir Loft frá árinu 1924 og frumkvöðlaverkið Milli fjalls og fjöru, sem er fyrsta ís- lenska talmyndin. Á hvítasunnudag, 19. maí, verða sýndar heimildarmyndirnar Ísland í lifandi myndum og Reykjavík. Verkefnið „Enginn getur lifað án Lofts“ er liður í Listahátíð í Reykjavík, og er jafnframt styrkt af Hafn- arfjarðarbæ. Ísland í lifandi myndum var frumsýnd árið 1925 og er yfirgripsmikil þögul heimildarmynd um land og þjóð þar sem lýst er fegurð landsins og sérkennum; höfuðatvinnu- greinunum sjávarútvegi og landbúnaði; samgöngum og mörgu fleiru. Heimildarmyndin Reykjavík er gerð árið 1944 og fjallar um höfuðborgina sem stendur í miklum framkvæmdum á lýðveldisstofnunarári. Eitt einkenni myndarinnar er hversu mikið er sýnt frá verklegum fram- kvæmdum, gatnagerð, grjótnámi, húsbyggingum og fleiri störfum, þar sem vinna á höndum og innreið vélaraflsins helst í hendur. Milli fjalls og fjöru er gerð árið 1949 og er fyrsta ís- lenska talmyndin. Myndina gerði Loftur eftir eigin sögu, sem á sér stað í kyrrstæðu sveitasamfélagi Íslands á 19. öld og fjallar um vald, réttlæti og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Í myndinni leika Gunnar Eyjólfsson, Bryndís Pétursdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Inga Þórðarson og Alfreð Andrésson. Hnattflugið er stuttur heimildarþáttur sem Ólafur L. Jónsson sýningarmaður tók fyrir Loft árið 1924, þegar sá síðarnefndi var önnum kafinn við að mynda síldarvertíðina fyrir Ísland í lifandi myndum. Sú verkaskipting varð upp- hafið að kvikmyndafélagi þeirra Lofts og Ólafs sem tók stutta frétta- og heimildarþætti til sýningar sem auka- myndir í Nýja bíói. Aðgangur á kvikmyndsýningar á verkum Lofts Guð- mundssonar í Bæjarbíói er 1.000 kr. Ljósi varpað á líf og störf Lofts Guðmundssonar Leitast er við að gefa yfirlit yfir ævi og lífsstarf Lofts Guð- mundssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, í samvinnuverkefninu „Enginn getur lifað án Lofts“ í Hafn- arborg og Bæjarbíói. Fjölbreytt dagskrá er um helgina. ALLT frá því að þýski karlasextett- inn Comedian Harmonists sló í gegn á árunum kringum 1930 með lögum á borð við Creole Love Call, Du passt so gut zu mir wie Zucker zum Kaffe og forleiknum að Rakaranum í Sev- illa, þar sem hópurinn hermdi í söng eftir jafnt djassgrúppum sem sinfón- íuhljómsveitum, hafa öðru hverju skotið upp kollinum hópar sem hafa spreytt sig á þessari erfiðu kúnst. Ekki hafa allir þessir hópar þótt eiga erindi sem erfiði, og fáir ef engir jafnast á við Comedian Harmonists, þar til ef til vill nú, að að sex ungir Kúbumenn sem kalla sig Vocal Sampling fara sigurför um heiminn með söng sem sagður er engu líkur. Sexmenningarnir útskrifuðust fyrir um áratug úr Tónlistaraka- demíunni í Havanna á Kúbu. Þeir slógu í gegn þegar þeir sungu í af- mæli Harrys Belafontes og hafa síð- an farið sem eldur í sinu um allan heim með einstakan flutning sinn á salsa og latneskri tónlist sem oft fer yfir í djass og jafnvel rapp. Þeir búa öll hljóð til með röddum höndum og fótum þannig að engu er líkara en stór hljómsveit búin blásturshljóð- færum og slagverki leiki undir söng þeirra. Þeir fylltu sex þúsund manna sal Royal Albert Hall í fyrra og hafa vakið mikla athygli fyrir sína ein- stöku tónlistarhæfileika. Tónlistina sækja þeir að mestu í heillandi kúb- anska tónlistarhefð, en eins og Com- edian Harmonists forðum, spreyta þeir sig líka á öðrum tegundum tón- listar; eins og klassík, en að sögn René Baños, forsprakka hópsins, ætla þeir til dæmis að troða upp með innganginn að Also sprach Zarath- ustra eftir Richard Strauss, en sú tónlist er mörgum eftirminnileg úr myndinni Apocalypse Now. Og umsagnir gagnrýnenda hafa allar verið á einn veg, og þetta sagði til dæmis gagnrýnandi The Times í London eftir tónleika hópsins þar: „Tónlistargaldur! Vocal Sampling hlýtur að teljast einn merkilegasti músíkhópur heims… Þeir eru svo sannfærandi að í upphafi er maður viss um að þeir hljóti að styðjast við undirleik á bandi eða að hinir raun- verulegu hljóðfæraleikarar hafi falið sig fyrir utan sviðið. En svo er ekki því jafnvel hljómar blásturshljóð- færanna og flautunnar eiga upptök sín í þessum sex börkum. Nákvæmni þeirra var einstök, framsetningin leikræn og efnisvalið frumlegt.“ Dansinn er Kúbumönnum í blóð borinn René Baños forsprakki hópsins segir að á tónleikunum á Listahátíð verði þeir að miklum hluta til með efni af nýjustu plötunni sinni, Camb- io de tiempo. „Þetta er fjölbreytt og ólíkar tegundir tónlistar – bæði ólík- ar tegundir kúbanskrar tónlistar af plötunni, og en líka tónlist önnur en kúbönsk, eins og forleikurinn að Svo mælti Zaraþústra. Þetta er það sem okkur langaði sérstaklega til að sýna ykkur Íslendingum ólíkar tegundir kúbanskrar tónlistar, með þessu ut- anaðkomandi kryddi, klassík og ann- arri suður-amerískri tónlist.“ Það er löng þögn þegar René Bañ- os er spurður að því, hvað það sé í kúbanskri tónlist sem geri hana svo heillandi og gríðarvinsæla um allan heim – líka hér í norðrinu kalda. „Það er kannski fyrst að nefna rytmíkina í tónlist okkar. Það er reyndar nokkuð sem við deilum með fleiri suður-amerískum þjóðum, en á Kúbu er rytminn í músíkinni svo mikilvægur, og þess vegna er tónlist eins og salsa svo vinsæl og auðvitað tengist þetta dansinum, sem hverj- um Kúbumanni er í blóð borinn. En ætli þetta séu ekki bara hlutir sem höfða til allra, hvar sem þeir eru; rytminn er hreyfiafl fyrir líkamann og það er gaman að dansa.“ Fiktuðu með söng Sagan af því hvernig hópurinn Vocal Sampling varð til er stór- merkileg. René Baños segir að þeir félagarnir hafi allir verið saman í hljóðfæranámi í Tónlistarakadem- íunni í Havana. „Við vorum fyrst og fremst hljóðfæraleikarar. En svo fórum við að fikta með sönginn þeg- ar við hittumst, og prófa að herma eftir hljóðfærunum. Þetta var fyndið og skemmtilegt, en smám saman þróaðist sú hugmynd hjá okkur að þetta gætu verið fullgild tónlistarat- riði út af fyrir sig, og músíkalskt spennandi. Þess vegna ákváðum við að gera alvöru úr þessu samstarfi, og það höfum við gert núna í áratug.“ Hópurinn hefur ferðast um allan heim og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur. Þetta er fyrsta heimsókn þeirra til Íslands og René Baños seg- ist ekki alveg vita við hverju þeir eigi að búast hér. „Ég hef það þó á til- finningunni að það séu áhugasamir og afslappaðir hlustendur á Íslandi. Reyndar hef ég heyrt margt um landið og mér hefur verið sagt að það sé mjög fallegt. Ég vona að við get- um séð eitthvað af landinu; kannski eldfjall. En ég er viss um að það verður gaman að syngja fyrir ís- lenska eyjarskeggja. Það var frá- bært að heyra að það skyldi hafa selst fljótt upp á tvenna tónleika – og enn betra að við skyldum hafa getað bætt við þeim þriðju. Ég hlakka til.“ Tónleikarnir verða á Broadway í kvöld kl. 21 og á morgun kl. 15 og 21. Sexmenningarnir í Vocal Sampling með þrenna tónleika á Listahátíð „Á Kúbu er rytminn í mús- íkinni svo mikilvægur“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kúbumennirnir í Vocal Sampling við komuna til Reykjavíkur í gær. Í GERÐARSAFNI í Kópavogi verður í ágúst haldin sýningin „Viðræður tveggja listamanna af abstraktkynslóðinni“. Þar verða sýnd verk eftir Jóhannes Jóhannesson listmálara og Gerði Helgadóttur mynd- höggvara, en þau stunduðu nám samtímis í Flórens og Par- ís í kringum 1950. Í tengslum við sýninguna hafa afkomendur Jóhannesar hug á að mynda sem heilsteypt- asta skrá yfir verk hans og eig- endur þeirra og eru eigendur verka eftir Jóhannes vinsam- lega beðnir um að hafa sam- band í síma 8978620 (Halla Jó- hannesdóttir) eða senda tölvupóst á kjoi@itn.is eða sigsoley@isholf.is. Auglýst eftir verk- um Jó- hannesar SÝNING Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í Englaborg, Flókagötu 17, hefur verið fram- lengd til 26 maí. Sýninguna nefnir listamaðurinn Treemix- Remix og er hún opin daglega kl. 14–18. Sýning framlengd Serbnesk list í Listhúsinu Í VEISLUGALLERÍI í List- húsinu í Laugardal stendur nú yfir sýning á verkum serbneska listamannsins Predrag P. Petkovic. Predrag Petkovic (Pedja) er fæddur í Belgrad í Júgóslavíu 1946. Um þrítugt gekk hann í listaháskólann í Belgrad og hefur fengist við skúlptúr jafnt sem önnur listform. Pedja hef- ur haldið fjölmargar einka- og samsýningar í Júgóslavíu (gömlu og nýju) og tekið þátt í samsýningum í Búdapest, Prag, Sofíu og París. Einkasýn- ingar á verkum hans hafa verið haldnar í Washington, París, Búdapest og Vín. Sýningin er opin alla daga, nema sunnudaga, frá kl. 9– 18.30 og stendur fram að mán- aðamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.