Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 34
MENNTUN 34 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VITA valdamenn heimsinshvernig best er að leysavandamál? Vita börninþað? Hvaða aðferðir eru heillavænlegar til þess, og leiða ekki til meira ofbeldis? Blaðamaður settist í kennslustund með börnum í þriðja B.J. og spáði í svörin með þeim. Í stof- unni hanga veggspjöld og minnismið- ar um góð gildi: „Hjálpa, læra, hlusta“ og „Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum.“ Bára Jóhannsdóttir leggur dæmi um vandamál fyrir bekkinn; árekstur systkina og spyr: „Hvert er vanda- málið? Hvernig má leysa það?“ Börn- in lögðu til möguleika, og völdu svo saman eftir umræður þann sem var líklegur til vinnings. Svo röðuðu þau sér upp í hring og sungu lífsgildi bekkjarins og röppuðu texta sinn eftir laginu „We are the champions“. Upphaf aðferðarinnar Bára segir að í bekknum sé fjallað um lífsgildi án predikunar, og að einn- ig sé reynt að temja sér að láta ekki smáatriði fara í taugarnar á sér. Gera greinarmun á aðalatriði og aukaritiði. Ávallt sé hugsað: „Hvert er vanda- málið – hvernig getum við leyst það?“ Blaðamaður spurði börnin um lífs- gildin og þau sögðu að þeim hefði tek- ist að greiða úr árekstrum sín í milli með því að muna eftir þeim, og einnig hefðu þau vilja til að hjálpa öðrum. Þetta efni sem bekkurinn hefur til- einkað sér og þessi aðferð er ekki ein- angrað fyrirbæri þar, heldur hluti af uppeldisstefnu sem tekin var upp í Foldaskóla. Stefnan er kennd við uppbyggingu (Restitution) og felst í því að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga. Aðferðin var þróuð og reynd í tuttugu ár af Diane Gossen frá Saskatoon í Kanada og samstarfsfólki. Aðferðin byggist á spurningatækni og hugmyndinni að rækta þurfi skilyrði sjálfstjórnar áður en hún er byggð upp. Að verða sammála Uppbyggingarstefnan hefur verið þróuð og notuð í Foldaskóla í nokkur ár og hingað hafa t.d. komið erlendir ráðgjafar í því augnamiði að þjálfa starfsfólk í aðferðafræðinni. Magni Hjálmarsson, námsráðgjafi í Folda- skóla, hefur notað þessa stefnu og kennt hana öðrum. Hann segir að hún sé um það að nemendur læri að þekkja tilfinningar og þarfir og að kennarar læri að nota spurninga- tækni til að hjálpa nemendum að vinna úr erfiðum tilfinningum sínum, eins og vonbrigðum og reiði. Hann nefnir dæmi. Staðan hjá tveimur nemendum í skólanum var þannig að ef þeir mætt- ust þá hófust jafnskjótt slagsmál. Sátt virtist óhugsandi, en loks var komið á fundi í skólanum á milli þeirra. Hvor fór í sitt herbergið með foreldrum sín- um. Námsráðgjafinn fór á milli her- bergja og beitti aðferðinni. Staðan var stál í stál milli þessara nemenda, og ráðgjafinn hóf leitina að því sem þeir gætu verið sammála um. Fyrsta setn- ingin sem þeir gátu verið sammála um var þessi: „Getum við verið sam- mála um að þetta sé leiðinlegt.“ Þann- ig hófst leiðin að sátt sem endaði með samkomulagi, þeir reyndust vera sammála um sitthvað fleira. Magni hefur haft umsjón með upp- byggingarstefnunni í Foldaskóla og hefur nú þýtt og gefið út þrjár þema- bækur í einni bók undir heitinu Upp- eldi til ábyrgðar, eftir Diane Gossen. Magni segir að skólinn sé ekki ein- ungis fræðslustofnun, heldur einnig samfélag, og að markmiðið sé að gera það umhyggjusamt. Það sem ein- kenni þetta samfélag sé áherslan á lífsgildin fremur en reglurnar. Allt á þetta upphaf sitt og endi í umræðu milli einstaklinga og hópa, voninni um að samfélagið verði það sem flestir geti verið sammála um. Lífsgildi eru í öndvegi, en reglur eru nytsamlegar til að styðja gildin. Regl- ur í Foldaskóla eru fáar en skýrar, og við brotum eru einnig greinileg við- urlög sem farið er eftir. Gerður er greinarmunur á umgengnisreglum og öryggisreglum. Öryggisreglurnar taka til atriða sem ógna öryggi og trufla mám. Eftir umræður og samráð við foreldra og kennara á fundum voru öryggisreglur Foldaskóla samþykktar. Þær eru eft- irfarandi: Engar líkamlegar meiðing- ar. Engin barefli eða önnur vopn. Ekkert andlegt ofbeldi, yfirgang, of- sóknir, árásir eða einelti. Engin fíkni- efni, áfengi eða tóbak. Engar ögranir við starfsmenn skólans. Viðurlög eru síðan við brotum. Einnig voru stofu- reglur/umgengnisreglur unnar á sama hátt: Tala af kurteisi, láta aðra í friði, sjá sjálf(ur) um dótið sitt og sinna hlutverki sínu. Lýsing á hlutverkum er unnin af kennur- um og nemend- um. Hvernig manneskja? Stundum þarf að beita viður- lögum en þau gefa reglunum nauðsynlegan kraft, en oft er hægt að byrja á að tala um lífsgildin og opna með þeim leið til uppbyggingar. Þá verður megin- spurningin: Hvernig manneskja viltu vera? Ákjósanlegast er að hvert barn hafi unnið að mótun eigin lífsgilda og hver bekkur hafi valið sér tiltekin lífs- gildi og mótað bekkjarsamning. Lífsgildi í öðrum bekk gætu hljóm- að svona ef tekið er dæmi úr bókinni Uppeldi til ábyrgðar: Virðing fyrir sjálfum sér og öðrum. Dugnaður, að gera sitt besta. Gæta varúðar. Í lagi að mistakast. Það er gaman að læra. Þegar unnið er með lífsgildi í bekkj- um er gott ráð að byrja á því að safna saman lífsgildum úr fjölskyldu hvers og eins, og byggja síðan á þeim. „For- eldrar eru fyrirmyndir og sýna börn- unum lífsgildi sín með framkomu sinni á hverjum degi. Við viljum virkja lífsgildi fjölskyldunnar með því að spyrja, en ekki með því að segja fólki til í þessu efni. Agi uppbygging- ar er innri kraftur, sjálfsagi byggður á lífsgildum fremur en reglum.“ (76). Sambandið við einkunnir Uppbyggingarstefnan er vissulega kenning, og málið er kunnáttan að framkvæma hana. Hún skarast við margt annað sem hefur verið uppi á teningnum undanfarin ár, og er í ákveðnum samhljómi við t.d. kenn- ingar dr. Thomas Gordons sem skrif- aði m.a. bækurnar Samskipti foreldra og barna, og Samskipti kennara og nemenda (Æskan, 2001). Íslenskir skólar hafa í vaxandi mæli unnið með lífsgildi, og má nefna að kennarar, foreldrar og nemendur í Vesturbæjarskóla (http://vesturbaej- arskoli.ismennt.is/vildarvog) hafa undanfarið verið að safna lífsgildum sem þeir vilja setja í öndvegi. Magni segir að þegar skólar ákveði að til- einka sér hugmyndir eins og þessar séu þeir um leið að efla tilfinninga- þroska, félagsfærni og siðvit með öll- um sem að vinnunni koma. Ef til vill getur hvarflað að fólki að með þessu verði skólar of mjúkir, taki uppeldishlutverkið of alvarlega og gleymi hörðu meginhlutverki sínu í lífsbaráttunni: Að nemendur fái háar einkunnir, að skólinn sé með þeim bestu á landinu! Magni svarar þessu að lokum: „Þegar tekist hefur að gera samskipti áreynslulítil og skólinn sinnir vel þörfum einstaklinganna, fara einkunnir í bóklegum greinum hækkandi.“ Uppeldi og lífsgildi í skólum  Að hjálpa, læra, hlusta og bera virðingu fyrir okkur og öðrum  Að efla tilfinningaþroska, félagsfærni og siðvit með öllum Morgunblaðið/Kristinn Stungið er upp á ýmsum úrræðum áður en lausnin finnst. Bára Jóhannsdóttir lagði vandamál/verkefni fyrir bekkinn, sem valdi síðan mögulegar lausnir. Hjálpa, læra, hlusta og virða eru gildin sem 3. B.J. valdi sér eftir nokkrar pælingar. Gildin urðu svo töm í söng. Magni Hjálmarsson Tilfinningaþroski í öndvegi settur. Lífsgildin tjáð og sungin í 3. B.J. í Foldaskóla. Gleðin og dansinn gegna hlutverki í bekknum. Annar kafli í bókinni Uppeldi til ábyrgðar eftir Diane Gossen í þýðingu Magna Hjálmarssonar heitir Ólíkar leiðir við agastjórn. Þar eru meðal annars nefndar fimm stöður stjórnunar:  Með því að refsa eða hóta refsingu (punisher).  Með því að vekja sektar- kennd (guilter).  Með því að koma sér í mjúk- inn hjá viðkomandi (buddy).  Með því að benda á reglur og sýna festu (monitor).  Með því að vekja til umhugs- unar um lífsgildi og þarfir og leita lausna til að mæta hvoru tveggja (manager), (bls. 37). Í kaflanum eru þessar stjórn- unaraðferðir greindar. Nefna má dæmi. Framkoma þess sem kem- ur inn sektarkennd hjá börnum er í formi predikunar og skamma. Viðkomandi segir: „Þú áttir að vita betur,“ viðbrögð þess skammaða er að gera tilraun til að fela, neita og ljúga. Barnið biðst ef til vill fyrirgefningar, en sjálfs- traustið minnkar. Sá sem beitir uppbyggingu, kann aðferðir aga- stjórnunar og beitir þeim ef nauð- synlegt þykir. Viðkomandi vill aft- ur á móti að barnið taki þátt í því að leysa vandann. Hann spyr spurninga eins og „Hvernig viltu lagfæra það sem fór aflaga? Hve- nær getur þú gert það?“ Hann reynir að laða fram lífsgildin og vonast til að útkoman verði hug- prýði. Barnið spyr loks: „Hvernig get ég lagað þetta, hvað get ég gert til að bæta fyrir þetta?“ og það lærir sjálfsuppbyggingu. Uppeldi til ábyrgðar Lífsgildi/Samband uppeldisaðferðar, velgengni í skóla og farsældar í lífinu er verðugt rannsóknarefni fyrir for- eldra og skólafólk og fræðimenn, en sífellt fleiri velta þessum málum fyrir sér og gera tilraunir. Gunnar Hersveinn fór í heimsókn í Foldaskóla og fylgdist með beitingu aðferðar sem nefnd er uppbyggingaraðferðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.