Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 32
Föstudagur 17. maí
12.30 Listasafn Reykjavíkur – Hafnar-
hús
Chalumeaux-tríóið ásamt Ólafi Kjart-
ani Sigurðarsyni baríton. Tónleikarnir
eru í tengslum við sýninguna Mynd –
íslensk samtímalist.
Chalumeaux-tríóið er skipað klarin-
ettuleikurunum Kjartani Óskarssyni,
Óskari Ingólfssyni og Sigurði Ingva
Snorrasyni. Flutt verður Trio trion-
fante eftir Pál P. Pálsson (frumflutn-
ingur), Flóin eftir Modest Muss-
orgsky, Elegy (Harmljóð) og Berceuse
du chat eftir Igor Stravinsky og Tríó
eftir Tryggva M. Baldvinsson.
17.00 Hafnarborg Hafnarfirði
Enginn getur lifað án Lofts
Ljósmyndasýning. Samstarfsverkefni
Listahátíðar í Reykjavík, Hafnarfjarð-
arbæjar, Kvikmyndasafns Íslands og
Myndadeildar Þjóðminjasafns Ís-
lands.
17.05 Portið á Laugavegi 21
Örverkið Hringleikur eftir Guðrúnu
Evu Mínervudóttur og Birtu Guðjóns-
dóttur í leikstjórn Ásdísar Thorodd-
sen. „Sá er verðugur síns kets er sitt
kál át.“ Bein útsending á Rás 1 að
viðstöddum áhorfendum.
18.00 Bæjarbíó Hafnarfirði
Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guð-
mundsson, fyrsta íslenska talmyndin
og Hnattflugið, stutt heimildarmynd
frá 1924.
20.00 Listasafn Reykjavíkur – Hafnar-
hús
Frumsýning á heimildarmynd Þor-
finns Guðnasonar um Guðjón
Bjarnason en Guðjón er meðal lista-
mannanna sem verk eiga á sýning-
unni MYND sem nú stendur yfir í
Hafnarhúsi.
20.00 Borgarleikhúsið
Salka Valka, dansverk eftir Auði
Bjarnadóttur. Síðasta sýning.
21.00 Broadway
Vocal Sampling, kúbverska salsa-
sveitin.
Miðasalan er opin alla daga kl. 11–
20.
Listahátíð í Reykjavík
11. – 31. maí
Dagskráin í dag
LISTIR
32 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AFTUR er boðið til einleiks í
Hafnarfjarðarleikhúsinu og nú er
það Guðmundur Ingi Þorvaldsson
sem flytur verk eftir sjálfan sig
sem hann kallar: Skáld leitar
harms. Guðmundur Ingi útskrifað-
ist úr Leiklistarskóla Íslands fyrir
fjórum árum og hefur síðan leikið í
báðum stóru atvinnuleikhúsunum
svo og starfað með frjálsum leik-
hópum og leikstýrt í framhaldsskól-
um.
Skáld leitar harms er fyrsta
frumsamda verk Guðmundar Inga
og í því tekst hann á við alþekkta
klisju um ungan mann sem dreymir
um að vera rithöfundur en skortir
bæði hæfileikana og úthaldið. Þetta
er rúmlega tvítugur maður sem
hefur aldrei „lent í neinu“, býr í for-
eldrahúsum, á sæta og vel gefna
kærustu og er í grundvallaratriðum
„góður strákur“. En hann þráir
eitthvað annað; vill ekki verða lög-
fræðingur eins og pabbi, vill gera
uppreisn gegn borgaralegum gild-
um og verða frægur og dáður rit-
höfundur. En hann skortir, að eigin
mati, lífreynsluna og þjáninguna
sem listin ku helst spretta upp úr
og er því heldur úrræðalaus.
Vandi unga mannsins er kannski
einna helst fólginn í því að hann er
fastur í „klisjunni um listamann-
inn“ og það er „staða listamanns-
ins“ sem hann sækist eftir fremur
en listræn tjáning. Enda virðist
hann hvorki hafa hæfileikana né
þörfina fyrir slíka tjáningu og það
er einmitt slík þörf sem hann leitar.
Og ef það er þjáningin sem skapar
slíka þörf er bara um að gera að
kalla yfir sig þjáningu.
Guðmundur Ingi túlkaði þessa
persónu sína af ástríðu og krafti.
Hann átti auðvelt með að draga
fram hjákátlega hégómagirndina,
sjálfselskuna, sjálfsvorkunnina og
yfirþyrmandi getuleysið. En
kannski hefði hann einnig mátt
reyna að vinna aðeins „á móti“
klisjunni; reyna að finna einhverja
ærlega taug í þessum unga manni,
þó ekki væri nema til að vinna ör-
litla samúð áhorfenda með brestum
hans og veikleikum. Sá meðal-Jón
(með skáldanafnið Einarr) sem
birtist áhorfendum í túlkun skapara
síns á sér engar málsbætur, hann
er einfaldlega fullkomlega óþolandi
í heimsku sinni og hégóma og
manni stendur nokk á sama um ör-
lög hans.
Burtséð frá þessari persónusköp-
un, sem er fangi í neti klisjunnar,
má margt gott segja um þessa
frumraun Guðmundar Inga á sviði
leikritunar. Leikurinn er vel upp-
byggður með góðri stígandi og
snjöllum endalokum og söguþráður
hinnar ímynduðu skáldsögu Jóns er
óborganlega melódramatískur.
Vonandi heldur Guðmundur Ingi
áfram að fást við leikritaskrif og
leggur sitt af mörkum til þess vors í
íslenskri leikritagerð sem kannski
er í uppsiglingu …
Glímt við and-
legt getuleysi
LEIKLIST
Hermóður og Háðvör
Höfundur og leikari: Guðmundur Ingi Þor-
valdsson. Leikstjóri: Friðrik Friðriksson.
Dramatúrg: Kristín Eysteinsdóttir. Lýs-
ing: Björn Kristjánsson. Leikmynd: Jó-
hann Már Þórisson. Móðir: Margrét
Helga Jóhannsdóttir. Rödd kærustu:
Linda Ásgeirsdóttir. Hafnarfjarðarleik-
húsið 10. maí.
SKÁLD LEITAR HARMS
Morgunblaðið/Sverrir
„Leikurinn er vel uppbyggður með góðri stígandi og snjöllum endalok-
um og söguþráður hinnar ímynduðu skáldsögu Jóns er óborganlega
melódramatískur,“ segir m.a. í umsögninni. Á myndinni er Guðmundur
Ingi Þorvaldsson í hlutverki skáldsins.
Soffía Auður Birgisdóttir
Tónlistarskóli
FÍH, Rauðagerði
27 Burtfar-
artónleikar Þór-
önnu Daggar
Björnsdóttur af
sígildri braut
skólans verða kl.
20. Með henni
koma fram þeir
Björn Th. Árna-
son fagottleikari,
Kjartan Óskarsson klarinettuleikari
og Guðbjörg Sandholt söngkona.
Listhús Ófeigs Skólavörðustíg 5
Sölusýning á verkum úr einkasafni er
opin frá kl. 18-20. Þar eru m.a. verk
eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Georg
Guðna, Hauk Dór, Húbert Nóa,
Kristján Davíðsson, Kristján Jóns-
son, Louisu Matthíasdóttur, Pétur
Gaut, Sigurbjörn Jónsson. Sýningin
er opin á verslunartíma til 8. júní.
Í DAG
Þórunn Dögg
Björnsdóttir
LEIKFÉLAG Vestmannaeyja
frumsýnir í kvöld í Bæjarleikhúsinu
leikritið Allt í plati eftir Þröst Guð-
bjartsson. Leikstjóri er Andrés Sig-
urvinsson og er þetta í annað sinn
sem hann leikstýrir hjá félaginu.
Leikritið er fjölskylduleikrit sem
fjallar um helstu persónur úr sögum
og ævintýrum Astrid Lindgren og
Thorbjörns Egner. Helstu persónur
sem fram koma í leikritinu eru Lína
langsokkur, Karíus og Baktus,
Kasper, Jesper og Jónatan, Soffía
frænka, Lilli klifurmús, Mikki refur
o.fl.
Að sýningunni koma hátt í 50
manns með einum eða öðrum hætti.
Næstu sýningar eru á morgun,
laugardag og mánudag, kl. 14 og 17.
Allt í plati
í Eyjum
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Sýningu Færeyinganna Olivur við
Neyst og Anker Mortensen í Bak-
salnum og sýningu á vefmyndum
Vigdísar heitinnar Kristjánsdóttur í
Rauðu stofunni lýkur annan í hvíta-
sunnu.
Gallerí Fold er opið daglega frá kl.
10–18, laugardag til kl. 17, hvíta-
sunnudag og annan í hvítasunnu frá
kl. 14–17.
Sýningum lýkur
GUÐRÚN Eva Mínervudóttir og
Birta Guðjónsdóttir eru höfundar ör-
leikrits dagsins á Listahátíð sem
flutt verður á Rás
1 kl. 17.05.
Verkið nefnist
Hringleikur og
verður leikið í
portinu við
Laugaveg 21.
„Þetta er nokkurs
konar trúðleikur
sem verður flutt-
ur á litlu hring-
sviði,“ segir Guð-
rún Eva. „Þarna eru fjórar
persónur, tveir karlar og tvær kon-
ur. Þrjú þeirra er á sviðinu en önnur
konan snýr sviðinu. Hún lætur sví-
virðingarnar dynja á þeim en þau
eru að vonum ósátt við veru sína á
sviðinu. Af einhverjum ástæðum
telja þau sig bundin af veru sinni þar,
en við blasir að þau gætu yfirgefið
sviðið þegar þeim sýnist. Leikstjór-
inn Ásdís Thoroddsen hefur sagt
mér að verkið minni sig á alþýðu-
leiklist miðalda. Þetta er skemmti-
leikrit, en mér fannst helst hægt að
gera eitthvað í þá átt við 10 mínútur.
Það er fyndin hugmynd að vera með
myndlistarmenn í vinnu fyrir útvarp
og sjálf hef ég mjög gaman af öllum
svona uppákomum úti á götu.“ Að
sögn Guðrúnar Evu er portið vel fall-
ið til sýninga. „Í fyrrasumar voru hér
eldgleypar og fleira gott fólk og það
kom vel út. Við Birta vorum mjög
glaðar yfir því að fá föstudagseftir-
miðdag til sýningarinnar.“
Leikarar eru Sigrún Sól Ólafs-
dóttir, Þröstur Guðbjartsson, Ólafur
Guðmundsson og Halla Margrét Jó-
hannesdóttir.
Örleikrit á Rás 1 á Listahátíð
Skemmtileikur á
litlu hringsviði
Guðrún Eva
Mínervudóttir
FYRRI hluti einleikaraprófs
Péturs Valgarðs Péturssonar,
gítarleikara, frá Nýja tónlistar-
skólanum verður kl. 20 í kvöld,
föstudagskvöld. Pétur leikur
einleikshlutverkið Concerto (in
Re) op. 99 fyrir gítar og kammer-
sveit í þrem þáttum, eftir M.
Castelnuevo-Tedesco, með hljóm-
sveit Nýja tónlistarskólans.
Á sömu tónleikum tekur Magnús
Guðjónsson 8. stigs próf í gítar-
leik. Á efniskrá Magnúsar verða
verk eftir J.S. Bach, Hafliða
Hallgrímsson, F. Sor og Villa-
Lobos.
Þá verða 8. stigs tónleikar
Sigurlaugar Arnardóttur frá söng-
deild skólans kl. 17 og Berghildur
Bernharðsdóttir tekur 7. stigs
próf frá sömu deild. Undirleikari á
píanó er Richard Simm.
Loks verða 8. stigs tónleikar
Önnu Margrétar Óskarsdóttur í
sal tónlistarskólans kl. 17 á
morgun.
Á efnisskránni eru m.a. verk
eftir Händel, Saint-Saëns, Schu-
bert, R. Strauss, Kurt Weill og ís-
lensk tónskáld. Undirleikari á
píanó er Bjarni Þ. Jónatansson.
Nemendur Nýja tónlistarskólans sem fram koma á tónleikunum um
helgina: Pétur V. Pétursson, Anna Margrét Óskarsdóttir, Sigurlaug
Arnardóttir, Berghildur Bernharðsdóttir og Magnús Guðjónsson.
Burtfararpróf í Gerðubergi
Í LISTASAFNI Reykjavíkur –
Hafnarhúsi verður frumsýnd heim-
ildamyndin Guðjón í kvöld, kl. 20.
Myndin er eftir Þorfinn Guðnason og
spannar yfir tvö ár í lífi Guðjóns
Bjarnasonar myndlistarmanns, en
hann er einn þeirra listamanna sem
verk eiga á sýningunni Mynd, sem
nú stendur yfir í safninu. Í myndinni
fylgjumst við með listsköpun og
framavonum listamanns sem hyggur
á landvinninga í útlöndum. Þetta er
vegamynd í tvennum skilningi:
Ferðast verður með Guðjóni inn í ís-
lenskan listaheim auk þess sem leik-
urinn berst víða um heim. Myndin er
52 mínútur að lengd en á undan
henni verða sýnd brot úr nýjum ís-
lenskum heimildamyndum.
Guðjón
Bjarnason
Þorfinnur
Guðnason
Listasafn Reykjavíkur
– Hafnarhús
Ný heimilda-
mynd um
listamann
DRÖFN Guðmundsdóttir og Hrönn
Vilhelmsdóttir opna sameiginlega
sýningu í Listasal Man, Skólavörðu-
stíg 14 á morgun, laugardag, kl. 15.
Verkin sem Dröfn sýnir eru
skúlptúrar úr gleri og matarstell
sem hún hefur verið að hanna og
vinna að undanfarið.
Stellið var notað af framleiðslu-
manninum Ágústi Guðmundssyni
hjá Sigga Hall á Óðinsvéum á sýn-
ingunni Matur 2002.
Dröfn hefur að mestu unnið í gler
síðan hún útskrifaðist úr mynd-
höggvaraskor Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands 1993.
Verkin sem Hrönn vinnur eru út
frá bókmenntaarfinum. Ýmis texta-
brot úr misgömlum ritum eru færð í
rúnaletur eða með nútímaskrift í
hör, satín, bómull og silki. Eitt verk-
ið, Með lögum skal land byggja, hef-
ur Hrönn hannað inn í Lögreglustöð-
ina á Blönduósi, 4 m langur refill.
Hrönn útskrifaðist úr textíldeild
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1990.
Sýningin stendur til 4. júní og er
opin á verslunartíma og sunnudaga
kl. 15–18.
Gler og
textíll í Man
♦ ♦ ♦